Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLADIÐ
Sunnudagur 20. des. 1964
,,552Q£E3SÍ
Stórauknar niðurgreiðsl-
ur ástæðan fyrir
hækkun söluskattsins
Fyrsta umræða málsins í Neðri deild
f GÆR fór fram 1. umræða í
neðrí deild Alþingis um sölu-
skattsfrumvarpið. Þar gerði fjár-
málaráðherra, Gunnar Thorodd-
sen grein fyrir því á mjijg skýr-
an hátt, að öllum má vera ljóst,
að ekki er unnt að halda vísitöl-
unni óbreyttri með stórauknum
niðurgreiðslum, nema að til
kæmu nýjar skattaálögur, sem
vega myndu þar upp á móti.
Hér fer á eftir meginhluti
ræðu ráðherrans.
Stórauknar niðurgreiðslur
Herra forseti. í júnímánuði sl.
var gert samkomulaig milli ríkis-
stjórnarinnar, A.S.Í. og Vinnu-
veitendasambands íslands um
samning varðandi kaup og kjör
til eins árs. Með þeim samningi
var að því stefnt að reyna að
koma á kyrrð í kaupgjalds- oig
verðlagsmálum og var meginefni
þessa samnings það, að grunn-
kaup skyldi í meiginatriðum ó-
toreytt þetta ár að öðru leyti en
því, að nokkuð skyldi hækka hjá
þeim. sem lægst væru launaðir.
í sambandi við þetta samkomu-
lag var það ákveðið, að ríkissjóð
ur skyldi greiða niður vísitöluna
fram á haust, þangað til þing
kæmi saman eða jafnvel allt
fram undir áramót. Þetta var
síðan gert oig voru síðan í júní-
mánuði þrisvar sinnum auknar
niðurgreiðslur. Stærsta aukning-
in var sú, sem gerð var í septem-
ber, þegar haustverðlagning land
búnaðarafurða lá fyrir. Landbún-
aðarafurðir höfðu þá hæækað
um það bil 4%
| vísitölustig, ef
[ ekki hefði ver-
[ ið tekið til þess
[ ráðs að greiða
[ þessa hækkun
einnig niður. Þó
að svo væri á-
kveðið að halda
vísitölunni ó-
breyttri fyrst
um sinn, mátti það öllum vera
ljóst, að til lengdar er ekki hæigt
að halda vísitölunni óbreyttri
með niðurgreiðslum nema með
gífurlegum nýjum skattaálögum.
Þegar fjárlagafrumvarpið var
lagt fyrir, var sú upphæð, sem
þar var veitt til niðurgreiðslna,
miðuð við þær niðurgreiðslur,
sem voru fyrir júnísamkomulag-
ið. Hins vegar var tekið fram í
aths. fjárlagafrv. við 19. gr., að
um hitt, hversu færi um þessar
niðurgreiðslur, sem auknar höfðu
verið síðan í júní, það mál þyrfti
að kanna sérstaklega og yrði svo
Alþingi að lokum að marka þar
framtoúðarstefnuna. Það hefur orð
ið niðurstaðan hjá ríkisstj. að
leggja til, að nú um áramótin
verði gerðar ráðstafanir til þess
að halda niðurgreiðslunum á-
fram fyrst um sinn. en þó þannig,
að vegna þeirra skattálaga, sem
lögleiða þarf til að standa undir
þessum útgjöldum hlýtur vísital-
an að hækka nokkuð. Auk þess
er gert ráð fyrir, að á næstunni
hækki vísitalan um tæplega IY2
stig af ýmsum öðrum ástæðum,
sem ekki snerta niðurgreiðslur
eða skattálagningu. Það er gert
ráð fyrir því, að á næstunni muni
vísitalan hækka að því marki, að
nemi um 3% kauphækkun í land
inu. Til þess að halda niðungreiðsl
unum áfram, þarf 207 millj. kr.
í nýjar tekjur á næsta ári, Auk
þess eru till. þær, sem fjvn. bar
fram og samþykktar voru við
3. umr. oig sem hún mun bera
fram við 3. umr. annars um það
bil 55 millj.
f þriðja lagi aukast útgjöld
ríkissjóðs vegna þeirrar vísitölu-
hækkunar og 3% kauphækkunar,
sem ég gat um, um sem næst 42
millj. kr., sem stafar bæði af
hækkuðum launagreiðslum til
opinberra starfsmanna, af hækk-
un almannatrygginga, sem að
sjálfsögðu eiga að hækka að
sama skapi og ýmsum öðrum út-
gjöldum, sem af þessu leiða. Það
fé, sem þannig þarf að afla á
móti þessum útgjöldum, er sem
næst 311 millj. kr. Það var að
sjálfsögðu athugað gaumgæfi-
lega, hvort fært þætti að hækka
verulega tekjuáætlun fjárl, fyr-
ir næsta ár, þannig að komast
mætti hjá nýjum skattaálögum
að einhverju eða öllu leyti. Sú
athugun leiddi það í ljós, að ekki
þætti varlegt að hækka tekju-
áætlunina frá því, sem hún er
í frv. nema að því er snertir
aðflutningsgjöldin, sem talið er
fært að hækka um 24 millj. kr.
og svo smávægilega hækkun lið-
inn gengismunur frá gjaldeyris-
bönkunum, um 3 millj. Ég skal
taka það fram einnig í þessu sam
bandi, að það er álit Efnahags—
stofnunarinnar, sem hefur komið
fram bæði við ríkisstj. og við fjár
veitingan., að tekjuáætlunin sé
í fjárlagafrv. og með þessum
breytingum spennt það hátt, að
ekki komi til mála að hækka
hana og jafnvel sé hún í hæsta
lagi. Niðurstaðan hefur því orðið
sú, að til þess að mæta þessum
útgjöldum, komi í fyrsta lagi
þessir tveir liðir, sem talið er
fært að hækka um samtals 37
millj. kr. í öðru lagi verði hækk-
uð gjöld af innfluttum bifreið-
um um 25%, þannig að það nemi
um 28 millj. kr. og í þriðja lagi
er svo hækkun söluskatts úr 5'/2
% í 7%%, sem á að gefa 246
millj. kr. Það er sama áætlun,
eins og fjárlagafrv. byggif á, að
hver prósenta í söluskatti skili
um 123 millj. kr. Samtals nemur
þetta svipaðri upphæð eða um
311 millj. kr.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Það er ekki gert ráð fyrir því,
að hluti þessarar söluskattshækk
unar renni til jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga og gildir að þessu
leyti hið sama eins og við hækk-
unina í janúar sl., að sú hækkun
var ekki látin að neinu leyti
renna til jöfnunarsjóðs. Ástæð-
urnar fyrir því, að þetta er ekki
gert nú, eru augljósar. Þessi
söluskattshækkun á fyrst og
fremst og að meginefni til að
standa undir niðurgreiðslum,
sem koma auðvitað sveitarfélög-
unum eins og öðrum til góðs, því
að ef ekki væri aflað þessa fjár,
til þess að halda vísitölunni niðri,
mundi auðvitað kaupgjaldið
hækka þeim mun meira og ým-
iss konar kostnaður, sem mundi
bitna á sveitarfélögunum eins og
öðrum. Efnisástæður þær, sem
lágu til þess að veita sveitarfé-
lögunum hluta af söluskatti 1960,
eiga ekki við um þennan sölu-
skattsauka.
í þessu frv. og sömuleiðis frv.
um breytingu á 1. um tekjustofna
sveitarfélaga, sem er hér mest á
dagskrá er formbreyting varð-
andi útreikning þess hluta sölu-
skattsins, sem á að renna til
jöfnunarsjóðs sevitarfélaganna. í
1. er nú svo ákveðið, að hann
skuli fá 20% af 3% söluskattin-
um, en nú er ákveðið, að jöfn-
unarsjóður skuli fá 8% af 7y2%
heildarskattinum, en hvort
tveggja gefur nákvæmleag sömu
upphæð.
Ég legg svo til, áð frv. þesSu
verði vísað til 2. umr. og hv.
fjhm.
Lgóstæknifélag
íslands 10 óra
FYRIR 85 árurn (21. obt. 1879)
fann Edison upp glóðþráðar-
lampana. Með því olli hann ger
byltinigu í allri lýsingu og ruddi
jafnframt braut haignýtri not-
kun raforikiunnar, sem aftur
leiddi til raifiorkuvinmislu í stór-
um stíl með nýjum aðferðum.
Hausitið 1904 vonu fyrstu raf
ljósin til al'menningsnota kveikt
hér á ladi, en þau fengu orku
frá rafstöð Reykd.als í Hafnar-
firði. Síðar í haust eru því 60
ár liðin frá þeim merkisdegi.
Á 75 ára afmæli Edison-lamp
ans (nánar 22. okt. 1954) var
stofnað hér á laindi félaig til að
stuðla að bættri lýsingu í land-
inu og veita almenningi, hlut-
lausa fræðslu um a'.lt, er ljós-
tækni varðar. Félag þetta, Ljós-
tæknifélag íslands, er því 10 ára
um þessar mundir.
Helzti hvaitamaðiur að stofnun
Ljóstæknifólagsins var Stedn-
grimur Jónsson, þáverandi raf-
magnsstjóri í Reykjavík. Stein-
grímiur hefur og verið fórmað-
ur þar til á s.l. ári og hefur frá
upphafi verið sívakandi um aillt
er lýtur að eflingu lýsingar-
tækni í landintu.
Ljóstækniféliagið hefur haldið
fundi um hina ýrnsu þætti Ijós
tækni, gefið út rit og bæiklinga
og veitt aðs (:)ð og upplýsingar
varðandi lýsingu á ýmsuim stöð
um. Erlendir sérfræðingar hafa
komið hingað til fyrirlestra-
halds og félagið hefiur tekið þátt
í norrænu samstarfi á þessiu
sviði og fylgzt með ftramrvindu
þessara rnála á ailþjóðavettvangi.
Að þessu sinni verður haust-
fundur Ljóstæknifélagsins hald-
inn 3. nóv. n.k. og verður þá
fjallað um efnið söluj'ýsingu
(lýsing í verzlunum og sýningar
gluggum). Kaupmönnum er sér-
staklega boðið á þennan fund
og verður hann að miklu leyti
í spuroar- og svaraformi, þanrv
ig að sérfræðingax svara spuro
ingum kaupmanna varðandi lýs
ingu. Myndasýning verður a<S
vanda.
Á næsta sumri verður haldið
hér í Reykjavík norrænt ljós-
tækniþing, og er búizt við um
80 eriendúm þátttakenduim.
Stjóm Ljóstæknifélagsinj
skipa nú.
Formaður. Aðalsteinn Guð-
johansen, verkfr., ritari og vara-
formaður Jakob Gíslason, raf-
ortoumálastjóri, gjaldkeri, Hanj
R. Þórðarson, forstj., meðstjóro
endur, Bergsveinn, Ólafsson.
augnlæknir, Kristinn Guðjóns-
son, forstjóri, Hannes Davíðs-
son, arkitekt, Guðmundur Mar-
teinsson, rafm.oftirl.stj..
Heiðursformaður er Steingrím
ur Jónssan, fyrrv. rafmaignsstj.
Málverkasýning
á Siglufirði
Siglufirði, 17. des.: —
UNGUR maður, Ragnar Páll Ein
arsson, hefur opnað málverka-
sýningu í húsnæði væntanlegs
byggðasafns á Siglufirði a8
Gránugötu 18. Sýningin verður
opin til jóla, en Ragnar Páll sýn
ir bæði olíumálverk og vatns-
litamyndir.
• Á MAMMON AÐ
RÁÐA
í dag er síðasti sunnudag-
urv fyrir jól. Mikið verður að
gera á hverju heimili lesenda
Morgunblaðsins, og því ekki
miklar líkur til að fólk hafi
tíma til að lesa pistil okkar í
dag. Við erum með hugann
heima hjá húsmæðrunum og
þeim góðu eiginmönnum sem
hjálpa þeim við jólahreingern-
ingar og jólabakstur.
Vonandi eru allar húsmæður
nú búnar að baka smákökurnar
sínar og formkökur þær, sem
langa geymslu þola. í dag er ekki
ólíklegt, að einhverjir Norðlend
ingar sameinist um að skera út
laufabrauð, því að þá eru allra
síðustu forvöð til að baka það,
svo það hafi fengið jafnað sig
nokkuð fyrir jólin.
Annars er það merkilegt,
hvað fólk leggur á sig fyrir
þessi blessuð jól. Sem börnum
var okkur kennt, að þetta væri
fæðingarhátíð frelsarans og
vitringarnir komu með gjafir
að jötu hins nýfædda. í dag
virðist Mammon sá frelsari,
sem fæddur er og færðar eru
gjafir í samræmi við kröfur
hans.
Helzt gildir ekkert minna en
kynbótahrútsverð til gjafar
hverjum einstaklingi og jafnvel
jarðarverð. Það hefði þótt, ekki
höfðinglegt, heldur vitfirrt að
gefa slíkar gjafir fyrir minna
en mannsaldri.
Þannig eru öfgarnar í dag.
Jólin eru mesta áhyggjutíð for-
svarsmanna allra heimila. Pen-
ingar eru heimtaðir til allra
hluta. Það skal mála, endur-
nýja húsgögn, klæða glugga og
gefa öllum stórgjafir.
En er ánægja þessi ekki nokk
uð mikilli beizkju blandin, þeg-
ar falskir tékkar og fallnir
víxlar leggjast á bak fyrirvinnu
heimilisins?
Væri ekki nær að láta nægju
semi liðins tíma taka við af
þeirri Mammonshátíð, sem nú
er í gildi, þótt margir hafi
meira milli handa en þá var?
Ekki var minni gleðin yfir einu
kerti, einum spilum, einum
hálsklúti eða hlýjum sokkum
þá, en nú er yfir ísskápi, pelsi,
sjónvarpstæki, skrauthúsgögn-
um og utanferð með tilheyr-
andi innkaupum, svo að eitt-
hvað sé nefnt.
Fæðingarhátíð frelsarans er
gleymd. Hún hefur glatazt I
glingri og kökum, svínasteik-
um og jólagæsum.
Etum vel, en etum hóflega,
drekkum vel, en drekkum hóf-
lega, gleðjum okkar nánustu,
svo að þeir gleðjist, án yfir-
borðskenndrar ofrausnar, sem
engum verður gleði, jafnvel
þótt efni séu fyrir hendi.
R. S.
B O S C H
rafkerfi
er í þessum bifreiðum:
BENZ SAAB
DAF TAUNUS
NSU VOLVO
OPEL VW
Við höfum varahlutína.
BRÆÐURNIR
ORMSSON HF.
Vesturgötu 3- — Sími 11467.