Morgunblaðið - 15.11.1964, Qupperneq 2
r
MORGUN BLADIÐ
Sunnudagur 15. nóv. 1964
2
Mynd þessi var tekin inni
i Hólmgarði á ellefta tíman-
um á laugardagsmorgun, þar
sem verið er að „þakleggja"
spennistöð. Þama er verið að
reisa fyrstu spennistöðina af
þessari gerð, en verið er að
steypa fleka í fjórar sams-
konar tii viðbótar.
Stienstóipar h-f. steypa
flekana inni í Súðavogi. Síð-
an eru þeir fluttir á vögnum
í áfangastað, þar sem krani
lyftir þeim upp. Þakið, sem
þarna er á lofti, er ellefu fer
metrar og vegur ellefu tonn.
Spennistöðvar af þessari
gerð eru sjálfsagt mjög hent
ugar til síns brúks, en hætt er
við, að sumuni þyki gamla
spennistöðin á Lækjartorgi
skrautiegri.
(Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.)
Mýtt elliheimili,
MinnÉ-Grund
NÝLEGA var opnuð á Blóm-
vallagötu 12 í Reykjavík „útibú“
frá Elliheimilinu Grund. Er
þetta nýja húsnæði á 4 hæðum
og í kjallara. Hefur það hlotið
nafnið „Minni-Grund“.
f þessu nýja húsnæði Elli-
heimilisins er vistpiáss fyrir 30
manns, en nú eru þar 16 konur
og 6 karlar, og er þá rúm fyrir
8 í viðbót. Næstum öll herberg-
in í þessu nýja húsnæði eru
eins manns.
Á fundi, sem Gísli Sigurbjörns
son hélt með blaðamönnum í
gær sagði hann m. a., að ætlun-
in væri að nota þetta húsnæði
fyrir það fólk, sem ekki þyrfti
að liggja rúmfast. Húsið er
fjórar hæðir auk kjallara og eru
í því 58 herbergi. Dvölin á þessu
eliiheimili mun kosta 130 krón-
— Kvöldberlingur
Framhald af bls. 1
Noregskonungasögur, Morkin-
skinna, Hrokkinskinna, Athuga-
semdir Jóns Ólafssonar við sögu
Hjálmars, Konungsskuggsjá, Kon
ungsannáll, Codex Regius, Vaf-
þrúðnismál, ásamt skjölum og
réttarbókum.
Úr konungssafninu yngra er
um að ræða 75 verk, segir Kvöld
berlingur, sem afhenda á, en
meðal þeirra, sem eftir hefðu
átt að vera í Danmö.ku skv.
listanum eru Ritgerð Finns
Magnússonar um fyrirlestra
Svéins Pálssonar um íslenzka
jökla, Frásagnir um brunann í
Kaupmannahöfn 1728 eftir Jón
Ólafsson, Óiafs saga heiga á lat-
ínu, Percivals saga. Rlmur af
Pétri Pors, Ritgerð um íslands-
verzlunina, Ferðasaga frá Nor-
egi eftir Stefán Þórarinsson og
Konungsbréf um siðasi. ..n á ís-
landi. Vafasamt er um Personalia
Jóns ÓlaLsox.ar yng.a.
Rytgaard.
ur á dag eða jafn mikið og á
Grund.
Gísii Sigurbjömsson skýrði
frá því, að ætlunin væri að
koma á fót enn einu elliheimili
og mundi það verða í náinni
framtíð. Hann gat þess til fróð-
leiks, að á elliheimilum á Is-
landi mundi vera alls um 380
manns og væri mil t ll meirihluti
þess fjölda konur. Kvaðst hann
vera mjög óánægður yfir því
skilningsleysi, sem ellihemili á
íslandi hafa mætt. Nefndi hann
til dæmis að hann, hafi sótt um
lóð fyrir elliheimili til borgar-
ráðs, en verið synjað. Sagðist
hann ekki mundu leita þangað
aftur um aðstoð.
Blaðamönnum var boðið að
skoða hið nýja húsnæði og er
það hið smekklegasta á allan
hátt.
Iíömlur á SAS
gilda a.m.k. eitt
ár enn
London, 14. nóv. — NTB
HÖMLUR þær, sem settar hafa
verið á starfsemi SAS í Prest-
wick-flug velli í Skotlandi munu
gilda enn í minnst eitt ár, að því
er segir í bréfi, sem brezki flug-
málaráðherrann, Roy Jenkins,
ritaði í kvöld til samtaka þeirra,
sem vilja efla Prestwick. Samtök
þessi höfðu farið bess á leit að
brezka stjórnin endurskoðaði þá
ráðstöfun að fækka lendingum
SAS í- Prestwick úr sjö í fjórar
á viku.
Jenkins segir í bréfi sínu, að
engin ástæða sé til þess að taka
upp viðræður aftur við SAS um
þetta mál fyrr en veturinn 1065.
Jón Helgason um handritin:
Árnasafn getur haidið áfram
rannsóknum að mestu leyti
— enda þótt mikill hiuti þess. yrði afhentur
Einkaskeyti til Mbl.
Kaupmannahöfn, 14. nóv.
PRÓFESSOR Jón Helgason
segir m.a. eftirfarandi í við-
tali við blaðið Aktuelt í dag:
„Árnasafn mundi geta haldið
áfram rannsóknum sínum að
miklu leyti enda þótt mikill
hluti þess yrði afhentur. For-
senda þessa yrði þó að vera
sú, að ekkert verði afhent
fyrr en búið er að Ijúka nauð-
synlegum ljósmyndunum, og
fyrir hendi sé í safninu góð
og greinileg afrit.“
Ummæli Jóns Helgasonar pró-
fessors eru birt sem athug„„emd-
ir við kjallaragrein eftir hann,
sem birtist í Politiken • 1950.
Aktuelt kynnir hann jafnframt
sem þann mann, sem fróðastur sé
um allt, er að handritunurr, lýtur,
í Danmörku.
f greininni, sem birtist í dag,
segir prófessor Jón ennfremur:
„Ef menn líta á vísindin frá al-
þjóðlegum sjónarmiðum og án
þess að blanda þar i þjóðlegum
fordómum, hlýtur það ein:..itt að
teljast ávinningur að hver þjóð
fái útdeildt þeim vísindalegu
verkefnum, sem hún hefur til að
leysa. Ef það telst eðlilegt, að
unnið sé að rannsóknum á
danskri fornleifafræði o,g mál-
lýzkum í Danmörku, hlýtur það
jafnframt að teljast eðilegt að
rannsóknir á íslenzku máli og
bókmenntum fari fyrst og fremst
fram á íslandi. Auk þess höfum
við þegar náð svo langt vegna
framfara í Ijósmyndatækni, að
bæði Árnasafn í Kaupmannahöfn
og hin nýstofnaða Handrita-
stofnun í Reykjavík, munu hvort
um sig hafa nægileg verkefni að
vinna úr. Út frá þessu sjónarmiði
geta menn síðan metið afstöðu
sína til þess, hvor skuli hafa
frumritin og hvor eftirritin.
Spurningin snýst þá fyrst og
um minjagildið“.
Úr kjallaragrein prófessors
Jóns frá 1950, er síðan vitnað í
eftirfarandi ummæli hans: „Ég
hefi fyrir framan mig yfirlit yfir
það, sem út hefur verið gefið á
árunum 1935—1950, og byggt á
íslenzkum handritum í Árna-
safni. Yfirlitið nær aðeins til út-
gáfna, sem byggðar eru á
handritunum sjálfum, en ekki
milliliðaútgáfna. Á listanum eru
40 útgáfur. Af þeim eru 35 út-
gefnar af íslendingum, ein af
Norðmanni og íslendingi í félagi,
2 af Englendingum og ein af
Hollendingi."
Starfsmenn
Utvegsbankans
yfirheyrðir
Á FÖSTUDAG var stjórn Starfs-
mannafélags Útvegsbanka ís-
lands kvödd til yfirheyrslu hjá
sakadómara. Hafði saksóknari
ríkisins beðið sakadómaraem-
bættið í Reykjavík að taka
skýrslur af stjórnarmönnum
vegna þess atburðar, að starfs-
fólk bankans mætti ekki til
vinnu mánudaginn 4. nóvember
síðastliðiún, tll þess að mótmæla
stöðuveitingu' bankaráðs í stöðu
útibússtjóra bankans á Akur-
eyri. Halldór Þorbjönsson, saka-
dómari, tjáði Mbl. í gær, að afrit
af yfirheyrslúnum yrði nú sent
saksóknara.
í grein sinni nú segir Jón Helga i
son: „Frá 1958 hafa verið út gef |
in 20 textabindi frá Árnasafni af
íslendingum, Svíum, Dönum og
Englendingum.“
1950 ritaði prófessor Jón: „Sú
starfsemi, sem á heima í Árna-
safni og aðeins er hægt að fram
kvæma þar, er að bera saman
handrit og bara saman frávik
þeirra, ákvarða sambánd þeirra
innbyrðis og safna saman á þeim
grundvelli i eina útgáfu í svo
stuttu máli og gagnyrtu sem
mögulegt er, öllu því, sem af
rannsóknunum hefur komið fram
um elztu mynd verksins og sögu
þess. Að þessum trausta grund-
velli fengnum í þess. háttar út-
gáfu, geta aðrir vísindamenn kom
ið til og lýst hinum ýmsu hlið-
um verksins, stíl þess, grundvall
arhugmyndum, bókmenntasögu-
legu gildi þess o.s.frv. Síðar-
nefnda starfsemin héfur ekkert
með handritasafnið sjálft að gera,
heldur er hægt að vinna að henni
alls staðar þar sem hinar nauð-
synlegu bækur ,er að finna. Það
er rangt, þegar menn halda því
á stundum fram, að allar rann-
sóknir og vinna varðandi íslenzk
ar bókmenntir yrðu útilokaðar,
ef handritin yrðu afhent“.
Um þessi ummæli sin frá 1950
segir prófessor Jón Helgason nú:
„Þetta er að sjálfsögðu í fullu
gildi í dag. Ég undrast það einn
ig, að í umræðunum um afhend-
ingu handritanna hafa menn
stöðugt lagt höfuðáherzlu á nauð
syn stórs bókasafns. Það er að
vísu rétt, að nauðsyn er á slíku
bókasafni varðandi ákveðin
verk, einkum þau, sem þýdd eru
eða unnin eftir ókunnum heim-
Jón Guðnason
ildum, en þessi verk eru að sam
anlögðu í miklum minnihluta
varðandi safnið. Ég er enn þeirp
ar skoðunar, að það verði að
greina á milli útgáfu á handrit-
um annars vegar og hinsvegar
annarrar starfsemi í sambandi
við textann. Árnasafn getur hald
ið áfram að reka mikilsverða
rannsóknastarfsemi með góð
afrit að bakhjarli".
— RytgaartL
SÞ rannsaka
landamæra-
bardagann
London, 14. nóv.
STARF9MENN Sameinuðu þjóð-
anna í Jerúsalem hafa þegar tek-
ið til að rannsaka tildrög bar-
daga þeirra, sem í gær urðu á
landamærum Sýrlands og ísrael,
við ána Jórdan. í bardaögum
þessum, sem eru þeir hörðustu
á þessum slóðum um langt skeið,
féllu 7 sýrlenzkir hermec Iáx
26 særðust, að því er talsmaður
sýrlenzika hersins í Damaskus
segir. Mannfall mun einnig hafa
orðið í liði Israelsmanna. í bar-
dögunum var beitt fótgönguliði,
flugvélum, stórskotaliði og skrið-
drekum. — Sýrlenzka stjórnin
hefur kært atburðinn til Öryggia
ráðs S.Þ. — og eins og fyrri dag-
inn saka báðir aðilar hinn um að
hafa átt upptökin.
Síðustu fréttir frá Damascus i
gær hermdu að enn hefði kom-
ið til snarpra átaka á landa-
mærum Sýrlands og ísrael, að
þessu sinni í lofti. Hafi komið
til nokkurra loftbardaga milli
sýrlenzkra og ísraelskra orrusiu-
flugvéla. Talsmaður sýrlenzku
stjórnarinnar sa^ði, að ein orr-
ustuflugvél Lsraelsmanna hefði
verið skotin niður kl. 1 eJí. að
ísl. tíma.
— Truman
Framh. af bls. 1
maður, sem taldi sig hafa meira
vit á hlutunum en forseti Banda-
ríkjanna.
Truman sagði, að MacArthur
hafi viljað láta flugvélar hefja
sprengjuárásir gegn skotmörkum
Kínamegin Yalu-árinnar og láta
síðan herinn fylgja á eftir og
gera árás á Kína.
Nýtí bindi af „Merkum
íslendinqum" komiðút
KOMIÐ er út III. bindi af nýjum
flokki „Merkra íslendinga“, og
hefur Jón Guðnason, fyrrv.
skjalavörður búið það til prentun
ar eins og fyrri bindin í þessum
flokki. Eru birtar hér 12 ævisög-
ur, eða jafnmargar og í fyrri
bindunum.
Ævisögurnar eru þessar: Magn-
ús Gizurarson, Skálholtsbiskup,
eftir Björn Þórðarson, Árni
Magnússon, sýslumaður í Ögri,
eftir Jón Þorkelsson, Páll Björns
son, prófastur í Selárdal, eftir
Hannes Þorsteinsson, Gunnlaug-
ur Guðbrandsson Briem, sýslu-
maður á Grund, eftir Jón Jóns-
son, Jón Þorsteinsson, prestur í
Reykjahlíð, eftir Svein Nielsson,
Hallgrímur Scheving, yfirkenn-
ari, eftir Jón Þorkelsson, Konráð
Gíslason prófessor, eftir Björn
M. Olsen, Sigurður Vigfússon,
fornfræðingur, eftir Valdimar
Ásmundsson, Eiríkur Briem, pró-
fessor, eftir Guðmund G. Bárð-
arson, Klemens Jónsson, ráð-
herra, eftir Hallgrim Hallgríms-
son, Bjarni Sæmundsson, fiski-
fræðingur, eftir Árna Friðriksson
og Páll Eggert Ólason, prófessor,
eftir Jón Guðnason. Auk þess
fylgir nafnaskrá.
Bókin er 348 bls. að stærð,
vönduð að frágangi eins og fyrri
bindin í þessum flokkL Útgefandi
er Bókfellsútgáfan.