Morgunblaðið - 15.11.1964, Side 10
10
MORCU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 15. nóv. 1964
Eining þjóðarinnar í kosning-
unum styrkir aðstöðu hennar
Viðtal við Lyndon B. Johnson að unnum sigri
Hér á eftir fer viðtal við
Lyndon B.Johnson Banda
rikjaforseta, sem birtist í
bandaríska timaritinu
„U. S. News and World
Keport“, dagsettu 16. nóv.
1964.
Spurning: „Herra forseti!
Hvernig má skýra hinn undra
verða stórsigur yðar?“
Svar: „Ég tel, að þjóðinni
hafi geðjast að andrúmsloft-
inu, sem ríkti í landinu, og
hún hafi viljað varðveita það.
Hún treysti sjálfri sér og
stjórn sinni og gerði sér grein
fyrir því að stjórnin bar traust
til hennar. Bandaríkjamenn
voru í þessum kosningum,
fremur en nokkrum öðrum
eftir styrjöldina, hvattir til að
hugleiða alvarlega, gaumgæfi-
lega og öfgalaust, grundvallar
atriði markmiða okkar og
stefnu heima og erlendis. Mér
finnst úrslitin sýna, að mikill
meirihluti Bandaríkjamanna
trúi því af einlægni, að ábyrg
barátta fyrir friði sé heilla-
vænlegust og að leita skuli
fram á veginn til þess að
mæta vaxandi vandamálum
vaxandi þjóðar, en ekki snúa
til baka. Bandaríkjamenn eru
sameinaðir í þessari afstöðu,
það sýndu þeir 3. nóvember."
Sp.: „Varð sigurinn meiri en
gert var ráð fyrir?“
Sv.: „Nei. Bæði hvað við-
kemur atkvæðum þjóðarinnar
sem heildar og í hinum ein-
stöku ríkjum, voru úrslitin
mjög lík því, sem skoðana-
kannanir höfðu sagt fyrir um.
Ég get ekki sagt að úrslitin
hafi komið á óvart, ef hugsað
er um hinn mikla mannfjölda,
sem fagnaði okkur um allt
landið, og einlægnina og áhug
ann, sem fólkið sýndi í stuðn-
ingi sínum við okkur í kosn-
ingabaráttunni".
Sp.: „Hvernig túlkið þér,
sem forseti, úrslitin?“
Sv.: „>að er trú mín, að
kjósendur vilji ábyrgar, raun-
hæfar og framsæknar áætlan-
ir um hvernig mæta skuli
vandamálunum, sem Banda-
ríkjamenn eiga við að etja.
Eins og ég sagði í kosninga-
baráttunni, tel ég að Banda-
þörfum þjóðar okkar verður
ríkjamenn geri sér ljóst, að
hvorki fullnægt af verka-
mannaflokki né kaupsýslu-
flokki, Suðurríkjaflokki né
Norðurríkjaflokki, styrjaldar-
floki né friðarflokki. Sem
þjóð, erum við reiðubúin og
staðráðin í að græða sárin,
sættast innbyrðis og mæta
sem heild þeim erfiðleikum,
sem á vegi okkar verða á þess
ari öld. Þetta sýna kosningarn-
ar. Ég tel að kjósendur á þessu
ári hafi haft hugfast hið góða
ástand í atvinnumálum, að
meðallaun við framleiðsluna
nái 100 dölum á viku, hinn
sameiginlega hagnað, sem
aukizt hefur jafnt og þétt síð
ustu fjögur árin, og stöðug-
leika verðlagsins, sem er meiri
en nokkur önnur þjóð getur
státað af.
Þjóðin veit, að við viljum
fremur uppbyggjandi sam-
starf en bitran fjandskap bæði
meðal kaupsýslumanna, innan
verkalýðsins, stjórnarinnar og
með öðrum hópum. Hún veit,
að við munum halda áfram að
hvetja til aukinnar fjárfesting
ar og útþenslu í viðskiptalíf-
inu, en um leið vernda hag
verkalýðsins gegn verðbólgu.
Ég tel, að þjóðin kunni að
meta baráttu okkar fyrir
sparnaði og árangursríkri
stjórn, sem gerir um leið skyld
ur sínar við ungmenni vor,
hina öldruðu og öryrkjana. Úr
slit kosninganna geta aðeins
sýnt, að þjóðin vill, að haldið
sé áfram á sömu braut í inn
anríkismálum.“
Sp.: „Þýðir þetta, að þér
njótið stuðnings allra stærstu
hagsmunahópa þjóðarinnar,
þegar í byrjun kjörtímabils
yðar?“
Sv.: Kosningarnar sýna auk-
inn þroska í afstöðu okkar og
aukinn áhuga á stefnu þjóðar
okkar. Við drögum úr ágrein-
ingi Bandaríkjamanna og auk
um einingu þeirra. Þetta er
uppörvandi þróun, sem hlýtur
að hlýja manni um hjartaræt-
urnar og ég er mjög ánægð-
ur með hve kosningarnar
sýndu mikla einingu meðal
þj óðarinnar.“
Sp.: „Hvert teljið þér hlut-
verk Repúblikanaflokksins
nú?“
Sv.: „Ég er sannarlega
þeirrar skoðunar, að Repúblik
anaflokkurinn hafi mikilvægu
og nauðsynlegu hlutverki að
gegna í stjórnmálum okkar og
myndun stefnu þjóðar okkar.
Ég er stoltur af hve margir
framúrskarandi Repúblikanar
hafa lagt sinn skerf til stjórn
arinnar, góðir Repúblikanar
og góðir Bandaríkjamenn, t.d.
ráðherrarnir McNamara og
Dillon, John McCone, yfirmað
ur leyniþjónustunnar (CIA),
McGeorge Bundy, sérlegur ráð
gjafi um öryggismál þjóðar-
innar og mikilsvirtir leiðtogar
á sviði viðskiptalífsns eins og
John McCloy og Robert Ander
son.
Ég var mjög stoltur af að
njóta, í kosningabaráttunni,
stuðnings fjögurra manna,
sem sátu í stjórn Eisenhowers.
En ég legg áherzlu á, að marg
ir þeirra Repúblikana, sem
studdu okkur, munu nú hefja
störf fyrir Repúblikanaflokk-
inn og leiða hann í framfara-
átt, þannig að tveggja flokka
kerfið í stjórninni haldi velli,
en það er mjög mikilsvert
framgangi Bandaríkjanna á
öllum sviðum.“
Sp.: „Eruð þér þeirrar skoð
unar, að sigurinn styrki að-
stöðu yðar á alþjóðavett-
vangi?“
Sv.: „Ég tel, að hann styrki
aðstöðu þjóðarinnar. En eng-
ar kosningar geta, sem slíkar,
leyst flókin vandamál varð-
andi utanríkisstefnuna. Með-
an kosningabaráttan stóð yfir,
skýrði ég utanríkisstefnu
stjórnar minnar ljóslega og af
hreinskilni, og hún hlaut við-
urkenningu þjóðarinnar. Úr-
slit kosninganna sýna öllum
heiminum, að við munum
hatda áfram á sömu braut í
að nýtt tímabil er að hefjast
utanríkismálum. Það er ljóst,
í heimsmálunum, þar sem
margir nýir leiðtogar, stjórn-
ir og öfl koma fram, bæði í
hinum frjálsa heimi og hin-
um kommúníska heimi.
Hlutverk Bandaríkjamanna
og áhrifin, sem þau geta haft
á frið og frelsi í heiminum
á komandi tímum, eflast af
einingunni og samstöðunni,
sem kosningaúrslitin bera
vitni.“
(Þýtt úr „U.S. New and
World Report", óháðu
vikuriti gefnu út í Was-
hington. — Einkaréttur
„U.S. News and World
Report“ 1964).
Lyndon B. Johnson, Bandarí kjaforseti, hvíldi sig nokkra daga
á búgarði sínum í Tex.as að kosningabaráttunni lokinni. — Á
myndinni sýnir hann hvernig skilja á ungneyti frá nautahjörð.
íbúð eða hús
Sendiráð Bandaríkjanna vill taka á leigu íbúð eða
hús. Þarf að vera 1. hæð. Upplýsingar í Sendiráði
Bandaríkjanna alla virka daga nema laugardaga
frá kl. 9—6.
Vélstfórafél. íslands
Félagsfundur verður haldinn að Bárugötu 11, mánu
daginn 16. þ.m. kl. 20,30.
Áríðandi mál á dagskrá.
Somkomur
Samkomuhúsið Zion,
Austurgötu 22, Hafnarfirði.
Sunnudagaskóli kl. 10,30.
Almenn samkoma kl. 8,30.
Allir velkomnir.
Heimatrúboðið.
Bræðraborgarstígur 34.
Samkoma í kvöld kl. 8.30.
Allir velkomnir.
Kristileg samkoma verður í
kvöld kl. 8 'í samkomusalnum
Mjóuhlíð 16. Allir eru hjartan
lega velkomnir.
Sendill
Viljum ráða sendil til jóla. — Þarf að hafa reiðhjól.
Vinnutími ca. 1—5 e.h.
Sjálfsbjörg
Bræðraborgarstíg 9 — Sími 16538.
Effírtökur
eftir nýjum og gömlum Ijósmyndum.
STJÓRNIN.
Sjállstæðis-
kvennafél.
HVÖT
heldur fund á þriðjudagskvöldið 17. þ.m. kl. 8,30
í Sjálfstæðishúsinu.
DAGSKRÁ:
Félagsmál — Skemmtiatriði: Frú Emelía
Jónasdóttir, leikkona fer með gamanþátt. —
Kvikmyndasýning — Kaffidrykkja.
STJÓRNIN
Fíladelfia.
Vakningarsamkoma í kvöld
kl. 8.30.
John Anderson talar. Fjöl-
breyttur söngur.
B RIKISINS
Ms. Hekla
fer austur um land til Akur-
eyrar 20. þ.m. Vörumóttaka á
áætlunarhafnir frá Djúpavogi
til Húsavíkur á mánudag og
árdegis á þriðjudag. Farseðlar
seldir á fimmtudag.
Skyndimyndír
Templarasundi 3. — Opið kl. 1—6.
Aðstoðarlæknisstaða
Staða 1. aðstoðarlæknis við lyflæknisdeild Borgar-
spítalans er laus frá 1. janúar 1965.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og
störf, sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Heilsu-
verndarstöðinni, fyrir 20. desember næstkomandi.
Reykjavík 13. nóvember 1964.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.