Morgunblaðið - 16.12.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.12.1964, Blaðsíða 23
t Miðvikudagur 16 des. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 23 Hljómur undralagsins ÖRN ARNARSON. Minningaþættir eftir Kristinn Ólafsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1964. ALL.IR sem einhvern tíma hafa lesið ljóðið „Þá var ég ungur“, eftir Örn Arnarson, munu ekki gleyma þeirri stund er þeir voru leiddir inn í veröld þessa geð- þekka skálds til að hlusta á hljóm undralagsins. Ég kynntist Ijóðinu í skóla, og ég held að mér sé óhætt að segja að það hafi snortið alla í bekknum, jafn- vel þá sem litu á ljóðagerð sem eitthvað óhöndlanlegt og töldu kvæðalestur það leiðinlegasta *em upp á þá var troðið. „Þá var ég ungur“ er seinasta Ijóðið sem vitað er að Örn Arn- srson hafi ort, hann gengur frá því skömmu fyrir dauða sinn. Og í þessu andlátsljóði lýsir hann ®evi sinni, sorgum sínum og gleði, en ljóðið er umfram allt lofsöng- ur til móðurinnar, konunnar sem vermdi þann veika gróður er varð köllun hans, og mun geyma cafn Arnar Arnarsonar á örugg- um stað. Það hefur verið sagt um Jó- Örn Arnarson hann Jónsson að hann væri eins kvæðis maður. Sama mælti seg um Örn Arnarson. „Þá var ég vngur“ er það kvæði hans sem lengst mun lifa, því þar tekst honum að tjá hug sinn allan. Önnur ljóð Arnar Arnarsonar rr.unu helaur ekki blikna fyrst um sinn. Kristinn Ólafsson, sem var ráinn vinur skáldsins og kostaði frumútgáfu Illgresis 1924, flutti érið 1951 þrjú útvarpserindi um Örn Arnarson. Kristinn lézt 1959, tig nú hefur Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs sent á markað erindi Kristins í lítilli og snoturri bók. Jiannes Pétursson ritar formáls- orð bókarinnar. Bók þessi gefur ágæta hug- tnynd um manninn Örn Arnar- son, öðru nafni Magnús Stefáns- 6on. Kristinn Ólafsson er hógvær og varkár í frásögn sinni, og er það ef til vill vegna þess að þætt- irnir eru samdir fyrir útvarp. Það efni sem flutt er í Ríkisút- varpið er öðrum takmörkum háð cn efni bóka eða blaðagreina. í útvarpi verður eins og kunnugt er að forðast alla hlutdrægni í gerð manna og málefna. Kristinn Ólafsson segir frá bernsku Arnar á Langanesi, og inn í frásögnina er fléttað köfl- iira úr bréfum frá skáldinu. Þetta gefur bókinni aukið gildi, Og leiðir í ljós að Örn Arnarson hefði getað orðið ágætur höfund- ur óbundins máls. Hann skrifar Ijóst mál og tilgerðarlaust, og er oft bráðfyndinn. Hann getur stundum minnt á Stein í hnit- miðuðum athugasemdum sínum um sjálfan sig Oig aðra. Örn segir skemmtilega frá komu Símonar Dalaskálds til Þorvaldsstaða í Bakkafirði. Sím- on vill endilega gefa honum dótt- ur sína, Fríðu. Örn er að vonum hrifinn af hinu væntanlega kvon- fangi. Hann skrifar: „En það er Kristinn Ólafsson af Símoni að segja, að hann fór tvær bæjarleiðir næsta dag og gisti að Bakka. Þar gaf hann öðrum strák Fríðu, dóttur sína. Heimafólkið hló að þessu og fannst karlinn fyndinn og gaman- samur. En ég hló ekki. Þetta var mín fyrsta ástarsorg.“ Það mun hafa verið um þetta leyti, að Örn kom að máli við móður sína og sagði: „Mamma, nú veit ég hvað ég ætla að verða.“ Og þegar móðir hans fer að forvitnast um þetta, svarar drengurinn: „Ég ætla að verða smiður, skáld og kraftamaður.“ Svona höfðu skáldin mikil áhrif i gamla daga. Örn Arnarson og Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti voru samtíða í Vestmannaeyjum. Örn í Lesbók Mbl. 1964, er grein eftir Ásgeir Þorsteinsson verk- fræðing, með naifninu trú og vísindi, og heifur höfundur þar eftir kunnum útvarpsfyrirlesara þau orð, að ganga jar'ðar um- hverfis sólu og hrinigsnúningur hennar um sjálfa sig, sem Kóp- ernikus fann, hafi að vísu verið ófullkomlega sönnuð á sinum tíma, en „engu að síður er það staðreynd". — Síðan segir höf- undur þessi, Ásgeir Þorsteinsson: „Þetta síðasttalda í tilvitnuninni (að ganga jarðar um sól sé stað- reynd) eru ekki raunvísindi. Hvorki Kópernikus né aðrir síð- ar ha.fa komizt að því sem stað- reynd, að jörðin gengi umihverf- is sólu, og það verður ekiki sann- að af þeirri einföldu ástæðu, að rúmi'ð eða geimurinn hefur eng- an ákveðinn standstað (viðmið- unarstað) fyrir vísindin". Segir síðan, að það sé „eingöngu" af því að „myndin verði einfald- ari í meðförum útreikninga" við a’ð telja sólina á miðju sólhverfis- ins, að sú leið sé talin vísinda- legri. Mér þætti gaman að hreifst af skáldskap lyfsalans, 1 orti til hans kvæði. Sigurði þc lofið gott,. en ekki varð þetta l. að kynni tækjust með þeim skáldunum. Kristinn Ólafsson telur að Sigurður hefði getað l&unað Erni kvæðið með því að. v-eita honum aðgang að bóka- s&fni sínu, en Örn mun á þeim árum hafa verið í miklu bóka- hraki. Ég álít að Kristinn færi sjálfur rök fyrir því' hvers vegna af þessu gat ekki orðið. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti og Örn Arnarson hafa verið mjög ólíkir menn að allri gerð. („Einhver ríkasti eðlisþáttur í fari Magnúsar var hlédrægnin eða hógværðin", segir Kristinn Ólafsson. Magnús var alltaf tregur til að birta kvæði sín. Kristinn sendi honum Illgresi, þegar bókin kom fyrst út. Örn skrifaði um hæl og kvað sér blöskra, hve bókin væri þunn. En af bréfum Arnar má ráða að þrátt fyrir mikla viðkvæmni um eigin verk, þóttist hann stundum hafa vel gert. Hann segir í bréfi til kunningja: „Þá hefi ég kveðið rímur af Oddi sterka af Skaganum. Þær eru lélegar sem heild, en helvíti eru nú góðar vísur innan um, þó ég segi sjálfur frá.“ Seinustu ár ævinnar bjó Örn Arnarson í Hafnarfirði. Þar lézt hann árið 1942. í bréfi eftir Örn sem aldrei var sent, stendur þetta: „Það er sárt, enginn finnur það betur en ég, hve sárt það er að fara á mis við fagurðina, þegar hún er á boðstólum, en sú er bót í máli að sá, sem hana þráir, finnur hana jafnvel á ólíklegustu stöðum, — hann finnur hana á gráhéluðum glugga og á forarpolli á förnum vegi, því hún er aUs staðar nálæg eins Oig guð almáttugur." Ætli þetta lýsi ekki Erni Arnarsyni vel. Fegurðin verður ekki viðskila við slíka menn, þótt þeir búi við fátækt. Þeir hafa verið kjörnir til að miðla öðrum fegurð og hvaða hlut- skipti er verðugra en það? Ég er þakklátur fyrir þessa bók um Örn Arnarson. Ég er viss um að margir munu lesa hana sér til ánægju. Jóhann Hjálmarsson. WOOLTON LÁTINN London, 14. des. — (NTB): WOOLTON lávarður, sem var matvælaráðherra í Bretlandi á heimsstyrjaldarárunum síð ari og um tíma formaður í- haldsflokksins, l$zt í dag, 81 árs að aldri. hvernig höfundur vill sýna fram á þetta. Það er að vísu alveg rétt, að með þvi að ímynda sér sól og reikistjörnur sem punkta á blaði, mun vera hægt (með afarflóknum og þreytandi aðferð um.) að láta reikningana standa heima, með jarðarpunktinn í miðjunni. En ef litið er á hnett- ina eins og það sem þeir eru, jarðstjörnur og sólarstjörnur sem sveima í geimnum, þá fara þess- ar stærðfræðibrellur heldur að missa marks, og aukast erfiðleik- armr þó til muna, ef menn átta sig á því að sólin oktkar með jarð stjörnum sínum er ekki hin eina í himmgeimnum, heldur ein með- al þúsundmilljóna í Vetrartoraut- inni sem allar ættu þá að snúast um hana jörðu litlu á einum sólarhring, (!). Og yrði þó enn- fremur þúsundmiiljónir vetrar- brauta að snúaist á sama tíma um þessa sömu sérstöku jörð í sérstöku sólhverfi sérstakrar vetr arbrautar. Sérsitaklega eftirtekt- arverð heimsmynd er þetta, og væri fróðlegt að vita hverjir fyrst ir settu hana fraim — en þó mæli vita ég ekki með því að það verði Það er alveg áreiðan- legt að jörðin snýst Haustlitir ÞAÐ er engin nýlunda, þótt kon- ur semji ljóð og sögur. Þessi list hefur fylgt þeim aftur úr forn- eskju. Til þess að sannfæra sig um þetta, þarf ekki annað en lesa bækur frú Guðrúnar Helgadótt- ur, Skáldkonur fyrri alda. Á síð- ari tímum eftir að frelsi konunn- ar hefur fengið meira svigrúm og með breyttum þjóðfélagsháttum og vaxandi velmegun hefur þessi eðlislægi skáldskaparandi brotizt úr aldadróma, og æ fleiri konur senda frá sér heil skáldverk, ým- ist skáldsögur, jafnvel í mörgum bindum, eða ljóðabækur, auðvit- að mismunandi að gæðum, sem menn virðast þó eiga erfitt' með að finna réttah mælikvarða á, samanber ljóðabók, sem tveir I gamansamir unglingar settu saman á tveim kvöldum, meðan þeir sátu yfir skák, en margir há- menntaðir ritskýrendur og gáfu- menn tóku sem góða og gilda vöru. Undanfarin kvöld hef ég stytt mér stundir við nýútkomna ljóða bók eftir Maríu Bjarnadóttur, Haustlitir heitir hún, en ekki verð ur þó sagt, að ljóðin hennar séu með þeim litum, því þar er vor og lífsmagn í flestum línum. Kvæðið Norðlenzk vornótt hefst á þessum stökum: Sólskin sumarnætur sveipar norðurhvel, dreifist yfir dali dúnmjúkt geislaþeL Vorsins gestir vakna, vita ei stundaskil, nótt á Norðurlandi nú er ekki til. Og enn er það vorið, sem vek- ur skáldkonuna til ljóðformsins: Kom þú ljúfasta vor, þú átt erindi enn, þín er allstaðar beðið með þrá, bundin klakanum hálf, bæði moldin og menn til þín mæna í heiðloftin blá. Eitt kvæðið heitir Kvöld við Sjávarborg. Það er æskuminning héðan úr Reykjavík. Myndin, sem skáldkonan dregur upp, er svo skír, að enginn málari hefði gert það betur: í hvítu ljósi synda haf og hauður, í hilling rísa nes og tangi hver. Sem hulinn líni liggi Ægir dauður, dregið fram í dagsljósi'ð að svo stöddu. En vegna þess að sú trú virð- ist ekki óalgeng, að raunvísindi séu nokkuð, sem ekki þurfi að byggja á skynsamlegu viti, eða þvi sem eðlilegt sé að hugsa sér, heldur sé stærðfræðin þar ein- völd og fari þar sínar leiðir án þess áð skeyta um skynsamiegt og eðlilegt, þá skal nú leggja dæmið fram á annan veg. Það eru nú á leiðinni tvö farartæki, sitt frá hvoru stórveldi jarðar- innar, til annarrar stjörnu, og sú stjarna nefnist Marz. Hugsum okkur nú mann á þeirri stjörnu Marz, sem er að reyna til að gera sér grein fyir göngu sólar og reikistjarna. Hann kemst að því, búinn góðri stærðfræðilist, að um tvo miöguleika er að ræða (aðallega) til skýringar á göng'u þeirra: anna flókinn og vand- reiknaðan, þann að Marz standi kyr og allur heimur snúist um Marz, hinn einfaldan og tiltölu- lega auðreiknaðan: að sólin sé miðja sólkerfisins. Og nú ætla ég að spyrja Ásgeir Þorsteinnson, hvern möguleik- ann ráðleggur hann manninum að taka? Og hvaða möguleika ætlar hann sjálfur að taka, -ef hann vill reyna að verða sam- mála manninum á Marz, komast að sameiginlegri niðurstöðu? Menn ættu að taka eftir svarinu — ef það kemur. Osló 9. 12. ’64. Þorsteinn Guðjónsson. þar lógar hvergi ögn við stein né sker. Og hvítir máfar hlein og klappir þekja og hræra naumast væng í kvöldsins ró, en ganga hægt sem vildu þeir ei vekja af værum dúr hinn spegilslétta sjó. Eitt kvæðið heitir Haustlitir, eins og bókin sjálf: Svo hrein og svöl er haustsins bjarta stund er himinn blátær mætir dökkum sænum, og fölnuð laufin fjúka í vestanblænum, sem falli gullið regn á bjarkalund. Hver er það sem ekki heillast af fögrum náttúrumyndum og hversu margir hafa ekki raulað stef og ort undir slíkum kringum- stæðum, eins og þegar María sit- ur á hleinunum við Sjávarborg og endurlifir fegurstu stundir bernsk unnar. Frá heimili Maríu í Laugarnes- inu er ágætt útsýni yfir Esjuna og Kollafjörðinn. — Einhvern morguninn þegar hún leit út um gluggann, þar sem Esjan blasir við, orti hún kvæðið Borgarbarn. Það hefst á þessu erindi: Er Esjuna í dögun Lær þú um gluggann þinn greint grunur í hugann læðist að fögur sé jörðin. I orðlausri bæn um eitthvað fagurt og hreint augun hvarfla í leit yfir bláan fjörðinn. Ég þakka Maríu fyrir þessa hugþekku bók. Og ég veit að margir ljóðavinir vildu gjarnan mega sofna með bókina undir koddanum. Finnur Sigmundsson, lands- bókavörður, skrifar formála fyrir bókinni og eru síðustu orð for- málans þessi: „Hún er eitt þeirra hljóðlátu skálda, sem í kyrrþey hlúa að þeim eldi, sem bezt hef- ur ornað íslendingum alla tíð frá því saga hófst". Guðm. Guðni Guðm. — Fjötrar eða frelsi Framhald af bls. 19 yrði ekki komizt hjá sektum. Ennfremur mætti innheimta gjaldið um leið og menn kaupa ferðagjaldeyri í bönkum, en slíkt væri neyðarúrræðí, sem helzt ætti ekki að þurfa að grípa til. Þó gæti komið til mála að leggja 30% á seldan ferðagjaldeyri og láta ferðamenn, sem koma til Islands, njóta þess, þar eð flestir þeirra kvarta undan háu verð- lagi á Islandi. Skattfrjáls þjóð Ég get ekki hugsað mér ann- að en að öll þjóðin myndi anda léttar ,ef hin aldagamla víglína yrði afnumin, þar sem þúsundir skattþegna stóðu andspænis hundruðum innheimtumanna, sem höfðu vald og vopn hins op- inbera að baki sér. Slíkur friður væri aldrei of dýru verði keypt- ur. Út á við, sérstaklega með til- liti til hinna Norðurlandanna, þar sem opinberar álögur eru sízt minni en hér, myndi slíkt fram- tak hins unga íslenzka lýðveldis án efa vekja athygli og umtal. Þau lönd geta ekki fagnað þeirri sérstöðu, sem ísland hefur, þar eð utanríkisviðskipti þeirra ná ekki nándar nærri þeirri hlut- fallstölu af þjóðarframleiðslu, sem Islendingar hafa tryggt sér. En sennilega myndu þau viður- kenna allar þær aðgerðir, sem hið íslenzka riki þyrfti að fram- kvæma vegna nýs kerfis inn- heimtu opinberra gjalda. Sjálf- stæði réttlætir sjálfstæða lög- gjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.