Morgunblaðið - 15.11.1964, Qupperneq 23
Sunnudagur 15. nóv. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
23
Repúblíkanar, sem höfuðlaus her
Halda fundi á næstunni til þess að
ræða framtíð flökksins
LAUGARDAGUR 7. nóv.
Síðdegis í dag lagði Barry
M. Goldwater upp frá Wash-
ington í viku orlofsdvöl á
Jamaica — eftir að hafa rutt
skrifstofu þá, sem hann hefur
haft til umráða í 12 ár, sem
öldungardeildarþingmaður
Bandaríkjaþings. Hvort hann
kvaddi þar með höfuðborg-
ina fyrir fullt og allt sem
opinber embættismaður skal
ósagt látið. En líklegt má það
teljast eftir það, sem undan
er gengið. Við sæti Goldwat
ers í öldungardeildinni tekur
Paul J. Fannin.
Hinn hroðalegi ósigur Gold
waters í kosningunum hefur
orðið tilefni ákafra bollalegg-
inga síðustu dagana um fram-
tíð Repúblikanaflokksins. Er
búizt við miklum átökum með
al helztu foringja hans á næst
unni og boaðað hefur verið
til fundar ríkisstjóra flokksins
nú innan skamms og lands-
stjóri Repúblikanaflokksins
(The Republican National
Commitee) 10. jan. Formaður
stjórnarinnar, Dean Burch frá
Arizona, hefur sagt, að með
al umræðuefna verði staða
hans og þykir líklegt, að hann
verði fljótlega settur af. Á
þessum fundi mun m.a. rætt
og e.t.v. ákveðið hverja stefnu
eigi að taka' á næsta kjörtíma
bili — hvort halda eigi fast
við íhaldsstefnu Goldwaters
eða fara að vilja hinna frjáls
lyndari manna í flokknum.
Sem stendur eru Republikan
ar sem höfuðlaus her. Þess er
nú minnzt, að árið 1948, þeg
ar Harry S. Truman vann
svo óvæntan sigur yfir Thom
as E. Dewey, var þáverandi
formaður landsstjórnarinnar,
öldungadeildarþingmaðurinn
Hugh Scott neyddur til að
segja af sér. Nú er hann af
mörgum talinn einna líkleg
astur til að taka við af Burch.
Meðal þeirra, sem líklegast
ir eru taldir til að standa
fremst í víglínu valdabarátt-
unnar innan flokksins eru
sagðir George Romney, ríkis
stjóri, sem vann glæsilegan
sigur í Michigan, Jacob Javits
öldungadeildarþingmaður frá
New York, Clifford Case frá
New Jersey, William Scranton
ríkisstjóri í Pennsylvaníu,
Robert E. Smylie, ríkis-
stjóri frá Idaho, Nelson
Rockefeller, ríksisstjóri í
New York og Richard Nixoh
fyrrum varaforseti. Eisen-
hower fyrrum forseti hefur
látið svo um mælt, að Nixon
muni gegna mikilvægu hlut-
verki við að komá á einingu
innan flokksins. En blöðin eru
mörg þeirrar skoðunar að árás
Nixons á Nelson Rockefeller
strax eftir að úrslitin voru
ljós orðin, hafi lítt orðið til
að vekja á Nixon traust sem
sáttasemjara Repúblikana.
Jafnframt heyrist víða sú skoð
un, að dagar Rockiefellers í
embætti ríkisstjóra í New
York séu brátt taldir. Stuðli
þar að hinn mikli sigur John
sons í ríkinu, sigur Kennedys
yfir Keating og þá ekki sízt
að Demókratar hafa náð meiri
hluta á ríkisþinginu í báðum
deildum, — í fyrsta sinn í
þrjátíu ár.
Ekki er talið ólíklegt, að
Demókratar bjóði Wagner,
borgarstjóra, fram gegn Rocke
feller í kosningunum 1966 og
er hann álitinn hafa góða sig
urmöguleika.
Stjórnmálafréttaritarar hér
hafa glöggt auga með þeim
Wagner og Kennedy í New
York. Hafa þeir sjáanlega tak
markaða trú á því, að Kenne
dy sætti sig við nokkuð
minna en að vera Demókrati
nr. 1 í New York, úr því
hann náði kosningu. Báðir
arinnar, ríkisins og flokksins.
Að svo haldist lengi telja
fréttamenn vafasamt, sumir
segja nokkra mánuði, aðrir
1—2 ár.
— xxx —
Það hefur gert ósigur Gold
waters sýnu átakanlegri fyrir
Repúblikana hvað hann dró
marga með sér í fallinu. Þó
hlutu nær 40 frambjóðendur
floWksins til öldungadeildar-
innar og ríkisstjóraembætta
töluvert meira magn atkvæða
en forsetaefnið.
Af frambjóðendum til öld-
ungadeildarinnar höfðu 25
frambjóðendur flokksins
hærri hlutfallstölu en Gold-
water. — Sjö þeirra fóru með
sigur af hólmi en sautján töp
íhaldsflokksins, Henry Pao-
lucci tæp 7 %).
Af fjórtán frambjóðendum
Repúblikana til ríkisstjóraem
bætta, sem hlutu fleiri at-
kvæði en forsetaefnið, unnu
8 sigur en 6 töpuðu. Þessir
6 voru í Delaware,, Illinois,
Indíana, Missouri, Vermont og
V-Virginiu. Voru hlutfalls
tölur Goldwaters í þessum
ríkjum 32—44%, -en frambjóð
endanna til ríkisstjóraem-
bætta 35—49%.
Af þeim 8, sem unnu sigur,
fengu flest atkvæði umfram
Goldwater þeir John Chafee
ríkissjtóri á Rhode Island,
sem hlaut þar 58% atkvæða
en Goldwater 19% — og
Georg Romney, ríksstjóri í
Michigan, sem hlaut 56% at-
kvæða, en Goldwater 33%.
— xxx —
Á hinn bóginn hefur Gallup
stofnunin vakið athygli á því,
að þótt hinn geysilegi ósigur
Repúblikana sl. þriðjudag sé
yfirleitt skrifaður á reikning
Goldwaters, sýna Gallup-skoð
anakannanir á undanförnum
2 áratugum að skráð fylgi
Repúblikana hefur farið stöð .
ugt minnkandi. Hefur stofn
unin birt eftirfarandi tölur:
Nelson Rockefeller
hafa þeir gætt mikillar hæ-
versku í umræðum um þetta
mál — og segjast munu vinna
í sameiningu að málum borg-
wmm
Richard Nixon
uðu fyrir Demókrötum. Á ein
um stað, Nevada, er enn ekki
fyllilega útséð um úrslit. Þessi
sautján ríki eru Connecticut,
Indiana, Maine, Maryland,
Massachusetts, Michigan,
Minnesota, New Jersey, New
Mexico, New York, Norður-
Dakota, Ohio, Oklahoma,
Tennessee, Texas, Wisconsin
og Wyoming. Hlutfallstölur
Goldwaters í þessum ríkjum
voru 24—44% en frmbjóð-
endanna til öldungadeildar-
innar 26—50%.
Sem einstök dæmi mætti
nefna Ohio, þar sem Gold-
water fékk 37% atkvæða, en
Robert Taft jr., sem tapaði
naumlega fyrir Stephen
Young, hlaut nær því 50%;
— New York, þar sem Gold-
water hlaut 32% atkH’æða en
Kenneth Keathing, sem tap-
aði fyrir Róbért Kennedy,
hlaut þó 43% (Kennedy hlaut
rúm 50% og frambjóðandi
Ár Rep. Dem. Óháð.
% % %
1940 38 42 20
1950 33 45 22
1960 30 47 23
1964 25 53 22
Tölur þessar miðast við alla
þá, sem hafa kosningarétt, en
Gallup segir jafnframt, að
þótt hlutfallstölurnar væru
miðaðar við þá, sem neytt
hafa atkvæðisréttar síns í for
setakosningum, séu hlutföll-
in 3 á móti 2, Demókrötum í
hag. Segir Gallup, að sigur
Eisenhowers 1952 — og ’56
og gengi Nixons 1960 hafi ver
ið því að þakka, að þeim tókst
að ná svo miklu magni at-
kvæða óháðra og Demóhirata.
Eina megin orsök þessarar
hnignunnar flokk»ins telur
Gallup þó, að honum hafi
ekki tekizt að ná fylgi ungra
kjósenda. í sjö forsetakosning
um á tímabilinu 1936—1964
hefur meirihluti kjósenda á
aldrinum 20—30 ára greitt
Demókrötum atkvæði. Eina
undantekningin á tímabilinu
var árið 1956 — en þá greiddu
57% kjósenda á þessum aldri
atkvæði með Eisenhower.
— xxx —
Varðandi úrslitin í kosning
um til fullrtúadeildarinnar er
á það bent, að af 39 Repúbli-
Barry Goldvvater
könum, sem áttu sæti í full-
trúadeildinni en féllu í kosn-
ingunum höfðu:
• þrjátíu greitt atkvæði á
þingi gegn frumvarpi, sem
hvað á um aðstoð alríkis-
stjórnarinnar við að leysa
samgöngumál stórborga.
• þrjátíu og átta greitt at-
kvæði gegn áætlun um að
þurfandi eða bágstaddar
fjölskyldur skyldu njóta
góðs af umfram-matvæla
framleiðslu.
• þrjátíu og fimm greitt at-
kvæði gegn frumv., sem
hvað á um endurskipulagn
ingu landssvæða, er miðaði
að því, að efla iðnað í mið
ur þróuðum héruðxun.
• tuttugu og átta greitt at-
kvæði gegn frumvarpi um
aukna efnahagsaðstoð við
erlend ríki.
• þrettán greitt atkvæði
gegn mannréttinda frum-
varpinu.
Allt voru þetta hin mikil-
vægustu frumvörp — og þótt
ekki sé vitað með vissu hvern
ig afstöðu Demókratarnir 39
taka, er mjög líklegt að frum
vörpunum verði greiðari leið
á þingi næsta ár.
Republikanar tóktx að vísu
10 þingsæti frá demókrötum,
en sjö þeirra voru frá Suður
ríkjunum, svo að það gerir
ekki svo mikinn mun.
Varðandi enn eitt frumvarp
stjórnarinnar — um aukna
læknishjálp við aldrað fólk,
er það athyglisvert, að af 14
læknum, sem buðu sig fram
til fulltrúadeildarinnar, biðu
11 ósigur. Allir voru þeir and
vígir frumvarpinu.
— mbj.
— Savanna
Framhald af 14.
okkur, hvernig hann fari að
því að leika á það.
— Sumir halda því fram,
gegir Þórir, að áður fyrr hafi
verið leikið á langspilið með
boga. Sjálfsagt er það rétt,
en enginn er kominn til með
að segja, að menn hafi ekki
haft sína hentugleika við það,
eins og svo margt annað. Fólk
hefur sagt við okkur: „Þið
kunnið ekki að spila á lang-
spil, — þið eigið að nota
boga.“ í þessu sambandi má
geta þess, að upphaflega er
leikið á trommur með hönd-
unum, en það er heldur aldrei
að vita nema menn hafi líka
notað prik stundum! Ég spila
é langspilið, eins og mér
finnst bezt — og fallegust út-
koma. Það er að sjálfsögðu
hægt að spila vel með boga
— en það er geysimikill avndi,
og ég efast um að öll alþýða
manna hafi gert það áður fyrr.
Nú fer „vertíðin" senn að
hefjast hjá Savanna-tríóinu.
Þótt þeir hafi lítið látið í sér
heyra að undanförnu, hafa
þeir síður en svó setið auð-
um höndum. Þeir munu verða
með tvær efnisskrár í takinu
í vetur og kennir þar margra
grasa. íslenzk lög og erlend,
sem þeir hafa ekki sungið
áður.
I.O.C.T.
Barnastúkan Æskan heldur
fund í dag kl. 2 í GT-húsinu.
Dagskrá:
1. Inntaka.
2. Framhaldssagan.
3. Gamansaga.
4. Leikir.
Félagar, fjö'lmennið og mun
ið eftir gömlu fötunum sem
við svo sendum til fátæku
barnanna í Grikklandi.
St. Víkingur.
Fundur mánudag kl. 8.30
e.h.
Félagsmál.
Myndasýning úr ferðalagi
um Evrópu.
Tryggðatröllin þeirra,
Skapti og Skupla, munu fylgja
þeim sem endranær, og er ekki
að efa, að þau munu duga
vel, eins og þau hafa hingað
til gert.
S t a ð a
yfirhjúkrunarkonu
við skurðdeild Borgarsjúkrahússins í Fossvogi
er laus til umsóknar.
Síðar verður ákveðið, frá hvaða tíma staðan verður
veitt. — Umsóknir sendist Sjúkrahúsnefnd Reykja-
víkur, Heilsuverndarstöðinni, fyrir 1. jan. nk.
Reykjavík, 13. nóvember 1964.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur
4ra herb. íbúð
Til sölu 4ra herb. íbúð á tveim hæðum í Kópa-
vogi.--Lág útborgun. — Laus strax. —
Ath. Hægt að sýna í dag.
HÚSA- og ÍBÚÐASALAN
Laugavegi 18. 3. hæð. — Sími 18429.
Sími, sunnudag, 10634.