Morgunblaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 31
Þriðjudagur 22. des. 1964 M^RGUNBl 4ÐID 31 — Magalenti f Framhald af bls. 32 stjórarnir í turninum sáu ekki, að hjól vélarinnar voru ekki niðri síðast í aðfluginu. Hins veg ar sáu þeir það strax og hún lenti og kölluðu slökkviliðið á vett- vang. Flugvélin lenti mjög mjúkri og góðri magalendingu, þannig að vængirnir rákust ekki í brautina og ekki kom gat á belginn. Ekki kom heldur upp eldur, þótt brautin væri áuð og flugvélin rynni eftir henni um 500 feta vegalengd. Hins vegar munu skrúfublöðin hafa rekizt í brautina og bognað. Rispur munu og hafa komið á belginn. Engin meiðsli urðu á mönnum. sem í vélinni voru. Morgunblaðið hafði í gær tal af Sigufði Jónssyni, yfirmanni öryggiseftirlitsins, og spurðist fyrir um orsakir þessa atviks. Sig urður kvað flugmanninn, l>or- stein Jónsson, flugkennara hjá Flugsýn, hafa borið það, að hann hafi gleymt að setja niður hjól vélarinnar. Öryggistæki eru í flugvélinni. til að minna flug- manninn á að setja niður hjólin, er vélin tekur að nálgast braut- ina, en þau munu af einhverjum ástæðum ekki hafa verið í sam- bandi eða lagi. — Iþróttir Framh. af bls. 30. þóttu sanngjörn eftir gangi leiks ins. A sunnudag fór fram tveir leikir í 2. deild. Þar kom lið Keflvíkinga mjög á óvart og náði jafntefli við ÍR 25—25. Sýndi ÍBK-liðið oft góðan leik. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi. Þá var ekki síðri spennan í leki Vals og Þróttar og í lokin skildi 1 mark 20—19. Mátti varla milli sjá liðanna allan tímann. kommúnista Á SUNNUDAG kl. 1,30 efndu kommúnistar til fundar í Austur bæjarbíói. Á dagskrá var „skatta rán ríkisstjórnarinnar.“ Á tilsettum tíma voru aðeins 50 manns mætt á fundarstaðnum, svo að fresta varð setningu um 15 mín. Alls sátu fundinn rúm- lega 200 manns, þar á meðal ail- margt smábarna. Ræður héldu Magnús Kjartansson, sem hvatti verkalýðshreyfinguna til stuttra verkfalia og skæruhernaðar; — Stefán Ögmundsson, sem mælti með átökum með vorinu, og Páll Bergþórsson. Fundarstjóri var Tryggvi Emilsson. — Barði Framhald af bls. 32 komizt í annað en þær. Þá er frammastrið laskað og áðurnefnd ar skemmdir á brúnni, auk skemmda á siglingatækjum, sem munu nokkrar. Sigurjón kvaðst mundu verða í Hamborg, þar til viðgerð er lok ið á Barða, en skipsmenn hans 6, sem með honum voru í Ham- borg, munu koma heim aftur með fyrstu ferð. Vélskipið Barði er einn af 260 tonna bátunum, sem smíðaðir eru í Austur-Þýzkalandi og átti að afhendast Síldarvinnslunni h.f, eftir nokkra daga. Skipshöfnin sem er öll frá Neskaupstað, var komin til Hamborgar til að færa skipið heim, en verður nú send heim með flugvél, þar sem búast má við að viðgerðin taki langan tíma. Akranesi, 21. des. SIGRÚN og Anna, síðustu bátarn ir héðan, komu af austurmiðum í nótt. 600 tunnurnar, sem Höfr ungur III kom með að austan fyrrinótt fóru allar í frystingu. Law Framh. af bls. 30. Law hlaut 61 atkv., Luis Suarez (Inter) 43, Amancio (Reai Madrid) 38, Eusibio (Benefica) 31, van Himst (Anderlecht) 28, J. Greaves (Tottenham) 19, Corso (Inter) 17, Jashin (Dynamo) 15, Rivera (Milan) 14 og Voronin (Torpedo Moskva) 11. Jashin sigraði sl. ár. Sigur- vegari hverju sinni fær „gull- bolta.“ — Leikfélagið Framhald af bls. 6 uin og þar af 8 sinnum í Iðnó. í hlutverkum kammerráðs Krans og assessors Svale verða þeir BrynJ’ólfur Jóhannesson og Haraldur Björnsson, en þeir léku sömu hlutverk þegar leikritið var sett á svið árið 1933, Önnur hlut- verk leika Erlingur Gíslason (Skrifta-Háns), Inga Þórðardótt- ir (Frú Krans), Gísli Halldórs- son (Vermundur), Björg Davíðs- dóttir (Lára), Guðrún Ásmunds- dóttir (Jóhanna), Arnar Jónsson (Ejbek), Pétur Einarsson (Her- löf) og Karl Sigurtfeson (Pétur bóndi). Leiktjöldin hefur Steinþór Sigurðs'son gert en Guðrún Krist- insdóttir og Máni Sigurjónsson hafa æft söngvana og sjá um undirleik. Verður leikritið frumsýnt þriðja jóladag. í byrjun janúar verður frum- sýnt nýtt íslenzkt barnaleikrit, Almansor konungsson eftir Ótöfu Árnadóttur. Verður það frum.sýnt í Tjarnarbæ. Leikstjóri er Helgi Skúlason. Nú um jólin er 60 ára afmæli leikskrár Leikfélagsins, en hún kom fyrst út á jólum 1904, þegar byrjað var að sýna leilkritið „John Storm“ eftir HaW Caine. Kemur hún nú út í breyttum búningi. ÍJr og klukkur úrvals tegundir. Sigurður Tómasson, úrsmiður. Skólavörðustíg 21. Tökum upp i dag Nýja sendingu af Vetrar- kápum Kápa frá okkur er tilvalin jólagjöf. Tizkuverzlunin GUÐRÚN Rauðarárstíg 1 Sími 15077. Bílastæði við búðina. SPIL í GJAFAKÖSSUM í meira úrvali en nokkru sinni fyrr, þar á meðal ek ta plastspil, mjög vönduð kabalspil. Einnig ódýr barnaspil og vanaleg spil í miklu úrv ali. JARÐLÍKÖN, margar gerðir, með ljósi (tilvaldir sjónvarpslampar) og án ljóss. SKRIFMÖPPUR úr ekta leðri, mjög mikið úrval, margar stærðir. Einnig sérstaklega ódýrar skrifmöppur úr leðurl íki. SKJALATÖSKUR úr ekta leðri, 30 tegu ndir, fallegar, vandaðar og ódýrar. SEÐLAVESKI úr ekta leðri, 25 tegundir. Verðið sérstaklega lágt. SKARTGRIPASKRÍN, klædd ekta leðri. Einnig með gervileðri. Falleg og vönduð (með læsingum). LJÓSMYNDAALBÚM í miklu úrvali. Þar á meðal albúm úr ekta leðri. PAPPÍRSHNÍFAR og papírsskæri í fallegum leðurhylkjum, 20 tegundir. Nytsöm og falleg jólagjöf. BRÉFAKÖRFUR, 40 tegundir, sérstaklega fallegar. Ódýr en hentug jólagjöf. GESTABÆKUR og minningabækur, margar tegundir. TAFLMENN og TAFLBORÐ, úrvals vara. Einnig Ludo, Umferðaspilið, 5 spil, 7-spiI, mikið úrval af pússlispilum. REIKNISTOKKAR, margar tegundir. Mjög vandaðir. SÍMA-STAFRÓF, mjög falleg. BRÉFSEFNAKASSAR í miklu úrvali. VATNSLITASKRÍN og LITKRÍTAR ÖSKJUR, ágætar tegundir. MÓTUN ARLEIR í fallegum öskjum, margar tegundir. KUBBAKASSAR, margar gerðir, mjög iklýrir. LITABÆKUR og DÚKKULÍSUBÆKU R í mjög miklu úrvali. SJÁLFBLEKUNGAR og KÚLUPENN AP í því úrvali, sem nanfni verzlunarinnar sæmir. Pappirs- og ritfangaverzlunin Hafnarstræti 18. Laugavegi 84 og Laugavegi 176, með nægum bílastæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.