Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIO Laugardagur 28. nóv. 1964 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslust jóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. EINSTAKLINGSFRAM- TAK OG RÍKIS- REKSTUR Cú átaðreynd verður ekki ^ sniðgengin, að það er fyrst og fremst einstaklings- og félagsframtak, sem lagt hefur grundvöll að örhröðum framförum og uppbyggingu á íslandi. Það var til dæmis þróttur og áræði íslenzkra út- vegsmanna og sjómanna, sem hóf útgerðina af stigi lítilla árabáta til útgerðar þilskipa, togara og stórra vélskipa. Það var einstaklings- og félags- framtak, sem hratt einokun og ófrelsi á sviði verzlunar og viðskipta og færði verzl- unina inn í landið. Enn voru það dugmiklir og bjartsýnir bændur, sem hófust handa um ræktun og nýtízku búskaparhætti, tóku tæknina í þágu landbúnaðar- ins og stórjuku framleiðslu hans, þrátt fyrir geysilega fólksfækkun í sveitum lands- ins. Það er þannig einstaklings- framtakið, sem fyrst og fremst hefur lyft þeim Grett- istökum, sem lyft hefur verið hér á landi á sviði efnahags- og atvinnumála á þessari öld. Þegar á þetta er litið sætir það nokkurri furðu, að við íslendingar höfum ef til vill tekið upp ríkisrekstur á fleiri sviðum en flestar nágranna- þjóðir okkar. Og þrátt fyrir allt verður hér oft vart und- arlegrar vantrúar á einstakl- ingsframtakið, sem þó hefur reynzt þess megnugt að skapa þjóðinni betri lífskjör á örskömmum tíma, en flest- ar aðrar þjóðir njóta. Hver er ástæða þessara undarlegu fyrirbrigða? Hún er einfaldlega sú, að sá hugsunarháttur hefur haft alltof mikil áhrif að eiginlega sé það þjóðfélaginu hættulegt að sterk einstaklingsfyrir- tæki vaxi upp á traustum og öruggum efnahagslegum grundvelli. Skattalöggjöfin hefur líka lengstum verið þannig hin síðari ár, að hún hefur hindrað efnahagslega uppbyggingu einstaklingsfyr- irtækja á heilbrigðum grund- velli. Núverandi ríkisstjórn hefur að vísu breytt skatta- lögum til mikilla bóta í þá átt að gera atvinnutækjum einstaklinga og félaga kleift að endurnýja tæki sín og treysta hag sinn. Skattpín- ingarstefna Eysteins Jónsson- ar viðurkenndi alls ekki rétt fyrirtækja og einstaklinga til þess að byggja upp hag sinn með eðlilegum hætti. Það er líka staðreynd, að einmitt vegna heimskulegra skattalag og fjárhagslegs getuleysis einstaklinganna höfum við íslendingar flæmzt út í opinberan rekstur á ýms- um sviðum, þar sem einka- rekstur er talinn henta betur meðal annarra þjóða. Það er stefna Sjálfstæðis- flokksins að stuðla að því, að sem flestir einstaklingar þjóðfélagsins verði efnahags- lega sjálfstæðir. Sterkir ein- staklingar skapa sterkt þjóð- félag, sem fært er um að skapa þeim öryggi, sem minni máttar eru og af einhverjum ástæðum hafa orðið fyrir skakkaföllum í lífinu. Þessari stefnu verður að framfylgja, ef þróun og uppbygging á að geta haldið áfram í þessu landi, þar sem þúsund hlutir eru ennþá ógerðir. Það er einstaklingsframtakið sem hefur byggt ísland upp í skjóli athafnafrelsis og trúar á framtíðina. Þess vegna verður það að njóta sín. Á þann hátt einan geta íslend- ingar hagnýtt starfsorku sína, vaxandi menntun og verk- lega og andlega hæfileika og kunnáttu. HVÍT JÖRÐ ITetur er genginn í garð. Frá * fjöru til fjalls hylur hinn hvíti hjúpur þetta norðlæga land við yzta haf. Grösin og blómin, sem brostu móti sól og sumri, eru nú drepin í dróma frosts og snjóa. En með þeim leynist það líf, sem gef- ur eilífa von um nýjan gró- anda og græn grös, þegar snjóa leysir. Yfir hinum íslenzka vetri hvílir nú allt annar Mær en áður, þegar öll þjóðin bjó í lágum torfbæjum, ófullkomn- um og þægindasnauðum. Hlý, traust og varanleg húsa- kynni hafa leyst hin um- komulitlu torfhús fortíðar- innar af hólmi. í stað örygg- isleysis er komin öryggis- kennd. Náttúruöflin hafa að vísu ekki verið endanlega sigruð. Það verða þau trúlega aldrei. En mótstöðuaflið gegn þeim er allt annað og meira en áður. Ofurvaldi vetrarins hefur verið hnekkt, einnig hér á norðurslóðum. Þess vegna vekur hann fögnuð barnanna, hraustustu og glæsilegustu æsku, sem nokkru sinni hefur alizt upp á íslandi. Líkir dönskum vísindamönn- um við Erasmus Montanus Einkaskeyti til Mbl. DANSKA blaðið „Informac- ion“ hefur birt grein emr Werner Thierry cand. mag., þar sem hann gagnrýnir harð lega framkomu rithöfundar- ins, Palle Lauring, og danskra vísindamanna í handritamál- inu. Líkir hann þeim öllum við Erasmus Montanus, náunig ann úr leikriti Holbergs, 'sem tók að sér að sanna allt með aðstoð vísindanna. Segir Thierry þá sanna með svipuð um hætti, að íslendingar eigi ekkert tilkall til menningar- iegra verðmæta, sem orðið hafa til á íslandi og íslend- ingar eru höfundar að. I lok greinarinnar segir Werner Thierry m.a.: „Ef við losum okkur við þessa smá- bortgaralegu heimsveldaást- ríðu og hálfdularfulla eigna- réttaræði hlýtur að koma í Ijós, að okkur og þessi hand- rit skilur ekki annað en okk- ur eigin samvizka — sam- vizka frjálsra manna. Ef við hættum að hugsa um, að taka þurfi tillit til hinna og þess- ara — til félaga, samtaka ýmiss konar og vinveittra ná- granna — og spyrjum þess í stað, hvað sé réttlátast í þessu máli — þá aetti ekki að reynast torvelt að komast að þeirri niðurstöðu, að þessi gömlu handrit — hvort sem er pappírs- eða skinnhandrit —, eru og hafa alltaf verið ís- lenzk eign. íslendingar hafa skrifað þau, geymt og safnað og þeir afhentu þau á sínum tíma konungi íslands og Há- skóla íslendinga. Um íslenzku handritin í Danmörku igegnir allt öðru máli en til dæmís íslenzku handritin í London og grísk- ar höggmyndir í Danmörku. Slíkir munir eru þangað komn ir af því að þeir voru keypt- þeim rænt og má geta nærri hvílíkt öngþveiti skapaðist, ef reynt yrði að kippa öllu slíku í lag. — ★ — Bent A. Koch, ritstjóri, hef ur í blaði sínu, „Kristeligt Dagblad“ svarað grein Wester gaards Nilsens, prófessors, sem birtist sl. laugardag í Kvöldberlingi. Segir Koch m.a., að umræddur „leynilisti" sé engan veginn endanlegur. Það séu á hinn bóginn þær reglur, sem lagðar hafa verið til grundvallar vali handrita, sem skila eigi til íslcLnds. „Westergaard getur ekki kæft þá staðreynd í málæði, að þessar reglur hefur hann sjálfur samþykkt. Hvers vegna hefur hann svo mikinn áhuga á þessum lista? í lögunum er ákvæði um, að nefnd is- lenzkra og danskra fræði- manna annist skiptingu hand- ritanna samkvæmt fyrrgreind um reglum. Westergaard ætf.i að vita, að listinn var saminn eingöngu í því skyni að gefa öðrum en fræðimönnum — og þá einkum stjórnmálamönn um — hugmynd um hve mörg handrit íslendingar myndu fá. Fræðimenn eins og Wester gaard skiptir listinn engu sér stöku máli, því að hann gat — vitandi um þær reglur, sem leggja skyldi til grundvall ar — gert sér glögga grein fyrir því, hve mörg hanaric var um að ræða og hver þau voru. Sé þetta haft í huga, verður manni ljóst, að Wester gaard hefur í frammi útúr- snúninga og byggir árásir sín ar á hina íslenzku starfsbræð ur á veikum rökum. Rytgaard. Kveðst hafa raitnsakað lík Hitlers þar sem hann á ættingja I Aust- ur-Þýzkalandi — hafi skýrt svo frá, að hann hafi skoðað lík Hitlers að beiðni Sovétmanna og rannsakað það með hliðsjón af röntgenmyndum, sem teknar voru af foringjanum lifandi fleiri gögnum. og Ráðuneytið hefur eftir mannl þessum, að hann hafi starfað sem aðstoðarmaður hins fræga skurð- læknis og prófessors, Ferdinands Sauerbruchs, og framkvæmt rannsóknina sem slíkur. Hefði hann orðið að heita því að halda rannsókninni algerlega leyndri. Viðræður um uukin viðskipli Frukku og A-Evrépuhkja Kiel, 26. nóv. — (AP) ÞÝZKCJR læknir og vísindamað- ur hefur skýrt vestur-þýzkum yfirvöldum svo frá, að hann hafi rannsakað lík Adolfs Hitlers ár- ið 1945 og gengið úr skugga um, að hann væri látinn. Hafði mað- ur þessi, að sögn yfirvaldanna, gefið Rússum loforð um að skýra ekki frá þessu — en nú 19 árum síðar hefði hann loks rofið þögn- ina og svikið loforð sitt. Starfsmenn Hitlers staðhæfðu í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, að hann hefði skotið sig í loft- varnabyrgi kanzlarabústaðarins í Berlín, 30. apríl 1945 —- en Rúss- ar, sem tóku borgina hafa aldrei staðfest, að þeir hafi fundið lík hans. Nú hermir innanríkisráðuneyt ið í Schleswig-Holstein, að há- skólaprófessor einn í Kiel, — sem ekki vill láta nafns síns getið, Hin bvíta jörð hefur einnig sína fegurð, sína töfra. Ekk- ert lín er hreinna og hvítara en sá kaldi möttull, sem vet- urinn breiðir yfir ísland. Það er hægt að njóta þessarar fegurðar með mörgu móti. Það er hægt að leita á vit fjalla og heiða og njóta þar dýrðlegrar stundar í hvítum fjallafaðmi, þar sem marrið undan fæti eða skíði rífur eitt þá hyldjúpu kyrrð, sem skapar frið í sálina og fögnuð hugans. • í París standa yfir um þess- ar mundir umfangsmiklar við- ræður, er miða að þvi að auka viðskipti milli Frakklands og kommúnistaríkjannia í Austur- Evrópu. Eru í borginni sendi- nefndir frá Júgóslavíu, Tékkó- Simonstown- snmningnum ekki riít Pretoria, 26. nóv. AP—NTB • Forsætisráðherra S-Afríku, Hendrik Verwoerd, tilkynnti í dag, að samningnum um heimild Breta til afnota af flotastöðinni i Simonstown, verði ekki sagt upp að sinni, þar sem brezka stjórnin hafi ákveðið að standa við skuldbindingar stjórnar Sir Alec Douglas Home, um sölu 16 sprengjuþota af gerðinni Buccaneer til S-Afríku. Umræddur samningur felur í sér ákvæði, þar sem segir, að honum verði ekki rift nema með samþykki beggja samnings aðila — en Verwoerd lýsti því yfir fyrir tveim vikum, er áhöld voru um, að stjórn Wilsons féllist á afhendingu iþotanna, — að ekki yrði um annað að ræða en rifta samkomulaeinu. slóvakíu, Búlgaríu og Rúmeníu, undir forsæti utanríkisráðherra viðkomandi rikja. I gær ræddi Maurice Couva de Murville, utanríkisráðherra Frakklands við utanríkisráðherra Júgóslavíu, Koca Popovic um möguleikana á auknum viðskipt um, og í dag ræðir Murville við Vaelav David, utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu um hið sama. — Á laugardaginn ræðir hann svo við búlgarska utanríkisráðherr- ann, Ivan Batchev. Vientiane, 26. nóv. — (AP) —« • PHOUMI Nosavan, aðstoðar- fofsætisráðherra í Laos og foringi hægri sina þar hefur staðfest, að hann muni fara ásamt sendinefnd Laos til New York og vera við opnun Allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna. Strassbourg, 26. nðv. — (NTB) • RENE PLEVEN, fyrrum for- sætisráðherra Frakklands, hefur beint þeim tilmælum til stjórna aðildarríkja Efnahagsbandalags- ins, að þær komi sér saman um ráðstafanir gegn efnahagsráð- stöfunum brezku stjórnarinnar. Pleven hélt ræðu í gærkveldl á sameiginlegum ársfundi stofn- ana Efnahagsbandalagsins og beindi þar harðri gagnrýni gegn stefnu stjórnar verkamanna- flokksins brezka í efnahagsmál- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.