Morgunblaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 3
Sunh'udagur 1*5. nóV. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 Þannig leit Surtsey út í gær á ársafmæU gossins, orðin hin myndarlegasta. Surtsey fer enn stækkandi L.ANDHELGISGÆZLAN bauð blaðamönnum í flugferð yfir Surtsey í gærmorgun í til- efni ársafmælis gossins. Var farið með gæzluflugvléinni SIF, sem í leiðinni gerði mæl- ingar yfir varðskipinu Þór, en hann var með sérfróða menn um borð til mælinga út af togaramáli. Þegar SIF nálgaðist Surts- ey sást að töluvert hraun- rennsli var úr gígnum vest- an til á eynni. Aðalhraun- rennslið hefur verið frá aust- suð-austri eða suð-austri, en einnig var allbreið læna, sem rann til suð-suð-vesturs. — Hraunið er glóandi í gígn- um sjálfhm, en rennur svo V undir storknuðu hraunyfir- borði og kemur fram nokkr- um metrum ofan við hraun- brúnina niður við sjóinn þar sem það svo steypist að lok- um í hafið. Heildarsvipur eyjarinnar núna er fremur litlaus og frá því Landmælingar íslands mynduðu eyna síðast, fyrir ca. þrem vikum, hefur hún lengzt talsvert til suð-austurs. Þá virtist greinilegt, að brimið hafi undanfarna daga sorfið allstórt skarð í eyna, þar sem hún er hæst að norð- vestanverðu. Þar hrynur stöðugt frá efstu brún og nið- ur í sjóinn og hæsti hluti eyjarinnar þynnist stöðugt Sjávarlónið norð-austast á eynni er nú vel varið fyrir sjó og er nú orðið allþreitt landssvæði milli þess og sjáv- ar. Ekkert lát virtist á hraun- rennslinu og eykur það stöð- ugt við lengd eyjarinnar. SIF kom aftur til Reykja- víkur úr Surtseyjarfluginu rétt upp úr hádegi í gær. — Skipherra á SIF er Garðar Pálsson og flugstjóri Guðjón Jónsson. Einnig var með í för- inni Þröstur Sigtryggsson, skipherra. Sr. Eiríkur J. Eiríksson: Sjá, nú er hjálp ræðisdagur" Hraunrennslið er enn mikið og stöðugt og má greinilega sjá, hvemig glóandi hraunstraum- urinn steypist af hraunbrúni nni í sjóinn. 25. sunnudagur eftir trinitatis. Guðspjallið. Matth. 24,15—28. DAGURINN er í almanakinu kenndur við viðurstyggð eyði- leggingarinnar. Orð þessi eru notuð í Daníelsbók Gamla Testa- mentisins: „Mun viðurstyggð eyðingarinnar upp reist verða, en eftir það mun gjöreyðing, og hún fastráðin, steypast yfir eyð- andann.“ (Dan. 9, 27). Er hér að þvi vikið, að Antí- okkus IV. Sýrlandskonungur lét vígja musterið í Jerúsalem Seifi guðakonungi Ólympstinds og flytja líkan hans inn í hið allra helgasta. I. Makkabeabók segir frá óhæfunni: „Hinn fimmtánda dag kislev-mánaðar á hundrað fertug asta og fimmta ári reisti hann eyðingar viðurstyggð á altarinu og kom upp fórnarhæðum í Júda- borgum allt um kring. Og þeir fórnuðu reykelsi fyrir húsdyrum og á strætum. Lögmálsbækurnar, sem þeir fundu, rifu þeir sund- ur og brenndu á báli. Og ef sátt- málsbók fannst hjá einhverjum, og ef einhver fór eftir lögmálinu, þá var hann dauðasekur sam^ kvæmt konungsúrskurðinum. Svo beittu þeir valdi sínu við ísrael mánuð eftir mánuð í borgunum, við þá, sem fyrir þeim urðu. Tuttugasta og fimmta dag mán- aðarins fórnuðu þeir á altarinu, sem var uppi á brennifórnaralt- arinu. Konurnar, sem látið höfðu umskera börn sín, deyddu þeir, eins og skipað var — létu þeir uhgbörnin hanga um háls þeim — svo og heimilisfólk þeirra og þá, sem höfðu umskorið svein- ana.“ Eit Gyðingar hafa aldrei látið bugast. Hófu þeir mikið frelsis- stríð undir forystu Makkabea, sem lauk með sigri þeirra. Þetta voru að vísu umliðnir atburðir, en DaníelsbQk var yf- irleitt talin flytja spádóma um ókomna atburði og var þannig viðurstyggð eyðileggingarinnar heimfærð til framtíðarinnar. Annars má geta þess, að róm- verskur keisari, Caligula, fyrir- skipaði að sér sjálfum yrði reist líkneski í musterinu í Jerúsal- em. Einnig hafa menn bent á ægilegar aðfarir Nerós keisara gagnvart Gyðingum. Endurkomuræða Jesú, en úr henni er guðspjallið, er í mörg- Mý bókhlaða í Siglufirði Fyrsti áfangi ráðhússins Siglufirði, 14. nóv. BÓKASAFN Siglufjarðar hefur etarfsemi sína á þessu hausti í datg, er safnið verður hátíðlega opnað í nýrri bókhlöðu, sem er fyrsti áfangi væntanlegrar ráð- húsbyggingar. Þar eru safninu búin vegleg húsakynni á 340 fermetra hæð, sem búin er vistlegum húsgögn- um. Byggingarkostnaður er rúm- ar þrjár milljónir króna. Dómarinn dæmdur Oklahoma, 14. nóv. — NTB EARL Welch, dómari í Okla- homa, var í- gær dæmdur í þriggja ára fangelsi og 13.000 dollara sekt fyrir skattsvik. Bann var dæmdur af dómaran- um Roy Harper, sem kvað það hafa verið óþægilega reynslu að þuría að kveða upp dóm- inn. Bókasafn Siglufjarðar hóf starfsemi sína árið 1916, þá í eigu Lestrarfélags Siglufjarðar, sem stofnað var fyrir forgöngu séra Bjarna Þorsteinssonar. Árið 1920 tók Siglufjarðarkaupstaður við safnihu og hefur rekið það síðan. Nú hefur hann búið því framtíðar-samastað í nýrri bók- hlöðu. Þegar safnið hóf starfsemi sína árið 1916 voru aðeins í því 100 bindi, en nú á safnið rúm 17.000 bindi mar,ghátta6- les- efnis. Pétur Björnsson, fyrrverandi kaupmaður, hefur verið for- maður bóksafnsnefndar allt frá árinu 1938. Forysta hans í mál- efnum bókasafnsins hefur leitt til þess vaxtar og aðbúnaðar sem það hefur nú. Bókavörður safnsins er Gisli Sigurðsson. Safnið verður opnað við hátíð- lega athöfn kl. 14 í dag. Fyrir- hugað var, að menntamálaráð- herra, Gylfi Þ. Gíslason, og bóka- I en úr því getur sennilega ekki fulltrúi ríkisins, Guðmunður G. orðið vegna óhagstæðs flugveð Hagalín, yrðu viðstaddir hana, I urs. — Stefán. Morðanátt og frost I í GÆRMORGUN var NA-átt og frost hér á landi. Þó var hitinn aðeins fyrir ofan frost- mark suðaustanlands. Á öllu norðanverðu landinu snjóaði, en kaldast var á Vestf jörðum, sex stiga frost. Miklar líkur eru á því, að norðanáttin standi í nokkra daga í þetta skúptið og þá með frosti um allt land. um greinum mótuð af ritum Gamla Testamentisins og .eink- um spámannabókunum. Endur- komunni er dómur samfara: „Og mun Jtoma að dæma lifendur og dauða.“ Spámenn Gyðinga voru engir bókstafsþrælar. Boðskapur þeirra er fólginn i óteíjandi tilbrigðum við eitt og sama stef: Maðurinn má ekki gera sjálfan sig að Guði. Sú er viðurstyggðin og sá er dómurinn, hún leiðir til eyðing- ar og kemur niðurrifsmönnum Guðs dýrðar í koll. Höfuðsynd í augum spámannanna er, að menn tilbiðji sjálfa sig eða hið mannlega í hinum mörgu mynd- um þess. Sá er einmitt grund- völlur hrunsins að dómi Jesú. Helgidómurinn er gerður að um- gjörð mannsmyndar. „Hér var um vondan mann að ræða.“ Ekk- ert er öruggt um það. Heiðnar samtímaheimildir segja, að Antí- okkus þafi verið bezti maður. Truman Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi til flokksbræðra sinna árið 1950: „Valdið fer með galdur. Það fer út í blóðið eins og auðshyggjan eða spilafíkn. Að mínum dómi er nóg og stunduni meira en nóg, að maður sé forseti Bandaríkjanna í 8 ár. Ég gef ekki kost á mér í framboð framar.“ Að sjálfsögðu ber að virða lög og vald, stjórnarfar, vísindi og listir, tækni og framfarir. En þrátt fyrir gæði þessa alls, gleym um ekki að mynd er þetta. manns ins á hverjum tíma, og, að Guði kann að vera þetta þóknanlegt, en þótt hann meti verk okkar mikils erum við sjálf sú fórn, er hann þráir, en ekki, að við bíðum einhverrar ytri þröunar, er fært geti okkur varanlega blessun. Ég horfi á gjárvegginn, er eitt sinn bergmálaði orð Þorgeirs Ljósvetningagoða. Mér koma í hug orð sagnfræðingsins mikla: „Eilífðin er í sömu fjarlægð frá öllum kynslóðum.“ Það er ekki hægt að binda saman æviþráð minn og eilífðina eins og band er gert nógu langt. Eitt eða ann- að ríki þessa heims .gerir tilkall til mín í nafni framtíðar, sem verður í öllu, sem máli skiptir, endurtekning fortíðarinnar. Koma Jesú Krists í dag til mín og þín, það skiptir öllu. Dómari er hann í skýjum himins, en fyrst og fremst Frelsarinn í hjarta þínu, gerir þú honum þar altari til dýrðar Guði og þér til sannr- ar uppbyggingar og velferðar um tíma og eilífð. Menn biðu áður óvirkir komu Krists. Minnumst þess þó, að hann segir, að enginn viti daginn né stundina. Ferðalag er í sumra augum að setjast upp í vagn og fara hratt yfir. Þannig má aka klukkustundum saman, en oft verður inntak þess tíma lítið og hverfult. Kyrrlát skoðun næsta nágrennis gæti verið tak- mark. Vikan getur ekki verið bið helgarinnar, tónverkið er ekki aðeins síðustu hljómar þess. Leit- umst við dag hvern að vera undir opnum himni, er birtir okk ur eins og björt elding, að hjálp- ræði okkar er í auðmjúkri við- töku okkar Guðs miskunnar, að þar er eina vörnin og viðreisnin gegn valdi eyðileggingar, mann- dýrkunar og eigingirni. Elfur timans streymir fram. Hrundar borgir eru á bökkum hennar. Sjáum blik af djúpum bárum mikilla hafa Guðs dýrð- legu eilífðar í hvikulum ljós- brotum hins hraðfleyga yfirborðs líðandi stundar. „í dag er dýrmæt tíð, í dag er náð að fá.“ Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.