Morgunblaðið - 16.12.1964, Side 2
2
MORCUNBLADIÐ
Miðvikudagur 16. des. 1964
Kuldinn þjakaöi okkur mest
7
sagði Sigurður Jón, sem lenti ásamt
tveimur stúlkum í sjónum í Höfnum
SÍÐASTLIÐIÐ sunnudags-
kvöld varð það slys í Höfn-
um að bíll fór fram af
bryggjunni. Voru þrír í
bílnum, sem var lítill f jög-
urra manna vagn, piltur
tvítugur og tvær stúlkur
nokkru yngri. Mikill kuldi
var á sunnudagskvöldið og
varð fólkið fljótt þrekað í
kuldanum, en skipverjum
af vélbátnum Dímon tókst
að bjarga því. Hafði piltur-
inn þá komizt upp á bryggj
una, önnur stúlkan var í
bryggjustiganum, en hin á
bílflakinu, sem lá á hvolfi
fyrir framan bryggjuna. —
Ekkert hinna þriggja varð
teljandi meint af volkinu,
en bíllinn er stórskemmd-
ur. Orsök slyssins var sú að
bremsubarki í framhjóli
hafði farið í sundur.
Mbl. náði í gær tali af Sig-
urði Jóni Ingimundarsyni, sem
var ökumaður bifreiðarinnar,
og sagði hann svo frá slysinu
í stórum dráttum:
— Við vorum þrjú saman í
bílnum, tvær stúlkur auk mín.
Við fórum fram á bryggju og
ók ég hægt fram undir
bryggjubrún. Nokkur snjór
var á bryggjunni en ekki
klaki. Þegar ég ætlaði að
stöðva verkuðu hemlarnir
ekki og rann bifreiðin því
fram af bryggjunni. Þar sem
ferðin var ekki mikil rann bif-
reiðin rólega fram af og
stakkst á nefið í sjóinn en
skall um leið yfir á toppinn.
Mér tókst að opna hurðina
mín megin áður en bifreiðin
skall í sjóinn, en bæði aftur-
og framrúða losnuðu í heilu
lagi úr bílnum. Ekki veit ég
hvort rúðurnar fóru strax' úr,
eða hvort það skeði síðar, er
bíllinn tók að riða til í straum-
kastinu, sem þarna er framan
við bryggjuna. Er slysið varð,
var fjara og mun fallið niður
í sjó hafa verið um 214 m.
Hrægrunnt er við bryggjuna
og stóðu hjól bílsins upp úr
þar sem hann lá á hvolfi.
— Mér tókst fljótt að kom-
ast út úr bílnum og náði brátt
stúlkunni, sem sat fram í, út
úr bílnum. Ég reyndi síðan
að ná stúlkunni, sem sat í aft-
ursætinu, en veit ekki hvort
það tókst, en henni skaut upp
rétt hjá okkur við bílinn
skömmu síðar. Hún var þá svo
þrekuð að ég sagði henni að
bíða á bílflakinu, en við synt-
um að bryggjunni. Ég komst
upp á bryggjuna, en stúlkan,
sem með mér synti, komst að-
eins í stigann. Það var fyrst og
fremst kuldinn sem þrekaði
okkur. Mér tókst svo að hrópa
á skipverja, sem voru um borð
í Dímon og komu þeir strax
okkur til hjálpar, köstuðu
kaðli til stúikunnar sem beið
á bílnum og drógu hana síðan
til lands. Síðan vorum við öll
flutt um borð í bátinn og færð
í þurr föt og hresst. Þegar við
höfðum náð okkur fórum við
heim.
— Bíllinn náðist svo upp um
kvöldið og kom þá skemmdin
á bremsubarkanum í ljós.
Bíllinn er mikið skemmdur,
jafnvel ónýtur. Hann skemmd
ist fyrst og fremst af því að
kastast til í sjónum undan
straumnum. Kyrrt var og sjó-
laust við bryggjuna, en straum
kast mikið.
— Ekkert okkar hefur orðið
teljandi meint af þessu volki,
sagði Sigurður að lokum.
Tónleikar til heiðurs
dr. Páli Isólfssyni
f BORGINNI Gavle skammt norð
ur af Stokkhólmi, stendur 500
I
tflorfur
versna með
björgun
TVÖ VARÐSKIP reyndu i/
gærkvöldi að draga skipiðl
Susanna Reith af Kotflúð íj
Raufarhöfn. Ekki tókst þó að^
ná skipinu af flúðinni.
Unnið hafði verið að því að)
þétta skipið með sement ogi
því var að mestu haldið þurru^
með stórum dælum. Á flóð-
inu í gærkvöldi tóku varðskip^
in bæði á í einu og gátu dregiðl
skipið um tvo metra en jafn-I
framt stækkaði gatið á botnii
þess um tvo metra, þar sem/
steinn úr flúðinni stendur upp'
í gegnum hann.
Ákveðið var í gærkvöldi aði
reyna aftur á morgunflóðinui
nú í dag, og líkur taldar að ]
það yrði siðasta tilraunin sem*
gerð yrði til björgunar skip-
inu.
ára gömul kirkja, kirkja Heil-
agrar þrenningar. Hún er stór,
rúmar um 1800 manns í sæti. Þar
er gott orgel með yfir 50 raddir
og organisti er Gunnar Thyre-
stam, þekkt tónskáld og stjórn-
armeðlimur í sænsku músik-
akademíunni.
Nýlega, eða 15. nóv. sl., hélt
hann orgeltónleika í kirkju sinni
og voru á efnisskrá eingöngu stór
orgelverk eftir Pál ísólfsson. —
Tónleikarnir voru vel sóttir og
þeirra sérstaklega getið í nýút-
komnu jólablaði kirkjunnar.
Thyrestam er mikill íslands-
vinur og bað hann undirritaðan
í bréfi þar sem hann segir frá
tónleikunum, að skila kveðju
sinni til þeirra mörgu íslendinga,
er gist hafa heimili hans, er þeir
hafa dvalið í Gavle við starf eða
nám. Hann hefir við 40—50 tæki-
færi undanfarin 10 ár flutt ísl.
kirkjumúsík á tónleikum eða við
messur og þegar hann er spurð-
ur hvers vegna hann spili svona
oft ísl. lög, svarar hann: — Mér
finnst full ástæða til að Svíar
Gunnar Thyrestam
kynnist ísl. tónlist og mun gera
mitt til að svo verði.
Steingrímur Sigfússon.
Sala spariskírteina
í gjafaiimslögum
EINS og áður hefur verið getið
var haldið eftir rúmri milljón
króna í minni stærðunum af verð
tryggðum spariskírteinum ríkis-
sjóðs, þegar þau voru seld ný-
lega. Sala þessara skírteina hefst
fimmtudaginn 17. desember nk.
og fylgja þeim sérstök gjafaum-
slög eins og áður hefur verið til-
kynnt. Fyrri kaupendur skír-
teina geta einnig fengið þessi
gjafaumslög hjá seljendum, með-
an birgðir endast.
Þar sem þessi lokasala er gerð
í sérstöku augnamiði er áskil-
inn réttur til að takmarka söj,-
una til einstakra kaupenda, svo
að skírteinin geti dreifzt sem
víðast.
Jarðskjálftakippir
út um víða veröld
Hilo, Hawai, Auckland, Nýja-
Sjálandi og Mobile, Alabama,
15. des. — AP, NTB
ÞRÍR jarðskjálftakippir fundust
i Hilo á Hawaieyjum i dag, en
ollu engu tjóni. í Taupo í Auck-
land í Ástralíu varð jarðskjálfti
í dag, en þar hafa fundizt kippir
af og til síðan 4. desember sl.
Þeir hafa heldur ekki valdið
tjóni svo nokkru nemi. í Ala-
bama fannst all-snarpur jarð-
skjálftakippur í dag sem talinn
er hafa átt upptök sín skammt
frá Mexico City og mældist um
6 stig á jarðskjálftamæli Richters,
en kippirnir í Ástralíu voru
flestir innan við fjögur stig á
sama mælikvarða.
Sala skírteina fer nú aðeiru*
fram á einum stað í Reykjavík,
þ. e. í afgreiðslu Seðlabankans í
Ingólfshvoii, Hafnarstræti 14.
Næstkomandi fimmtudag, föstu-
dag og mánudag verða skirteinin
afgreidd frá kl. 17—19. Eftir það
fer salan fram á venjulegum af-
greiðslutíma, meðan skírteinin
endast. Utan Reykjavíkur veiða
skírteinin seld í útibúum bank-
anna og nokkrum sparisjóðum.
Hefst salan þar nokkru seinna
eftir því sem ferðir leyfa.
Að gefnu tilefni skal þeim,
sem hafa keypt spariskírteini,
bent á, að bankar og flestir
sparisjóðir taka að sér að geyma
verðbréf fyrir almenning gegn
sanngjarnri þóknun.
Gjafir bernst
í Davíðshús
Akureyri, 15. des.: —
BI.AÐIB DAGUR, srm út
kom í kvöld, skýrir frá þvi
í ritstjórnargrein, að nu þeg-
ar hafi blaðinu borizt fyrstu
peningagjafirnar til ktaupa á
húsi Daviðs skálds Stefánsson
ar, þótt almenn söfnun i þvi
skyni, sé enn ekki hafin eða
skipulögð.
Þessar fyrstu gjafir, er blað
ið hefir veitt viðtöku, eru
mjög rausnarlegar, þó að gef-
endur séu, að sögn blaðsins,
ekki fjáðir eða auðugir á ver-
aldarvísu. — Sv. P.
Peron lofar bót og betrun
fái hann að vera kyrr á Spánii
— en í Argentínu býst Illia við hinu versta
JUAN Perón, hershöfðingi og
fyrrum forseti Argentínu, hefur
nú lofað því að hafa engin af-
skipti af stjórnmálum meðan
hann dvelst á Spáni. Frá þessu
var skýrt í Madrid í dag, en
þangað hefur Perón ekki fengið
að koma aftur, heldur verið
kyrrsettur í Torremolinos á suð-
urströndinni allt siðan Brasiliu-
Dagsbrún mótmælir
skattaálögunum
VERKAMANNAFELAGIÐ Dags-
brún hélt fund um skattamálin
sL mánudag 14. des. og gerði
samþykkt til mótmæla á álagn-
ingu skatta á launþega á þessu
ári og telur með þeim ofboðið
greiðsluþoli fjölda launþega.
Taldi fundurinn þetta jafngilda
launalækkun fyrir verkafólk og
raska grundveilinum, sem sam-
komulagið sl. vor milli verkalýðs
hreyfingarinnar, ríkisstjórnarinn
ar og atvinnurekenda, byggðist
á. Vítti fundurinn að stjórnar-
völd skuli ekki hafa orðið við
kröfum um lækkun skatta, og
því fremur þar sem skattsvik
væðu uppi. Varar fundurinn við
framhaldi óbreyttrar stefnu og
krefst róttækra breytinga.
Að lokum segir í samþykkt-
inni:
„Fundurinn telur óhjákvæmi-
legt, að verkalýðssamtökin láti
skattamálin meira til sín taka
og fylgist vel með framvindu
þeirra".
Þá krefst fundurinn að frekari
skattheimta verði ekki fram-
kvæmd í desembermánuðL
YFIR Grænlandshafi og aust-
anverðu Grænlandi er hæðar-
hryggur „milli lægða“. Á vest
anverðu Grænlandi er komin
S-átt og frostleysa vegna lægð
ar yfir Davíðssundi. Lægðin
breiðist austur eftir og má
vænta þess að hér dragi einn-
ig til S og SA-áttar í kvöld
eða nótt (miðvikudag). Um
hádegi í gær var enn N-átt
hér á landi með 3—6 stiga
frosti og snjókomu NA-lands,
en bjartviðri á S og V-landi.
Veðurspáin í gærkvöldi
hljóðaði svo:
SV-land til Breiðafjarðar og
mið: Minnkandi N-átt, hæg-
viðri í fyrramálið, léttskýjað.
Þykknar upp síðdegis með SA
kalda, stinningskaldi og sum
staðar snjókoma með kvöld-
ínu.
Vestfirðir og mið: Hæg-
viðri og skýjað með köflum
í nótt, S-kaldi og sumstaðar
dálítil snjókoma með kvöld-
inu.
N-land og mið: N-gola og
smáél í nótt, hægviðri og
bjart síðdegis.
NA-land: NV-kaldi og él í
nótt, lægir og léttir til á morg-
un.
NA-land, Austfj.mið og Aust
urdjúp: N og NV-stinnings-
kaldi og él í nótt, lægir og létt
ir til á morgun.
Austfirðir: N-kaldi og smá-
él N-til í nótt, hægviðri og
bjart síðdegis.
SA-land og mið: N-kaldi í
nótt, en gola og síðar hæg-
viðri á morgun. Léttskýjað.
menn gerðu hann afturreka á
dögunum, er h.ann reyndi að
komust þaðan til Argentínu.
Áreiðanlegar heimildir greina
frá því, að Perón hafi játað á sig
fjölda funda með leiðtogum per-
ónista á heimili sínu í Madrid og
einnig hafi hann hitt að máli
fulltrúa argentínsku kirkjunnar
og stjórnar landsins. Lýsti Perón
allri ábyrgð vegna hinnar mis-
heppnuðu tilraunar til Argen-
tínuferðarinnar á hendur sjálf-
um sér og sagði að þá, sem með
honum hefðu farið, væri þar í
engu um að saka.
Auk banns þess, sem spænska
stjórnin hefur sett við stjórn-
málaafskiptum Peróns, er dvöl
hans á Spáni háð því skilyrði,
að nokkrir nánir samstarfsmenn
hans verðí á brottu úr landinu
hið bráðasta. Einn þeirra, Jorga
Antonio, hefur mótmælt brott-
vísuninni harðlega. Hin tvö em
einkaritari Peróns, Manuel Ag-
arbe og frú Delia Parodi, sem er
formaður kvennasamtaka perón-
ista. Delia Parodi þótti forðurn
daga fegurst kvenna í Argentínui
og er sögð mjög fögur enn í dag.
Argentínska veikalýðssam-
bandið hefur boðað vinnustöðv-
un um allt landið á fimmtudag
og föstudag og er víða búizt við
mótmælagöngum og uppþoturru
Stjórn Arturo Illia hefur mikinn
viðbúnað og hyggst ekki láta
vaða ofan í sig nú eins og svo
oft áður, þar sem perónistar
hafa átt hlut að máli. Fjöldi
fólks hefur verið handtekinn und
anfarið í Argentínu og fjöldi
leynistöðva perónista fundizt.
Fimm sprengjur sprungu í fyrri
viku úti fyrir heimilum þing-
manna, sem eru andvígir Perón
og særðust þrír menn. Segja leið
togar verkalýðshreyfingarinnar,
að stjórn Illia hafi verið allt O'f
sein á sér að bæta úr atvinnu-
leysi og verðbólgu í landinu.