Morgunblaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ r T»riðjudagur 22. des. 1964 Furðuleg vinnubrögð ista í Verkalýðsfé- lagi Borgarness kom mun- KOMMÚNISTAR og Framsóknar menn hafa fariff med stjórn í Verkalýðsfélagi Borgarness í nokkur undanfarin ár. Hafa þeir þar eins og svo víða annars stað- ar í verkalýðshreyfingunni beitt andstæðinga sína hvers kyns bola brögðum og yfirgangi og ekki hikað við að brjóta lög og regl- ur samtakanna eftir því sem þeim hefur hentað í það og það skiptið. Fyrir tveimur árum rak stjórn félagsins m.a. sex andstæðinga sína úr félaginu. Gerði hún það rétt fyrir stjórnarkjör til að tryggja sig i sæti. í þeim stjórn- arkosningum urðu atkvæði jöfn milli kommúnista og stuðnings- manna þeirra og lýðræðissinna, svo að kjósa varð upp í félaginu og þá munaði aðeins örfáum at- kvæðum. Þessi úrslit sýndu að at kvæði þeirra, sem reknir voru úr félaginu hefðu getað ráðið úrslitum, enda vissu kommúnist- ar það og þess vegna var leikur- inn gerður. Nú hefur það gerzt síðan, að einn helzti kommúnistinn í Borg amesi, Sigurður nokkur Guð- brandsson, hefur tekið upp ná- kvæmlega sama starf og einn þeirra manna, sem rekinn var, starfaði við þegar brottrekstur- inn úr félaginu átti sér stað. Er kosið var síðast til þings A.S.Í. mótmælti fulltrúi lýðræðissinna m.a. að þessi maður yrði hefður á kjörskrá og leyft að kjósa, þar sem eftir fyrri gerðum stjómar félagsins ætti hann ekki að vera í félaginu. í>essi mótmæli vom ekki tekin til greina og fékk mað urinn að greiða atkvæði. Síðan hefur það gerzt, að þess um sama manni hefur verið stillt upp í ritarasæti í stjóm félags- ins. Greinilegt er af þessum vinnu- brögðum og fleiru, sem of langt yrði hér upp að telja, að komm- únistar hyggjast h.alda félaginu með því móti að ákveða sjálfir hverjir fái að greiða atkvæði og hverjir ekki og fara þar í öllu eftir þvi hvaða stjórnmálaskoð- un félagarnir hafa. Slik vinnu- brögð eru með öllu óþolandi og verður að hnekkja. Lýðræðissinnar í Verkalýðsfé- lagi Borgarness telja þá upp- Þórður V. Sveinsson ÆSKUFÉLAGI minn og tryggða vinur, Þórður V. Sveinsson, verð ur borinn til grafar á Akureyri í dag. Ég get ekki sagt að fráfall hans kæmi mér á óvart, en það er svo undarlegt með okkur mennina, að jafnvel þótt dauð- inn geri boð á undan sér, viljum við oft ekki trúa því, að hann sé að koma, þegar hann er að sækja okkar beztu vini. Ég hafði vissulega ríka ástæðu til að ætla, að vinur minn Þórður ætti ekki langt eftir ólifað, þegar við sá- umst síðast, en ég vildi ekki trúa því. Ég vildi fremur trúa á mátt lífsins og lifsviijans en sigur dauðans. Hér er maður genginn, sem ég sakna mikið. Leiðir okkar lágu saman á unga aldri og á vinátt- una bar aldrei skugga. Ég held að ég megi kveða svo sterkt að orði, að Þórður hafi talið mig einn af sinum beztu vinum. Ég sá og fann þess alltaf svo mörg merki. Og ég tel líka óhætt að segja, að allir, sem nokkur veru- leg samskipti höfðu við hann, muni ljúka upp um það einum munni, að hann hafi verið sann- ur drengskaparmaður. Ég var svo oft vitni að drengskap hans og réttsýni, að ég er ekki í vafa um, að þeir, sem þekktu hann bezt, sakna hans mest. Um- hyggjusamari heimilisfaðir hygg ég að sé vandfundinn og fáa menn vissi ég eins barngóða og hann. Hjólpfúsari mann hef ég ekki þekkt. Hann var einn þeirra sjaldgæfu manna, sem leita að tækifærum til þess að verða öðr- um að liði. Ég tala hér að sönnu sem sá vinur hans, er ef til vill varð þessa eðliskostar aðnjótandi í hvað ríkustum mæli, en þó hygg ég að margir^ muni vilja taka undir orð mín. Ég hika ekki við að fullyrða, að hann reyndist mér einn bezti og sannasti dreng- ur, sem ég hef þekkt á lífsleið- inni. Þórður V. Sveinsson var kom- inn af tveimur höfðingjum á austurströnd Eyjafjarðar, þeim Þórði í Höfða og Vilhjálmi í Nesi. Sveinn faðir hans, um langt skeið hótelstjóri á Akureyri, var son- ur Þórðar í Höfða og Sigurlaug móðir hans dóttir Vilhjálms í Nesi. Þetta fólk þarf ekki að kynna Eyfirðingum ,og reisn þess er þekkt langt út fyrir heima- byggðina. Mér finnst að þessi vinur minn hafi farið of ungur, aðeins tæpra 52 ára. Hann átti ung börn og að því er virðist ólokið dags- verki sínu. En hér verður engu breytt og engin skýring gefin af þeim ,sem ræður. Leiðir skilur í bili. Ég á engin orð til huggunar ástvinum hans. Á mestu harma- stundum vina okkar erum við svo fátæk og lítils megnug, þótt við viljum ekkert fremur en verða þeim að liði. Ég samhryggist ekkju hans — æskuleiksystur minni og tryggða vinkonu — aldraðri móður hans, börnum, systkinum og venzla- fólki öllu. Ég kann ekki það mál, sem mætti verða þeim til varan- legrar huggunar, en styrks get ég beðið þeim frá honum, sem styrkinn gefur. Hér reynir á trú og lífsskoðun þeirra sjálfra. — En ég trúi því, að eins og þessi stillingu, sem núverandi valda- menn í stjórn verkalýðsfélagsins hafa gert, ólöglega, þar sem mað ur á að skipa ritarasæti í stjórn inni, sem vinnur þau störf, sem félagsstjórnin hefur fyrir tveim ur árum úrskurðað að væru þess eðlis, að þau hindruðu að mað- urinn gæti verið í verkalýðs- félaginu. þessari framkomu stjórnarinnar og kommúnistar og fylgismenn þeirra halda fast við þessa á- kvörðun munu lýðræðissinnar líta svo á, að stjóm, sem þannig er skipuð, sé með öllu ólögleg og ákvarðanir hennar að engu hafandi og haga gerðum sínum samkvæmt þvL aldavinur minn stóð jafnan í varpa og tók á móti mér með út- rétta hönd, þegar ég vitjaði æsku stöðvanna, svo muni hann einn- ig verða framarlega meðal þeirra, sem bjóða mig velkominn á hinni ókunnu strönd, þegar ég tek þar land. Víglundur Möller. Brynjólfur Jóhannesson og Haraldur Björnsson í hlutverkuu sínum í „Ævintýri á gönguför". „Ævintýri á gönguför" — Jólaleikrit Leikfélagsins JÓLAIEIKRIT Leikfélags Reykjavíkur í ár verður hinn þekkti gamanleikur Hostrups „Ævintýri á gönguför." Mun þetta verða níunda skipti, sem þessi gamanleikur er settur á svið í Iðnó, en auk þess hefur hann verið sýndur víða annars staðar á landinu. Leikritið .Ævintýri á göngu- tför mun (hafa verfð sýnt hér fyr®t árið 1886, síðan hjá Leilk- tfélaginu 1888. Leikstjóri verður nú Ragn- hiklur Steingrímsdóttir, en þetta mun vera í fyrsta skipti, sem hún stjórnar leikriti hjá Leikfélaginu. „Ævintýri á gönguför verður •nú leikið í gamalli þýðingu Jón- asar frá Hrafnagili, en Láruis Sig- urbjörnsson hefur yfirfarið þýð- inguna og lagfært. Einnig hefur Tómas Guðmundsson samið texta við nokkra söngva í leikritinu. Þetta er eins og áður er sagt ekki í fyrsta skipti, sem „Ævin- týri á gönguÆör er leiki'ð hér 1 Reykjaivík. Alls mun það hafa verið sviðsett einum 12—13 sinn- Framhald á bls. 31 ★ HVÍT JÓL? ENN er komin rigning og leiðindaveður. Ég var farinn að vona. að snjórinn mundi hald- ast fram yfir hátíðar. Það er samt ekki vonlaust enn að við fáum hvít jól. Þeir á veðurstof- unni eru óútreiknanlegir, enda þótt oftast megi reikna með rigningu úr þeirri áttinnL ★ JÓLATRÉN Maðurinn, sem seldi mér jólatré í söluskála vestur á Mel- um fyrir nokkrum dögum, tók það fram, að bezt væri að hylja tréð með snjó — þannig að ekki næddi um greinar þess. Þá var enn frost og snjór og auðvelt að láta jólatré liggja úti í garði eða uppi á svölum hulið snjó. Nú er rigning og rok og erfitt að varna því að það gusti um allt, sem er utan dyra. Sennilega er, ráð að breiða yfir tréð svo að það skemmist síður. ★ í LANGFERÐABÍL Hér kemur bréf frá Finn- boga nokkrum, sem fór upp á Akranes um daginn: ,.Ég fór um daginn upp á Akranes. Ferðaáætlun mín raskaðist og óg þurfti að taka áætlunarbifreið í bæinn aftur. Margt manna var með bílnum og þegar í öll sæti var skipað var komið með aukasæti og þeim stillt upp við hvert sæti i miðju, þannig að gaiugurinn fram eftir bílnum tepptist alveg. Þar sem ég sat, á næst aftasta bekk, hvarflaði sú spurning að mér, hvernig við, sem aftast sátum, ættum að komast út. ef eitthvað bæri að höndum. T.d. ef eldur yrði laus í bílnum, ef um árekstur eða veltu yrði að ræða. Þennan dag var færi illt vegna hálku. Væri fróðlegt að heyra um þær varúðarráðstaf- anir, sem gerðar eru í lang- ferðabílum. Finnbogi.*‘ * SPÉHRÆÐSLA Og loks kemur bréf frá einni 42 ára, sem vafalaust seg- ir rétt til aldurs: „Kæri Velvakandi! Vegna alls úlfaþytsins út af „uppvaskinu" langar mig að spyrja þig hvort -til séu prent- aðar leiðbeiningar um hvað séu kvenmannsstörf og hvað séu karlmannsstörf. Ég man ekki eftir að hafa séð að konur hafi orðið spéhræddar þó einhver kæmi að þeim um hábjartan dag, þar sem þær voru að grafa grunn, naglhreinsa spýtur, mála hús, slá blettinn, moka snjó af stéttinni o.s.frv. Væri ekki lausn fyrir spéhrædda karl- menn. sem langar til að flýta fyrir heima, þegar þess gerist þörf (t.d. þegar þá langar að fá frúna með sér í bíó eða bara að spila við sig, otg vilja ekki að hún geymi uppvaskið) að eiga bara vinnubuxur. Svo gæti húsbóndinn látið hamar liggja 'á áberandi stað í eldhúsinu, svo að fólk, ef einhver kæmi, héldi að hann hefði verið að negla upp mynd. Engum dytti í hug að konan hans snerti hamar, Það er jú karlmannsverk. Elín 42 áraM. B O SC H rafkerfi er í þessum bifrelðum: BENZ SAAB DAF TAUNUS NSU VOLVO OPEL VW Við h varahlutina. BRÆÐURNIR ORMSSON HF. Yesturgötu 3. Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.