Morgunblaðið - 19.12.1964, Qupperneq 6
6
MORGUNBLADIÐ
Laugardagur 19. des. 1964
Miklar framkvæmdir í rafmagns-
málum Hafnarfjarðar
HAFNARFIRÐI — Eins og skýrt
var frá hér í blaðinu fyrir
nokkru, eru nú 60 ár síðan kveikt
voru rafmagnsljós fyrst í Hafn-
arfirði og reyndar fyrsta almenn
ingsrafveitan tók til starfa, Var
afmælisins minnzt með því að
Rafveita Hafnarf jarðar tók í
notkun síðastliðinn laugardag
nýja aðveitustöð og álagsstýr-
ingarkerfi, sem er í húsi við
Öldugctu. — f tilefni þessa gerði
rafveitustjórinn, Gísli Jónsson,
grein fyrir framkvæmdum þess-
um, en þær eru í stórum drátt-
um, sem hér segir:
Drög að byggingu
aðveitustöðvarinnar
Þann 26. nóvember 1937 var
gerður samningur milli ríkis-
stjórnarinnar og ReykjavíkUr-
kaupstaðar um raforkuveitu til
Hafnarfjarðar. Samkvæmt þess-
um samningi átti Reykjavíkur-
kaupstaður m. a. að byggja að-
véitustöð við bæjarmörk Hafnar-
fjarðar og er það sú stöð sem nú
verður lögð niður. Við hliðina á
þessari aðveitustöð sem er að
mestu leyti utanhússvirki, stend-
ur dreifistöð Rafveitu Hafnar-
fjarðar sem dreifir raforkunni
með 6000 volta spennu út í
spennistöðvar, sem dreift er um
bæinn og lækka spennuna niður
í notendaspennu 220 volt.
Aðveitustöð sú, sem nú hefur
verið tekin í notkun kemur í stað
bæði fyrrnefndrar aðveitustöðv-
ar Reykjavíkurborgar og dreifi-
stöðvar Rafveitu Hafnarfjarðar.
Málraun hinnar gömlu aðveitu
stöðvar er 4,0 megawött (þ. e.
4000 kílówött) en þegar á árinu
1954 var mesta álag Rafveitu
Hafnarfjarðar orðið 4,0 mega-
wött. Síðan hefur álagið aukizt
og var á síðasta ári 5,68 mega-
wött, þ. e. 142% af málraún
gömlu aðveitustöðvarinnar. —
Hvort tveggja er miðað við mæl-
ingar við Elliðaár.
Enda þótt hvert verkefni hafi
e. t. v. ekki unnizt á nákvæm-
lega iþví tímabili, sem áætlað
var, þá erum við, sem að þessari
áætlun stóðum, ánægðir með ár
angurinn, og teljum að áætlunin
eigi sinn þátt í því að við gátum
í dag hleypt straum á hina nýju
aðveitustöð.
Verktakar
Byggingu aðveitustöðvarhúss-
ins, sem teiknað var af Gunnari
Hanssyni, annaðist byggingarfé-
lagið Þór, hf, en múrarameistari
við húsið var Einar Sigurðsson.
Málarameistarar hafa verið þeir
Kristinn Magnússon og Sigurður
Kristinsson. Járnsmíðavinnu hafa
Klettur hf og Raftækjaverk-
smiðjan hf o. fl. annast og blikk-
smíðavinnu Blikksmiðja Ágústar
Jónssonar. í>ar að auki hefur
Þorvarður Magnússon, byggingar
meistari annazt ýmsa byggingar
vinnu síðan vinna hófst aftur í
apríl si.
Tæknileg lýsing
á aðveitustöðinni
Rafveita Hafnarfjarðar fær
orku sína frá tengivirki Sogs-
virkjunarinnar við Elliðaár, eftir
30.000 volta háspennulínu, sem
nú er eingöngu fyrir Hafnar-
fjörð. Þessi lína endar í Set-
bergslandi og liggur þaðan 150
mm2 jarðstrengur, sem verður
nú fluttur af gömlu aðveitustöð-
inni yfir í þá nýju. Ennfremur
liggur nú annar 150 mm2 jarð-
strengur inn í nýju aðveitustöð-
ina frá fyrrnefndu varasam-
bandi út frá 30.000 volta Suður-
nesjalínu Rafmagnsveitna ríkis-
ins.
Hinir tveir 5 megawatta
spennar stöðvarinnar lækka
spennuna úr 30.000 voltum í 6000
volt og dreifðist orkan síðan út
á 5 útfarandi, 6000 volta jarð-
strengi, sem flytja raforkuna út
í spennistöðvar bæjarins.
öllum rofum, þ. . bæði álags-
rofum og teinrofum er stjórnað
með iþrýstilofti. 6000 volta safn-
teinar eru tvöfaldir, en það eyk-
ur rekstraröryggið.
Aðvörunar- og stjórnarkerfi
stöðvarinnar er gert fyrir 110
volta jafnspennu og eru fyrir
það rafgeymar í kjallara bygg-
ingarinnar.
Allur rafbúnaður stöðvarinnar
ei' innanhúss og þar með taldir
spennarnir. Rekstrartruflanir í
aðveitustöðinni vegna sjávar-
seltu, sem getur orðið talsverð
hér í Hafnarfirði í hvassri suð-
vestanátt, eru því alveg útilok-
aðar.
Álagsstýringurkerfið.
1 ágústmánuði 1961 var leitað
tilboða í álagsstýringarkerfi, og
barst aðeins eitt tilboð, sem var
frá svissneska fyrirtækinu Zell-
weger.
Áður en tilboðið var samið,
bauð fyrirtækið að senda hingað
yfirverkfræðing sinn, Mr. Kniel,
sem var á férð frá Bandaríkjun-
um og kom hann hingað í des-
ernber 1962 til viðræðna um mál-
ið. í maí 1963 barst svo tilboð
fyrirtækisins og var upphæð þess
131.580 svissneskir frankar,
F.O.B.
Álagsstýringarkerfi þetta var
fyrst og fremst keypt til þess að
nota í stað rofaklukkna til þess
að rjúfa strauminn hjá þeim,
sem kaupa raforku til hitunar,
en sú raforka er seld með þeim
skilyrðum, að Rafveitunni sé
heimilt að rjúfa allt að 3 klst. á
dag hjá daghitanotendum á tím-
um mesta álags og timabilinu
frá kl. 9 til 21 hjá næturhitanot-
endum. Ennfremur verður kveikt
á götulýsingu bæjarins með á-
lagsstýringarkerfinu.
Til gamans má geta þess, að
þegar hér verða settir upp götu-
vitar, mundi vera tiltölulega
auðvelt, með álagsstýringarkerf-
inu, að setja t. d. blikkandi rautt
ljós á alla götuvita, ef slökkvi-
liði lögreglu eða sjúkrabifreið
liggur á að komast leiðar sinnar.
Með rofaklukkunum var rofið
Gangur byggingiaframkvæmda
1 maí árið 1959 var hafin
bygging aðveitustöðvarhússins
og var það svo til fullgert í lok
ársins 1960.
Leitað var tilboða í rafbúnað
stöðvarinnar og var samþykkt á
fundi stjórnar Rafveitunnar þann
27. júní 1960 að taka tilboð frá
Siemens og Sohuchert Þýzka-
landi, að upphæð D. M. 324.730,-
íob. þýzkri höfn.
Fyrsta sendingin kom til lands
ins fyrri hluta árs 1961. í lok
þess árs var meginhluti raf-
búnaðarins kominn, að spennun-
um undanskyldum, sem komu
snemma á árinu 1962.
Vegna lánsfjárskorts varð að
fresta uppsetningu rafbúnaðar-
ins, en seint á árinu 1963 fékkst
bráðabirgðalausn á fjárhags-
vandamálunum, þannig að það
tókst að fá heim þann rafbúnað,
sem þá hafði eigi verið leystur
úr tolli og voru spennarnir þar
á meðal.
Nýi spennirinn var svo tengd-
ur við gömlu aðveitustöðina
þann 22. jan., en til þess að það
væri hægt, varð að kljúfa 6000
volta kerfið í tvö aðskilin kerfi,
þar sem nýi spennirinn gat ekki
unnið samhliða þeim gamla, sem
eftir stóð. Hér var því um að
ræða algjöra bráðabirgðalausn,
en sem þó bætti um mun rekstr-
aröryggið frá því, sem það var.
í apríl S'íðastliðnum hófst
vinna við að byggja 30.000 og
6000 volta básana og síðan farið
að setja upp og tengja sjálfan
rafbúnaðinn.
Um miðjan september kom
þýzkur sérfræðingur, Mr. Kúhn-
er, frá framleiðanda rafbúnaðar-
ins, og hefur hann síðan verið
þér og unnið við frágang og
prófun á rafbúnaðinum og ann-
ast yfirumsjón með öllu er varð-
ar sjálfan búnaðinn.
Jólablað >
ÚT ER komið jólablað Æsk-
unnar, 96 síður að stærð með
yfir 100 myndum. Af efni þess
má nefna greinarnar,: Guðs góða
gjöf, eftir Frank Halldórsson,
Lærisveinar hans skiptu þúsund-
um, frásögn af lifi Frans frá
Assisí, Ritgerð Einars Ingólfsson-
ar, en hann hlaut fyrstu verð-
laun í ritgerðarsamkeppni þeirri,
sem Æskan og Eimskipafélag ís-
lands, efndu til í tilefni af 50 ára
afmæli Eimskipafélagsins 17.
janúar 1964, Með Flugfélaginu á
slóðum forfeðranna, ferð verð-
verðlaunahafa til Noregs, mynd-
ir og texti eftir Svein Sæmunds-
son, Heimsókn í kvikmyndaver
í Hollywood, Hann barðist við
Ijón, frásögn af hinum fræga
glímu- og lyftingamanni Eugen
Sandow, Bessastaðir, sagt frá
uppruna staðarins, Erling Blön-
dal Bentson, sem undrabarn, en
er nú orðinn stór, Kort sem verða
^tsKunnar
milljónum nauðstaddra barna til
góðs í heiminum í dag, Álfar,
sagt frá uppruna þeirra, Kettir
í opinberum embættum, Fyrstu
jólakortin, Jól hjá hinum ýmsu
þjóðum, Jólagjafirnar, Barna-
leikritið Mjallhvít, Tónlist og
Skemmtanir um jólin, Stærstu
sögurnar eru: Jesúbarnið, eftir
Jóhönnu Brynjólfsdóttur, Ofjarl
töframannsins, Skýamokstur,
Þegar Anna var átta ára, eftir
Katherine Peabody Girling,
Rottustefnan, Litla lambið, eftir
séra Jón Kr. ísfeld og framhalds-
sagan Davíð Copperfield. Þá er
sagt frá þeim níu bókum, sem
Bókaútgáfa Æskunnar, hefur gef
ið út á þessu ári og birtir smá
þættir úr sumum þeirra. Af föst-
um þáttum má nefna, svo sem
Handavinnuhornið, Esperanto,
Gítar-námskeið, frá Tónskóla
Sigursveiyjs, Amatör Radio,
Hjálpa mömmu, það er gaman
að baka, Raddir Æskunnar, Frá
unglingareglunni, Spurningar og
svör, Bréfaskipti og svo hinar
fjórar föstu myndasögur.
Að þössu sinni efnir Æskan
og Flugfélag íslands til spurn-
ingaþrautar, og nú boðið í verð-
laun flugferð til London fram og
aftur og dvöl þar í borg otg inn-
anlandsflugs, auk fjölda bóka-
verðlauna. Aðrar þrjár getraunir
eru svo í blaðinu, sem verðlaun
eru veitt fyrir. Sérstakt jólaspil
fylgir nú blaðinu, og mun það
koma til með að skemmta mörg-
um í jóiafríinu. Með þessu jóla-
blaði líkur 65. árgangi Æskunn-
ar, e* hann er 424 síður að stærð.
Ritstjóri er Grímur Engilberts.
Regnhettur njóta vinsælda nú.
hjá hitanotendum á fyrrnefndum
'tímum og rufu þær að sjálf-
sögðu alltaf, hvort sem þörf var
á eða ekki. Engir möguleikar
voru á að hliðra neitt til rof-
tímanum eða breyta honum, ef
þess gerðist þörf. Notkun rofa-
klukknanna var því mjög stirð
í vöfum og stillingar- og við-
haldskostnaður mikill.
Með áiagsstýringunni er hins
vegar sérstökum fjarstýrðum rof .
um, sem settir eru upp hjá not- I
endum, stjórnað frá einum stað,
sem er aðveitustöðin. Þessum
fjarstýrðu rofum má skipta í 22
flokka og er síðan hægt að láta
st j órntöf lu álagsstýringarker f is-
ins kveikja og slökkva á hverj-
um flokki á fyrirfram innstillt-
um tímum, sem velja má eftir
vild og mjög fljótlega er að
breyta, ef þörf krefur. Ennfrem-
ur er hægt að grípa inn í sjálf-
. virknina hvenær sem þess gerist
I þörf.
BHM vill samnings-
rétt til jafns við BSRB
AÐALFUNDUR Bandalags há- '
skólamanna (BHM) fyrir árið
1964 var haldinn 24. nóv. s.l. og j
sátu fundinn fulltrúar frá öllum
aðildarfélögunum.
Formaður bandalagsins, Sveinn
Björnsson, verkfræðingur, flutti
skýrslu stjórnarinnar fyrir s.l.
starfsár. Kom fram í henni að
aðildarfélög bandalagsins voru
við lok starfsársins 11 að tölu
með um 1220 félagsmönnum.
Á liðnu starfsári hefur starf
BHM einkum mótast af undir-
búningi að öflun samningsréttar
til handa háskólamenntuðum
mönnum í þjónustu hins opin-
bera, svo og endurskipulagningu
bandalagsins. Á þessu hausti fór
BHM þess formlega á leit við
ríkisstjórnina, að hún beitti sér
fyrir því, að lögum um samn-
ingsrétt opinberra starfsmanna
yrði breytt á þann veg, að BHM
lengi samningsrétt til jafns við
BSRB. Mun ríkisstjórnin væntan
lega svara þessari málaleitan
innan skamms.
Af öðrum málum, sem banda-
lagið lét til sín taka á árinu,
má nefna, að á vegum þess var
starfandi nefnd til að kanna,
hvað BHM gæti gert til að styðja
framhaldsnám kandídata, svo og
nefnd vegna endurskoðunar á
lögum og reglugerðum um
menntaskóla. Bandalagið er full
trúi íslenzkra háskólamanna
gagnvart hliðstæðum samtökum
erlendis og átti á árinu tölu-
verð og mjög gagnleg samskipti
við systurfélög sín á Norðurlönd
um. Bandalagið gaf út handbók
á árinu, sem einkum er ætluð
fyrir fulltrúaráð þess og stjórnir
aðildarfélaganna. í handbókinni
er að finna upplýsingar um flest
öll samtök háskólamanna á ís-
landi o.fl. Ákveðið er, að banda-
lagið hefji í vetur útgáfu frétta-
bréís, sem komi út nokkrum sinn
um árlega. Fréttabréfið verður
■ sent öllum háskólamönnum inn-
. an vébanda BHM.
j Fyrir aðalfundinum lá inntöku
beiðni frá Félagi háskólamennt-
| aðra kennara, sem nýlega var
stofnað. Var samþykkt einróma,
að veita félaginu aðild, og eru
íþá aðildarfélög BHM 12 að tölu.
Úr stjórn gengu þeir Árni
Böðvarsson, cand. mag., og
Stefán Aðalsteinsson, búfjárfr.
Þakkaði formaður þeim ánægju-
legt samstarf og alúð í störfum
fyrir bandalagið. í stað þeirra
voru kosnir Bjarni Bragi Jóns-
son, hagfr. og dr. Matthías Jónas
son. Sveinn Björnsson, verkfr.
var endurkjörinn form. banda-
lagsins, en aðrir í stjórn eru:
Arinbjörn Kolbeinsson, læknir og
Ólafur W. Stefánsson, lögfr.
Framkvæmdastjóri BHM er
ólafur S. Valdimarsson, viðskipta
fræðingur.
Aðildarfélög bandalagsins eru:
Dýrálæknafélag íslands; Félag
B.A.-prófs manna; Félag há-
Skólamenntaðra kennara; Félag
íslenzkra fræða; Félag íslenzkra
náttúrufræðinga; Félag íslenzkra
sálfræðinga; Hagfræðafélag ís-
lands; Lyfjafræðingafélag ís-
lands; Læknafélag íslands; Lög-
fræðingafélag íslands; Prestafé-
lag íslands og Verkfræðingafé-
lag íslands.
IVIECCANO
SMIÍÐATÓL
fyrir börn.
JLZúmm/