Morgunblaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 2
2 MORCU N BLAÐIÐ Föstudagur 4. des. 1964 i' * Keflvíkingur, hið nýja skip Keflvíkinga. (Ljósm. Mbl. Heimir Stígsson). „Keflvíkingur'7, nýtt skip til Keflavíkur Keflavík, 3. des. 1 DAG kom til Keflavíkur nýr bátur, KEFLVÍKINGUR KE 10«, sem smíðaður er í Boisenburg í Þýzkalandi. Keflvíkingur er 260 lestir að stærð með 660 hestafla Lister Blackstone dísilvél og 10 mílna ganghraða. Tvö Asdic-fiskileitar- tæki eru í bátnum, svo og dýptar- mælir og ratsjá af Kelvin Hugh- son gerð og öll fullkomnustu og nýjustu siglinigartæki. íbúðir eru fyrir 15 menn í eins og tveggja manna herbergjum. Til nýmæla má telja, að sérstakur vökva- knúinn gálgi er fyrir kraftblökk- ina, sem notuð er við síldveiðar, og er gálginn gerður af norsku Rapp-verksmiðjunum, sem smíða kraftblakkirnar. Á heimleið fékk Keflvíkingur mjög vont veður og varð að leita vars við Fær- eyjar, en í þessu veðri reyndist báturinn afburða góður í sjó að leggja. Eigendur þessa nýja Keflvík- ings eru hlutafélagið Keflavík og skipstjórinn Einar Guðmunds- son að nokkrum hluta. Skipið býr sig nú til síldveiða í Faxaflóa eða annars staðar, þar sem síldin er, — eins og skip- stjóri orðaði það. Keflvíkingur er mjög glæsi- leg viðbót við fiskiflota Kefla- víkur, og fylgja honum allra beztu óskir. —hsj— Peron dvelst á hóteli í SeviIIa Verður honum synjað um landvist? Sevilla, 3. des. (NTB) JUAN Peron, fyrrum einvaldur Argentinu, er kominn aftur til Fjáröflun. Nú stendur yfir fjáröflun til Félagsheimilis Heim- dallar. TJndirtektir hafa verið mjög góðar og hafa Heimdallar- félagar sýnt þessu máli mikinn skilning. En betur má ef duga skal. Heimdallarfélagar, sem enn hafa ekki gert skil, eru vinsam- Iega beðnir að gera það hið fyrsta. Tekið er á móti framlögum í skrifstofu félagsins í Valhöll við Suðurgötu og í skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins við Austurvöll. Skrifstofa Heimdallar er í Val- höll og er hún opin alla virka daga kl. 3—7. Sími skrifstofunn- ar er 1-71-02. Spánar eftir misheppnaða tilraun til þess að komast til Argentínu. Mjög hefur dregið úr spennu í Argentínu eftir að það vitnaðist, að Peron væri aftur stiginn á spánska grund, og hættunni bægt frá í bili. Peron fór með flugvél frá Brazilíu til Spánar, eftir að yfir- völd í Brazilíu höfðu tilkynnt honum, að nærveru hans í land- inu væri ekki óskað. f flugvélinni, sem flutti Peron aftur til Spánar, voru 30 farþeg- ar, en þeim var siðan tilkynnt með 10 mínútna fyrirvara, að vél in mundi ekki lenda í Madrid, heldur Seville. Er mælt að þetta hafi verið gert að ósk Perons sjálfs, til að forðast blaðamanna- fjöldann á flugvellinum í Madrid, eða jafnvel áð spænsk stjórnar- völd hafi haft hönd í bagga um lendinguna i Sevilla. Peron hélt í kvöld til í lúxus- hótelinu Alfonso XIII. ( Sevilla, og var hótelsins vandlega gætt af óeinkennisklæddum lögreglu- mönnum. Orðrómur er á svéimi um að Spánarstjóm muni synja Peron um landvist. Johnson hvetur til einingar innan NATO Leggur fram tillögu í 4 liðum þar að lútandi Washington, 3. des. — NTB Johnson Bandaríkjaforseti stað festi í dag, að Bandaríkjamenn halda enn fast við tillögur sínar um sameiginlegan kjarnorku- flota NATO, en hann gaf einnig í skyn, að leiðum fyrir gagntil- lögur yrði haldið opnum, og að hann mundi búast við að fá slík- ar tillögur er Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, sækir hann heim í Washington í næstu viku. í ræðu, sem Johnson flutti í Georgetown-háskólanum í Wash- ington, sagði hann að Bandaríkja menn hafi hrundið fram hug- myndinni um flota skipa (þó ekki kafbáta), sem búinn yrði Polaris-eldfláugum, með það fyrir augum að styrkja og efla Atlantshafsbandalagið og koma til móts við þær óskir bandalags ríkjanna í Evrópu, að þau fái hlutdeild í stjórn kjarnorku- vopna. Johnson lagði í ræðu sinni á- herzlu á, að menn yrðu að bera virðingu fyrir hugsunum og til- lögum hverra annars, og er þetta túlkað svo, að leggi Harold Wil- son, forsætisráðherra Breta, fram nýjar tillögur um kjarn- orkuflotamálið á fundi þeirra Johnsons í næstu viku, muni þær verða vendilega íhugaðar í Hvíta Húsinu. í ræðunni kom það fram, að Johnson vill draga úr þeim ótta manna í ýmsum NATO-ríkjanna, að kjarnorkuflotinn verði til þess að V-Þýzkaland komi fingri á kjarnorkuvopnagikkinn, og grafa undan því að Bandaríkin hafi fulla stjórn á notkun vopnanna og neitunarvald i því sambandi. í ræðu sinni lagði Johnson fram tillögu í fjórum liðum, sem miðar að því að efla eininguna innan NATO. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi: 1. Meðlimaríki NATO verða að gera sitt til að sameinuð Bvrópa geti á grundvelli styrks Vestur- veldanna byggt múr til varnar gegn nýjum þjóðernislegum nið- urrifsstefnum. 2. Meðlimaríki NATO verða að vinna að því að tengjast Banda- rikjunum nýjum böndum og auka samskipti Evrópu og Banda ríkjanna. 3. Meðlimaríki NATO verða að ganga úr skugga um, að jafnan FÉLAG matvörukaupmanna í Reykjavík og Félag kjötvöru- verzlana í Rvík héldu ígærkvöldi sameiginlegan fund i Þjöðleik- hússkjillaranum, þar sem rætt var um lokunartíma verzlana á kvöldin. Var þessi fundur í fram haldi af öðrum, sem haldinn var í Hótel Sögu fyrir nokkrum dög- um. 83 kaupmenn, sem hafa yfir að ráða á annað hundrað verzlana, sendu á föstudag umsókn til borgarstjórnar, þar sem þeir fara fram á að fá að hafa opið frameftir kvöldum á grundvelli hverfaskiptingar í samræmi við reglugerð þá, er gildi tók í vor. Eins og kunnugt er, hefur ekki samizt með Kaupmannasamtök- unum og Verzlunarmannafélagi Reykjavikur um lengdan vinnu- tíma verzlunarfólks, en kjara- samningar V.R. fara ekki að öllu leyti saman við lögleyfðan sölu- tima. verði með V-Þýzkalandi farið sem heiðarlegan bandamann í öllúm þeim málum, sem varða Vesturlönd. V-í>ýzkaland hafi enda sýnt sig í því, að aðhyllast ekki ævintýrapólitík af neinu tagi, og að þar hafi verið byggt upp stöðugt og frjálst þjóðfélag, sem jafnan hafi rækt skyldur sín ar við V-Evrópu og Atlantshafs- bandalagið. 4. Allir þeir, sem fúsir eru til nýrra átaka, verða að vera sam- mála um, að slíkt ber að gera með fyllsta tilliti til hagsmuna annara, og halda jafnan öllum eiðum opnum fyrir aðra, sem síðar kynnu vilja eiga samleið. Akureyri, 3. des.: — Á MIÐNÆTTI aðfaranótt sunnu dags nk. breytast öll símanúmer á Akureyri á þann hátt, að töl- unni 1 er bætt framan við nú- verandi númer. Ráðstöfun þessi ér til undirbúnings tengingu bæj arsimans á Akureyri við sjálf- virku símastöðvarnar í Reykja- vík og nágrenni, en búizt er við, að það samband kr.mist á fljót- lega eftir áramót. Einkaskeyti til Mbl. Þórshöfn, 3. desember: — BREZKIR fiskkaupmenn stóðu í dag fyrir fundi í sjávarútvegs- málaráðuneyti Breta þar sem hitt ust nefnd sú, sem fjallar um kvóta þann, sem settur hefur ver ið um landanir Færeyinga á ís- fiski, annárs vegar og hinsveg- Félagsdómur hefur dæmt þann ig, að kaupmönnum sé heimilt að verzla sjálfum ásamt skyldu- liði sinu á lögleyfðum sölutíma. Hafa um 14 verzlanir sótt um slík kvöldsöluleyfi og fengið. Þykir mörgum kaupmönnum, sem nokkurs misræmis gæti nú í verzlunarháttum borgarinnar, og imtnu þeir vilja hraða ein- hvers konar lausn málsins með lögmætum hætti og í samræmi við vilja borgarstjórnar. Þjóðhátíðardags Finna minnzt FIN NLANDS VIN AFÉLAGIÐ SUOMI minnist þjóðhátiðardags Finna 6. desember með kvöld- fagnaði fyrir félagsmenn og gesti þeirra í Oddfellowhúsinu sunnu daginn 6. des. kl. 9 e.h. Bandaríkfa- , maður framkv. | slj. IMATO Tillaga Adenauers Bonn, 3. des. (NTB) KONRAD Adenauer, fyrrum kanzlari V-Þýzkalands, kom ! fram með þá uppástungu í | dag, að Bandaríkjamaður j verði skipaður í stöðu fram- 1 kvæmdastjóra NATO, og verði þetta liður í endurskipulagn- ingu samtakanna. Adenauer, sem í dag svaraði spurningum erlendra fréttamanna í Bonn, sagði að hann hafi sett fram þessa hugmynd sína á fyrsta fundi þeirra Kennedys for- seta 1961. Þessi yfirlýsing hins aldna stjórnmálamanns hefur vakið nokkra furðu, þar sem hún er talin í algjörri andstöðu við Frakka, en Adenauer hefur einmitt dregið taum þeirra að undanförnu. Á morgun verður sírfttala- og skeytaafgreiðsla LaftdssímanS, svo og bréfapóststofa ásamt póst hólfum, flutt aftur á sinn gamía stað á fyrstu hæð húss þósts og síma, en gagngerð viðgerð hefur farið frám á hæðinni og nokkr- ar breytingar gerðar á húsnæð- inu. Böglapóststofan verður á- fram í austurenda hússins, og gengið inn í hana frá Skipagötuu — Sv. P. ar tveir færeysbfir útgerðarmenn og áheyrnarfulltrúi frá lands- stjóm Færeyja. Hákun Djurhuus, lögmaður, hefur lýst eftirfarandi yfir að fundinum í London afstöðnum: „Tillaga sú sem nefndin, sem fjallar um kvótann, bar fram i dag var áfall (sjokk) fyrir fær- eysku þátttakendurna á fundi þessum. Kvótanefndin vill lækka ýsukvótann um 28.600 sterlings pund í desembermánuði, þannig að nú eru aðeins eftir 21.600 sterl ingspund af kvóta mánaðarins. Brezka nefndin tjáði Færeying- um eftirfarandi: Ef við fáum ekki undanþágur frá 12 mílna fiskveiðitakmörk- unum, fáið þið engar undanþág- ur af okkar hendi. Að baki þessa tilboðs stóðu brezkir togaraeigendur og fisk- iðnaðarsamtökin. Djurhuus lögmaður bætir við: „Ef Færeyingar notfæra sér ekki löndunarmöguleika í V-Þýzka- landi, getur þetta þýtt ógæfu mikla fyrir Færeyjar. Ýsukvót- inn í desember var í vor ákveð- inn 50.000 sterlingspund“. Svo sem skýrt hefur verið frá áður gerði lögmaður samning i Hamborg 23. nóv. sl. um landanir ísfisks af færeyskum skipum i V-Þýzkalandi. Þrír bátar eru nú á leið til V-Þýzkalands og fleiri munu fylgja á eftir þar eð ekki munu nema 6—7 bátar geta land að í Bretlandi í þessum mánuði, en nú eru hinsvegar 36 stálskíp á línuveiðum. — Arge. Fundur matvörukaup- manna um lokunartima Símanúmer á Akur- eyri breytast Bretar lækka ýsu- kvóta Færeyinga Kreíjast landhelgisundanþágu, segir Djurhuus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.