Morgunblaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 25
MORGU NBLAÐIÐ ^ Sunnudagur 15. nóv. 1964 Stjórn félagsins. Talið frá vinstri: Gunnar Finnbogason, Guðmundur Hansen, Adolf Guð- mundsson, Jón Böðvarsson, Gestur Magnússon, Ingólfur A. Þorkelsson og Flosi Sigurbjörnsson. Félag háskólamennt- aðra kennara stofnað Alllengi hefur verið á döfinni, að háskólamenntaðir kennarar stofnuðu með sér félag vegna sameiginlegra áhuga- og hags- munamála, en áðurnefnd stefnu breyting L.S.F.K. er þó ein meg- inorsök þess, að félagið var stofnað nú. SUNNUDAGINN 8. nóv. var Félag háskólamenntaðara kenn- ara stofnað í Háskóla íslands. Stofnendur eru einkum cand. mag. og B.A.-prófsmenn við framhaldsskóla í Reykjavík og Kópavogi, en félaginu er ætlað að ná til allra starfandi kennara á landinu, sem tekið hafa loka- próf frá háskóla í einni eða fleiri kennslugreinum og aflað hafa Bér kennsluréttinda. Tilgangur félagsins er að etuðla að ahliða eflingu hvers konar almennrar menntunar og sérmenntunar innan stéttarinnar og í framhaldsskólum landsins, og hyggst það beita sér fyrir kröfunni um háskólapróf fyrir alla bóknámskennara og skóla- stjóra við framhaldsskóla í land inu. Félagið mun standa vörð um hagsmuni og réttindi félags- manna og vinna gegn þeirri háskóalegu þróun, að árlega skuli bætast í starfsgreinina fjöldi nýliða, sem ekki uppfylla lögboðnar kröfur um menntun og réttindi. Stofnun félagsins á sér nokk- urn aðdraganda. Á 9. þingi Landssambands framhaldsskólakennara í júní- mánuði 19€2 var einróma sam- þykkt sú stefna að beita sér fyr- ir því, að auknar yrðu mennt- unarkröfur, sem réttindi veita til kennslustarfa í framhalds- skólum. Stjórn L.S.F.K. skipaði síðan fimm manna nefnd til að vinna úr samþykktum þingsins um menntun og réttindi kenn- ara. Nefndin lauk störfum og skiiaði tillögum sínum til stjórn or L.S.F.K. í janúar 1963. Til- lögur nefndarinnar voru alger- lega í samræmi við stefnu þings ins og samkvæmt samþykktum þess starfaði stjórn L.S.F.K. á öndverðu ári 1963, þegar samið var um núgildandi launastiga ©pinberra starfsmanna. Var þá nokkurt tillit tekið til mismun- findi menntunar, þótt of skammt væri gengið, en ekki var tekið nægilegt tillit til þeirra fram- þaldsskólakennara, sem voru skipaðir eða settir í kennara- stöðu 1. júní 1952, þegar lög um breytingu á lögum nr. 36, 11. júlí 1911 um forgangsrétt kandí- data frá Háskóla íslands til em- baetta tóku gildL Þetta olli að Sjálfsögðu óánægju og þeitti Stjórn L.S.F.K. sér fyrir lagfær- jngu á þessu og fékkst hún með ráðherrabréfi dagsettu 5. júní 1964, sem kunngerð var í upp- hafi 10. þings L.S.F.K. í júní í sumar. í sama bréfi var til- kynnt að efnt yrði til námskeiða fyrir þá kennara, sem framan- greind regla nær ekki til, er gerði þeim kleift að flytjast í hærri launaflokk- Hafnarfjörður — TIL LEIGU frá byrjun desember 5 herb. einbýlishús á bezta stað í mið bænum. Þeir sem hug hafa á leigu, sendi nöfn sín í pósthólf 25, Hafnarfirði. Þrátt fyrir þessa samþykkt 10. þing L.S.F.K. fráhvarf frá fyrri stefnu landssambandsins. Til- lögunum um breytingar á lög- um um menntun og réttindi var að vístt ekki breytt, en sam- þykktir gerðar, sem fela í sér, að lítt skuli tekið tillit til mennt unar við ákvörðun launa. Og skömmu eftir þingið lýsti núver andi formaður L.S.F.K., sem jafnframt er formaður Gagn- fræðaskólakennara í Reykjavík, yfir þeirri skoðun, að „menn skuli hljóta sömu laun fyrir sömu vinnu“. Samkvæmt þessu skulu settir hlið við hlið rétt- indalausir menn og kennarar með fyllstu tilskilda menntun, sem er 4—6 ára háskólanám. Yrðu þá ævitekjur þeirra, sem afla sér þeirrar framhalds- menntunar, sem nauðsynleg er til starfsins og lög krefjast, lægri en hinna, sem minni menntun hafa. Ef áðumefndar samþykktir næðu fram að ganga myndu þær stefna öllu skólastarfi í landinu í bráða hættu. Menntun kennara er tvímælalaust undir staða allra skólafræðslu. Því betur sem kennarinn er mennt- aður, þeim mun hæfari er hann til starfsins. Laun kennara verða að vera með þeim hætti, að þau standi ekki í vegi fyrir því, að til starfa ráðist valið fólk. Þá kennara verður að launa bezt, sem mesta menntun hafa til starfsins, því að hverfandi líkur eru fyrir, að menn leggi á sig, miktið nám, sé það í engu metið í launum. Framtíðarstefnan í launamál- um kennara verður að miðast við það að tryggja skólunum sem hæfasta starfskrafta. Geri hún það ekki er hún andstæð hagsmunum þjóðarinnar allrar. Stjórn Félags háskólamennt- aðra kennara er þannig skipUð: Formaður Jón Böðvarsson, cand mag. Varaformaður Adolf Guð- mundsson, B.A. Ritari Gestur Magnússon, cand. mag. Gjald- keri Guðmundilr Hansen, B.A. Meðstjórandi Ingólfur A. Þor- kelsson, B.A. Varamenn Flosi Sigurbjörnsson, cand mag., Gunn ar Finnbogason, cand mag. (Fréttatilkynning frá Félagi háskólamenntaðara kennara). Breyttir æfinga- timar sund- félaganna BREYTINGAR hafa orðð á æf- ingatímum sundfélaganna í Rvík. Hefur æfnigatíminn færzt aftur til kl. 8 og æfa KR og ÍR á mánudögum og fimmtudögum, en Ármann og Ægir á miðviku- dögum og föstudögum. Á þriðju dögum eru samæfingar allra keppnisflokka kl. 8. Kekkoen til Moskvn í febr. Helsingfors, 12. nóv. — (NTB) FINNSKA utanríkisráðuneytið staðfesti í dag þær fregnir, sem gengið höfðu manna á meðal, að Kekkonen Finnlandsforseti mundi fara í heimsókn til Moskvu á heimleið frá heimsókn, sem ráðgerð er til Indlands. Kekkon- en mun heimsækja Indland dag- ana 12—22. febrúar n.k. GLAUMBÆR EINN SÉRKENNILEGASTI VEITINCA- STAÐUR BORGARINNAR ER 'ÁVALLT FALUR FYRIR HVERS KONAR FÉLACSSAMTÖK OC MANNFACNAÐI. KAPPKOSTUM FYRSTA FLOKKS VEITINCAR OC ÞJÓNUSTU Upplýsingar daglega í símum 11777 og 19330 eftir kl. 4. GLAUMBÆR Afgreiðslustúlka óskast Uppl. í verzluninni milli kl. 6—7 á mánudag. <si Dömu- og herrabúðin Laugavegi 55. Tösku- og hauzkabúðin Opið til kl. 10 ó föstudögum til jólu Mikið töskuúrval, mikið hanzkaúrval. Fóðraðir skinnhanzkar kr. 365 og 299. Kegnhlífar, Slæður og margt til gjafa. Tösku- og hanzkabúðin við Skólavörðustíg. Verksmiðjuvinna Starfsfólk, konur og karlar óskast til verksmiðju- starfa nú þegar. Yfirvinna. — Ekki unnið á laugar- dögum. Upplýsingar eru ekki gefnar í síma. Hampiöjan h.f. Stakkholti 4. Áhugasamur skipstjori óskast á nýlegan 25 rúmlesta bát. Þyrfti að verða meðeigandi. — Veiðarfæri samkomulag. — Tilvalið tækifæri fyrir efnalítinn mann. — Þeir, sem hefðu áhuga, sendi nöfn og heimilisföng til afgr. Mbl. fyrir 21. þ. m., merkt: „Hagkvæm kjör — 9409“. HöganSs GÓLF OG VEGGFLÍSAR = HÉÐINN = Vélaverzlun Mikið úrval af sænskum vegg- og gólfflísum til notkunar úti og inni. — Leitið upplýsinga. — Sýnishorn í verzlun vorri og hjá Byggingaþjón- ustunni, Laugavegi 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.