Morgunblaðið - 16.12.1964, Side 17
Miðvikudagur 16. de*. 1964
MORGUNBLADIO
I dag skein sól
í DAG SKEIN SÓLi. Mattliías
Johannessen ræðir við Pál
ísólfsson. Bókfellsútgáfan.
195 bls.
FYRIR þrem árum sendi Matt-
hías Johannessen frá sér bókina
Hundaþúfan og hafið, sem hann
hafði að mestu leyti skráð eftir
samtölum við Pál ísólfsson. Nú
er komið framhald þeirrar bók-
ar, eins konar eftirhreytur, og
heitir sú nýja bók því lýríska
nafni, í dag skein sól, eftir ljóð-
línu úr einu kvæði Davíðs Stef-
ánssonar.
Þessi nýja bók er eins og hin
fyrri byggð á viðtölum. Matthías
situr á tali við Pál austur í ísólfs-
skála, gengur með honum niður
í fjöruna, þar sem sjálft verald-
arhafið blasir við augum, fer
með honum í Stokkseyrarkirkju,
þar sem listamaðurinn leikur á
orgelið; og allt verður þeim að
umræðuefni, því þeir eru menn
ræðnir og félagslegir.
Matthías er, eins og blaða-
manni sæmir, hæfilega forvitinn
og aldeilis óragur að spyrja, og
Páli er greitt um svör. Hvorugur
er nema mátulega formlegur.
Þeir fara úr einu í annað, ef svo
ber undir, taka aftur upp þráð-
inn, blanda saman heimspeki-
legri alvöru og gamanmálum, ýra
eilitlum fjarstæðum saman við,
'þegar alvaran gerist full þung-
lamaleg og fella niður talið, án
þess nokkurt mál sé í raun og
veru útrætt.
Samræður þeirra grundvallast
ekki á neinni vizkuleit í forn-
heimspekilegum skilningi. Þær
eru miklu fremur eins og and-
leg leikfimi, þar sem iðkendur
sveifla sér úr einni stöðu í aðra.
Samspil þeirra, Matthíasar og
Páls, er með ágætum. Að vísu
leggur Matthías ekki æsinga-
spurningar fyrir Pál, eins og
hann lagði fyrir Þórberg, né held-
ur er hann Páli jafneftirlátur og
Tómasi, enda mun ekki henta
að hafa sömu aðferð við alla
menn. Samræður þeirra bera því
hvorki keim af kappræðu né ein-
tali. Þær eru viðtöl í þess orðs
eiginlegustu merkingu.
Höfundur hefur og gert sér far
um að veita bókinni svipmót þess
staðar, þar sem viðtölin fóru
fram. Páll ann sínum æskuslóð-
um. Þar lifna endurminningar
hans og taka á sig mynd raun-
▼eruleikans. Grasið, fuglarnir,
fjaran og hafið — allt er þetta
baksvið í bernskuminningum
Páls, og notar höfundur það sem
óreglulegt stef í bókinni ásamt
Surti, sem logar eins og hátíðar-
kerti í tilefni af viðræðum þeirra
tvímenn inganna.
Það virðist ekki hafa verið til-
viljun, að Páll varð ekki mosa-
vaxinn Stokkseyringur, þrátt
fyrir átthagatryggðina.
Leið hans lá út í heiminn.
Hann kynntist heimslistinni. Og
þar öðlaðist hann sitt annað sjón-
arhorn. Þar stendur hann öðrum
fæti í minningum sínum. Hann
Matthías Johannessen
þekkir því stór og smá hlutföll í
veröldinni, Stokkseyri og Leipzig
eiga í honum drjúg ítök.
Og svo er það listin og lista-
maðurinn sem einstaklingur í
samfélaginu og tilverunni. Páll,
sem er bæði Stokkseyringur og
heimsborgari, lítur á þá hluti frá
þeim sjónarmiðum báðum. Þess
vegna er h.»nn hvorki undrandi
né hneykslaður, en virðir hvern
hlut, eins og hann kemur fyrir
sjónir. ,
Páli verður tíðrætt um ýmsa
menn, sem hann hefur kynnzt á
lífsleiðinni. Og hann hefur býsna
mörgum kynnzt, enda kvað hann
vera skemmtilegur maður og góð-
ur félagi. Hann ber hlýjan hug
til flestra manna, sem hann hef-
ur átt skipti við. Að vísu getur
hann ekki að sér gert að skop-
ast örlítið að sumum þeirra. En
þeir standa allir jafnréttir eftir
sem áður.
Páll skopast ekki að mönnum
til að gera lítið úr þeim o'g öfund-
ar ekki nokkurn mann.
Fyrir kemur, að hann bregður
yfir sig gervi ádeilumannsins. En
það gervi fer honum ekki sér-
lega vel. Ádeiluskeyti hans vant-
ar odd og herzlu. Hann er ánægð-
ur með lífið og tilveruna, sjálf-
an sig og þjóð sína. Slíkur mað-
ur getur ekki nöldrað af sann-
færingu. Það er helzt, að málefni
listarinnar geti ýft upp í hon-
um, en á þeim málum hefur hann
náttúrlega sínar ákveðnu skoð-
anir. Til dæmis getur hann ekki
stillt sig um að hnippa.svolítið í
þá menn, sem ekki koma inn í
sauðahús listarinnar gegnum
dyrnar.
„. ... minni spámenn,1* segir
hann, „geta með frekju og and-
legu ofbeldi sölsað til sín mikla
virðingu í þessu þjóðfélagi okk-
ar, sem hefur einhvern veginn
ekki bolmagn til að standast
átroðning gervimanna. Hér er
talað í útvarpi, blöðum og á
mannamótum um útgáfu falskra
ávísana. En þó margir svokallað-
ir „andans menn“ lifi hátt á því
að gefa út falskar ávísanir á list
sem ekki er til, þorir enginn að
segja orð, eða a.m.k. ekki margir.
Okkur vantar enn þroska til að
skilja á milli góðrar og slæmrar
listar. Það kemur með tímanum,
skulum við vona.“
Svo mörg eru þau orð, og hygg
ég, að allir geti undir þau tekið.
En þér hefði bara þurft framar
um að fjalla: Hvar í heiminum er
andlegur þroski kominn á svo
hátt stig, að mönnum hafi tryggi-
lega lærzt að skilja á milli góðr-
ar og slæmrar listar? Hver er sá
maður, að hann sé þess umkom-
inn að taka að sér hið andlega
gjaldkerastarf og aðskilja gjald-
gengar og falskar ávísanir á þeim
vettvangi?
Mundi sá gjaldkeri ekki verða
að hafa á reiðum höndum svar
við þeirri gamalkunnu spurn-
ingu, sem mörgum hefur enn
reynzt erfitt að svara: Hvað er
list, og hvað er ekki list?
Það hefur nefnilega komið fyr-
ir„ þó ekki sé það algengt, að
andleg ávísun, sem flestir eða all-
ir töldu í fyrstunni falska, var
síðan tekin sem góð og gild —
og öfugt.
Ef tónlistin ein er höfð í huga,
verður náttúrlega að viður-
kenna, að tónmennt hefur ekki
verið almenn á íslandi hingað til.
En þar hefur þó stefnt í rétta átt.
Að minnsta kosti hefur tónlistar-
áhugi almennings farið vaxandi.
Og illa hef ég fylgzt með, ef
ekki hefur verið tekið fyllsta
mark á hverju orði, sem Páll
Isólfsson hefur sagt um þau mál.
Ég hygg, að þeir séu margir, sem
tækju ekki orðalaust við „ávís-
un“, sem hann úrskurðaði af-
dráttarlaust falska. En nóg um
það.
Óánægja manna stafar oft af
því, að þeir eru í vondu skapi.
En það verður ekki sagt um Pál,
því hann er alltaf í góðu skapi
(í þessari bók að minnsta kosti).
Óánægja hans, sem nauðasjaldan
bryddir á, stafar af því einu, að
hann er góður Islendingur og hef
ur ærinn metnað fyrir hönd sinn-
ar þjóðar.
Matthías spyr:
„Hvernig finnst þér að vera
fæddur á íslandi, Páll?“
„Það er ágætt hlutskipti,“ seg-
ir Páll.
Þannig svarar maðurinn, sem
einu sinni var innanbúðar hjá
Lefolii á Eyrarbakka, horfði á
fátæka þjóð leysa buddurnar
innan úr mörgum klútum til að
telja fram á borðið fáeina smá-
aura fyrir rúsínum eða brenni-
víni, hvarf til framandi landa og
settist að háborði evrópskrar
listar, þar sem auðurinn var jafn-
rótgróinn og fátæktin á íslandi,
kom svo heim til landsins, sem
var næstum eins fátækt og áður,
nema hvað fólkið hafði kannski
eignazt fáeinar nýjar vonir.
Svarið er öllu hversdagslegra
en Páll er annars vanur að svara;
ef til vill vegna þess, að þar er
um meginmál að ræða. Sumt er
svo sjálfsagt, að því verður ekki
svarað nema á einn veg.
En hvað skal annars segja um
þátt höfundarins, Matthíasar Jo-
hannessens? Hefur honum í þetta
skipti orðið jafnmikið úr verk-
efni sínu sem í hinum fyrri við-
talsbókum?
Þeim spurningum mundi vera
óhætt að svara jákvætt.
Viðtalsbækur Matthíasar hafa
aldrei verið umdeildar eins og
sum önnur verk hans. Hann sló
svo rækilega í gegn með fyrstu
bókinni, I kompaníi við allífið, að
menn voru á einu máli, að vel
væri af stað farið.
Þess vegna er honum ærinn
vandi á höndum í hvert skipti,
sem hann efnir til nýrrar bókar
af því taginu. Það er kannski
ósanngjarnt að krefjast þess af
rithöfundum, að þeir séu sýknt
og heilagt að bæta við sín eigin
met. En þess er nú einmitt kraf-
izt af þeim, þrátt fyrir allt.
Þá er sú hætta fyrir hendi, að
ritaðferð, sem höfundur hefur
náð góðum tökum á og notar
áfram I bókum sínum, verði hon-
um of töm og fyrirhafnarlaus,
svo að hann staðni í sínu eigin
formi.
Sú hætta hefur ekki enn steðj-
að að Matthíasi Johannessen.
Bókin í dag skein sól ber með
sér, að hann er enn að glíma við
sína eigin uppfinningu.
Þó óþarft sé að taka það fram,
vil ég að lokum geta þess, að
bókin er mjög skemmtileg.
Erlendur Jónsson.
422 íbúðir byggðar á vegum
Byggingarfélags verkamanna
AÐALFUNDUR Byggingarfélags
verkamanna í Reykjavík r var
haldinn þriðjudaginn 25. nóv. í
Oddfellowhúsinu.
Formaður félagsins, Tómas
Vigfúson byggingameistari, gerði
grein fyrir framkvæmdum, og
Sigurður Kristinsson skrifstofu-
%tjóri las upp reikninga félags-
ins.
Hinn 5. júlí siðastl. voru 25
ár liðin frá stofnun Byggingar-
félags verkamanna í Reykjavík
•g í tilefni af því hefur verið
gefið út afmælisrit, þar sem rak-
in er saga félagsins, greint frá
lánveitingum Byggingarsjóðs
verkamanna og fleira efni er i
ritinu, meðal annars ávörp og
greinar eftir félagsmálaráðherra
Emil Jónsson, Geir Hallgríms-
son borgarstjóra, Guðmund í.
Guðmundsson utanríkisráðherra,
fyrsta formann félagsins og
Tómas Vigfússon byggingameist
ara.
Á þeim aldarfjórðungi, sem
félagið hefur starfað hefur það
byggt 422 íbúðir í Reykjavík og
auk þess verzlunar- og skrifstofu
hús. íbúðirnar, sem byggðar
hafa verið eru frá 2ja til 4ra
herbergja, en samtals eru bygg
ingar félagsins orðnar um
123.650,6 rúmmetrar.
í íbúðum þeim, sem Byggingar
félag verkamanna í Reykjavík
hefur reist mun láta nærri að
búi um 2000 manns, en það svar
ar til þess að verkamannabústað
irnir hýsi um 5,2 prósent þeirrar
fólksfjölgunar, sem orðið hefur
í höfuðborginni frá því árið
1940.
Lánveitingar Byggingarsjóðs
verkamanna til bygginga félags-
ins hafa numið mismunandi
hárri hundraðstölu heildarbygg-
ingarkostnaðar á hinum ýmsu
tímum. Mest hafa lánin numið
85% af byggingarkostnaði á
fyrstu árum félagsins, en kom-
ist lægst ,í 48%. Með vaxandi
dýrtíð og hækkandi byggingar-
kostnaði hafa framlög íbúðakaup
enda farið hlutfallslega hækk-
andi, en hin síðari ár hefur bygg
ingarsjóður veitt ákveðna há-
marksupphæð að láni til hverrar
íbúðar.
Á aðalfundinum kom það
fram í skýrslu stjórnarinnar, að
nú eru um 1400 manns í félag-
inu, en upphaflegir stofnendur
þess voru 173. Fyrsti formaður
Byggingarfélags verkamanna í
Reykjavík var Guðmundur í.
Guðmundsson utanrikisráðherra,
og átti hann jafnframt einn meg
in þáttinn að stofnun þess. Aðr-
ir í fyrstu stjórninni með hon-
um voru Magnús Þorsteinsson,
varaformaður; Grímur Bjarna-
son, gjaldkeri; Bjarni Stefánsson
og Oddur Sigurðsson. — Magnús
Þorsteinsson er sá eini, sem verið
hefur óslitið í stjórninni frá upp
hafi, en hann lætur nú.af störf-
um. Að skilnaði færði hann fé-
laginu að gjöf í tilefni af 25 ára
afmælis þess, vandaðan, útskor-
inn fundarhamar og vottaði fund
urinn Magnúsi þakkir fyrir gjöf
ina og störf hans í stjórninni £
aldarfjórðung. Þá sendi aðalfund
urinn Guðmundi 1. Guðmunds-
syni utanríkisráðherra þakkir
fyrir forystustörf hans í félag-
inu á fyrstu árum þess.
Tómas Vigfússon núverandi
formaður byggingarfélagsins hef
ur gegnt formennsku í félaginu
síðastliðinn 15 ár, en auk þess
haft umsjón með öllum Oygging-
arframkvæmdum þess frá byrj-
un. í stjórn með honum eru nú:
Ingólfur Kristjánsson, Alfreð
Guðmundsson, Jóhann Eiríksson
og Sigurður Kristinsson. Endur-
skoðendur eru þeir Bernharð B.
Arnar og Jón Guðmundsson og
hafa þeir gegnt þeim starfa frá
stofnun félagsins.