Morgunblaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLABIÐ i ÞriSjudagur 22. des. 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustj óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. HÆSTU LÁNVEIT- INGAR STOFNLÁNA- DEILDAR Oegja má, að nú séu hljóðn- aðar hinar ofsafengnu árásir Framsóknarleiðtoganna á ríkisstjórnina, og landbún- aðarráðherra sérstaklega, fyr- ir setningu laganna um stofn- lánadeild landbúnaðarins. Er það að vonum, því að sú lög- gjöf hefur þegar borið mikinn árangur, og eiga þó fjárveit- ingar til framkvæmda í sveit- um landsins enn eftir að stór- aukast vegna þessarar merku löggjafar. Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, upplýsti á Al- þingi sl. laugardag, að heild- arlánin mundu í ár verða um 110—115 milljónir króna, en sl. föstudag var þegar búið að ganga frá lánum að upphæð 71,2 milljónir króna, stöðugt var unnið við afgreiðslu lána í Búnaðarbankanum, og enn var starfsfólkið önnum kafið við að ganga frá lánunum fyr- ir jól. Til samanburðar má geta þess, að lán úr stofnlánadeild- inni voru í fyrra 102 milljónir króna, og voru það hærri lán en nokkru sinni áður höfðu verið veitt, en hækká þó veru lega á þessu ári. Arið 1962 'voru hinsvegar veitt lán að Upphæð rúmlega 70 milljónir króna, og 1958 aðeins 52 millj. króna. Sést af þessum tölum, hve mikil aukning hefur orð- ið á lánum stofnlánadeildar- innar síðustu árin. Er þetta sérstaklega ánægjulegt, þegar hliðsjón er höfð af því, að lánasjóðir landbúnaðarins voru gjörsamlega gjaldþrota þegar vinstri stjórnin hrökl- aðist frá 1958, og engar ráð- stafanir höfðu verið gerðar til að afla fjár til lána í sveitum. Samkvæmt upplýsingum landbúnaðarráðherra mun stofnlánadeildin standa við öll sín fyrirheit um úthlutun í ár, og gengið yrði frá öllum lánsbeiðnum, sem samþykkt- ar hefðu verið og þær af- greiddar nú fyrir hátíðarnar. Fá bændur þannig þá fyrir- greiðslu við lánsútveganir, sem löggjöfin um stofnlána- deild landbúnaðarins gerir ráð fyrir. EFLUM RANNSÓKNIR k ð undanförnu hafa verið ** hér miklar umræður um nauðsyn þess að auka vísinda- starfsemi, enda ákváðu há- skólastúdentar að gera það að baráttumáli L desember og Ármann Snævarr, háskóla- rektor flutti um þetta efni merka ræðu. Morgunblaðið treystir því, að þessar umræður séu upp- haf þess, að vísinda- og rann- sóknarstarfsemi verði stórefld hér á landi, enda höfum við dregizt aftur úr í því efni, og við svo búið má ekki standa. Nýlega lauk doktor Gunn- laugur Snædal vörn doktors- ritgerðar sinnar um brjóst- krabbamein á íslandi. í við- tali við hánn, sem birtist hér í blaðinu sl. sunnudag, segir hann m.a.: „Ég tel að vart sé í heimin- um betri aðstaða til yfirlits- rannsókna eins og hér um ræðir, en einmitt hér á ís- landi. Þjóðin er svo fámenn, að tiltölulega auðvelt er að rekja æviferil hvers einstaks manns frá fæðingu til dauða- dags, þó nægilega fjölmenn til að unnt er að draga vís- indalegar ályktanir af rann- sóknum sem þessum. En land- fræðilega er ísland einnig flestum löndum einangraðra, og því er unnt að fá með rann sóknum sem þessum allt að því tæmandi upplýsingar um efni þau, sem til athugunar eru“. Þessa sérstöðu íslands á auðvitað að hagnýta til marg- háttaðra rannsókna, ekki ein- ungis í þágu okkar þjóðar, heldur einnig til að grund- valla vísindarannsóknir, sem öllum þjóðum gæti orðið til gagns. Þess vegna hljótum við á sviði vísindanna að hafa mjög náin samskipti við þær þjóðir aðrar, sem með okkur vilja starfa. En meira frum- kvæði þarf í þessu efni að koma frá okkur sjálfum. Vilhjálmur Þ. Gíslason, út- varpsstjóri, ritar einnig grein um íslenzk fræði og alþjóðleg vísindi í Morgunblaðið síðast- liðinn sunnudag. Þar segir m. a.: „Þó að raunvísindi séu aft- ur úr hér, er ekki víst að hug- vísindin séu neitt á undan. En raunvísindin eru sáluhjálpin, um það eru nú allir vísinda- menn sammála. Það skyldi samt ekki vera svo, að lífið sjálft reynist ekki alveg svo einfalt og auðsveipt, að það verði endurleyst með raunvís- indaíegri formúlu. Og sjálf- sagt ekki heldur eingöngu með hjartagæzku og húman- Frú Rozalia Matvssek við sjúkrabeð sonar síns eftir 23 ára aðskilnað. Flaug til sonar síns ÞAÐ VARiÐ fagrnaðarfundur á sjúkrahúsi einu í London í vikunni, sem leið. Þangað var komin frú Rozalia Matyssek, 76 ára frá Bobrek í Póllandi til þess að heimsækja son sinn Aiois, 44 ára, sem hún hafði ekki séð í 23 ár. Alois liggur lam.aður í sjúikralhúsinu og læknar telja litla von um að hann fái miátt- inn aftur. Fyrir skörnmu tal- aði hann inn á segiultoamd kveöju til móður sinnar í Pól landi, sem útvarpað var þang að frá Munöhen um útvarps- stöðina „Free Eurx>pe.“ Kveðj- ari var svtohljóðandi: „Kaera mamma! Mér þætti mjög gam an að iheyra rödid þína og ef tit viil getur þú sent mér kveðjur á seguLtoandi." Þegar gaimla konan heyrði þetta, varð hún mjög hrærð og var staðráðin í að verða við ósk sonar síns ef hún mögulega gæti, en þá barst henni skeyti frá blaði einu í London, sem bauð henni flug- far þangað og heim aftur, til þess að aonur hennar gæti fengið að sjá hana. Gamla konan varð rög við, þvi að hún ihafði aldrei fierðazt lengra en nokkra kílóm.etra frá þorpinu sínu. En svo bók hún í siig kjark og hélt til London me'ð þotu. Þar bóku starfsmenn blaðisins, sem bauð henni, á móti henni og óku beint í' sjúkrahúsið til sonarins. Þegar gamla konan geklk ( inn i sjúkrastofuna þar jern sonur hennar var, þekkti hiún hann strax og þar varð fagn- aðarfundur. Á styrjaldarárunum var Ai- ( ois í þýzka flugthernum, en flugvél hans var skotin niður 1 og hann sendur í stríðsfanga- I búðir I Bandaríkjunum. Hann , kom til Bretlands 1946, en gafst aldrei tækifæri til að fara heim til Póllands að heim I sækja foreldra sína. Sýning d hand- ritunum og bók um þuu Jón Helgason ritar um Arnasafn Einkaskeyti til Mbl. frá Kaupmannahöfn 17. des. Árnasafn, Konunglega bóka safnið og Rikisltstasafnið danska rálðgera nú sýningu á elztu islenzku handritunum til þess að gefa almenningi kost á að skoða þau. Verður sýningin nefnd „íslenzk hand- rit og dön.sk menning.“ Milli 50 og 75 handrit verða valin úr söifnumum til sýn- ingar í gilerskápum. Verður þeirra gætt vamdlega allan sólaéhrimginn. Gert er rá’ð fyrir að sýning- in verði opnuð 20. jamúar n.k. og verður hún stærsta al- menma sýningin, sem haldin hefur verið á elzbu hamdritun- uru. Einnig eru áform á prjónun | um um að gefa út bók með sama beiti og sýningin. Rit- stjóm bókarinnar hefur með 1 hömdum dr. phil. Erilk Dal,! yifirbókavörður Komumglega i bókaisafnisins. í bókima ritar , Ghr. Westergaard Nielsen ' prófessor um handritin og I vísindin, Hanne Westergaard, | bókavörður, um handritin og , listina, Mogens Brömdsted, uim ’ bókmemntir, Kaare OLsen, bókavörður, um hamdritasaifn j Konunglega bókasafnsins og, Jón Helgason prófessor um , Árnasafn. — Rytgaard. iskum hugleiðingum. Allt er þetta einhvern veginn flókn- ara, og maðurinn sjálfur með öllum þeim formúlulausu og óþekktu stærðum, sem í hon- um felast, er sá, sem á veltur, þegar öllu er - á botninn hvolft. Frá honum, fyrir hann og til hans er þetta allt“, Um það ætti ekki að þurfa að deila, að þegar vísindarann sóknir verða auknar hér á landi, nú alveg á næstu árum, þá eiga haunvísindi og hugvís indi að haldast í hendur, og Morgunblaðið fagnar umræð- um um þetta efni, sem fram að þessu hafa verið of litlar. INNLENDAR SKIPASMÍDAR síðustu árum hafa sem kunnugt er hundruð nýrra og glæsilegra fiskiskipa verið keypt til landsins, en hinsvegar hafa skipasmíðar innanlands ekki verið ýkja miklar. Þó eru stálskipasmíð- ar nú hafnar hér á landi, og auðvitað hefur það sýnt sig, að við getum ekki síður byggt slík, skip en aðrir. Ef til vill má til sanns vegar færa að vegna mannaflaskort* hefð- tun við ekki getað byggt sjálf- ir öll þau skip, sem að undan- förnu hafa bætzt í íslenzka fiskiskipaflotann, en samt mun það almenn skoðun, að nauðsynlegt sé, að gera stór- átak til þess að færa skipa- smíðar og einkum þó viðgerð- ar fiskiskipa inn í landið, en að því kemur auðvitað áður en langt um líður, að veita þarf hinum nýja fiskiskipa- flota nauðsynlega þjónustu. Þess vegna er ánægjulegt að nú skuli vera mikill áhugi á því að reisa skipasmíða- stöðvar víða um land eða end- urbæta eldri dráttarbrautir, og að því ber að stefna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.