Morgunblaðið - 16.12.1964, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.12.1964, Qupperneq 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 16. des. 1964 SVARTAR RAFPERLUR •••••••••••• EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY — Nú gef ég yður eitthvað styrkjandi svo þér getið unnið fyrir reikningnum. — Ef yður langar til að gera eitthvert gagn, þá vilduð þér kannski byrja á því að tína þetta upp. Tracy leit á dreifina af teikn ingum og blöðum á gólfinu. — En hvar gæti ég látið það, erf ég tíni það upp? spurði hún. — Líklega ekki ofan á topp- inn á fjaiiinu þarna á borðinu? Dökkur roði kom á skugga- legt andlit Radbums. Tracy vor kenndi honum. — Afsakið, sagði hún í iðrun artón. En ég verð að fá yður til að svara mér. Ég held, að ég geti orðið að gagni án þess að færa allt úr lagi eins og þér baldið. Ég hef gaman af að koma reglu á hlutina og ég tala ekki mikið eða geri hávaða. Þér getið bara látið eins og ég sé hérna alls ekki. Þetta er mér miki/is virði, og ég bað hr. Hom wright að senda mig hingað. Mér datt í hug, að ég gæti tekið til hérna áður en ungfrú Baker kemur. Ef ég fer beim við svo búið, er líklegast, að ég verði rekin. Einkuim þó ef ég S'tend ekki við hér nam.a einn dag áð- ur en ég fer heim aftur. — Það er nú ábyrgð, sem ég neita að taka á mig, svaraði Rad burn og kvað fast að orðunum. — Það er mér algjörlega óvið- komandi. Travy leit á hann, næstum með meðaumkun. Hann leit út eins og maður, sem hefði verið gjörsamlega sviptur allri birtu og hlýju. Hún sneri fra Ihonum og lagðist á hné á gólfið til að safna saman blöðunum. Það var auður blettur undir bþrðinu og hún tók að leggja bdöðin í skipu lega stafla á þessu litla svæði. Miles Radbum ieit á hana vandræðalegur og tók að ganga um í herberginu, órór í bragði. — Ég er uppstökkur, sagði hann loksins og staðnæimdist við teikniborðið. Mig sikortir þolin- mæði. Ég er líklegur til að fara að bölva ef ég kann ekki við yður. — Ef þér böT.við, þá bölva ég bara á móti, sagði Tracy og leit á hann biðjandl Henni til mesfu furðu brá fyrir ofurlitlu brosi, sem lyfti ólundarlegu munnvikunum ofur iítið upp. — Eina viku, sagði hann. — Ég ætla að múta yður með einni viku. Annars eruð þér vís til að leggja stofuna í rúst. Verið nú svo væn að þegja. Ég ætla að halda áfram með það, sem ég er að gera. R&dbum gekk aftur, grknmur á svipinn, að skrautrituninni sinni á teikniborðinu, og nú varð þögn í sttofunni. Tracy var hálf óróíeg, en settist íl.ötum, beinum á gólfábreiðuna. Hún tók upp blöðin án þess að láta sikrjáfa í þeim. Hún varð fljótt dálítið rórri við það að hafa eitthvað að gera með höndunum, og hún kæfði niður ofurlitla feginleika tilfinningu, sem kom upp hjá henni. Ein vika yrði aldrei nægi leg til verksins, sem hún átti fyrir höndum. Hún gægðist svo að lítið bar á, á stranglegt og einbeitt and- litið á Miles Radbum, og and- stæðunni, sem hið ágæta mál- verk af systur hennar var, skaut upp í hu/ga hennar. Þessi ráðgáta varð erfiðari en nokkru sinni áður. Ef hann hetfði fyrir- litið Annabel, hversvegna hafði hann þé myndina af henni hang andi yfir rúminu sínu? — Hvemig var sanna sagan af samlífi þeirra ...og dauða hennar? II. Við hádegisverðinn fyrsta daginn í húsi Erimfj ölskyldunn ar bjóst Tracy við að hitta eina manninn af þeirri fjölskyldu, sem hún átti enn eftir að kynn ast, sem sé bróður Fazilet, dr. Murat Erim. En í fyrstumni virt ist svo sem þær Fazilet ættu að matast einar síns liðs. Miles Radbum, sem hafði með tregðu leyft henni að koma röð og reglu á skjöl sín, hatfði farið út fl:jótlega og látið hana eiga sig. Tracy hélt svo áfram að vinna, þar til barið var að dyr- um og Fazilet kpm inn. Tyrkn- eska stúlkan stóð andartaik og horfði undrandi á blaðahrúgum 6 ar og teikningamar, sem voru undir borðinu. — Svo að hann leyfði þér þetta? Það má kallast kratfta- verk; — Hann leyfði mér það nú ekki, játaði Tracy og fór hjá sér. Ég bara byrjaði á því og þá gat hann ekki stöðvað mig. — Þá farið þér ekki beint heim til yðar, eins og mágkona mín ætlaðist til. — Nei, ég hetf viku til stefnu, svaraði Tracy, — og svo sjáum við til. — Sylvana verður hissa þeg- 1 ar hún heyrir þetta, sagði Fazi- | tet yarfærnislega. — Og ekki sériega hrifin, býst ég við. Fazilet svaraði þessu engu. — Hádegisverðurinn er tilbúinn, sagði hún. — Sylvana ætlar annars að borða inni hjá sér í Brekkuhúsinu. K]omið þér niður þegar þér eruð tilbúnar. Þegar Tracy kom aftur í her bergi sitt — herbergi Annabel sálugu, systur hennar — sá hún, að andlit hennar og hendur voru útataðar atf rykinu úr blöðum Radbums. En þegar Sylvana Erim hafði sýnt henni inn í svefnherbergiö hans, var þar hvergi fis eða hrukku að sjá, sem gæti dregið aflhyglina frá þessari merkilegu mynd á veggn um. Ef hann hafði fyrirlitið kon- una sína, hversvegna hafði hann þá hengt myndina af henni þarna? Þessi spurning lét Tracy aJdrei í friði. En nú var eriginn tími til að hugsa um það, þógar Fazilet beið eftir henni. Hún varð að fara sér varlega við borðið og gæta þess vel að sýnast ekkert annað eða meira en þau héldu hana vera. En að minnsta kosti var Tracy flegin því að þurfa ekki að hitta frú Erim strax aftur. Sylvana var nógu greind til að henda að lotfti, ef henni skyldi verða það á að hlaupa á sig. •— Bróðir minn er önnum kaf inn í rannsóknastofunni, svo að við sbulurn ekkert vera að bíða eftir 'honum, sagði Fazilet við hana þegar hún kom niður. — Stundum keanur hann alls ekki í mat. Og eins og stendur er hann að vinna' við mikiiivægt nýtt meðai. — Kemur ekki hr. Radbum í mat með oikkur? spurði Tracy. — Hver gæti vitað það? svar- aði Fazilet léttilega. — Gestur- inn okkar fer sínu fram, að eig in geðþótta. í borðstofunni var la,gt á borð fyrir fjóra, þær settust og þjónn baf inn súpuna. — Ég verð að vara yður við því, að í dag er hér dálítið uppi stand, sagði Fazilet alvarlega. — ,3róðir minn er nú ekki vanur að sleppa sér, en í dag er hann mjög reiður við hr. Radbum. — Hvað hetfur hr. Radbum gert fyrir sér? spurði Tracy. Aftur kom óbeit Fazilet á lista manninum greinilega í ljós. — í gær ætlaði Murat að nota bátinn okkar tiíi að fara yfir Bosporus í áríðamdi stetfnumót, en þá var Radbum búinn að taka hann. Þetta var mjög óþægi legt fyrir bróðiur minn. Það er líka til lítill vélbátur, en Alhmet Effendi hatfði farið í sendiferð á honum. Murat er ekki búinn að jafna sig enn. Augun á Fazilet dönsuðu af snöggri, undirfurðulegri glettni. — Ég ætla að benda yður á, að það er betra fyrir kvenfólk að horfa niður fyrir sig og halda sig hlutlaust, þegar bróðir minn er reiður. Enda þótt hann sé nýtízkul egur í flestum viðiiorf- um sínum, get ég sagt yður, að hann er alveg upp á gaimla móð inn þar sem kveintfólk er annars vegar. Ég er talin vera frjáJs kona. En þér fáið nú að sjá það. Orð hennar gáfu í skyn, að hún hefði talsvert skap, þrátt fyrir alla yfirborðsblíðuna. Þær voru rétt að ljúka við súpuna, þegar dr. Erim kom inn. Hann var meðailhár vexti, dökk ur á brún og brá og mjög iag- legur maður þykkt svart hárið var greitt atftur frá fallegu enni og arnametfið gaf andlitinu dá* lítið óhugnanlegan svip. Hann beygði sig kurteislega yfir höndina á Tracy; þetta var greinilega maður, sem kunni að meta saimfélag við konur, og nú spurði hann vingjamlega um sjálfa hana og starf hennar. Þetta var dálítil huggun eftir ihinar kaldranalegu viðtökur, sem hún hatfði hlotið hjá Miles Radburn. En jafnframt vakti þessi kurt eisi mannsins nokkra óróa hjá Tracy. Syjna leik hafði hún litla æfingu í. Fyrir Annabed hafði þetta komið af sjálfu sér, en Tracy hatfði frá öndverðu gert sér ljóst, að hún var ekki jafn ingi Annabel. Meðan á máltíðinni stóð, hafði dr. Erim aðallega orðið. — Fazilet er gott dæmi um það, sem Tyrkland er að gera fyrir kvenþjóðina, sagði hann einu sinni og var hreykinn. —. Nú orðið getur kventfólk gert hvað sem því dettur í hug. Viss uð þér, að systir mín haliur les- ið læknisfræði? Tracy leit hissa á Fazilet, en hún hristi höfuðið. — Ég iauk aldrei við það nám Pabbi og báðir bræður mínir of mátu hæfileika mína. — En engu að síður er hún vel liðtæk í rannsóknastofunni, sagði dr. Erim. — Það er að segja, þegar ég get fengið hana til að hjálpa mér. En hún er svo otft önnum kafin í samkvæmislífinu, eða við að hjálpa mágkonu okkar við ilmvatnaframleisluna henn- ar. Hann gretti sig oíurlítið. —. Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Eskifjörður t BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunblaðsins á Eskifirði. Seyðisfförður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. Fáskrúðsfjörður F R Ú Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu. BSaðburðafólk óskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi Grettisgata I Bergþórugata Freyjugata Skólavörðustígur Þingholtsstræti Bergstaðastræti Sími 22-4-80 KALLI KUREKI of- Teiknari: J. MORA EaBLYM TH0 MOZHMG---- 1. Snemma um morguninn ..... Ég veit hvað er að mér. Ryk yfir slóð ykkar í gær eitthvað sem ég tók ekki eftir. 2. En við skulum gera einfalda slóð, fara svo í hring og sjá hvort nokkur sé að fylgjast með okkur. 3. Klukkustund seirma.... Tveir reiðmenn. Ef til vill bara Indíánar á flakki, eða ferðamenn . . . og ef til vill ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.