Morgunblaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Fðstudagur 4. des. 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. MIKILVÆGI EIGNAR RÉTTARINS Á nægjulegt er að skilningur fer nú vaxandi á nauðsyn þess að treysta eignarrétt ein- staklinganna. Málgagn Fram- sóknarflokksins hefur í rit- stjórnargrein sagt, að sterkt og heilbrigt þjóðfélag byggð- ist öðru fremur á því, að sem allra flestir einstaklingar væru efnalega sjálfstæðir. Og -jafnvel kommúnistamálgagn- ið er dauðfeimið, þegar það minnist á fjárhagslegt sjálf stæði einstaklinganna og þor- ir ekki að neita beint mikil- vægi þess, þótt það sé að sjálf- sögðu í beinni andstöðu við kenningar sósíalismans fyrr og síðar. Auðvitað verða menn að treysta vinstri mönnum var- lega í þessu efni, því að grund vallarkenning þeirra er ein- mitt sú, að ríkið eigi að hafa sem mest völd, jafnt efnahags lega sem á öðrum sviðum, og þess vegna eigi einstakling- arnir ekki að njóta nema takmarkaðs fjárhagslegs frels is. En hitt er vissulega ánægju legt, að þeir skuli finna, að fólkið vill eignarrétt einstakl- •inganna og þora þess vegna ekki annað en fara sér hægt í þessu efni og taka jafnvel undir þau meginsjónarmið, sem Sjálfstæðisstefnan bygg- ir á. Sósíalisminn hefur líka beð ið alvarlegt skipbrot í fram- kvæmd. Jafnvel í sjálfu Sóvét Kússlandi hafa menn orðið að grípa til úrræða „kapitalism- ans“. Þar er verið að gera til- raunir með samkeppni milli iðnfyrirtækjanna til þess að reyna að bæta hag þeirra, og rússneskir ráðamenn eru aug- sýnilega farnir að gera sér grein fyrir því, að í efnahags- legu tilliti muni Ráðstjórnar- ríkin aldrei standast Vestur- veldunum snúning, nema þau komi á nýjum framleiðslu- háttum. Þess má einnig geta, að samyrkjubúin hafa ekki gef- izt betur en svo í Rússlandi, að grípa varð til þeirra úr- ræða að leyfa hinum svo- nefndu landbúnaðarverka- mönnum að hafa smáskika lands, sem þeir mættu rækta sjálfir, til þess að koma í veg fyrir alvarlegan matvæla- skort. Þegar bezt lét voru þessir skikar um 3% alls ræktaðs lands í Rússlandi, én á þeim var framleiddur um þriðjung- ur allrar landbúnaðarfram- leiðslunnar, enda nutu menn sjálfir arðsins af framleiðsl- unni og máttu selja hana á frjálsum markaði. Þetta er eitt gleggsta dæmi um skipbrot sósíalismans og má þó nefna mörg fleiri, enda mála sannast, að jafnvel þeir, sem kenna sig við vinstri stefnu, viðurkenna með sjálf- um sér og einnig í einkavið- ræðum, að einkarekstur skili meiri arði en ríkisrekstur. Hitt er þó enn mikilvægara, að fjárhagslegt sjálfstæði borgaranna verður ekki tryggt, ef ríkið sölsar til sín í sífellt vaxandi mæli fjár- magn þjóðfélagsins til þess að vasast með það í hvers kyns atvinnurekstri. Þá er verið að skerða eignarrétt einstakling- anna og draga úr tækifærum manna til þess að öðlast fjár- hagslegt sjálfstæði. FJÁRMAGN RÍKISINS ¥ nútíma þjóðfélagi þurfa ríkið og sveitarfélögin mikið fjármagn til þess að gæta sam eiginlegra þarfa borgaranna. Þeir sem telja að megin- áherzlu verði að leggja á að treysta eignarrétt einstakling- anna vilja að sjálfsögðu, að opinberir aðilar gangi eins skammt í skattheimtu og unnt er, án þess þó að það hindri nauðsynlegar fram- kvæmdir þessara aðila. En af þessari stefnu leiðir, að ríki og sveitarfélög eiga ekki að heimta til sín fé, til þess að binda það í atvinnurekstri, sem betur væri kominn í hönd um einstaklinga. Þess er og að gæta, að það er ekki ætíð nauðsynlegt fyr- ir opinbera aðila að taka með sköttum allt það fjármagn, sem þeir þarfnast. í þroskuð- um lýðræðisríkjum er það al- títt að háar fjárhæðir, sem ríkið þarf að fá til fram- kvæmda sinna, eru teknar að láni hjá almenningi í stað þess að taka féð af fólkinu með skattlagningu. Eðlileg útgáfa ríkisskulda- bréfa á að vera mikill þáttur í fjáröflun ríkisins. Þá er eignarréttur almennings ekki skertur, en ríkið fær samt yfirráð yfir því fjár- magni, sem það þarfnast. Þar sem efnahagslífið er traust og heilbrigt, eins og t.d. í Banda- ríkjunum, er útgáfa ríkis- skuldabréfa ríkur þáttur í fjáröflun hins opinbera. Hér á landi hefur um langt skeið verið talið útilokað að bjóða út ríkisskuldabréf. Nú var slík tilraun gerð góðu Hélt sig hafa framið hinn fullkomna glæp Sænska lögreglan finnur rnorð- ingjann rúmum tveimur árum eftir aÖ morðið var framið FYRIR nokkrum dögum hófust í Svíþjóð réttarhöld i ir.ili sænsks bankamanns, Wilhelms Rodius, sem er 51 árs. Er hann ákærður fyrir morð á 69 ára gömlum tann lækni, Robert Aspelin. Iö>d- ius hefur játað á sig glæp- inn, en segist lengi hafa stað- ið í þeirri trú, að honum hefði tekizt að fremja hinn full- komna glæp. Enda hélt lög- reglan fyrst eftir lát Aspe- lins, að hann hefði framið sjálfsmorð. Rodius var fjárhagslegur ráðgj afi Aspelins og hafði svikið fé út úr honum. Glæpurinn var framinn á skírdag, 19. apriii, 1964, eftir að morðinginn og fórnarlamb hans höfðu snætt hádegisverð saman. Eftir matinin fylgdi Aspelin þessum ráðgjafa sín- um heim til hans. Er upp í íbúðina kom sló Rodin tann- lækninn til bana með eikar- staf, bútaði líkið í sundur Og brenndi það í kolaofni. Fyrsta tilkynningin um hvarf Aspelins barst lögregl- unni frá gömlum skólafélaga hans, sem var vanur að heim sækja hann af og til. Hann hafði hringt mörgum sinnum til tannlæknisins án þess að svarað væri í símann og álykt aði af því, að hinn gamli vin- ur hans befði íengið þung- lyndiskast og framið sjálfs- morð. Lögreglan var í fyrstunni á sömu skoðun, en þegar lið- in voru tvö ár án þess að lík Aspelins kæmi í leitimar, á- kvað hún að láta gera ná- kvæma rannsókn á ævi hans, ef ske kynni að þar mætti skýra hvarfs hans. Af rannsókninni kom í ljós, að Aspelin hafði verið ein- mana og átt fáa vini. En hann hafði komizt í góð efni 1961, er hann fékk arf eftir systur sína. Arfurinn niam um 160 þús. sænskum krónum (rúm- ri milijón ísl. kr.), í hlutabréf VilheCm Rodius yfir 100 þús. s.kr. á reikningi hans í bankanum, en þegar það var athugað kom í ljós, að þar voru aðeins um 100 s. kr. Við þessa uppgötvun komst skriður á rannsóknina. LeynilögregLumennirnir kom- ust að því, að það var banka- lögfræðingurinn WilheLm Rod ius, sem sá um fjármál Aspe- lins og greiddi honum 40f um, sem voru geymd í Verzl- unarbanka Svíþjóðar. (Síðar kom í ljós, að arfurinn hafði raunverulega numið 280 þús. sænskum krónum, en Rodius hafði dregið sér mismuninn, þegar dánarbúið var gert upp). Aspelin var mjög nægjusam ur og mánaðarleg útgjöld hans námu um 4000 sænskum krónum. Sa/mkvæmt útreikn- ingi lögreglunnar áttiu að vera Robert Aspelin kiónurnar mánaðartega. Einn ig komust þeir að því, að Rodius þurfti að greiða mikil gjöld vegna Landsseturs síns, gjöld, sem óhugsandi var, að hann gæti greitt með pening um fengnum á löglegan hátt. Tók lögreglan þá að gruna, að Rodius hefði svikið fé aif Aspelin og myrt hann síða.n af ótta við að allt kæmist upp. Þessi grunur styrktist þegar lögreglan rannsakaði ibúð Aspelins nákvæmlega og fiann dagbók hans. Á síðustu biað- síðunni, . sem skrifiuð vair í bókinni, sagði tannlæknirinn, að hann ætlaði að snæða há- degisverð með Rtodiusi sama dag, en eftir þann dag hafði enginn hinna fiáu vina hans séð hann. M.a. kom hann ekki í veizlu, sem haldin var, þegar hann og félagar hans áttu 50 ára stúdentsafimæli, en hann hafði hlakkað mikið til veizlnnnar. Eftir að dagbókin fiannst, var ákveðið að kalla Rodius til yfirheyrslu. Eftir nokkurra klukkustunda dvöl í lögregjuu stöðinni, játaði hann að hafia Framh. á bls. 10 I heilli og þegar seldust 50 millj. kr. í spariskírteinurn, og væntanlega munu einnig þær 25 millj., sem bjóða á út til viðbótar, seljast upp á nokkr- um dögum. Þessa fjáröflunarleið eiga opinberir aðilar að fara í rík- um mæli hér á landi. Ríki og sveitarfélög þurfa að hraða margháttuðum framkvæmd- um. Ef alls fjár til þeirra væri aflað með sköttum, mundi það leiða til þess að eignar- réttur almennings að aflafé sínu yrði skertur um of og fjármálavald ríkisins aukið svo, að heilbrigt þjóðfélag einkaeignarréttar fengi ekki að þróast eðlilega. Það hefur komið á daginn, að almenningur vill gjarnan lána ríkinu fé sitt til fram- kvæmda, ef það er tryggt að hann fái eðlilega þóknun fyrir þetta og fé hans verði ekki skert vegna verðhækkana á lánstímanum. Hins vegar eru menn eðlilega ófúsir að láta svipta sig eignarrétti að fjár- munum sínum, og þess vegna þola menn ekki nema tak- markaða skattabyrði. Veruleg ríkislán eru heldur ekki hættuieg í þjóðfélagi, þar sem framleiðslan eykst stöð- ugt, og tekjur manna vaxa. Það verður tiltölulega auðvelt fyrir ríkisvaldið að endur- greiða þessi lán, ekki sízt þar sem traust almennings á hin- um íslenzka gjaldmiðli og efnahagslífinu yfirleitt veic eftir því sem menn sjá betur, að ríkið er ekki í andstöðu við þá, keppir ekki að því að svipta þá eignarráðum sínum, heldur er samherji almenn- ings við að byggja upp þjóð- félag fjárhagslega sjálfstæðra einstaklinga. Sannleikurinn er sá, að sparifé landsmanna er í eigu þúsundanna. Þess vegna dreifist eignaraðildin að því fjármagni, sem ríkið þannig fær að láni, meðal fjölda landsmanna og styrkir einka- eignarrétt almennings og dreifir efnahagsvaldinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.