Morgunblaðið - 15.11.1964, Page 32
bilaleiga
magnúsar
skipholt 21
Blmar: 21190-21185
ooo
ooo
z z z I
W V. M
C C C |
r r r
0 0 0
0 o o I
121
Rússar flytja alia
olíu hingað sjálfir
á eigin skipum
Á ÁRINU 1965 munu sovézkir I
aðiljar flytja allar olíuvörur sem
fslendingar kaupa af þeim til
íslands á eigin skipum.
Eins og skýrt var frá í M'bl.
í gaer, var sl. föstudag undirritaö
ur samningur milli íslands og
Sovétríkjanna um kaup á gas-
olíu, brensluolíu (fueloil) og
benzíni hingað á árinu 1965. A |
árinu 1964 flytja Rússar hingað |
é eigin skipum meirihluta þeirra
oiíuvöru, sem íslendingar sömdu
um að kaupa af þeim á árinu, en
ms. Hamrafell, sem er sameign
Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga og Olíufélagsins hf. flyt-
ur afganginn.
Að því er ViPhjálmur Jónsson,
hrl., aðalframkvæmdastjóri Olíu
félagsins hf. tjáði Mbl. í gær,
flytja Rússar t.d. á árinu 1964 um
60% af gasolíu og benzíni, en
ms. Hamrafell um 40%. Þá flytja i
Rússar hingað um 100 þús. txmn
af brennsluolíu. Vilhjálmur kv-
að m.s. Hamrafell flytja alls hing
að á þessu ári 90 — 100 þús.
tonn af olíu, en það hefði flutt
hingað mun meira magn áður.
Vilhjálmur sag'ði, að Rússar
hefðu fram að þessu sagt, að
þeir töpuðu stórfé á olíuflutn-
ingum til íslands, en þrátt fyrir
það hefði svo brugðið við i sein-
ustu samningaviðræðum, að þeir
hefðu lýst sig rei'ðubúna til þess
að taka alla olíuflutninga að sér.
Á það hefði verið fallizt, enda
ekki áhugi fyrir hendi hjá eigend
um Hamrafells að gera flutn-
ingsamninga fyrir næsta ár með
fyrirsjáanlegu rekstrartapi. Vil-
hjálmur sagði óráðið, bvað um
ms. Hamrafell yrði, en ytði það
selt úr landi, fengju Rússar sterk
ari aðstöðu við samninga um
flutningsgjöld.
Piltar og stúlkur til
lögreglustarfa
OKKUR vantar um 18—20 manns
til starfa í lögreglunni, sagði Sig
urjón Sigurðsson, lögreglustjóri,
í viðtali við Morgunblaðið í gær.
„í því sambandi höfum við
auglýst eftir stúlkum, sem ætl-
unin er að annist stöðumælaeft-
irlit og önnur léttari störf í sam
bandi við umferðina. Að vísu er
þetta á frumstigi ennþá, en við
höfum auglýst til reynslu. Við
byrjum líklega með 2—3 stúlkur
og heppilegast er að fá þær á
aldrinum 20—30 ára“, sagði lög
reglustjóri.
„Þá höfum við einnig auglýst
eftir 19 ára piltum til starfa í
lögreglunni, auk eldri manna, og
er ætlunni að skóla þá upp. Við
höldum lögreglumannanámskeið
sem tekur 6 vikur og svo starfa
þeir til reynslu í nokkra mánuði
JHontiuitlaöSMtf
fylgir blaðinu í dag og er efni
bennar sem hér segir:
Bls.
— 1 Úr sögu Reykjavíkur. Höfuð-
bólið og Austurpartur, eftir
Árna Óla.
— 2 Svipmynd: Chou En-lai
— 3 Óveðursnótt (eða maðurinn
undir kúnni), smásaga eftir
Jón Yngva.
— - Steinar Sigurjónsson: Málað
með gráu (Arnarhólsstemn-
ing).
— 4 Hæsti skýjakljúfur heims.
— 5 Rabb, eftir hjh.
— 7 Lesbók Æskunnar, Dagblaðið
— 8 Kjarnorkusprengjur grafa
nýjan skurð, eftir Lawrence
GaJton.
— 10 Fjaðrafok
— 13 Lslen^kir ættJiðir erJendás:
Frá Jóni Eiríkssyni, konfer-
ensráði — Síðari híuti, eftir
Sigfús M. Johnsen, fyrrv.
bæjarfógeta.
— 15 Ásaþór, teikningar eftir
Harald Guðbergsson
— - Fe-rdinand.
— 16 Krossgáta
- Hagalagðair.
og fara svo loks á framhaldsnám
skeið, sem tekur 5 mánuði“,
sagði Sigurjón.
Hann sagði að lokum: „Það má
segja að framtíðarhorfur séu góð
ar fyrir þá, sem vilja koma til
starfa í lögreglunni. Það er verið
að byggja nýja lögreglustöð og
öll aðstaða verður þar miklu
betri en nú er.“
Þing ASÍ
hefst
á morgun
29. ÞING Alþýðusambands ís-
lands verður sett kl. 4 e.h. á
morgun, mánudag, í jíú- KR við
Kaplaskjólsveg. Þingið munu
sitja tæplega 370 fi—Ii. úar 139
félaga og landssambanda ASÍ,
sem telja samtals um 34500 með-
limi.
Stærstú hóparnir á þinginu
verða: Landssamband íslenzkra
verzlunarmanna með 35 full-
trúa, Verkamannafélagið Dags-
brún með 34 fulltrúa, Sjómanna-
samband íslands með 21 --.-.Irúa,
Iðja, félag verksmiðjufólks í
Reykjavík með -3 L-.uuii og
Verkakvennafélagið Framsókn
með 17 fulltrúa.
Meöal gesta á þinginu verða
Konrad Nordal, foi.—. norska
alþýðusambandsins. Er hann
jafnframt fulltrúi sænska al-
þýðusambandsins, sem boðið var
að senda fulltrúa á þi,.gið.
Á þessu þingi munu v^.....ar-
menn hafa fulian atkvæðisrétt,
en sem kunnugt er tókst Fram-
sóknarmönnum og kommúnist-
um að svipta þá atkvæðisrétti á
síðasta þingi.
Nýjcasti sjúkrabíllinn talinn
ónýtur eftir árekstur
MJÖG harður árekstur varð
um kl. 12 í gær á gatnamót-
um Laugavegar og Nóatúns,
og mun það 26. áreksturinn á
þessu horni á þessu ári.
Sjúkrabíll var á leið inn
Laugaveg til að sækja sjúkl-
ing, sem bráðlá á að flytja
í sjúkrahús. Ók hann allgreitt
og var iúðurinn þeyttur. Þar
sem Nóatún sker Laugaveg,
ók hann yfir á rauðu ljósi,
en í sama mund kom stór
dísilknúinn vöruflutningabíH
upp Nóatún og ók inn á Lauga
veg þveran á grænu ljósi. —
Skullu bílarnir saman af
miklu afli.
Bílstjórinn kveðst hvorki
hafa heyrt né séð til sjúkra-
bílsins.
Miklar skemmdir urðu á
báðum bílunum, svo að flytja
varð þá í burtu með aðstoð
björgunarfélagsins Vöku.
Sjúkrabíllinn er talinn ger-
ónýtur. Tveir menn voru í
sjúkrabílnum, og slösuðust
þeir báðir, þó ekki varlega,
að talið er. Annar fékk snert
af heilahristingi en hinn mun
hafa hnéskeijarbrotnað. Öku-
maður flutningabílsins meidd-
ist ekki.
Sjúkrabíllinn var sá nýj-
ast af þremur sjúkrabílum
slökkviliðsins. — Myndin er
af bílunum á slysstað.
(Ljósm.. Mbl. Sv. Þ.).
Ráðstafanir gerðar gegn
slysahættu í borginni
GEIR IIALLGRÍMSSON, borg-
arstjóri, hélt á fimmtudag og
föstudag fund i með öryggismála
stjóra ríkisins, framkvæmdastj.
Slysavarnafélags íslands, lög-
reglustjóra, borgarverl f ræðingi
og öðrum trúnaðarmönnum borg
arinnar, þar sem til umræðu
voru hugsanlegar ráðstafanir, er
dregið gætu úr slysum í borg-
inni.
Á föstudag var haldinn fundur
í borgarráði, þar sem eftirfar-
andi tvær ályktanir voru gerðar:
Hvatarfundur á
þi'iðjudagskvöld
HVÖT, Sjálfstæðiskvennafélagið,
heldur fund í Sjálfstæðishúsinu
n.k. þriðjuda.gskvöld kl. 8.30.
Þar verða rædd félagsmál, m.a.
um vetrarstarfsemina.
Þá flytur frú Emilía Jónas-
dóttir leikþátt, kvikmynd verður
sýnd og einnig er kaffidrykkja
áð venju.
Sjálfstæðiskonur eru hvattar
til að fjölmenna og mæta stund-
víslega.
Sérstakur eftirlitsmaður
„Borgarverkfræöingur skýrði
frá því, að vegna slysa síöustu
daga hafi hann haft sérstakt sam
band við alla verkstjóra, sem
starfa hjá borginni, og verktaka,
sem fyrir hana vinna og óskað,
að gerðar yrðu auknar ráðstaf-
anir til að sporna við slysum hjá
vinnustöðum. í þessu sambandi
munai hann fela serstöKum starfs
manni að vinna að því í samráði
við hlutaðeigandi verkstjóra og
lögregiu, aö viohafðar væru þær
öryggisraöstafanir, sem tök eru á,
m.a. með eítirliti utan 'hins al-
menna vinnutíma.
Borgarráð felur byggingarfull-
trúa aö láta kanna, hvar sérstak-
ar hættur séu á byggingastöðum í
borginni, þar sem hann telur sér-
staKa astæou til.“
Spornar við slysum
„Borgarraö beinir þeim til-
mælum til Slysavarnaféiags fs-
lands, að það láti ra.____ í sam-
ráði við lögreglu, fræðsluyfir-
völd, samtök vinnuveitcnda og
launþega, öryggiseftirlitið og
aðra, sem hlut eiga að máli,
hvaða ráðstafanir helzt komi til
greina til að sporna við slvsum
á vinnustöðum, og í þessu sam-
bandi einkum slys á börnum.
Borgarverkfræðingur tilnefni
fulltrúa af borgarinnar hálfu tii
starfa með ofangreindum aðilj-
um. Heimilt er að greiða kostnað
af rannsókn og störfum nefndax
á þessu sviði úr bor,garsjóði“,
Ajax
Fram og
í dag
í DAG kl. 4 mætast í kappleik
ísiandsmeistarar Fram og Dan-
merkurmeistarar Kaupmanna-
hafnarliðsins Ajax í handknatt-
leik. Læikurinn fer fram á Kefla-
víkurfiu.gvelli.
Danmerkurmeistararnir eru
hingað komnir í boði Vals og
leika hér nokkra leiki. Þessi í
dag er þó einna forvitnilegastur
því bæði liðin taka þátt í Evrópu
keppni meistaraliða. Verður
leikurinn að sjálfsögðu skoðaður
í því ljósi og margir munu vilja
sjá hvernig Fram gengur á móti
Dönunum, en í byrjun næsta
mánaðar ei,ga Framarar að mæta
sænsku meisturunum Retberglid
á heimavelli sænska félagsins,
Leikurinn í dag geiur s_...iar-
lega gefið hugmynd um gengi
Fram í keppninni.
Ferðir eru frá BSÍ suður 4
Keflavíkurflugvöll kl. 2,36.
Varðarfélagar
Munið aðalfund Varðarfélagsins n.k. miðvikudagskvöld
kl. 20.30. —
Gunnar Schram ritstjóri flytur ræðu:
„Stjórnarskipti í Austri og Vestri“.