Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 23
Laugardagur 28. nóv. 1964 MORGU N BLADIÐ 23 ☆ FÓLK það sem bjargað hefur verið undanfarna daga úr klóm uppreisnarmanna í Kongó, hefur flest haft meira af þeim að segja en aðeins fárra daga fangelsisvist og svo skelfingarskothríðina á Lum umba-torginu. Mikill fjöldi þess hefur verið fangar upp- reisnarmanna svo mánuðum skiptir, margir síðan í ágúst s.l., er uppreisnarmenn létu greipar sópa um ýmsar trú- boðsstöðvar inni í landi og höfðu á brott með sér starfs- lið þeirra til Stanleyville. Systir Renelde Kirschenmey- er frá Garnish í Luxembourg sagði: „Þetta voru ekki leng- ur menn. Þeir voru eins og Við komu flóttamannanna frá Stanleyville. Moise Tshombe, forsætisráðherra, heilsar einni kvenn- ljón“. Hún sagði, að uppreisn anna sem af komust. Þjdöfáninn erfiður til átu armenn hefðu neytt sig og sitt fólk til að yfirgefa trú- boðsstöðina í Lubutu í ágúst og haft þau á brott með sér til Stanleyville. „Okkur var hótað dauða á degi hverjum“ sagði systirin, „það var orðið okkur daglegt brauð“. Bandaríski ræðismaðurinn í Stanleyville, Michael P. E. Hoyt, sagði að hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins hefðu verið í haldi hjá uppreisnar- mönnum í þrjá og hálfan mánuð. Þeir hefðu sætt illri meðferð framan af, jafnvel misþyrmingum, en síðasta mánuðinn hefði betur verið farið með þá og þeir meira að segja stundum fengið að þiggja aukabita af vinum sín- um utan fangelsisdyranna. — Hoyt sagði einnig frá því, að uppreisnarmenn hefðu rifið niður bandaríska þjóðfánann af stönginni, sem hann blakti á úti fyrir dyrum ræðismanns skrifstofunnar og hefðu síð- an neytt starfsmenn skrifstof unnar til þess að borða hann. „Við máttum hafa okkur alla við“, sagði Hoyt, „aidrei hefði ég trúað því að nokkur fáni gæti verið svona harður und- ir tönn“. Bandaríkjamennirnir voru í sífellu fluttir milli húsa og loks sagt að þeim yrði stefnt fyrir herrétt, sem þó ekki varð af. En á miðvikudaginn var Hoyt leiddur að Lum- umba-minnismerkinu ásamt landa sínum, trúboðanum Carlson, og tveim öðrum ung- um Bandaríkjamönnum, sem neitað höfðu að gegna her- skyldu og unnu að mannúðar málum í Kongó. TJm 5000 manns höfðu hópast þarna saman til þess að sjá okkur tekna af lífi, eins og tilkynnt hafði verið,“ sagði Hoyt. „Ljónin“ („Simba“ — auk- nefni uppreisnarmannanna) hópuðust saman umhverfis okkur og sögðust myndu drepa okkur, en síðan lenti þeim saman um það, hvernig ætti að gera það. Einnig sögð ust þeir myndu hafa okkur í matinn eftir á og skemmtu sér við að segja okkur á hvaða líkamshlutum þeir myndu byrja. Eftir hálftíma þóf kom herforingí uppreisn- armannanna, Nicolas Olenga aðvífandi og skipaði að flytja okkur aftur í bilana og sagði að aftökunum hefði verið frestað. Áhorfendur reiddust mjög, eltu bílana á hlaupum og æptu ókvæðisorðum að okku,\“ Hoyt sagðist oft hafa rætt við foringja uppreisnarmanna, Gbenye og hefðu viðræður þeirra verið næsta vinsamleg ar, en ljóst hefði verið, að líf gislanna skipti hann og menn hans næsta litlu máli. Hoyt sagði að uppreísnar- menn teldu sig ekki kommún- ista, heldur sósíalista. Þeir hefðu engar raunverulegar kennisetningar, en gamaldags hjátrú gegndi mikilvgu hlut- verki í lifi þeirra. Strangar reglur væru fyrir hegðan manna á orrustuvellinum og m.a. mættu þeir aldrei líta við áður en lagt hefði verið til atlÖgu. „Menn okkar voru vélavið- gerðarmenn á gúmmíekru 300 km, vestan Stanleyville“, sagði frú Christiaans, 23 ára gömul hollenzk kona og tal- aði líka fyrir munn vinkonu sinnar, frú de Wild, „og eitt kvöldið komu „ljónin“ okkur að óvörum, drukkin, drógu þá með sér út úr dyrunum og skutu til bana -J-' alveg af ástæðulausu“. Síðustu stundir Carlsons. Bandarískur trúboði,. séra Davis, sem staddur var -á Lumumba-torginu, er landi hans og samstarfsmaður, Poul Carlson, beið bana, lýs- ir því hvernig það atvikaðist, og segir: „Við sátum þarna í göturykinu, svona 250 manns, í fjórfalur, röð. Ég veit að við vorum öll að hugsá um dauðann, þau okkar sem yfirleitt gátu nokkuð hugsað fyrir ótta. Sjálfum féll mér allur ketill í eld þegar þeir byrjuðu að skjóta og ég sá fólkið velta um koll, kveina og deyja. Við Carlson stukk um á fætur og hlupum að næsta húsi og ætluðum að fara yfir múrvegg. Hann hjálp aði mér upp á vegginn, en þá kom eitt „ljónið“ aðvífandi og tæmdi úr byssunni sinni í hnakka honum. Það var til- viljun ein, en mér hefur oft orðið um það hugsað síðan — hvers vegna hann, en ekki ég? — Við földum okkur inni í skáp í húsinu, átta saman og ein lítil stúlka, og þarna" biðum við í ofvæni i einar sjö til átta mínútur. Við heyrð um eitt „ljónið“ koma inn og hleypa af skotum, fara út aft- ur og svo bandaríska rödd, sem sagði: „Ég veit þeir eru hérna“ — og þá var okkur loksins borgið. Ég bað fyrir konu minni, meðan ósköpin gengu á, hún var í haldi ann ars staðar og þangað urðu belgísku hermennirnir að brjóta sér leið að frelsa fang- ana og þeir urðu að brjóta sér leið til baka með þá líka. — Til Stanleyville fer ég ekki aftur,“ segir séra Davis. — Kongó Framhald af bls. 1 Þetta er þriðja flugvélin sem kemur me'ð flóttamenn til Briissel frá Kongó þessa dag- ana. Fjöldi Evrópumanna er enn eftir í frumskógahéruðunum norðan Stanleyville o,g eru í mikilli hættu, þar sem up-p- reisnármenn veita stjórnar- 'hernum öfluga mótspyrnu. Tveir tugir manna voru myrtir í Paulis tvo síðustu dagana, sem uppreisnar- rnenn höfðu bæinn á sínu valdi. Belgiska fallhlífarliðið hjargaði um 200 manns í Paulis, en ekki er lokið leit- inni að Evrópumönnum þar. í Stanleyville er enn skipzt á skotum. Uppreisnarmenn eru flestir á brottu úr borginni, en skildu eftir nokkuð lið manna, sem tefja skyldi fyrir eftirförinni og er hvergi óhætt um þvera götu að fara í Stanleyville, því alls staðar má búast við skoti úr byssu leyniskyttu á einhverju húsaþakinu. Talið er að borgin verði ekki frið- uð að fullu fyrr en eftir nokkra daga. Stjórnarhermenn sprengdu í dag í loft upp minnismerkið um Patrice Lumumba, sem prýddi þar torg eitt mikið er uppreisnarmenn höfðu notað sem helzta aftökustað sinn undanfarið. Auk Bvrópu- manna, sem átti að skjóta til bana þegar fréttist um komu belgisku fallhlífarhermann- arnia, voru þúsundir inn- fæddra teknir af lífi við nimnismerkið, sem var allt hulið þykkri blóðstorku. Enn eru lík á víð og dreif í Stan- leyville og rykið á götunum 'hefur ekki náð að hylja allt blóðið sem þar hefur runni'ð. ★ Forsætisráðherra Belgíu, Theo Lefevre, sendi í dag þakkir stjórnar sinnar til Bandaríkjanna og Bretlands fyrir aðstoð þeirra við björg- unarstörfin í Kongó, en Banda ríkin léðu til þeirra flugvélar og Bretar herstöð sína á As- unción-eyju. — Talsmaður frönsku stjórnarinnar þakkaði Belgum björgun franskra borg ara í Kongó og fullvissaði belgisku stjórnina um að franska stjórnin skildi afstöðu hennar. — ★ — Páll páfi hefur sent sam- úðarkveðjur sínar Joseph Malula, erkibiskupi í Glin í Kongó. Sendiherra Bandarikjanna í Kairó flutti í dag egypzku stjórninni formleg mótmæli vegna árásar mörg hundruð kongóskra stúdenta á sendi- ráðið í gær. — ★ — Sendiherra Belgíu gekk í dag á fund fulltrúa sovézka utanríkisráðuneytisins ogflutti mál stjórnar sinnar og ítrek- aði að aðgerðir Belgíumanna í Kongó væru ekki annað en mannúðarstörf og myndi hætt þegar er þær hefðu borið til- ætlaðan árangur. Fyrir svör- um varð yfirmaður Vestur- Evrópu-deildar utanríkisráðu- neytisins, Vasilij Grubjakov, og ítrekaði hann aftur á móti þá skoðun stjórnar sinnar, að hér væri um að ræða íhlutun í innanrikismál annars lands. Fréttir herma að mótmæla- fundir séu enn haldnir víða í Sovétríkjunum. Von mun vera á Moise Tshombe forsætisráðherra Kongó, til Parísar um helgina og hefur Tshombe falazt eftir viðræðum við de Gaulle. — 70 ára afmæli Framh. af bls. 3 is þrátt fyrir mikla samkeppni. Húsnæði það, sem við höfum nú tekið í notkun er hluti af byggingunni, sem er að flatar- máli 900 ferm. og verður væntan lega útbúið viðgerðarverkstæði í skemmu fyrirtækisins hér inn á baklóðinni en það mun taka tíma að koma þvi í það horf, sem það þarf að vera til slíkrar notkunar. Ég vil við þetta tækifæri þakka sérstaklega þeim ríkisstjórnum, sem hafa verið við völd þessi 10 ár og þá helzt að nefna við- skiptamálaráðherrana þá Ingólf Jónsson, Lúðvík Jósefsson og Gylfa Þ. Gíslason, og ráðuneytis stjóra þeirra, þá Þórhall Ásgeirs son, Jónas Haralz og dr. Odd Guðjónsson, og Yngva ólafsson, deildarstjóra, sem allir hafa kom ið meira og minna við sögu þessa fyrirtækis og þrátt fyrir ýmsa erfiðleika á þessum tímum hafa þeir verið reiðubúnir til aðstoðar þegar á hefur þurft að halda. Næstur tók til máls B. P. Gasov, fulltrúi Avtoexport. Ósk- aði hann félaginu til hamingju með nýja húsnæðið og afhenti forráðamönnum þess gjöf frá Avtoexport, Trojka, eða þríeykis- vagn útskorinn úr tré. — Skattamál Framhald af bls. 15. fremst: hver fær tækifærið til þess að framkvæma þær7 Bezta tryggingin fyrir heilbrigðri fram tíð, er heilbrigt þjóðfélag í dag. Það er hollast að treysta sem minnst á vanþekkingu og blekk- ingar, einkum í þjóðfélagi þar sem upplýsing og almenn mennt un fer ört vaxandi. Það má raunar segja um fast- eignaskattinn, að í sambandi við hann hefur verið rótað upp ýmis konar vitleysu. Sumt af þessu virðist miðað við það, að fólk sem eigi fasteignir hafi ein- hverju að tapa á því að hér komi heilbrigt skattakerfi. Annars er það um fasteignaskattinn að segja, að hann er einn elzti skatt urinn sem til er, og því vel þekktur. Um leið þykir hann einn sá réttlátasti. Hvað er rétt- látara en það, að þeir sem hafa eitthvað meira en heilsuna og almannatryggingar að styðjast við, beri skattbyrði í hlutfalli við það? Hann er einnig örugg- ur og tiltölulega auðveldur í framkvæmd. Það má stundum fela tekjur, en naumast fasteign- ir. í sambandi við fasteignaskatt inn þarf almennt raunhæft fast- eignamat. í þjóðfélagi okkar eru fjár- munirnir í tvennskonar mynd: annars vegar sem tekjur og hins vegar sem eignir. Tekjurnar eru eins og straumur í tímanum, en eignirnar eins og stöðuvatn, sem myndast af þessum straumi hjá sumum aðilum, en í mismunandi ríkum mæli. Allt er þetta samt í raun og veru sami hluturinn. Eignirnar myndast við það að menn láta ekki tekjurnar fara strax út aftur, sem útgjöld. Heil brigðast er því að miða skattana bæði við tekjur og eignir, en þeir greiðast auðvitað allir af tekjum. Og lítum við á þjóðfé- lagið, þá sjáum við það, að laun þegarnir eru langtum fleiri held ur en þeir sem eiga fasteignir að ráði. Þó hefur tala launafólks, sem ræður yfir nokkrum eign- um, farið vaxandi með vaxandi velmegun. Eigi að síður, verður að ætla það, að skattakerfið verði að táka fullt tillit til þess, að launþegarnir eru í miklum meirihluta í þjóðfélaginu. Það er útilokað að hægt sé að halda við skattakerfi, þar sem beinu skattarnir falla að langmestu leyti á laun. Afmælishóf Varðar á Akur- eyri í kvöld f KVÖLD efnir VÖRÐUR, F.U.S. til hófs í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri í tilefni af 35 ára af- mæli félagsins. Hófið hefst með borðhaldi kl. sjö, en siðan verður dansað til kl. þrjú eftir miðnætti. Undir borðum flytur Magnús Jónsson, alþingismaður, ræðu, Árni Böðvarsson syngur gaman- vísur með undii’leik Jóns Við- ars Gu’ðlaugssonar, og loks verð- ur mælskukeppni milli Sjálfstæð isfélags Akureyrar og Varðar. Af hálfu Sjálfstæðisfélagsins munu Bjarni Jónsson, úrsmiður, Jón Þorvaldsson, bæjarfulltrúi, og Ragnar Steinbergsson, lögfrasð- ingur, tala, en af hálfu Varðar þeir Halldór Blöndal, stud. jur., Leifur Tómasson, verzunarmað- ur, og Rafn Hjaltalín, kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.