Morgunblaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 19
Föstudagur 4. des. 1964 ^ MORCUNBLAÐIÐ 19 — Borgarsfjórn Framhald af bls. 1 1965 kr. 261.350 þús. Hækkunin næmi þá kr. 61,2 millj., eða 30,6% Heildarútgjöld borgarinnar, bæði á rekstrarreikningi og eignabreytingareikningi, eru á- eetluð kr. 697.097 þús. í stað kr. 602.840 þús. Hækkunin er kr. 94.257 þús., eða 15,6%. Rekstrartekjur eru áætlaðar kr. 685.097 þús. í stað kr. 595.840 þús. á yfirstandandi ári. Hækk- unin er kr. 89.257 þús., eða 14,98%. Mismunur á hækkun rekstrartekna og heiídarútgjöld fæst með hækkuðum lántökum til Borgarsjúkrahússins 12 millj. kr. í stað 7 millj. kr. Teknamegin á eignabreytinga- reikningi er yfirfærsla frá rekstrarreikningi, kr. 157.150 þús. I stað kr. 118.950 þús. Hækk unin er kr. 38.200 þús., eða 32,11%. Auk þess er þar gert ráð fyrir 12 millj. kr. lántöku til Borgarsjúkrahússins í Fossvogi. Hækkanir hinna ýmsu liða í rekstraráætlun koma fram í eftirfarandi yfirliti: TEKJIIR: Hvernig er út- svörunum vurið? Stjóni borgarin-nar . 4,09 % Eöggæzla ........... 3,01 % Brunamál ........... 1,30 % Fræðslumál ......... 9,15 % Listir, íþróttir og útivera ......... 3,67 % Hreinlætis- og heil- brigðismál ......... 8,96 % Félagsmál ......... 24,83 % Gatna- og hol- ræsagerð .......... 18,50 % Fasteignir ......... 1,93 % Vextir og kostnaður við lán ............. 0,18 % Önnur útgjöld .... 0,35 % Framlag til S.V.R. . . 1,09 % Eignabreytingar .. 22,94 % 100,00 % vik, þar sem gert er ráð fyrir að gjöldin skuli innheimt með þessu álagi. Tillaga þessi byggist á þrennu: í fyrsta lagi er haft í huga, að nú er unnið að nýju fasteigna- mati, og má búast við, að stofn fasteignagjaldanna hækki veru- lega, og mundu þá fasteigna- gjöldin að sjálfsögðu hækka Áætlun Áætlun Hækkun 1964: 1965: Tekjuskattur 400.447 447.397 46.950 11.72% Fasteignagjöld 20.000 45.000 25.000 125.00% Ýmsir skattar 2.180 2.450 270 12.39% Arður af eignum 9.210 9.310 100 1.09% Arðui af fyrirtækjum 10.488 12.325 1.837 17.52% Framlag úr Jöfnunarsjóði .. 75.000 80.000 5.000 6.67% Aðstöðugjöld 78.000 88.000 10.000 12.82% Aðrai tekjur 515 615 100 19.42% pis. kr. 595.840 685.097 89.257' 14.98% GJÖLD: Áætlun Áætlun Hækkun 1964: 1965: Stjórn borgarinr.ar 25.086 28.028 2.942 11.73% Löggæzla 21.126 20.611 ~ 515 -í- 2.44% Brunamál 8.262 8.920 658 7.96% Fræðslumál 55.385 62.646 7.261 13.11% Listir íþróttir og útivera .... 22.297 25.157 2.860 12.83% Hreiniætis- og heilbrigðismál 51.718 61.378 9.660 18.68% Félagsmál 154.061 170.092 16.031 10.41% Gatna- og holræsagerð 102.130 126.800 24.670 24.16% Fasteignir 9.495 13.255 3.760 39.60% Vextir og kostnaður við lán . 1.000 1.200 200 20.00% Önnur útgjöld 1.980 2.360 380 19.19% Framlag til SVR 8.000 7.500 -r- 500 -T- 6.25% Launahækkanir og iauna- skattur .'. 16.350 0 -f- 16.350 -r- 100.00% Þús. kr. 476.890 527.947 51.057 10.71% Eins og fram kemur 1 þessu yfirliti eru launahækkanir og launaskattur, sem til fram- kvæmda komu í des. 1963 og miðju ári 1964, ekki jafnað á liði fj árhagsáætl unar yfirstand- andi árs og því verða hækkanir einstakra liða því meiri. Þessi mismunur kemur ljósast fram í hreinlætis- og heilbrigðismálum vegna sorphreinsunar og gatna- hreinsunar og í gatna- og hol- ræsagerð, þar sem um launa- hækkanir laustráðinna manna er að ræða, en ekki fastráðinna. Hins vegar dreifist launaskattur á alla liði. Ef öllum kostnaði vegna launahækkana og launa- skatts er dreift hlutfallslega jafnt á alla rekstrargjaldaliði, er um 3,5% hækkun á hverjum lið að ræða, og minnkar því bilið milli áætlunartalna 1964 og 1965 sem því svarar. Meðalhækkunin verður hins vegar óbreytt. Síðan rakti borgarstjóri ein- Staka liði fjárhagsáætlunarinnar og verður nánar gerð grein fyrir þeim atriðum síðar hér í blað- inu. Fastelgnaskattur Ræðu sinni lauk borgarstjóri með því að ræða nokkuð einstaka liði. Hann sagði: „Fasteignagjöld eru nú áætluð 45 milljónir í stað 20 milljóna. í tekjuáætlun þessari er ráð fyrir því gert, að húsagjöld verði inn- heimt með 100 af hundraði álagi og lóðagjöld með 200 af hundraði álagi. Er flutt tillaga að reglu- gerö um fasteignaskatt í Reykja- samkvæmt því. Réttara virðist, að hækkunin komi á gjaldendur í áföngum, heldur en að hún skelli á öll í einu. — f öðru lagi eru fasteignir svo til eini gjald- stofninn, sem sveitarfélög hafa til að afla sér tekna til lækkun- ar á útsvörum, og eru á flestan hátt eðlilegur gjaldstofn sveitar- félaga, þar sem svo mikill hluti útgjalda þeirra eru beint og óbeint bundin fasteignum. — í þriðja lagi hefur fasteignaskatt- urinn farið síminnkandi í undan- farandi árum í hlutfalli við heild- artekjur: Árið 1959 var hann 5.7% af ht _ 1960 — _ 5.5%------- _ 1961 — — 5.4%------- — 1962 — — 5.2% — — — 1963 — — 4.1%------- — 1964 _ _ 3.4%------- — 1965 yrði hann 3,1% af heildartekjum, ef ekki væri um hækkun að ræða. Með hækkuninni verður hann 6.6% af heildartekjum. Áætlað er, að álagið á gjöldin gefi 24 millj. kr. tekjur. Ef þessi upphæð ætti að nást með hækk- un útsvarsupphæðar, þyrfti hún að hækka um tæp 18% í stað 12% eins og nú er ráð fyrir gert. Hækkun fasteignaskatta mun og létta skattabyrðar útsvars- greiðenda, þar sem hluti fast- eiignaskatta er greiddur af aðil- um, sem ekkert útsvar og litið útsvar greiða. Geta má þess, að í 1. nr. 67/1945 var sveitarstjórnum veitt heimild að hafa skattinn mis- munandi á ýmsum tegundum lóða. Einnig var heimilt að hafa skattinn mismunandi, eftir því til hvers eignirnar voru notaðar, og af húseignum enn fremur mismunandi eftir verðmæti þeirra, miðað við fasteignarmats- verð og íbúafjölda. Með 1. nr. 69/1962 voru allar þessar heim- ildir felldar niður. Er því sú leið, sem felst í breytingartillögu Kristjáns Benediktssonar í borg- arráði ekki heimil lögum sam- kvæmt, auk þess sem hún mundi valda margvíslegum fram- kvæmdaörðugleikum og réttar- óvissu, þótt hún að öðru leyti væri fær. Aðrar tekjur Áætlað er að framlag úr Jöfn- unarsjóði verði 80 mill. kr. og er þá miðað við, að ríkissjóður greiði til sjóðsins þær upphæðir, sem ráð er fyrir gert í frum- varpi að fjárlögum fyrir árið 1965, og úthlutunarreglur sjóðs- ins að öðru leyti. Aðstöðucjöld eru áætluð 88 millj. kr., eða 10 millj. kr. hærri en gert er í gildandi fjárhags- áætlun. Hækkunin nemur 12.8%. Gert er þó ráð fyrir sömu gjald- skrá aðstöðugjalda. Ýmsir skattar hækka um kr. 270 þús., arður af eignum um kr. 100 þús., arður af fyrirtækjum um kr. 1.837 þús. og ýmsar tekj- ur um kr. 100 þús. Gjaldársút- svör eru áætluð óbreytt, kr 1.5 millj., og útsvarsskiptikröfur til annarra sveitarfélaga kr. 400 þús. hærri en frá öðrum sveitarfélög- um bæði árin Tekjuliðir þeir, sem nú hafa verið nefndir, nema samtals kr. 238.800 þús. Á eingabreytinga- reikningi er gert ráð fyrir 12 millj. kr. lántöku. Eins og áður segir eru heildarútgjöld borgar- innar áætluð kr. 697.097 þús. Vantar því kr. 446.297 þús. til að brúa bilið milli gjalda og tekna, annarra en útsvara. Þá upphæð, að viðbættum 5—10%, verður að leggja á sem útsvar. Útsvör árið 1964 voru áætluð kr. 399.347 þús. Hækkun milli áranna nemur kr. 46.950 þús., eða 11.76% Reynt hefur verið að draga úr þessari hækkun eftir megni, til þess að gjaldabyrði útsvars- greiðenda aukizt ekki og læbki fremur í hlutfalli við tekjur þeirra. Þegar litið er á þær kaup- hækkanir, sem urðu á árinu 1963 og fram á þetta ár, og at- vinnuárferði almennt, mun ekki fjarri að álykta, að tekjur manna hafi ekki síður hækkað frá 1963 til 1964 en frá 1962 til 1963, þar sem kauphækkana gætir allt yfirstandi ár auk 5% hækkunar- innar í vor í stað hluta fyrra árs. Útsvarupphæðin hækkaði sem kunnugt er á yfirstandandi ári um 39.8%, þar af skv. fjárhags- áætlunarfrumvarpi í fyrra um 25.2%, svo að vænta má, að út- svörin verði hlutfallslega lægri næsta ár miðað við tekjur manna. í ráði er að endurskoða út- svarsstigana og persónufrá- drætti, en að þeim óbreyttum er talið ekki ósennilegt, þrátt fyrir aukinn frádrátt gjaldþegna vegna útsvarsgreiðslna þessa árs, að unnt verði að veita allt að 20% afslátt af útsvörum á næsta ári miðað við þessa útsvarsupp- hæð í stað 9% afsláttar, er veitt- ur var á yfirstandandi ári. Þar sem ekki er um meiri hækkun útsvarsupphæðar að ræða, kemur gjaldabyrði henn- ar á greiðendur jafnar niður á árið í heild, en safnast ekki sam- an á seinni hluta ársins, eins og nú í ár. Það, sem nú hefur verið rak- ið, er sagt með þeim fyrirvara, að jafnvægi haldist oig kostnaður hækki ekki svo mjög á næsta ári, að nauðsynlegt sé að hækka útsvarsupphæðina á miðju næsta ári eins og raun hefur á orðið sl. tvö ár vegna verðbólguþróun- ar þeirra ár. Áherzla er að hálfu borgarsjóðs lögð á að til slíks þurfi ekki að koma. Bv. Hrímbakur og Akureyrarflugið Akureyri, 3. des. TOGARINN Hrímbakur, sem legið hefur við festar á Akur- eyrarpolli síðan í vor, bæjarbú- um til lítils au.gnayndis, var i dag dreginn að bryggju, og er ætlunin að leggja honum innan Þorsteinn Arnalds Marteinn Jónasson Framkvæmda- stjóraskipti hjá B.Ú.R. Á FTJNDI Útgerðarráðs Reykja- víkur í gær sagði Hafsteinn Berg þórsson af sér sem framkvæmda stjóri Bæjarútgerðar Reykjavík- ur vegna veikinda. Samþykká var einróira að ráða Þorstein Arnalds í starfið, en hann hefur verið settur framkvæmdastjóri B.Ú.R. í fjarveru Jóns Axels Pét urssonar. Jafnframt var Marteinn Jónas son, skipstjóri, settur til að gegna framkvæmdastjórastarfi Jóns Axels Péturssonar. Leitað verður staðfestingar borgarstjórnar á þessum sam- þykktum. _ Fyrstu framkvæmda stjórar B.Ú.R. voru þeir Sveinn Benediktsson og Jón Axel Pét- ursson. Keflavík Sjálfstæðiskvennafélagið „Sókn“ heldur sinn árlega bazar sunnu- daginn 6. des. kl. 9 í Sjálfstæðis- húsinu. Margt ágætra muna. Allur ágóði rennur til góðgerðarstarf- semi fyrir jólin. skamms framundan Krossanesi. Fyrir nokkru gerði lagðarís á Pollinum, sem rak undan sunn- anvindi út eftir firðinum. Lagðist þá Hrímbakur fast í festar sínar og dró þær nokkurn spöl til norðausturs, þannig að hann var var þá í stefnu flugvéla, sem fljúga að og frá flugvellinum. Gerðu þá flugumferðarstjórar á Akureyrarflugvelli athuga- semdir við legu togarans, þar sem hann varð að teljast hindrun fyrir flugvélar í nágrenni flug- vallarins, einkum af því að hann var ekki búinn rauðu ljósi við sigluhún. Nú var fylgzt mjög nákvæmlega með togaranum í ratsjá flugvallarins, þar sem ljóst var, að legufærin voru ekki nógu traust. í norðanveðri um síðustu helgi tók Hrímbak enn að reka og komst næst flugvellinum í 700 metra fjarlægð frá brautar- enda. Var þá mælzt til þess við Útgerðarfélag Akureyringa, bæði af Öryiggisþjónustu flugmála- stjórnar og Flugfélagi íslands, að annað hvort yrði sett á hann rautt ljós eða hann færður til og svo um búið, að ekki gæti stafað af honum nein hætta fyrir flugumferð. Útgerðarfélagið tók mjög vin- samletga þessum málaleitunum, en bar því við, að ekki væri unnt að útvega skip og mannafla þá þegar til að draga Hrímbak. Verkið var svo unnið í dag, svo sem fyrr segir. Skylt er að taka það fram, að við venjuleg flugskilyrði og daigsbirtu stafaði ekki bein hætta af Hrímbaki,- en ef eitt- hvað hefði borið út af, og í myrkri og dimmviðri, dró hann mjög úr flugöryggi, þar sem hann lá í fluglínu við aðflug og fluigtak. Nú er verið að útbúa enn traustari og öflugri legufæri á Hrímbak, og eftir nokkra daga verður hann dreginn út á Krossanesbót, og honum lagt þar að nýju. Algenigt var hér á ár- um áður, að skip lægju þar við festar. — Sv. P. Tónlist o" DOCUMENTA- sýningin Á MGRGUN, laugardaginn 5. des., verður kvikmyndasýning fé lagsins Germaníu og að vanda sýndar frétta- og fræðslumyndir. Eru fréttamyndirnar aðeins rúm lega mánaðargamlar og þar m.a. myndir frá hinni miklu sýningu á nútímalist DOCUMENTA í Kassel. Fræðslumyndirnar eru tvær, og er önnur aðallega við barna hæfi, teiknimynd um gamla eim reið. Aðalmynd kvikmyndasýn- ingarinnar er hins vegar um sym fóníuhljómsveitina í Bamberg, eina beztu hljómsveit Þýzka- lands. Sagt er frá stofnun henn ar og uppbyggingu, en jafn- framt leikur hljómsveitin kafla úr mörgum verkum. Kvikmyndasýningin er í Nýja bíói og hefst kl. 2 e.h. öllum er heimill aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.