Morgunblaðið - 15.11.1964, Qupperneq 8
M0RGUNBLAD1Ð
Sunnudagur 15. nðv. 1964
\
i>iiii!iiiiiiMi!Hi!iiHituiiiiiiiiiiiitiniiMmiiimuiiiiiiii!iitiiimitiiiiiiiiiitmiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiuiHiiuiiiiiiHi<iiHiiHHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiiiiiu<iiiutiiimuiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiinHiimiiiiiHiiiiii <iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin<iiiiiiimfmiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiuiHiiimiiiiiiiim(rr«
Þórir með langspilið. — í
baksýn hillir undir Grím
• Elbesen, verndara staðarins.
tjöld fyrir Herranótt Mennta-
skólans undanfarin 2 ár.
Tróels Bendtsen lauk Verzl-
unarskólaprófi fyrir tveimur
árum og starfar nú hjá fyrir-
tæki föður síns fyrir hádegi,
en eftir hádegi er hann inn-
anbúðar í herradeild P&Ó í
Pósthússtræti. Tróels er mörg-
um að góðu kunnur fyrir þátt
sinn í útvarpinu á liðnum
vetri „Gamalt vín á nýjum
belgjum“, en þar kynnti hann
þjóðlög úr ýmsum áttum. í
vetur annast Tróels kynning-
ar á bandarískum þjóðlögum
fyrir Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna einu sinni í
viku Fyrst í Stað munu kynn-
ingar þessar ætlaðar ákveðn-
um hópum, en siðar meir
munu þær verða fyrir allan
almenning.
Sagt hefur verið um Sav-
anna-trióið, að það sé eina
fjögurra manna tríóið á land-
inu — og þótt víðar væri leit-
að. Að vísu eru þeir jafnan
fjórir saman, en bassaleikar-
inn Gunnar Sigurðsson, skoð-
ast sem undirleikari. Gunnar,
sem er bróðir hins kunna
hljómlistarmanns Jóns Sig-
urðssonar, starfar við endur-
skoðun.
— ★ —
Allir leika þeir á gítara,
piltarnir, en auk þess eiga þeir
í pússi sínu banjó, sérstakan
fjögurra strengja tenór-gítar
(sem hlotið hefur nafnið Sav-
anna-gítar í hljóðfæraevrzl-
unum) og síðast en ekki sízt
eiga þeir langspil, en um það
hefur verið sagt, að það sé
eina hljóðfærið, sem íslend-
ingar eiga sjólfir.
Langspilið fengu þeir fé-
lagar í fyrrasumar hjá Frið-
geiri Sigurbjörnssyni á Ak-
ureyri. Þeir voru þar á ferða-
lagi, en þurftu að koma hljóð-
færi í viðgerð og sneru sér
þá til Friðgeirs, sem er al-
kunnur völdundur. Hjá Frið-
geiri sáu þeir teikningar að
iangspili, hljóðfærinu, sem þá
langaði svo mikið til að eign-
azt. Þeir sáu, að þarna var
tækifærið og báðu Friðgeir að
smiða fyrir sig gripinn. Hann
gerði það og hljóðfærið fengu
þeir í hendurnar viku seinna.
f einu laganna á hinni nýju
hljómplötu Savanna-tríósins
leikur Þórir á langspilið. Það
er í laginu „Oss barn er fætt
i Betlehem." Þessi gamli jóla-
sálmur er úr sálmabókinni
„Grallarinn", sem út var gef-
inn árið 1594.
Þórir sýnir okkur langspil-
ið og við veltum því fyrir
Framhald á bls. 23
,Hátt gras - hærra en annai gras'
— heitir savanna á máli Indíána
við.
— Hann er verndari okkar,
segir Tróels Bendtsen.
— Hann er ímynd þeirra
manna, sem einu sinni slógu
í borðið og sögðu „Nei, takk!“,
segir Þórir Baldursson.
— Hann er sá maður, segir
Björn, sem fyrstur manna
lagði til atlögu við stórveld-
til þess að vera á plötunni.
Það er ef til vill engin til-
viljun heldur, að orðið Sav-
anna, sem komið er úr Ind-
íánamáli, merkir: Hátt gras
— hærra en annað gras!
Ánanaust. Sérkennilegur
staður og sjarmerandi í ramm
íslenzkum stíl. Langbekkir
meðfram veggjum. Kollar með
hrosshúð á gólfi. Innviðir
þaktir hinum furðulegustu
munum. Meðal annars klif-
beri, hrosshauskúpa með
bítlahárkollu og kómísk
myndskreyting af Án hrís-
maga, sögupersónu úr Lax-
dælu. í öndvegi trónir mynd
af skeggprúðu öldurmenni:
— Þetta er Grímur Elbe-
sen, segir Björn Björnsson.
— Hver er sá mæti maður,
Grímur Elbesen, spyrjum
ið, sem var að bera hann of-
urliði. Baráttan var hörð og
ójöfn, en hún bar árangur.
Þess vegna helgum við hús-
næði okkar, Ánanaust, minn-
ingu hans.
— Þegar við erum í vondu
skapi, verður Grímur líka al-
varlegur á svip, segir Þórir.
Líttu á karlinn núna og taktu
eftir, hvað hann er hýrlegur:
— Megum við ekki bjóða
manninum vindil? spyr Troels
og dregur fram stóran vindla-
kassa.
— Þessir vindlar eru þeir
einu sinnar tegundar hér-
lendis, segir Björn. Þetta eru
vindlarnir hans Bjarna frá
Vogi. Þessi vindlategund fæst
aðeins á einum stað í veröld-
inni — hjá sígarahöndlaranum
A van Zanten í Rotterdammi.
Ég leitaði uppi þennan höndl-
Tónlstin er óþrjótandi umræðuefni þeirra félaga. — Björn, Þórir og Tróels ræða saman.
(Myndirnar tók Gísli Gestsson).
Tróels i hljóðfærasafninu. — Þess má geta, að gítarinn
lengst til hægri er um 200 ára gamall.
ara i sumar, þegar ég var í
Rotterdammi, og fann hann
loks eftir langa mæðu.
Gjörðu svo vel.
Á lok vindlakassans var
skráð gullnu letri: Bjarni frá
Vogi — og þar undir nafn
sígarahöndlarans A van Zant-
en.
— ★ —
En nú er víst tími til kom-
inn að segja nokkur deili á
hinum ungu listamönnum. Sá
þeirra, sem útsetur lögin, eða
færir þau í þann búning, sem
hæfir nútímanum, ef svo
mætti að orði kveða, er Þór-
ir Baldursson. Hann er Kefl-
víkingur. Stundar nám í söng-
kennaradeild Tónliátarskólans
og mun útskrifast þaðan í vor.
Þórir hóf tónlistarferil sinn
12 ára gamall, og lék þá á
píanó í danshljómsveit. Hann
hefur fyrir löngu skilið við
dansmúsíkina, en syngur i
þess stað þjóðlög — og skrepp
ur stundum suður í Sand-
gerði til þess að stjórna Karla
kór Miðnesinga. Á hinni nýju
hljómplötu eru tvö lög eftir
Þóri við íslenzku þjóðvísurn-
ar „Allra flagða þula“ og
„Bjarni, bróðir minn.“
Björn Björnsson stundar
nám í 5. bekk Menntaskólans,
stærðfræðideild. Hann stefnir
að því að verða arkitekt.
Björn hóf að leika í dans-
hljómsveitum á unga aldri og
lék á trommur. Hann er nú
fyrir löngu búinn að losa sig
við trommusettið sitt og dans-
músikin tilheyrir fortíðinni.
Þeim Þóri «g Birni er margt
til lista lagt. Þeir hafa t.d.
teiknað, smíðað og málað leik-
hæfir nútímanum. Hér hafa
verið að verki þrír ungir
menn, sem segja má með
sanni, að hafi sungið sig inn í
hjörtu allra íslendinga. Sav-
anna tríóið.
Piltarnir eiga sér skemmti-
lega vistarveru, og heitir þar
Ánanaust. Þangað sóttum við
þá heim til þess að forvitn-
ast um þá sjálfa — og ef til
vill einkum í tilefni þess, að
komin er á markaðinn hljóm-
plata með 13 rammíslenzkum
lögum, sem þeir hafa sung-
ið. —
— ★ —
Það er engin tilviljun, að
myndin á umslagi hljómplöt-
unnar er af Surti og ólgandi
hafróti. Síðasta lagið er Suð-
urnesjamenn og þar syngja
þeir um íslenzka sjómanns-
blóðið, „ólgandi sem hafið og
eldfjallaglóð". Þessi hljóm-
plata er vafalaust ein sú
glæsilegasta, sem hér hefur
verið gefin út fram til þessa,
enda er augljóst, að útgef-
andi hefur engu tiFsparað til
þess að svo mætti verða. Öll-
um lögunum fylgja skýring-
ar og textar og einnig vekur
það athygli, hve hljóðritun
hefur heppnazt vel, en um
þá hlið málsins sá Knútur
Skeggjason, starfsmaður hjá
tæknideild Ríkisútvarpsins.
Þess má geta, að erlend
hljómplötufyrirtæki hafa sýnt
mikinn áhuga á því að fá
þjóðlagasöng Savannatríósins
á plötur, en það sem helzt
hefur staðið því fyrir þrif-
um er, að plata sem þessi hef-
ur ekki komið út fyrr hér-
lendis. Vafalaust verður þess
ekki lengi tð bíða úr þessu,
því að lögin á hinni nýju
plötu eru beztu meðmæli sem
hugsast getur.
Að baki þessarar nýju
hljómplötu liggur gífurleg
vinna við æfingar og útsetn-
ingar og nær takmarkalaus
áhugi á viðfangsefninu. Nefna
má sem dæmi, að bak við
hverja mínútu á plötunni ligg
ur klukkutíma vinna við hljóð
ritun. Hver tónn var vand-
lega yfirvegaður, áður en
hann var úrskurðaður hæfur
EINU sinni var maður, sem
hét Sigurður Guðmunds-
son. Hann var málari og
lagði gjörva hönd á margt.
Meðal annars gerði hann
þær breytingar á íslenzka
þjóðbúningnum, að þess
tíma kvenfólk gat hugsað
sér að ganga í honum. —
Hann skapaði glæsilega
Björn bregður hinni nýju
hljómplötu á fóninn. A3
baki sér á spédrátt Colins
Porters af Án hrísmaga,
sögupersónu í Laxdælu.
spariflík úr skósíðum muss
um. Þjóðbúningurinn ís-
lenzki er vafalaust einn
hinn fegursti sinnar teg-
undar.
Sagan bak við þjóðbúning-
inn minnir okkur á íslenzku
þjóðlögin. Allt í einu erum
við farin að hlusta á þau með
mikilli eftirtekt. Hvað hefur
gerzt? Jú, — á þeim hafa
einnig verið gerðar breyting-
ar — þau hafa verið færð í
nvian búning. Búning, sem
rd
-3
i
5J
JIIIIIItllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIillllllillllllllllll!llinilllHlllllllllllilli!llllllllillllltlllHlllllllllltllll!llllllllllllllllll!IIIIIIIIIIIIUIllllllillllllllllllUUUiilllli!tllllllilllllllllllltlllllllllllllll»lllllll!lllliil(ll1llllllí!milllllllll!lilll!lllllllllllllilllimilUIIIIIIIII!llllllllimilllllllllllllll