Morgunblaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIB Sunnudagur 15. nóv. 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 f lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. HÖRMUNGARNAR í SUÐUR-VIETNAM OG ATFERLI KOMMÚNISTA Tlf'enn eru orðnir vanir því að heyra hörmulegar fréttir frá Suður-Vietnam. Herlið kommúnista heldur landinu í sífelldu hernaðar- ástandi, innrásarsveitir frá Norður-Vietnam flæða yfir landið, ringulreið í stjórnar- fari hefur hvað eftir annað valdið upplausn í landinu, og skærur milli trúflokka sundra þjóðlegri einingu. Svo gæti virzt sem óham- ingju þjóðarinnar, er land þetta byggir, gæti naumast orðið fleira að vopni. Þó hef- ur svo orðið. Sjálf náttúruöfl- in hafa nú skorizt í leikinn. í gær var skýrt frá því, að fimm þúsund manns mundu hafa farizt í flóðum, og því var jafnvel haldið fram, að sú tala gæti hækkað um helming. Að minnsta kosti 130 þúsundir manna höfðu þá mxsst heimili sín. Á sama tíma var stjórn- málaástandið í höfuðborginni, Saigon, næsta ótryggt. Stúd- entar fóru í mótmælagöngum um stræti og andmæltu ríkis- stjórninni. Hvers konar neyðarástand, vandræði og hörmungar, hef- ur alltaf verið vatn á myllu kommúnista, og er óþarft að rekja hvers vegna það er. Ástandið í Suður-Vietnam hafa þeir hagnýtt sér til hins ýtrasta. Jafnvel málgagn kómmúnista á íslandi hefur hlakkað yfir trúarbragða- stríði kaþólskra og búddatrú- armanna í Suður-Vietnam. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve trúarbragða- styrjaldir eru hatrammar, og tæplega getur nokkra þjóð hént verri ógæfa en að vera klofin um jafn mikið tilfinn- ingaatriði og trú sína. Sið- menntaðir menn um heim all- an hafa haft samúð með hin- um ógæfusömu íbúum Suður- Vietnam, sem hafa barizt inn- byrðis um sannfæringu sína og trúarskoðun. Kommúnist- ar hafa hins vegar smjattað á þessu, því að þeim er hæg- ara að kúga undir sig sundr- aða þjóð en þá, sem er ein- huga um trúarbrögð sín. Nú hafa þeir atburðir gerzt, s<em ýmsum þykja með ólík- indum, en eru það í rauninni ails ekki. Kommúnistar not- færa sér neyðarástandið vegna flóðanna í Suður-Viet- nam og ganga svo langt að skjóta á bandarískar þyrlur, sem vinna að því að bjarga einangruðu fólki á flóðasvæð- unum og flytja matværi, lyf og annan nauðsynjavarning til hins bágstadda fólks. Kommúnistum er ekkert heilagt, þegar um leik í tafli þeirra um heimsyfirráð er að tefla. Kommúnistastjórnin í Norð ur-Vietnam hefur þverbrotið ákvæði sáttmálans, sem skóp þessi tvö ríki. Hún stefnir ekki leynt heldur ljóst að því að leggja undir sig land frænda sinna í suðri, og í þeirri bar- áttu er einskis svifizt. í áróðri kommúnista úti um heim er gjarnan vitnað til stjórnmála- ástandsins í Saigon til þess að villa mönnum sýn á því, sem raunverulega er barizt um. Það er: Á kommúnistum að takast að leggja undir sig eitt landið enn? Svarið hlýtur að vera nei, og sem betur fer standa Bandaríkjamenn á verði í Suður-Vietnam. HAGKVÆM FJÁRFESTING Fhns og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu, hyggst rík- isstjórnin bjóða út skulda- bréfalán að upphæð allt að 75 millj. kr., og hafa bæði í blöðum og á Alþingi orðið allmiklar umræður um þetta vætanlega skuldabréfalán. Morgunblaðið hefur talið, að það væri vel að farið að bjóða út slíkt lán. Hér þyrfti að skapast verðbréfamarkaður, líkt og er hjá nágrannaþjóð- unum, þar sem fjár til meiri- háttar framkvæmda er oft aflað með almennu skulda- bréfaútboði. Hér hefur þetta hins vegar gengið erfiðlega, einkum vegna stöðugra verð- hækkana. Stjórnarandstæðingar hafa snúizt gegn þessu lánsútboði. Þeir tala um, að lánskjörin séu „óheyrilega slæm“ fyrir ríkið og segja, að „eftirgjald eftir peninga hafi sennilega aldrei þekkzt opinberlega hærra en í þetta sinn.“ Það er rétt, að ríkisstjórnin hyggst tryggja það, að þeir, sem kaupa skuldabréfin, fái góða vexti af fé sínu og jafn- framt verði það tryggt, að höfuðstóllinn verði ekki skert ur. Verður það gert með verð- tryggingu. Þennan hátt verð- ur að hafa á til þess að menn Elizabeth Taylor úr rauðviði FYRIK skömmu var af- hjúpuð í listasafni í Fau- bourg St. Hororé í París stytta af bandarísku leik- konunni Elizabeth Taylor. Styttan er úr rauðviði, í fuliri líkamsstærð, gerð af myndhöggvaranum Ed- mund Kara í Kaliforníu. Sýnir hún leikkonuna nakta. Það var eiginmaður Eliza- bethar, brezki leikarinn Ric- hard Burton, sem afhjúpaði styttuna, að viðstöddum blaða mönnum og ljósmyndurum, en Elizabeth sjálf gat ekki verið viðsötdd vegna anna við kvikmyndatöku. Leikkonan sat ekki fyrir hjá myndhöggvaranum og hann tók ekki mál af henni. Kvaðst hann ekki hafa þurft þess, þar sem hann hefði starf að í 15 ár að tízkuteikningum og gæti fullvel gert sér grein fyrir hvernig konur litu út undir fötunum. Ritchard Burton fór lofsam legum orðum um styttuna af konu sinni og sagði, að hún væri mjög lík. Aðeins hand- leggirnir væru öðruvísi, þeir væru of grannir. Styttan vegur um 250 kg., og Kara vann að henni í sam- tals 533 klukkustundir. Hún var flutt til Evrópu með „Queen Mary“ og tveir leyni- lögreglumenn voru ráðnir til þess að gæta hennar á leið- Richard Burton kyssir enni styttunnar af konu sinni. — En hann afhjúpaði styttuna í listasafni í París. Elizabeth sá styttuna i vinnustofu Kara í Kaliforníu Sagði myndhoggvarinn, að leikkonan hefði ekki virzt sér þegar hún var nær fullgerð. lega ánægð með verkið. Gunnlaugur J. Auðunn sjötugur GUNNLAUGUR J. Auðunn, bóndi að Bakka í Víðidal, er 70 ára á morgun, mánudaginn 16. nóv., fæddur að Auðunarstöðum, sonur merkishjónanna Ingibjarg- ar Eysteinsdóttur og Jóhannes- ar Guðmundssonar. Gunnlaugur stundaði nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og settist í Menntaskólann í Reykjavik. Fékk hann þá löm- unarveiki og varð að hætta námi. 1921 kvæntist hann Önnu Teitsdóttur frá Víðidalstungu. Bjuggu þau 1 ár á Auðúnar- stöðum, en flúttu þá að Bakka- koti í Víðidal og hófu það kot upp í ágæta jörð. Vélakost tók hann mjög snemma í þjlnustu sína og hugsar hvert verk vel áður en á því er byrjað. Hann varð fyrstur manna til að eign- ast útvarp í Húnavatnssýslu, öðlist trú á kaupum skulda- bréfa. Þótt tilgangur stjórnarand- stæðinga sé sjálfsagt ekki sá, þá er það samt ánægjulegt, að þeir skuli með afstöðu sinni vekja rækilega athygli á því, að hér verður um hag- kvæma fjárfestingu fyrir al- menning að ræða. Má þess vegna vænta þess, að þessu skuldabréfaútboði verði vel tekið og bréfin seljist þegar uur Ef þetta skuldabréfaútboð gengur vel, má vænta þess, að fleiri fylgi í kjölfarið. Ef til vill verður þá ekki nauð- synlegt að bjóða jafn góð kjör og nú er gert. En það er rétt og sjálfsagt af ríkisvaldinu að haga þessu útboði þannig, að það sé sem hagkvæmast fyrir hinn almenna sparifjáreig- anda, því að þannig verður grundvöllurinn lagður að heilbrigðum verðbréfavið- skiptum í framtíðinni. eða þrem árum áður en Ríkis. útvarpið tók til starfa. Fjölda trúnaðarstarfa hefur hann gen.gt fyrir sveit sína. Hann er einarður og ákveðinn í skoð« unum. Hefur ætíð fylgt sjálf» stæðisstefnunni og verið trún^ð-. armaður flokksins í héraðinu frá stofnun haris. Hann er vel máli farinn og þykja tillögur han« jafnan athygiisverðar. Þau hjón hafa eignast átta börn, sem öll eru á lífL Á. H. Sóknarfundur í Keflavík Sjálfstæðiskvennafélagið SÓKsNT í Keflavík heldur fund nk. þriðjudagskvöld kl. 9 síðdegiá,' Kaffi verður drukkið, skugga- myndir sýndar og loks spilali bingo með góðum vinningum. Sjálfstæðiskonur eru hvabta* til að fjölmenna. Knattspyrnukvik- mynd í Hafnar- firði EIN bezta knattspyrnukvikmynd, sem um getur, „England — Heim urinn“, verður sýnd í Hafnar- fjarðarbíó nk. mánudag, 16. nóv. kl. 7. — Þar sjást margir fræg- ustu knattspyr numenn heims, t.d. Puskas, de Stefano, Law og Greaves svo fáir séu nefndir. — Þetba verður síðasba sýning myndarinnar í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.