Morgunblaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐI0 Sunnudagur 1-5. nóv. 1964 "\ JENNIFEK AMES: Hættuleg forvitni v.. — Við skulum setjast á þennan bekk og horfa á pabba stökkva. langaði til að biðja yður afsökun ar á, hvernig ég hef hagað mér. Ég varð að fá að vita, hvort þér væruð vinur minn ennþá. Eruð þér það, Gail? Og hafið þér fyrirgefið mér? Hann studdi laust á handar- bakið á henni. Hún kinkaði kolli og hann varp öndinni ánægður. — Það var gott. Þá get ég and- að léttar aftur. Grant og Gail ætluðu að aka í bl! fram og aftur um nýlend- una. Þeim gekk ógreitt um troð- full strætin en komust svo upp í brekkuna, þar sem nýja hús- hverfið stendur, og þar var ljóm andi gott útsýni. Þau óku hærra og hærra og loks komust þau upp á grasgróin fell. Asaleurn ar voru eins og eldrauðir dílar í öllu grængresinu. Þau fóru út úr bílnum og týndu stóran vönd af villirís og öðrum blóm um. Þau afréðu að skilja bílinn eftir óg ganga þarna um nágrénn ið. Persneskir næturgalar sungu kjringum þau. Þau hjöluðu og hlóu, og Gail fannst erfitt að átta sig á, að þetta gæti verið sá sami kuldalegi og spunastutti Raeburn læknir, sem daglega virtist ekki geta hugsað um neitt annað en rannsóknastarf- semi. Hún hafði haldið að hann væri jafn kaldur utan starfsins, en nú fékk hún að reyna, að hann var glaður og ánægður, eins og skólastrákur, sem hefur óvænt fengið frí. Loks fannst þeim að þau hefðu fengið nægju sína af útsýninu og gengu nú til baka þangað sem bíllinn stóð. Nú ók Grant niður að sjónum. Hann ók veg- inn meðfram fjörunni, og þau höfðu gaman af að horfa á alla Sampan-bátana, sem að Öllum líkinlum voru heimkynni kín- verskíra fjölskylda. Bátarnir lágu hlið við hlið. Karlmennirn- ir voru að veiða, en bömin léku sér í fjörunni. Þarna var krökt af fólki. Þau óku líka framhjá afar fornu þorpi, sem hár múr- garður var kringum — gömul víggirðing gegn ásæknum ribb- öldum. Loks lentu þau á veitingahús- inu „Drekinn“, og borðuðu þar ágætan miðdegisverð úti í garð- inum. Það lá við að blómstur- ilmurinn hefði deyfandi áhrif, og kínverski maturinn var frábær. Það fór að skyggja meðan þau voru að borða, og þá var kveikt á litlum, mislitum ljóskerum. Sælukenndin fór um Gail alla. Þetta var eitthvað annað en sú æsandi spenna, sem var í henni þegar hún var með Brett. Þá fannst henni eins og hún væri með sótthita. En þegar hún var með Grant var hún örugg og róleg. Lokis fengu þau bolla af kín- versku te og sátu yfir því og töluðu saman. legur dagur, Gail, sagði Grant og rómurinn var annarlega mjúkur. — Þakka þér fyrir að þú gafst mér hann, barnið mitt. ■— Það er ég sem á að þakka þér, svaraði hún. — Ég get ekki munað hvenær ég hef átt svona yndislegan dag. — Það var gaman að heyra. Það lá við að ég væri smeykur við að bjóða þér með mér, því að ég þykist hafa orðið þess var að þú sért alltaf á kafi í heim- boðum. Og þessvegna var ég hræddur um að þér mundi leið- ast með mér. — Hvemig hefði mér átt að leiðast? spurði hún forviða. — Ég er hræddur um að ég sé enginn samkvæmismaður, sagði hann. — Til þessa hef ég verið allur í störfunum mínum, svo að ég hef ekki haft tíma til annars. Starfið hefur verið mér allt. — Verður það ekki svo, fram- vegis líka? spurði Gail. — Jú, að nokkru leyti, svar- aði hann með semingi. — En ég er ekki orðinn jafn viss og áður um, að starfið taki mig allan, þó 22 ég reyni að ímynda mér það. Þetta er ástæðan til þess að ég hef verið svona afundinn við þig alla þessa viku. — Ég skildi það, svaraði hún lágt. — Ég veif líka, að þér er illa við skemmtanir, sem standa langt fram á nótt. Og ég veit,. að það var óafsakanlegt af mér að ég svaf yfir mig þama um morguninn. Það var ekki nema réttmætt, að þú skammaðir mig. Hann dró svarið dálitla stund, og svipurinn var eins og hann væri að draga dár að sjálfum sér. — Ég vildi óska að það hefði aðeins verið umhyggjan fyrir starfinu, sem réð orðum mínum þá, sagði hann. — En mér getur aldrei tekizt að fullu, að blekkja sjálfan mig. Sannast að segja var ég afbrýðisamur, GaiL Hún vissi ekVki hverju hún átti að svara, en henni leið illa. — Þú segir ekkert, sagði hann lágt, — og ég skil aðeins það, að ég hef gert sjálfan mig að athlægi. Þú hefðir líklega helzt ekki viljað vita þetta, skilst mér . . . Eigum við að fara? Það var dauflegt yfir þeim á heimleiðinni. Vitanlega töluðu þau saman, en nú var létta, frjálslega hjalið horfið, og það var aðallega daglegu störfin, sem þau töluðu um. Gail var að velta því fyrir sér hvorf hann iðraðist eftir að hafa sagt það sem hann sagði, og hún óskaði innilega, að hún hefði getað svarað honum einhverju, sem hefði getað glatt hann. En hún var of óframfærin til að geta svarað því, sem hana langaði að svara. ] Mildred vaknaði þegar Gail | kom heim. Hún hlaut að hafa sofið laust, ef til vill hafði hún reynt að sofna ekki. Það fyrsta sem hún gerði var að líta á klukk una, og svo sagði hún, storkandi: — Skíelfing kemurðu snemma heim í kvöld. Klukkan er ekki nema rúmlega eitt. Var gaman hjá ykkur Grant? — Já, mjög gaman, svaraði Gail stutt. Raeburn læknir ók með mig um alla nýlenduna. Og það var margt að sjá. — Þið hafið nú varla getað séð margt eftir að fór að dimma, sagði Mildred meinlega. — En líklega hefur það verið sá hluti dagsins, sem þú hefur haft mest gaman af. Reyndu ekki að telja mér trú um, að þú hafir verið með Grant heilan dag til að dást að náttúrufegurð. Gail var þreytt og nú fóru taugarnar í henni að titra. — Trúðu því sem þér þykSr trúlegast, sagði hún þreytulega. — En annars kemur þér ekkert við, hvort ég kem seint eða snemma heim. — En hversvegna geturðu ekki látið Grant í friði? gusaðist allt í einu upp úr Mildred. — Ég sé ekki betur en að þú hafir nóg af karlmönnum til að stjana við þig. Þennan, sem þú varst með þarna um kvöldið, og svo Bobby sem alltaf er á hælunum á þér. Þarftu endilega að hafa fleiri? Geturðu ekki látið Grant í friði? Mildred grúfið andlitið ofan í koddann, hákjökrandi. Gail stóð í sömu sporum. Það var lík- ast og klaldri hendi hefði verið tekið um hjartað á henni. Henni var lítið um svona viðkvæmni- köst, en um leið vorkenndi hún Mildred. Hún fór til hennar og klappað henni á öxlina. — Mér þykir þetta leitt, Mild- red, en ég hef ekki reynt að draga mig eftir nokkrum þeirra, sagði hún. — Ég get ekkert að þessu gert. Það er ekki mér að kenna. — Ekíki þér að kenna Og svo bætir þú gráu ofan á svart með því að vera svona hryllilega lag- leg, kjökraði Mildred. '— Karl- mennirnir sækja að þér eins og flugur. Það er ekkert réttlæti í þessu! Þú þarft ekki að leggja neitt á_ þig, eins og ég þarf að gera. Ég hata sjálfa mig fyrir að gera það, en ég verð . . . ég Svo hágrét hún og talsverður tími leið þangað til hún fór að róast. Loks muldraði hún: — Fyrirgefðu mér. Það er líklega bezt að við gætum farið að sofa Svo kom sunnudagur, og Tom Manning hélt stóru veizluna fyr- ir Brett. Hún átti að byrja snemma árdegis og standa langt fram á kvöld. Og hún var hald- in í sumarbústað Mannings 1 Djúpuvík. Þegar Brett kom að sækja Gail, kom hann méð skálaboð frá fóstra sínum um að hún mætti ekki gleyma að hafa með sér baðföt. Það var orðið hlýtt í sjónum, en þó ekki eins heitt og á sumardegi, því að þá gat hitinn verið óþægilega mikill, bæði lofthitinn og sjávarhitinn. — Ég hlakka mikið til, sagðl Gail. — Að hugsa sér að fá að synda dálítið langt! Og svo hljóp hún upp og sótti baðfötin. Á leiðinni út í Djúpu- vík spurði hann hvað hefði haft fyrir stafni síðustu dagana. Hún sagði honum að hún hefði verið í bílferð um nýlenduna. — Með hverjum varstu, leyfist mér að spyrja? sagði hann, og hún heyrði vel að hvessa var í málrómnum. — Það máttu vitanlega, sagði hún hlæjandi. — Ég var með hús bónda mínum, Raeburn læknL — Jæja, var það hann? sagði hann með fyrirlitningarhreim. — Var gaman? — Það var verulega gaman, sagði hún. — Verulega gaman! Ef þú hefð ir komizt kröftuglega að orði, held ég að ég hefði stöðvað bíl- inn og kyrkt þig í greipunum. — Hvað ertu að segja, Brettf Gerðu það fyrir mig að láta ekki svona. Þú gerir alltaf úlfalda úr mýflugunnL Þetta hefur verið dásam- I Blaðburðafólk óskast til blaðburðai í eftirtalin hverfi! Hjaliavegur Freyjugata Sími 22-4-80 I KALLI KÚREKI —>f — ■ -)<— —>f — Teiknari: J. MORA BáTSS.YOU BETTEG &ITOUTA TOWhlf I H6AB.YOU NBAR KILLEP THOSE TWO COWBOYSÍ [ iAM'ÍLL OO IT, , nextt/meioit) ‘ THEIR TEAIL* 1 1. Bates, ég held að þú ættir að koma þér út úr bænum. Ég heyrði að þú hefðir næstum drepið þessa tvo kúreka. Það skal ég gera næst þegar peir verða á minni leið. 2. Lögreglustjórinn hefur náð í hann' til allrar hamingju. Hann rekur hann út úr bænum. Nú við höfum aldrei komist svo nærri þvi að horfast í auga við Lykla Péíia’. 3. Hnífurinn gekk svo langt inn í girðinguna, að það tók hann nokkurn tíma að ná honum út. Þarna er þessi rauðhaus. Við skul um gera upp sakirnar við hann, og í þetta skipti veröur pað ekKi í grrni. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ^ ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. I Auk þess að annast þjón- | ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup £ staða og kauptúna á Norður- J landi, svo og til fjölda ein- J staklinga um allan Ey jaf jörð V og víðar. 1 itloviumX'Inhííi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.