Morgunblaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ
f>riðjudagur 22. des. 1964
SVARTAR
RAFPERLUR
••••••••••••
EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY
Hann afplánar hluta af refsing-
unni með því að geta ekki mál-
að framar. Og hann heldur
áfram að afplána hana að eilífu
en aldrei nægilega. Aldrei nægi-
leg til að vekja Annabel til lifs-
ins aftur.
l>egar Fazilet stóð upp til að
fara, barði einhver að dyrum.
Rödd Miles sagði: — Má ég koma
inn?
Fazilet opnaði dyrnar og hvíti
kötturinn smaug inn kring um
fæturna á Miles og hoppaði upp
á stólinn sinn í horninu. Hann
lét sem hann sæi hann ekki en
stanzaði við fótagaflinn á rúmx
Tracy.
— Ég heyrði, að þér hefðuð
meitt yður, sagði hann. — Ég
vona, að þetta sé ekki neitt
alvarlegt.
Tracy tók eftir því enn, hversu
köld og grá augun í honum voru,
og hvernig hann virtist gjör-
sneyddur mannlegri hlýju, nema
rétt þegar hann reiddist.
— Ég verð orðin góð á morg-
un, sagði hún. — Mér er bein-
línis ekki ljóst, hversvegna verið
er að láta mig liggja.
— Ég sting upp á, að þér
gleymið allri vinnu og hvílið
yður á morgun. Ég fer snemma
til borgarinnar og býst ekki við
að verða neitt heima. Eigið þér
frí og notið það, eins og yður
bezt hentar.
— Það, sem mér hentar bezt,
sagði Tracy, er að koma mér að
verki og ljúka því, sem ég þarf
að gera.
— Ég vil síður fara að læsa
vinnustofunni minni fyrir yður,
sagði Radburn. — En viljið þér
lofa því að fara ekki þangað inn
fyrr en ég er kominn aftur
Hún mundi eftir hvernig hann
hefði komið henni að óvörum
sem aðskotadýri að stara á mynd
ina af Annabel — þarna um eftir
middaginn — og roðinn kom
fram í kinnarnar á Tracy og
einbeittni hennar bugaðist nokk-
uð. Hún sá greinilega hvað hann
hafði í huga. Hann ætlaði að
halda henni frá verki, og svo
mundi hann finna upp nýja
átyllu á hverjum degi, þangað til
vikan væri liðin. Þá mundi hann
senda hana heim. Eins og var,
gat henni ekki dottið í hug til
að standa móti þessum þrýstingi,
sem á hana stóð úr öllum áttum.
Miles virtist skoða þögn henn-
ar sem samþykki og kinkaði
kolli stirðlega eins og hann væii
aumur í hálsinum.
— Góða nótt, sagði hann
snöggt og gekk síðan út.
Fazilet gretti sig í áttina að
lokaðri hurðinni og sneri sér
síðan _ að Tracy.
— Ég veit, hvað við eigum að
gera, sagði hún. — Úr því að þér
eruð laus á morgun, verðið þér
að koma til Istambul með mér.
Ég þarf að afljúka erindi fyrir
frú Erim, og fara til gimsteina-
sala fyrir Murat. Þér kunnið að
fá tíma til að skoða eitt musteri.
Þar sem þarna var ekkert að
gera, tók Tracy þessu boði hjá
Fazilet, en þessi einmanakennd
hennar færðist enn í aukana.
Hún var neydd til að drepa tím-
ann. Þessir fáu dagar, sem hún
mátti vera þarna, voru að sleppa
frá henni, og henni hafði ekkert
orðið ágengt.
— Ég ætla að yfirgefa yður
núna, sagði Fazilet og rauf
þannig hugsanaferil hennar. —
Sofið þér nú vel og afsakið, að
ég skyldi vera að hrella yður
með þessum sorglegu endur-
minningum mínum. Það er búið
að vera nú , . . hjá öllum nema
honum. .
— Hvað eigið þér við með
(því, að það sé ekki búið hjá hon
um spurði Tnacy varlega.
Fyrst var eins og Fazilet ætl-
aði ekki að svara þessu neinu.
Hún lokaði vörun.um og sendi
Tracy óróvekjandi, reiðiliegt
augnatillit.
— Ég hef ekki gleymjt neinu,
sagði húm, — og ætla he’Uur
ekki að gleyma. Einhver'
inn hieypur hann á sig...,
ætla að bíða,
Fazilet tók maitabbakikann og
bauð góða nótt. Þegar dyrnar
iokuðust á efitir henmi, seig Tra
cy máttlaus niður á koddann.
Ekkert af því, sem hún hafði séð
og heyrt síðam húm kom í þetta
hús, kom heim og samam, að því
er hún gæti séð. Allstaðar
blöstu þversagnir við henmi.
10
Ahmet hafði verið einm þess-
ara þriggja þarna í hailarrúst-
unum. En hver voru hin tvö?
Gat konam hafa verið Fazilet?
Var það ástæðan titt óróa hennar
þegar hún sá slæðuna, sem Tra-
cy hafði fiundið? Málrómurinn
bjá báðum hatfðd verið afimynd-
aður af reiði, og hún gat ekki
vitað, hvont konan var einhver
sem hún hafði þegar hitt, eða
bláókummug kona. Og sama var
að segja um karlmanninn. Það
gæti meira að segja hafa verið
Murat sjálfur og hanm hefði
bara látiat hitta hana af tilvilj-
umi á veginum á eftir. Þar eð |
samtalið hafði farið fram á
tyrkmesku, gat hún ekki greint
hreiminm svo nákvæmlega.
Ef til vill var slæðan aðaílbend
imgin. Tracy dró hana fram und-
am koddamum og athugaði enm
einu sinni rauðleitu randimar.
En þá daitt henni snöggilega í
ihug, hvar hún hefði séð þetta
áður. Það hafði verið einm eða
tveir koddar inni hjá frú Erim,
einmitt úr þessu efini. En hvað
af því yrði ráðið, hafði hún
enga hugmynd um.
Var ekki hugsanfegt, að hvað
sem var að gerast, ætti rætur
sínar að rekja nokkra mánuði
aftur í tímamn, þegar Annabel
var enn á lífi. Það var einhver
óljós grunur um einhvem glæp
í sambandi við andlát systur
hennar. „Ég vil ekkki deyja“,
hafði AnnabeU æpt.... og síðam
gemgið svo að segja beint í dauð
ann! Ef einhver hér í húsinu
væri sekur um þeitta, gætu efitir-
hreyturnar af því verið í gangi
lengi á eftir.
Ef húm bara vissi, hver hafði
einhverju að leyna og hver <54
með sér grum, gæiti hún örugg
gengið í lið með öðrum hvorum
aðilamum.
En úr því ekiki var hægt að
kjomast að þessu í filýti, varð
hún að þreyja vikuma og helzt
lengur. Húm varð að hleypa í
sig kjarki og láta hvorki Miles
né frúna ráðríku kúga sig. Heid
ur ekki mátti húm gerast of mik
iill trúnaðarmaður Fazilet, né
heldur láta blekkjast af kurt-
eisi hins glæsilega dr. Erim. Hún
varð að vera hlédræg við þau
öll, þangað til hún vissi nægi-
lega mikið til að hefjast handa
ef það þá væri ekki orðið um
seinam.
Hinumegin í herberginu hafðl
Yasemim, sem húm var búin að
gleyma, komið sér betiur fyrir
í stólnum og ma/jaði nú ánægju-
lega. Hvíti kötturinin hafði enm
einu sinni tekið heima í her-
bergi Anmabel.
Þeirra eigin orð
RGI R KJARAN
Jón Eyþórsson (Morgunblaðið):
„Það eru leyniþræðir milli mannsins og landsins og náttúru þess,
sem er rauði þráðurinn í Auðnustundum Birgis Kjarans..*
Guðmundur G. Hagalín (Vísir):
„Alls staðar glampar og glóir á kristalla upplifunar hans sjálfs,
orðna til við glóð, gleði og lífsnautnar.“
' Sigurður Einarsson (Alþýðubl.):
„Dæmalaust er gaman að reika með Birgi
Kjaran um byggðir og auðnir þessa lands,
sjá með hans augum, heyra með hans eyr-
um. Hann er einn kunnáttusamastur leið-
sögumaður íslenzkra höfunda, þeirra sem ég
þekki“.
Hannes á horninu:
„Birgir Kjaran hefur sérstöðu
meðal íslenzkra höfunda."
Karl Kristjánsson (Tíminn):
„Gamansemi er höfundi tiltæk. — Málið á b ókinni er litríkt. — Þessi bók er lærdómsríkur
og hollur lestur á atómöld."
Haraldur Sigurðsson (Þjóðviljinn):
„Birgir er glöggur náttúruskoðari, með næmt auga fyrir náttúru landsins, ekki aðeins því
stórbrotna og hrikalega eins og Öskjueldum og Hornbjargi, heldur einnig og ef til vill fremur
því smágerða, eins og rauðum opal og brotum úr bláskel og hörpudiski.“
BÓKFE LLSÍTGÁFAIV