Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 15
Laugardagur 28. nóv. 1964 MORGU NBLAÐIÐ 15 títsvar eða fasteignaskattur. A ÍSLANDI er tekjuskatturinn greiddur í tvennu lagi, eins og ég hefi áður vikið að. Annar hlutinn er það sem venjulega er kallað tekjúskattur, skattur- inn til ríkisins, hinn hlutinn er útsvarið, sem er að langmestu leyti tekjuskattur, og er útsvarið é lágum tekjum venjulegast langtum hærra en sá hluti tekju- ekattsins, sem rennur til ríkisins. Útsvarið er í meginatriðum venjulegur stighækkandi tekju- ekattur, eða það sem í öðrum löndum er kallaður stighækk- andi tekjuskattur. Svona skatta- ifyrirkomulag er mjög óvenju- legt. Mér er ekki kunnugt um xieitt land, annað en ísland, þar sem bæjar- og sveitarfélög fá xneginhluta tekna sinna með 6tighækkandi tekjuskatti. í öðr- um löndum, a. m. k. í vestræn- tim löndum, er fasteignaskattur, skattur sem miðast við fasteign- ir, venjulegast mikilvægur tekju- Stofn bæjar- og sveitarfélaga. Ég er þeirrar skoðunar, að það •etti að leggja niður útsvarið, eins og það er nú og taka í þess $tað upp fasteignaskatt, skatt eem eigandi fasteigna greiðir, óháð því hvort skuldir hvíla á iþessum fasteignum eða ekki. Eigandanum er m.ö.o. gert að skyldu, að sjá um það, að eign- irnar, sem hann ræður yfirf skili það miklum tekjum eða arði, að hann geti greitt af þeim fast- eignaskatt. Allar ráðstafanir hans á eignum verða því að mið- ast við það. Rétt er að taka það fram hér, að fasteignaskatturinn hefir eng- in áhrif á það hvort félög sýni arð eða ekki, þar sem hann mið- ast ekki við arð þeirra. í þessu sambandi má enn minna á það, að talsverður hluti útgjalda bæjar- og sveitarfélaga Btendur í sambandi við fasteign- ir manna, eins og ég drap á áðan. Löggæzla, gatnagerð, og leiðslur margvíslegar standa beinlínis í sambandi við fasteignir. Þá er það og alkunnugt, að margvís- legar ráðstafanir sveitarfélag- anna hafa í för með sér að fast- eignirnar hækka í verði, svo sem gatnagerð, gangstígagerð, garð- ar, götulýsing, vatnsleiðslur, skolpræsi og fjöldamargt annað. Eigendur þeirra njóta því á margan hátt góðs af kostnaðar- sömum framkvsemdum sveitar- félagsins. Það sem hægt er að telja kosti við fasteignaskattinn er fyrst og fremst það, að skattgrundvöllur- inn er tiltölulega öruggur. Fast- eignir eru áþreifanlegir hlutir og miklu erfiðari að fela heldur en tekjur. Eitt þýðingarmikið atriði við fasteignaskattinn er það, að hann hefir mikil áhrjf á bygg- Íngarlag bæjanna. Við sjáum hér í Reykjavík að bærinn þenst út. úetta er að mestu heilbrigð þró- un. Landrými hefir þjóðin nóg. Lóðir íbúðarhúsa eru ennþá of litlar, en ekki of stórar. Þó er þessi útþensla ekki að öllu leyti heilbrigð. Ég held að útþenslan stafi að nokkru leyti af því, að ffasteignaskatturinn sem hér þó er, er of lágur. Menn geta átt stórar lóðir í miðbænum, óbyggð ar eða með einskisverðum kumb öldum, án þess þetta þurfi að kosta þá neitt að ráði. Ef eignin gefur ekkert af sér, þá borga þeir sama og engan skatt, þótt hennar vegna færist bærinn út. Væri hinsvegar fasteignaskattur, mundu eigendurnir verða að borga skatta af þessum verð- mætu eignum. Það mundi aftur é móti leiða til þess, að þeir yrðu að gera sér þessar eignir arðbærar, og þá venjulega með því að byggja á þeim, eða selja þær öðrum. Bærinn innan Hring brautar myndi byggjast fyrr, ef það kostaði nokkra peninga að eiga hinar dýru lóðir, sem þar eru, margar lítið eða ekkert not- aðar. Þótt talsvert sé af lítt byggðum lóðum í bænum innan Hringbrautar, jafnvel í miðbæn um, þá byggja menn einkum í útjöðrunum. Fasteignaskatturinn ýtir undir hagkvæmari notkun lóða. En hann kemur líka í veg fyrir eyðslusemi eða bruðl á fleiri sviðum, heldur en þegar um iandrýmið eitt er að ræða. Margir hafa veitt því athygli hve mikið sést af stórum íburð- armiklum íbúðum og íbúðarhús- um í Reykjavík. Menn byggja hér stórt, vandað og oft næsta óhóflega borið saman við það hvernig nágrannar okkar byggja, og hvernig byggt er fyrir aðrar þarfir. Þetta gerist á sama tíma og okkur vantar mjög tiifinnan- lega fjármagn til margvíslegra arðvænlegra og þjóðhagslega nauðsynlegra framkvæmda, þar á meðal fjármagn til byggingar íbúðarhúsa. Hversvegna leggja menn hér á landi svo oft geysimikið fé í húsnæði sitt? Ég held að ein ástæðan til hinna óhóflegu íbúð- arhúsabygginga sé sú, að menn leggi verðmæti, sem þeir eigi, í húsnæði og heimili sitt frekar en í arðbæra hluti, t. d. atvinnu- tæki, vegna þess að af slíkum eignum borga þeir í raun og veru sáralitla skatta. Leggðu þeir hins vegar þessi verðmæti í at- vinnufyrirtæki eða leiguhúsnæði eða í hlutabréfakaup og félagið sýndi arð, mundi talsverður hluti tekinn í skatta, minna þó nú en áður.Þetta er hið mikla misræmi eða misvægi í fjármálalífinu. Beinu skattamir mælast nær ein göngu með hreinum tekjum, ekki með þeim eignum, sem menn ráða. Eigi menn á annað borð verðmæti, sem þeir treysta 'sér ekki til þess að láta gefa neitt af sér í atvinnulífinu, þá finnst þeim þó betra að leggja þau heldur í eignir, sem veita þeim persónuleg þægindi eða augna- yndi. Einnig hér siáum við að skattafyrirkomulagið hjá sveitar félögunum er þannig, að það ýti'r undir óeðlilega og óhag- kvæma notkun á verðmætum. Fjármagnið er ekki notað nægi- lega til sköpunar arðbærra verð- mæta. Rétt er að benda á það að fast- eignir sem gefa lítinn arð, verða lítið eftirsóknarverðar, þar sem þeim fylgir sú kvöð að greidd verði af þeim fasteignaskattur. Við þær aðstæður hendir það oft, að óhentugar stóreignir fara fyr- ir tiltölulega lágt verð, vegna þess hve dýrt er að eiga þær. Á kreppuárunum seldust mörg íburðarmikil íbúðarhús fyrir lít- inn pening í Bandaríkjunum — af þessum ástæðum. Ég kem þá að næsta atriðinu. En það er, að fasteignaskattur- inn gerir skuldabréf og hluta- bréf tiltölulega .eftirsóknarverð. Þetta er eitt af þýðingarmestu atriðunum við almennan fast- eignaskatt. Menn þurfa ekki að borga neinn fasteignaskatt af skuldabréfum né hlutabréfum. Aðstæðurnar myndu þá verða þessar: menn verða að borga fasteignaskatt af óhóflega byggð um íbúðarhúsum, dýrum húsum, og athuga þá frekar hvort það sé skynsamlegt að leggja svona mikið fjármagn í húsnæði, sem viðkomandi þarfnast ef til vill ekki í raun og veru, að minnsta kosti ekki svona ríflegt. Þeim fer sjálfum að þykja þessi notkun verðmætanna óhóf. alveg sér í lagi þegar þess er gætt, að þeir verða að borga hærri skatta á hverju ári, vegna hins óhóflega íbúðarhúsnæðis. Þegar svo er komið, að þeir eiga kost á að leggja heldur þessi verð- mæti í skuldabréf, sem gefa vexti, eða hlutabréf sem gefa raunVerulegan arð, án þess að af þessum eignum sé greiddur fasteignaskattur, þar sem þetta eru ekki fasteignir, þá fara að renna tvær grímur á þá. Þeir hafa aðstöðu til þess að leggja þessi verðmæti sín í arðbæra hluti annars vegar, eða í hluti sem auka skattbyrð þeirra í fram tíðinni, hinsvegar. Þegar svona er komið munu menn, að mínu áliti, oft velja það að kaupa heldur skuldabréf eða hlutabréf fyrir peningana, heldur en leggja þá í hluti, sem þeim verða dýrir í sköttum síðar meir. Það liggur því í hlutarins eðli, að fasteignaskatturinn er meðfram skattur á vissa tegund neyzlu. Um leið er hann skattur á þeim, sem hafa verðmæti til notkunar í atvinnurekstri. Þeir hafa umráðarétt yfir þessum verðmætum því aðeins, að þeir geti látið þau gefa af sér það mikinn arð, að þeir geti greitt skattinn, þ. e. gefa af sér sem svarar því sem svipuð verðmæti gefa af sér í eigu eða umsjá ann- arra. Síðari hluti Nú hagar þannig til, að ýmsir aðilar ráða yfir allmiklum fast- eignum en greiða þá litla skatta. Hvernig má þetta - vera? Fyrst er að nefna það, að oft er hægt að koma því við, þegar eftirlit með skattheimtunni er slælegt og skattasiðferðið í molum, að fela tekjurnar. Þegar skattamir miðast við tekjur, greiðast því engir skattar. Þá er það og, að sum félög, sem njóta sérstakra hagstæðra skattaákvæða, reka víðtæka efnahagsstarfsemi, bæði framleiðslu og verzlun, án þess að um sýnilegan eða raunveru- legan hagnað sé — eða þurfi — að vera að ræða, ráða yfir mikl- um og jafnvel ört vaxandi fast- eignum: Þeim er ekki ætlað að skila gróða til eigendanna, en safna hinsvegar fasteignum vegna starfsemi sinnar. Hún verður í reynd skattfrjáls við núgildandi skattakerfi, þótt reynt hafi verið að setja að nokkru.undir lekann með veltu- skattinum og aðstöðugjaldinu. Þetta gildir bæði um samvinnu- félög og um bæjarútgerðir, svo dæmi séu nefnd. En í rauninni má nefna fleiri, t. d. bankana. Með tilkomu fasteignaskatts d stað útsvars munu þeir verða að greiða sanngjarnan skatt til sveitarfélagsins svo sem aðrir. Með fasteignaskattinum er hús eigendum gert að borga skatt til bæjar- og sveitarfélaganna af húseignum sínum. Þeir munu þessvegna setja upp hærri húsa leigu en annars. Þetta er raunar ein meiriháttar breyting, sem innleiðsla almenns fasteigna- skatts til sveitarfélaganna í stað tekjuskattsins sem nú er, og við köllum útsvar, hefir í för með sér. Fasteignaskatturinn hefir þau áhrif að hækka húsaleigu. Á hinn bóginn borgar leigjand- inn engan fasteignaskatt. Hann greiðir heldur ekkert útsvar. í stað þess borgar hann hærri húsaleigu. Fasteignaskatturinn Ein röksemdin sem hefur ver- ið endurtekin í blöðum minnsta kosti í 10 ár, gegn fasteigna- skatti, er sú, að til sé gamalt fólk, sem í einmana elli býr í tiltölulega stórum" íbúðum, sem það á sjálft. Þar sem það hefur ef til vill litlar tekjur aðrar en þjónustu af allstóru húsnæði, þá myndi vera erfitt fyrir svona fólk að borga almennan fast- eignaskatt, sem væri það hár að hann kæmi að verulegu leyti í stað útsvarsins. Það væri ekki sanngjarnt að þetta gamla fólk væri neytt til að breyta sinni neyzlu og lífsvenjum, til þess að geta greitt skattinn. Nú er það augljóst mál, að ekki er hægt að miða skattakerfi þjóðfélagsins við fyrirbrigði, sem kannske nær til eins eða tveggja af þúsundi skattgreið- endanna, því að einstæð gamal- menni með stóra íbúð sem þau eiga sjálf, eru ekki hið algenga þjóðfélagsfyrirbrigði. Það eru aftur á móti þeir, sem taka laun fyrir vinnu sína, eða eiga eignir. Skattalöggjöfin á að byggjast á hinum almennu fyrirbrigðum, sem tengd eru tekjum og eign- um. IJitt er svo annað mál, að það má vel taka tillit til svona tilfellis. Raunar tekur skattalög- gjöfin ævinlega tillit til ýmissa sérstakra tilvika. í þessu tilfelli mætti hafa fasteignaskattinn þannig, að ef maður sem er orð- inn 65 ára, býr einn í eigin íbúð, þá borgi hann engan fasteigna- skatt af íbúðinni. En fyrir hverja persónu sem býr þar umfram hann sjálfan, þá skuli greitt t.d. 20% af skattinum. Þannig að búi 6 menn í íbúðinni, þá sé inn- heimtur fullur fasteignaskattur af henni. Niðurlag Ég skal nú draga saman það helzta, sem í því felst sem ég hefi sagt. í því, sem ég segi hér á eftir, geri ég ráð fyrir að umræddar breytingar yrðu gerðar á skatta- löggjöfinni, án þess skattabyrðin í héild breyttist. Skattabyrðinni verður hvort eð er ekki breytt frá því sem nú er, nema þjóðin vilji sætta sig við að dregið verði úr þjónustu þeirri, sem ríkið veitir á einhverju sviði, eða að dregið verði úr hinum verk- legu framkvæmdum ríkisins, eða dregið verði úr áhættusömum — og nú orðið ærið kostnaðarsöm- um ábyrgðum þess. Vilji þjóðin ekki slikan samdrátt, verð ur hún að sætta sig við að bera þá skattabyrði sem hún ber nú, því skattarnir til ríkisins gera lítið betur en greiða útgjöld þess. Tekjuskatturinn til ríkisins yrði orðinn mjög lágur þegar útsvarið væri horfið, einkum á lægstu tekjunum, þar sem hinir tekjulægstu greiða ekki útsvar né myndu greiða fasteignaskatt að ráði. Það væri því auðvelt að tvöfalda tekjur ríkisins af tekju- skattinum, án þess að eignalausir launþegar fyndu fyrir því að ráði. Skattstigarnir virðast eins og stendur þannig, að á lágum tekj- um er tekjuskatturinn venjuleg- ast aðeins brot af útsvarinu. Af hæstu tekjum er hinsvegar tekjuskatturinn talsvert hærri en tekjuútsvarið. Með því að fella niður útsvarið er skatt- byrði lágtekjufólks létt langtum meir hlutfallslega en skattbyrði hátekjumanna. Á hinn bóginn má gera ráð fyrir því, að fast- eignaskatturinn fali meir á há- tekjumennina. Það væri því rétt- látt að við hækkun tekjuskatts- stigans yrði tekjuskatturinn hækkaður mest á lægstu skatt- skyldu tekjunum. En heildar- áhrif þessara breytinga myndu samt verða þær, að létta skatta- byrði eignalauss fólks, og auka að sama skapi skattgreiðslu þeirra, bæði einstaklinga og fé- laga sem eiga fasteignir, einkum með því að auka tölu þeirra fast- eigenda einkum félaga, sem greiða þann skatt að ráði. Um leið örvar þetta fyrirkomulag þá, til þess að nota eignir sínar á sem arðbærastan hátt og greiðir fyrir myndun verðbréfamarkað- ar í landinu. Þið munið ef til vill segja: Hvað er unnið við það að vera að hreyfa við sköttunum, ef ekki á að lækka skattabyrðina? Svarið við því er, að það skattafyrir- komulag, sem ég hefi mælt með, er hagkvæmara frá sjónarmiði beilbrigðrar þróunar atvinnulífs- ins. Hið breytta fyrirkomulag mundi þýða, að skattarnir hættu að ýta undir óheilbrigðan rekst- ur og óheilbrigða notkun — eða notkunarleysi — fasteigna og mundu því stuðla að því að hreinsa andrúmsloftið og færa viðhorf manna í heilbrigðara horf í þessum málum. Það verð- ur að vera samræmi milli hags og óhags af fasteignum miðað við hag og óhag af öðrum verð- mætum í efnahagskerfinu. Auk þess myndi þetta fyrirkomulag greiða fyrir og örva sölu skulda- bréfa og hlutabréfa. Hvort- tveggja er ákaflega þýðingar- mikið í sambandi við öflun fjár til framfara í atvinnulífinu. Þá vil ég endurtaka það sem ég sagði áðan, að ég álít að þetta fyrirkomulag mundi greiða fyrir framtaki einstaklinga og félaga í atvinnulífinu. Ennfremur myndi það gera eign í atvinnu- tækjum og hlutafélögum al- mennari en nú. Það hefir mikla þýðingu -að skattabyrðinni sé réttilega skipt. Borgararnir eiga kröfu á því að svo sé gert. Það er ákaílega ó- heppilegt að meiri háttar at- vinnufyrirtæki eða atvinnugrein ar séu skattfrjáls. Atvinnufyrir- tæki rekin af ríki eða sveitar- félögum eiga að greiða skatt jafnt og aðrir, þar sem skattfríð- indi ýta undir óhagkvæman og dýran rekstur og réttur saman- burður á rekstri hinna einstöku fyrirtækja fæst ekki. Einu stofn- anirnar, sem ég tel eigi að njóta skattfrelsis, eru trúarbragðafélög og menningarsamtök og önnur hliðstæð samtök, sem ekki er ætl að að skila arði. Hafi þessi félög venjulegan atvinnurekstur með höndum, verður að telja sjálf- sagt að þau greiði skatt af hon- um, eins og aðrir, en ekki af hinni eiginlegu starfsemi sinni. Um leið og gerðar væru meiri háttar breytingar á núverandi skattalöggjöf, þá þyrfti að af- nema sem mest af þeim skatt- fríðindum, sem veitt hafa verið á undanförnum árum, meðfrám til þess að gera framkvæman- lega óheppilega skattalöggjöf. Skattfríðindin eru iðulega til- komin til þess að bæta úr agnú- um á löggjöfinni. Ástæðan fyrir skattfríðindunum hverfur því eftir þvi sem skattalöggjöfin er færð í æskilegra horf. Seinustu mánuðina hefir rikt mikil reiði manna á meðal útaf skattamálum, einkum hjá laun- þegum. Það er óhjákvæmilegt að gera nú þær endurbætur á skatta kerfinu, sem vanræktar hafa ver ið allt of lengi. Því hefir verið haldið fram í blöðunum þessar vikurnar, að óánægja fólksins stafi af því að skattabyr§in sé svo þung, að ríkið taki of mikið af heildar- tekjunum í skatta. Þetta er langt frá því að vera rétt. óánægjan er fyrst og fremst sú, að eigna- lausir launiþegar borga jafn háa skatta og menn sem eiga stór- eignir, jafnvel stóreignir, sem nema tugum milljóna. króna að verðmæti. Mesti fiöldi launþega borgar skatta jafnháa og sumir af þekktustu stóreignamönnum þjóðfélagsins. Þetta er náttúr- lega gersamlega ófært ástand til lengdar og barnaskapur af mönn um gð láta sér detta í hug, að svona skattakerfi sé til frambúð- ar. Ég þarf ekki að ræða við aðra menn um þetta. Ég þarf ekki annað en að fara 1 minn eigin barm til þess. Þeir sem hafa verið að skrifa í blöðin undanfarið, og talað á þá leið, að þeir væru sérstakir talsmenn eignafólksins, og þessvegna * móti almennum fasteignaskattl hafa ekki áttað sig á því, a# bezta tryggingin fyrir þá, sem hafa einhverju að tapa í þessu þjóðfélagi, er auðvitað sú, að þjóðfélagið sé það vel skipulagt, og efnahagsstarfsemi öll svo heilbrigð, að það myndist engin rótgróin almenn óánægja. Þann- ig ástand er okkur öllum fyrir beztu, öllum hollast. Það er skammsýni að hugsa sér, að eitt- hvað sé á þvi að græða að standa á móti heilbrigðum — og hvort eð er óhjákvæmilegum — endur bótum. Spurningin er fyrst og Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.