Morgunblaðið - 15.11.1964, Qupperneq 17
Sunnudagur 15. n<Sv. 1964
MDHCUNBLADIÐ
17
Hau.stmynd úr Borgarfirði. — Ljósm Mbl. Ól. 1C M.
Ölafur Friðriks-
son látinn
1 Ólafur Friðriksson mun flest-
um lengur standa lifandi fyrir
hugskotssjónum þeirra, er ólust
upp hér í Reykjavík á 2. og 3.
tug aldarinnar. Hann sást oft á
almannafæri, framandlegur í út-
liti, kvikur í hreyfingum og iðu-
lega í áköfum samræðum. Á
etjórnmálafundum, sem þá voru
oftast haldnir ýmist í Bárunni
eða í barnaskólaportinu , var
Ólafur meðal skeleggustu ræðu-
manna og talaði af meiri hita
en þá var títt. Ólafur flutti nýj-
«r kenningar og dró aldrei af
sér við boðun þeirra, hvorki í
Alþýðublaðinu né á mannfund-
um. Hann var forystumaður í
verkföílum og neitaði að láta er-
lendan pilt, er hann hugðist
taka í fóstur, hverfa úr landi,
þó að piltinum væri synjað um
Jandvistarleyfi sökum þess að
lœknar töldu hann haldinn
hættulegum sjúkdómi. Þegar
beita átti lögregluvaldi við flutn
iiig piltsins úr landi, hindraði
Ólafur það með tilstyrk fylgis-
manna sinna. Komst þá allt á
•nnan endann í bænum og varð
Ólafur að lokum að lúta ofur-
efli þegar boðið var út liði til
*ö hafa lögin í heiðri.
j Ýtti \ ið mönnum
með öfgum
Eðli Ólafs Friðrikssonar var
margþætt. Hann var fróðleiks-
maður, sem hafði ánægju af því
*ð fræða aðra. Áður en útvarpið
kom hélt hann oft almenna
fyrirlestra um hugðarefni sín.
Minnist sá, er þetta ritar eink-
um tveggja þeirra enn að fjöru-
tíu árum liðnum. Annar þeirra
var um hinn mikla fund á
egypzkum fornminjum í gröf
Tutankahmens Egyptalandskon-
ungs, ög sýndi Ólafur þá skugga-
tnýndir máli sínu til skýringar.
Hinn var um ræktun loðdýra og
hélt Ólafur því fram, að betur
mundi borga sig fyrir íslend-
Inga að leggja stund á loðdýra-
raekt en sauðfjárbúskap og væri
ráðlegast að slátra öllum sauð-
fcindum og snúa sér í þeirra
•tað áð loðdýrum. Oft var gaman
•ð hlusta á Ólaf á Mensa
•cademica, mötuneyti stúdenta.
Þar sat hann löngum og ræddi
»m allt milli himins og jarðar.
Eitt sinn sagði hann t. d.
•ð hann hefði hætt að fara í
klrkjú aí þvi að ekki væri leyfi-
Jegt að, standa upp og mótmæla
prestinum.
Auðheyrt var, að hann hafði
gamari af að ýta við mönnum
með öfgum og spunnust því oft
f jörugaur samræður , af orðum
hans.
REYKJAVIKURBREF
Laugard; 14. nóv. ■
Góðviljaður fróð-
leiksmaður
Ólafur hafði yndi af rökræð-
um og af því að andmæla þeim,
er hann ræddi við. Sennilega
hefur þetta skapeinkenni verið
örsök þess, að hann á sínum
tíma andmælti í bæjarstjórn
Reykjavíhlur lagningu hitaveit-
unnar, taldi hana bæjarbúum
ofvaxna og fé þeirra mun betur
varið á annan veg. Því furðu-
legra var að heyra þetta úr
munni Ólafs, þar sem hann ella
hafði mikinn áhuga fyrir að hag-
nýta gæði landsins og var manna
bezt að sér í ýmsum náttúru-
fræðum. En stjórnmálaáhugi
hans beindist fyrst og fremst að
félagslegum umbótum, sem hann
vildi koma fram með samtaka-
mætti verkalýðsins. I samskipt-
um við aðra var Ólafur þó eng-
an veginn eingöngu harður bar-
áttumaður. Hann átti.einnig til
ríka umhyggjusemi og góðvild
í garð þeirra, sem voru á and-
stæðri skoðun. Sjálfur naut
Ólafur ekki nema að litlu leyti
þeirra elda, er hann fyrstur
kynnti, og átti að stríða við löng
veikindi fyrir andját sitt, en þeir
er hann þekktu hugsa til hans
með hlýhug og virðingu.
Blómskrúð í
febrúar
Einkiennilegt er að hugsa til
þess, að of mikill sólarhiti og
kuldi leiða til hins sama. Þegar
íslendingar sjá visnað, brúnt
gras að hausti eða snemma vetr-
ar hyggja þeir sjálfsagt, að það
hljóti að vera vegna þess að
frost hafi unnið á því. En suður
í ísrael er það sólarhitinn og
regnleysið, sem visnuninni
valda. Þegar farið er um hæðir
Gallileu norðan við Genesaret-
vatn snemma í nóvember, er þar
að Hta grýtta ása, ekki ólíka að
lit og lögun eins og um sömu
mundir má sjá norður á Holta-
vörðuheiði. Kunnugir segja, að
eftir regntímann, strax í febrú-
ar—marz verði þessi heiðadrög
öll blómum skrýdd. Þá sé þarna
fegurst um að litast.
Fagurt um að
litast
Á þessum slóðurri er Sagt, að
Jesús hafi haldið fjallræðuna,
þá ræðu sem fegurri boðskap
hefur að flytja en nokkur önn-
ur. Vera má áð til þess séu til-
nefndir fleiri en einn staður, en
á fjalli eða hæð rétt fyrir ofan
Caparneum, hefur verið reist
kapella til minningar um hina
sígildu ræðu. Frá strönd vatns-
ins var undurfagurt að líta
þangað upp, ekki sízt vegna þess
að hlíðin var algræn, sennilega
sökum vatnsveitu, er heldur lífi
í gróðrinum. Þá var ekki síður
tilkomumikið að litast um í
ljósaskiptunum ofan frá og sjá
yfir Genesaret-vatnið. Hvelf-
ing kapellunnar er eftirmynd
Péturskirkjunnar í Róm. Hún er
einföld að innri gerð, og þar
ríkir helgiró, en þó hafa þau
helgispjöll verið gerð, að í gólf-
ið er greypt ártal til minningar
um, hvenær kapellan hefur verið
reist, og er það 15. ár í tímatali
þess, sem Mussolini tók upp.
E. t. v. má þó segja, að smekk-
leysið hefni sín sjálft. Það minn-
ir augljóslega á fallvaltleik
þeirra veraldar höfðingja, sem
þykjast ætla að stofnsetja þús-
urid ána ríki.
Ogoldnar skuldir
I engu landi blandast svo sam-
an minjar ævafornrar menningar
og ummerki nútímatækni og upp
byggingar eins og í ísrael. Ef nokk
ur þjóð á rétt til að búa í á-
kveðnu Iandi, bæði sökum sögu
sinnar og nútíma verka, þá eru
það Gyðingar í ísrael. Engir
hljóta fremur að vi'ðurkenna
þetta en þeir, sem aldir eru
upp í vestrænni menningu. Ein
af höfuðrótum hennar liggur til
Gyðingalands. Vestrænir menn
eiga Gyðingum að þakka margt
af því bezta, sem mótað hefur
hugsunarhátt þeirra. En vestræn
ir menn eigá einnig ógoldna
skuld við Gyðinga fyrir aðfar-
irnar gegn þeim á þriðja og
fjórða tug þessarar aldar. Hvort-
tveggja hlýtur að leiða til þess,
að vestrænar þjóðir leggist á
eitt um að stuðla að því, að
Gyðingar fái nú í friði að njóta
nokkurs hluta þess lands, sem
þeir fyrir nær 2000 árum voru
hraktir frá og síðan hafa ætíð
þráð að endurheimta.
Á ólíklegasta stað
Þó að margt sé ólíkt um Gyð-
inga og íslendinga, á það við um
báða, að ef þeir hefðu ekki not-
ið gamallar menningar, þá væri
þjóðerni beggja úr sögunni og
sjálfstæði þeirra nú óhugsandi.
Gildi hinnar gömlu menningar
Gyðinga er viðurkennt af öllum,
en alltof fáir þekkja hina ís'-
lenzku. Hún er þó sú grein nor-
rænnar og germanskrar menn-
ingar, sem lengst hefur hald-
izt óbreytt og íslenzk tunga
geymir aftan úr grárri forneskju,
þá fjársjóðu sem enn hafa ómet-
anlegt gildi, ekki einungis fyrir
íslenzka, norræna og germanska
menn, heldur ættu hvarvetna að
vera hluti af almennri mennt-
un. Vegna ókunnugleika skort-
ir víðast mjög á skilning þessa.
Þa'ð er þess vegna í senn óvænt
of ánægjulegt að rekast á það,
sem um þessi efni er sagt í ný-
útkominni bók í Bretlandi. Þar
hefur bókaforlagið Hutchinson
í London gefið út bók er nefn-
ist: Fatal Fascination — a Choice
of Crime. Titilinn er erfitt að
þýða en merking hans er sú, að
rætt er um nokkra glæpi, sem
sakir eðlis síns og áhrifa hafa sér-
staklega fangið huga safnend-
anna.
Glæpur, sem ekki
verður bættur
Fjórir þekktir rithöfundar í
Bretlandi Nigel Balóhin, C. S.
Forester, Eric Linklater og
Christopher Sykes hafa hver um
sig valið einn slíkán glæp, sem
þeir segja frá með sínum orð-
um. Glæpirnir, sem valdir hafa
verið, eru Njálsbrenna, landráð
William Joyce eða Lord Haw
Haw, sem menn minnast frá
þýzka útvarpinu á stríðsárunum,
morðið á Darnley, sem kennt
var Maríu Skotadrottningu, og
drápið á hertoganum af Enghien,
sem Napóleon I stóð að.
Nigel BalOhin, brezkur met-
söluihöfundur, skrifar um Njáls-
brennu og hefur valið ritgerð
sinni nafnið: Brennu-Njáll —
glæpurinn, sem ekki verður bætt
ur.
Sambærilep;t eða
betra en hið bezta
hjá Grikkjum og
Shakespeare
Balchin gerir — í lauslegri þýð-
ingu — svofelda grein fyrir, af
hverju hann hafi valið Njáls-
brennu til frásagnar:
„Glæpurinn, sem ég tek til at-
hungunar, átti sér stað á íslandi
fyrir um það bil þúsund árum,
þegar ágætur, göfugur og vitur
gamall maður, sem allir virtu,
var brenndur inni ásamt konu
sinni og al'lri fjölskyldu. Glæpur
inn var framinn samkvæmt skip-
un annars íhuguls, göfuglynds
manns, sem var nærri því
eins mikils virtur. — Ég hef
valið hann af ýmsum ástæðum.
Sagan um hann er stórfengleg og
er í því formi, sem hún hefur
borizt okkur, sög'ð á stórfenglegan
hátt. Hin norræna saga af Brennu
Njáli er að allra áliti hin bezta
og fullkomnasta af öllum söigun-
um. Hún er ekki einungis frá-
sögn af blóðhefndum og glæp-
um, sem leiddu af þeim, heldur
hetjulegur sorgarleikur mikilfeng
legustu tegundar sambærilegur
við hið bezta, sem grízku leikrita
höfundarnir eða Shakespeare
gerðu og fer að sumu leyti fram
úr þeim.“ ,
Minnir á heims-
ástandið nú
Balchin heldur áfram:
„Flestir miklir sorgleikir hafa
sýnt menn í höndum örlaganna
eða einhvers yfirnáttúrulegs eða
óskaplegs valds. f grísku sorgar-
leikjunum eru menn einungis
leikföng guðanna. Bæði í Ham-
let og Macbeth hvílir uppistað-
an að nokkru leyti á yfirnáttúr-
legum öflum.
Hörmungar Othellos spretta af
hinum einstaka þorparaskap Ja-
gos, — manns, sem hadfði ákveð
ið að taka hið illa fram yfir hið
góða. Sagan af Brenniu-Njáli
r(itar enga slíka tækni. Duttl-
ungafullir guðir koma hvergi við
sögu. Naumast er getið um hið
yfirnáttúrulega og þar eru eng
ir eftirminnilegir þorparar. AlUr
aðal þátttakendurnir eru menn,
sem hafa til að bera marga
ágæta kosti, hreysti og velsœmi,
og vizku bg framsýni. Þeir hafa
bresti, en brestina má mjög vel
skilja. Engu að síður sprettur
sorgarleikurinn alveg óhjá-
kvæmilega af skaphöfn þessara
manna og eðli þjóðfélagsins,
sem þeir lifðu í.
Það er þessi síðasti eiginleiki,
sem mér finnst eftirtektarverð-
ast við söguna af Brenmu-Njáli,
Sorgarleikurinn er ekki eimungis
mjög mannlegur og skiljanleg
ur; hann hefur eimnig þjóðfélags
Þýðingu Og minnir ólþægilega
mikið á ástand heimsins í dag
— á okkar eigin heim, ef við
horfum á hann í smækbaðri
myrvd. Við sögu-lok segjum við
ekki: „Það er einumgis fyrir guðis
mildi að svona fer ekki fyrir
mér“, heldur: „Bf guðs hjálp
kemur ekki til, þá fer svona fyr
ir mannkyninu.“
Njáll - „a lef t win«;
intellectuaP4
Balohin lýsir síðan í stórum
dráttum þjóðfélagsháttum á Xs
landi á söguöld, aðdraganda að
Njálsbrennu, brennunni sjálfri
Og eftirmálum. Er þar í höfuð-
atriðum rétt með farið, þá að
á stöbu stað gæti misskilningB
svo sem verða vill. Balchin ef-
ast ekki um sannleiksgildi sög-
unmar, þó hann telji hana feerða
í stílinn. Efasemdir okkar um
bókstaflegt sanngildi Njálu
haggar þó ekki gildi frásagnar
hans eða lærdómnum, sem harwv
vill af sögunni draga. En hann
er í stuttu máli sá, að Balehin
jafnar íslenzka lýðveldinu forna
við Sameinuðu þjóðirnar mú
Hann telur yfir vofa að eins
fari fyrir heimsbyggðinni allri
og bænum á Bergþórshvpli forð
um, ef ekki verði að gáð. Sjáltf-
er Balehin augsjánlega vinstri
maður, segir Njá'lil „a left wing
intellectuai", en líkir honum
raunar í öðru orðinu við Cham-
berlain, þegar hann var að reyna
að friða Hitler. Flosi er aftur á
móti í hans augum „eitthvað til
vinstri við miðju“, en Njálssynir
gamaldags ,,ítories“, íhaldismienin,
eða jafnvel fasistar. Þvílifcur
mainnjöfnuður er að sjálfsögðu
ætíð matsatriði. En hvernig sem
á er litið, þá er grein Balchia
öllum holl hugvekja og í rit-
dómi í víðlesnu blaði, ópólitísku
en þó heldur íhaldssimmuðu, var
hún talin bezta frásögnin í þess
airi bók. Sjálf er bókin Hkleg til
þess að verða víðlesin í hinurn
ensk umæland i heimi og þesa
vegina ágæt auglýsing fyrir okkar
gömlu bókmeinntir.