Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. des. 1964
Hvergi í heiminum betri
skilyrii til rannsókna
Rætt við dr. Gunnlaug Snædal um
brjóstkrabbamein á Islandi
EINS OG skýrt hefur ver-
ið frá í Morgunblaðinu,
varði Gunnlaugur Snædal
læknir doktorsritgerð sína
um brjóstkrabbamein á ís-
landi hinn 5. des. s.l., og er
hann 52. ís/'endingurinn, sem
hlýtur doktorsnafnbót í lækn
isfræði.
Dr. Gunnlaugur Snædal er
fæddur á Eiríksstöðuim í Jök-
uldal 10. október 1924. Hann
varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 17.
júní 1944 og lauk * embættis-
prófi í læknisfræði við Há-
skóla íslands vorið 1951. Að
því loknu var hann héraðs-
læknir á Neskaupstað um
eins árs skeið, en hélt síðan
tii Svíþjóðar og Danmerkur
til framhaldsnáms og hafði
að sérgrein kvensjúkdóma
og’ fæðingarhjáip.
Ritgerð dr. Gunnlaugs er
þýdd á ensku og ber hún tit
ilinn „Cancer of the Breast —
A Clinical Study of Treated
and Untreated Patients in
Ioeland 1911-1955.“ •
Við höfðum tal af dr. Gunn
laugi fyrir skömmu og spurð
um hann nokkurra spurn-
inga varðandi ritgerð hans og
það rannsóknarstarf, sem
hann hefur unnið á sviði
brjóstkrabbameins.
Hvenær hófuð þér að safna
gögnum um brjóstkrabba-
mein á íslandi.
— Árið 1958 var ég að-
stoðarlæknir á handlæknis-
deild Landsspítalans og ætl-
aði að kynna mér öll þau
brjóstkxabba tilfeliii, sem þang
að höfðu komið frá því að
Landspítalinn var stofnaður
1931. I>að kom fljótlega í ljós,
að miklir erfiðleikar voru á
því að einskorða rannsóknir
nar við þá sllofnun eina. Marg
ir sjúklingar, sem á Land-
spítalann komu, höfðu áður
verið á öðrum sjúkrahúsum.
Einnig kom það í ljós, að
margir þeirra, sem gengizt
höfðu undir aðgerð á Land-
spítalanum, leituðu síðar
meir lækninga annars staðar.
Þannig höfðu sumir verið
sjúklingar á þremur eða jafn
vel fjórum sjúkrahúsum, frá
því að veikinnar fyrst varð
vart. Af þessum sökuim þótti
réttast að taka öll brjóst
krabbatilfelli á landinu frá
1911.
Af hvaða ástæðum var mið
að við árið 1911?
Það ár gengu í gildi lög um
dánarskýrslur. Auðveldaði
það að sjálfsögðu mjög, að
unnt væri að gera sér grein
fyrir tíðni allra sjúkdómaa á
landinu. Að vísu hefi ég afl-
að mér upplýsinga um brjóst
krabba á landinu fyrir þann
tíma, og skýri frá þeim í rit-
gerðinni. Þær eru á hinm bóg
inn allt of veigol itlar til að
unnt sé að byggja nokkuð á
þeim.
Hvernig er aðstaðan hér-
lendis til slíkra rannsókna
miðað við önnur lönd?
— Ég tel, að vart sé í heim
inum betri aðstaða til ýfirlits
rannsókna eins og hér- um
ræðir en einmitt hér á ís-
landi. Þjóðin er svo fámenn,
að tiltölulega auðvelt er að
rekja æviferil hvers einstaks
manns frá fæðingu til dauða-
dags, en þó nægiiega fjöl-
menn til að unnt er að draga
vísindalegar ályktanir af
rannsóknum sem þessurn. En
landfræðilega er ísland einn
ig filestum öðrum löndum
meira einangrað, og því er
unnt að fá með rannsóknum
sem þessum allt að því tæin
andi upplýsingar um efni
þau, sem til athugunar eru.
Glöggt dæmi um þetta er
það, að fram til ársins 1946
höfðu einungis verið rann-
sökuð í heiminum 777 til-
felli, þar sem brjóstkrabba-
mein hafði ekki komið undir
læknis hendur. A tímabilinu
1911-1955 höfum við hins veg
ar rannsakað 108 slík tilfelli
á íslandi.
Vegna þessara yfirburða,
sem ísland tvímælalaust hef
ur um fram önnur lönd, er
ég þeirrar skoðunar, að bæði
íslenzkir og erlendir fræði-
menn ættu að vinrna meira
að slíku rannsóknarstarfi hér
lendis.
Hversu mörg tilfelli er vit-
að um af brjóstkrabba á ís-
landi á þeim tíma, sem rit-
gerðin nær yfir?
— Ails eru þau 677, og er
þar um að ræða 9 tilfelli hjá
körlum og 668 hjá kfonum.
Af þeim hafa 569 verið undir
læknis hendi, en vitað er um
108 tilfelli, þar sem sjúkling
ar hafa ekki leitað læknis, og
eru það allt konur.
Er brjóstkrabbamein al-
gengara á Islandi en í öðrum
löndum?
— Ef miöað er við hin
Norðurlöndin, virðist brjóst-
krabbaimein á íslandi fremur
fátíðara en í Svíþjóð, Dan-
mörku og Noregi, en nokkuð
algengara en í Finnlandi, og
er þá lagður til grundvallar
fjöldi tilfella á íslandi 1946-
1955 og svipuð tímabil á hin
um Norðurlöndunum.
Hvernig hefur gengið að
lækna þennan sjúkdóm hér
á landi?
— Segja má, að í þessum
efnum hafi okkur gengið vel
miðað við nágrannaþjóðir
okkar. Af þeim sjúklingum,
sem leitað hafa læknis og
gengizt undir aðgerð vegna
brjóstkrabba á þeim tíma,
sem rannsóknimar ná yfir,
var tæplega helmingur á lífi
fimm árum síðar. Að tíu ár-
um liðnum var um þriðjung-
ur enn á lífi, en þess ber þó
að geta, að hér hafa aðrar
dánarorsakir einnig komið til
Bezt gengur að lækna brjóst
krabba, þegar læknis er leit
að, meðan sjúkdómurinn er
enn á byrjunarstigi, og virð-
ist skilningur kvenna á því
fara vaxandi að leita læknis
um leið og sjúkdómurinn
gerir vart við sig.
Fer tíðní brjóstkrabba-
meins að einhverju eftir
fjölda þeirra barna, sem kon
ur hafa átt?
— Það sem af er þessari
öld hafa nokkrar sveifdur átt
sér stað um fjölda fæðinga
hér á landi. Aukning brjóst-
krabbameins hefur orðið
hvað mest einmitt í þeim ald
ursflokkum kvenna, þar sem
barneignum hefur fækkað
mest. Þetta er hins vegar at
riði, sem ekki má draga of
ákveðnar ályktanir af.. Marg
víslegar þjóðfélagslegar
breytingar hafa átt sér stað
á íslandi á þeim 45 árum,
sem þessar rannsóknir ná yf-
ir. Er nauðsynlegt að meiri
rannsóknir fari fram á því
sviði en gert hefur verið hing
að til.
Hvenær á ævinni er hætt-
ast við, að brjóstkrabbi geri
vart við sig?
— Brjóstkrabbamein er al
gengast á aldrinum 40 til 70
ára. Meðalaldur þeirra, sem
til læknis leita, er sjúkdóms
ins hafði orðið vart er 54 ár.
Hins vegar er meðalaldurinn
67 ár hjá þeim, sem ekki hafa
leitað læknishjálpar, en í
þeim tilvikum er oft ekki vit
að um sjúkdómimn fyr en
rétt fyrir andlát.
Að lokum sagði dr. Gunn-
laugur Snædal að mörg af-
riði varðandi brjóstkrabba-
mein þyrftu nánari athugana
við, og varast bæri að draga
fljótfærnislegar ályktanir af
þeim staðreyndum, sem leidd
ar hefðu verið í ljós á þessu
sviði.
!
I
i
i
í
Snæfellsútgáfan sendir
frá sér 4 barnabækur
BÓKAÚTGÁFAN Snæfell send-
ir frá sér 4 barna- og unglinga-
bækur fyrir þessi jóli. Tvær
þeirra eru í flokknum um Tom
Swift, sem unglingar bíða eftir
með óþreyju.
Önnur heitir „Snúðkoptinn" og
hin „Eldflaugin". Tom Swift er
mikil söguhetja íslenzkra ungl-
inga. Ævintýrin, sem hann lend-
ir í eru furðuleg, en lýsingarnar
eru í öllum aðalatriðum í sam-
ræmi við vísindalegar niðurstöð-
ur. Fyrri bækur um Tom Swift
hafa orðið vinsælar. Höfundur
Swift bókanna er Victor Appel-
en Skúli Jensson lögfræðingur
þýddi þær.
Þriðja bókin er eftir Jón Kr.
ísfeld og heitir „Svenni og Ási“.
Það er bók, sem er ætluð fyrir
drengi á aldrinum 10—15 ára.
Fjórða bókin heitir „Valur fer
á veiðar" eftir Jo og Ernesk Nor-
ling. Þetta er saga úr atvinnuiíf-
inu, endursögð af Vilbergi Júlíus
syni.
Margar myndir prýði bókina
og á baksíðu eru fallegar myndir
af helztu nytjafiskum íslendinga.
Mynd af baksíðunni fylgir línum
þessum.
Eskhol
myndar
stjorn á ný
Tel Aviv, 18. des. NTB
if Miðstjórn stjórnarflokksins
í ísrael, Mapai-flokksins, sam-
þykkti einróma á fundi sínum í
kvöld, að fela Levi Eskhol að
mynda nýja stjórn. Kveðst Esk-
hol geta haft ráðherralista sinn
tilbúinn mjög fljótlega — Oig er
talið líklegt, að hann verði að
mestu skipaður sömu mönnum
og áður.
Sem kunnugt er baðst Levi
Eskhol lausnar fyrir sig og ráðu-
neyti sitt fyrir fjórum dögum,
vegna þeirrar kröfu fyrrverandi
forsætisráðherra, Davids Ben
Gurions, að svokallað Lavon-mál
verði rannsakað enn á ný. At-
kvæðagreiðsla fór fram í mið-
stjórninni um kröfu Ben Gurions
og var henni vísað á bug með 124
atkvæðum gegn 61.
Hið svonefnda Lavon-mál er
tíu ára gamalt. Pinhas Lavon var
landvarnaráðherra ísraels, en
sagði af sér árið 1955 eftir mis-
heppnaðar framkvæmdir í land-
varnamálum. Einstök atriði um-
ræddra mistaka hafa aldrei kom-
ið fram en orðrómur verið á
kreiki um, að þau hafi kostað
mannslíf og leitt til fangelsana
nokkurra manna. Ennfremur
hafi þau skaðað stjórnmálaað-
stöðu ísraels. Lavon hefur frá
upphafi borið af sér alla sök J
þessu máli.
Fjómr nýjor
Doddabækur
MYNDABÓKAÚTGÁFAN hefur
gefið út fjórar nýjar barnabæk-
ur í Dodda-flokknum, en áður
hafa út komið 15 Doddabækur.
Bækurnar eru Enid Blyton.
Allar eru bækurnar skreyttar
fjölda litmynda. Þær hefur þýtt
Hersteinn Pálsson.
Hinar nýju Dodda-bækur heita
„Gættu þín Doddi", „Diddi I
galdraborg" „Doddi og bílþjóf-
nrinn“ og „Doddi fer til sjós“.