Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ i Eaugarðagur 7. nðv. 1964 Skrifstofustúlka Þekkt inrflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða stúlku vana almennum skrifstofustörfum nú þegar. Tilboð sendist Mbl. fyrir 11. þ.m. merkt: „Innflutningsfyrirtæki — 9440“. VINNÁ Viljum ráða bifvélavirkja og jarðýtustjóra. VÉLSMIÐJAN BJARG H.F. Höfðatúni 8 — Sími 17184—14965. Til sölu Lítil 2ja herbergja íbúð með sér hitaveitu og sér inngangi. Laus til íbúðar. Útb. 100 þús. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL. Laufásvegi 2 — Sími 13243. Járniðjan sf. Höfum flutt starfsemi okkar að Súðavogi 50 og breytist um ieið símanúmer okkar. Srrúðúm handrið og hliðgrindur. Setjum plast á handrið. Járniðjan sf. Súðarvogi 50 — Sími 36650. Góð bújörð í Laugardalnum í Árnessýslu er til kaups og ábúðar nú þegar eða síðar. Búslóð getur fylgt öll og hey. 1000 hesta tún. Sjálfrennandi vatn og eigin rafstöð. Upplýsingar I síma: 12517 eða 23683. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 59., 61. og 63. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1964 og einnig áður í dagblöðum á v/b Vilborgu KE 51, eign Helga Grétars Helgasonar, verður að kröfu uppboðsbeiðenda Vilhjálms Þór- hallssonar og Birgis ísleifs Gunnarssonar héraðs- dómslögmajina o. fl. látið fram fara við skipið sjálft í Keflavíkurhöfn mánudaginn 9. nóv. 1964 kl. 11.00 árdegis. t Bæjarfógetinn í Keflavík. Sölubörn athugið IHíerkjasala blindrafélagsins er á morgun. — Góð sölulaun. Merkin verða afgreidd frá kl. 10 f.h. á sunnudag á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Blindrafél., Hamrahlíð 17, Holts Apóteki, Barnaskólum R.-víkur. Hafnarfjörður: Barnaskóla Hafnarfjarðar, Barnaskólanum Öldutúni. Kópavogur: Barnaskólum Kópavogs. Silfurtún: Barnaskóla Garðahrepps Silfurtúni. Seld verða tvennskonar merki í tilefni af 25 ára afmæli félagsms. Borðamcrki á kr. 25,00 og borðalaus á kr. 10,00. Kringum flugfreyjuna var ávallt stór hópur af unglingsstúlkum og hafði Svala Guðmundsdótt- ir, flugfreyja, nóg að gera við að svara spurningum stúlknanna. 360 unglingar á starfs- fræðsludegi á Austurlandi Neskaupstað, 11. okt.: — FYRSTI starfsfræðsludagurinn á Austurlandi var haldinn í Nes- kaupstað í dag. Hefur undir- búningur staðið lengi, en vand að er til hans svo sem hægt er. Var starfsfræðsludagurinn á veg um Kennarasambands Austur- lands, en fræðsluráð Neskaup- staðar sá að öðru leiti um fram- kvæmd dagsins. Kynntar voru um 140 starfsgreinar og voru leðibenendur um 70. Flestir þeirra eru af Austurlandi, en 16 komu frá Reykjavík. Mikill fjöldi unglinga kom á starfs- fræðsludaginn og voru þeir alls staður sá að öðru leyti um fram- kvæmd dagsins. Kynntar voru um 140 starfsgreinar og voru leiðbeinendur um 70. Flestir þeirra eru af Austurlandi, en 16 komu frá Reykjavík. Mikill fjöldi unglinga. kom á starfs- fræðsludaginn og voru þeir alls staðar að af Austurlandi. Hjá drengjunum var greini- lega mestur áhugi á flugi og spurði 163 um flugmál almennt. Um sjávarútveg spurðu 150, lög gæzlu 91, verzlunarnám 37, land búnað 15, blaðamennsku 11, list ræn störf 29. Hjá stúlkunum var mestur áhugi á hárgreiðslu eða 69. Um flugfreyjustarfið var einn ig mikið spurt eða 63, hjúlarun 59, fóstrustarf 42, ljósmæðra- starf 18. Tækniskóli fslands, sem þarna kynnti starf sitt í fyrsta sinn, fékk 23 áhugasama um nám þar. Alls sóttu daginn um 360 ungl ingar. Seinna um daginn var svo farið í heimsóknir á marga vinnu staði og þeir skoðaðir. Einkum mun hafa verið fjölmenn heim- sóknin um borð í varðskip, sem lá hér inni. Einnig fóru margir að skoða flugvél Flugsýnar, sem var hér á vellinum. Það er álit þeirra manna, sem að undirbún- ingi starfsfræðsludagsins stóðu, að dagurinn hafi heppnazt mjög vel. Forstöðumáður starfsfræðslu dagsins var Ólafur Gunnarsson sálfræðingur og hefur hann dval izt á Austurlandi þessa viku og unnið að undirbúningi dagsins. — Ásgeir. Kristniboðsfélag kvenna 60 ára ÞEGAR þjóðhátíðin til minning- ar um þúsund ára afmæii ís- lands byggðar var haldin á Þing- völlum árið 1874, þá sendi séra Gunnar prófastur Gunarsson á* varp til hátíðagesta, og hvatti menn eindreigið til að stofna kristniboðsfélag „á hinum sama stað þar sem kristin trú var á sínum tíma lögtekin ....“ „Sér- hvert fyrirtæki verður að hafa þjóðlegt fyrirkomulag, eigi menn að geta gert sér von um vöxt iþess og viðgang. Yrði íslenzkur kristniboði sendur, sá er þjóðin treysti bezt, þá væri ísinn brot- inn. Fyrir honum slægju hjörtu landsmanna, og hann mundi halda hugum manna vakandi við fyrirtækið með því að skrifa 'heim af aðgerðum sínum, lýsa eymd heiðninnar, u m b ó t u m kristninnar, framförum og fjölg- un lærisveina sinna....“ Ekki varð þó úr stofnun kristni boðsfélags á þjóðhátíðinni. En í hópi presta voru jafnan kristni- boðsvinir og hafa verið á aðra öld, enda ber talsvert á kristni- boðsáhuga meðal prestanna í tímaritinu ,Verði Ljós!‘ um alda- mótin. En úr framkvæmdum varð ekki hjá prestunum. Það voru konur, sem stofuðu elzta kristniboðfélag íslands þrjátíu árum eftir þjóðhátíðina, og það hefir starfað alla tíð síðan og heitir Kristniboðsfélag kvenna. Afmælisdagurinn er 9. nóvember, e*i afmælishátíðin verður haldin tveim dögum fyrr, það er að segja laugardaginn þann 7. nóv. í húsi KFUK og KFUM. Góðar heimildir eru til um þær merku konur, sem stofnuðu félagið, erida voru sumar þeirra þjóðkunnar. Nöfn þeirra eru geymd, en ekki gleymd, enda mun þeirra minnzt verða á há- tíðinni, og margra annarra merkra kvenna er starfað hafa í félaginu. Á fyrstu árunum mörkuðu þessar merku konur stefnu fé- lagsins, söfnuðu fé og styrktu erlenda kristniboða, einkum konur, því að þá þegar voru konur víða um lönd teknar að vinna að kristniboði í stórum stíl. Hins vegar iiðu allmörg ár þar til um var að ræða íslenzka kristniboða, sem sendir voru til starfa héðan að heiman. En sum- arið 1919 rann upp sá tími er þetta merka félag tók að styrkja íslenzka menn til starfs að kristniboði í framandi landi. Smátt og smátt hefir bæði kristni boðsfélögum og kristniboðum fjölgað. Nú er orðin til íslenzk kristniboðsstöð í Afríku, og á stóru svæði þar í kring starfa íslenzkir kristniboðar. Hugsjónir og vonir séra Gunn- ars og annarra íslenzkra kristni- boðsvina, sem voru á undan sín- um tíma, hafa þannig fyrir löngu orðið að raunveruleika. Um þess- ar mundir eru sjö íslendingar starfandi að kristniboði í Eþíópíu, og mikið verk er fyrir hendi hér heirria til þess að styrkja og efla þetta starf, svo að það geti orðið til sem allra mestrar blessunar fyrir hina fátæku þjóð, sem vér störfum á meðaL Um 15 ára skeið var Kristni- boðsfélag kvenna eina starfandi kristniboðsfélagið hér á landi. Nú eru hins vegar félög og starfs hópar, sem að kristniboðinu starfa, hátt á annan tug. Hið eðlilega væri að til væri nefnd eða félag í hverj- um einasta kristnum söfnuði á landinu til þess að styrkja kristni boðið og efla það. Hjá frænd- þjóðum vorum á Norðurlöndum lærir hvert einasta fermingar- barn um kristniboðið, og allur þorri kristinna manna styrkir kristniboðið eða einhverja grein þess ihikinn hluta ævi sinnar. Konurnar í Kristniboðsfélagi kvenna hafa unnið að mörgum góðum verkum öðrum en kristni- boði í framandi löndum. Þær hafa, ásamt öðrum kristnum mönnum, staðið fyrir sunnudaga. skóla fyrir börn, fyrir samkom- um og kristniboðsvikum, gengizt fyrir guðsþjónustum, styrkt kristilega bókaútgáfu, tekið við gestum frá framandi þjóðum og greitt götu þeirra, hvatt lands- menn, bæði leikmenn og presta, til að efla kristniboðið. Þær hafa stutt bindindishreyfinguna og málefni kirkju vorrar í söfnuð- um sínum. Á fyrstu árum félags- ins átti það þátt í að stofnuð var vöggustofa í Reykjavík. Og kon- urnar í kristniboðsfélagi kvenna vita mikið og hafa kynnt sér margt um framandi þjóðir og lönd og um lífskjör manna í þess- um löndum, um átrúnað og siði þjóðanna. í augum þeirra eru Afríkumenn, Indverjar og Kín- verjar ekki fjarlægar, framandi þjóðir, heldur nálægar oss og náskyldar og þeim er ætlað að eignast hina sömu blessun og oss hefir verið gefin og veitt með fagaðarboðskapnum. Það yrði of langt mál að nefna nöfn þeirra mikilhæfu kvenna, sem mikið hafa unnið og miklu hafa fórnað fyrir kristmboðið á Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.