Morgunblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 15
Sunnudagur 17. janúar 1965
M ORGU N B L AÐ IÐ
15
Skapaði þállaskil
í IieimssögiiiMii
1 Þegar þetta er ritað IiggUr
Winston Churchill fárveikur svo
að honum er vart hugað líf. Þess
vegna er eðlilegt, að huganum
sé til hans rennt. Hann hefur
lengi komið við sögu, Á æsku-
árum gat hann sér frægðarorð
sem blaðamaður og þátttakandi
í Afríku-styrjöldum Breta fyrir
aldamótin. Skömmu síðar var
Ihann kosinn á þing og hefur set-
ið þar lengst af síðan. Rúmlega
þrítugur varð hann ráðherra og
þótti þá þegar atkvæðamikill.
Skarpleiki hans og óvenjulegt
hugmyndaflug duldist engum en
þó varð miðbik ævinnar honum
erfitt. Á fyrri stríðsárunum hrakt
ist hann um skeið úr ríkisstjórn
og eftir stríðslok af þingi. Hann
átti skjótt afturkvæmt en hefði
þó verið talinn misheppnaður
maður, ef hann hefði látizt fyrir
upphaf seinni heimsstyrjaldarinn
ar. Sjálfur lét hann aldrei bil-
bug á sér finna. Þess vegna sagði
einn helzti valdamaður Bret-
lands, þegar Churchill var að
skrifa sína miklu bók um fyrri
heimsstyrjöldina er hann kallaði
wThe World Crisis":
„Winston er farinn að skrifa
sjálfsævisögu sína og dulbýr hana
sem sögu heimsins!“
Raunin varð sú að Churchill
skapaði þáttaskil í heimssögunni.
Annar náinn samstarfsmaður
hans sagðist á þeim árum ekki
hafa orku til að fylgjast með
hans þúsund hestafla andlega
krafti. Enn annar dáðist að hans
afburða hæfileikum en sagði
leitt, að slíkum manni skyldi
ekki vera alveg óhætt að treysta.
Á bekk mikil-
*
ntenna sögunnar
Sú kom tíð, að ekki einungis
brezka þjóðin heldur frjálshuga
menn um heim allan settu traust
sitt á Churchill öllum öðrum
fremur. Þegar seinni heimsstyrj-
öldin braust ú,t, þótti sjálfsagt,
að hann tæki strax sæti í rík-
REYKJAVÍKURBRÉF
lsstjórn á ný. Enda hafði enginn
honum betur séð að hverju dró
og einarðlegar varað við því. Vor
ið 1940 var svo komið, að það
var fyrst og fremst viljakraf /
Churchills, sem stóð gegn og
hindraði algeran sigur Hitlers,
sem þá naut illviljaðrar aðstoðar
Stalíns. Ræður Churchills þá
verða sígilt vitni málsnilldar,
karlmennsku og þrautseigju.
Lengi verður deilt um ýmsar
athafnir Churchills og vissulega
hefur hann verið misvitur eins
og Njáll. En afrek hans á árinu
1940 eru ofar allri gagnrýni og
hafa skipað honum á bekk mik-
ilmenna sögunnar í hópi hinna
fáu útvöldu.
Thor Thors látinn
„Hefurðu tekið eftir, hversu
oft er skammt á milli stórra tíð-
inda í sömu fjölskyldunni?“
Eitthvað á þessa leið sagði sá
margvísi maður, Magnús Jónsso.n
prófessor, við þann, er þetta rit-
ar, fyrir rúmum tuttugu árum.
Þetta sannaðist löngu síðar um
dánardægur Magnúsar sjálfs og
konu hans og nú um tvo nána
vini hans. Söknuðurinn við frá-
fall Thor Thors verður ennþá
sárari af því, að Ólafur bróðir
hans andaðist einungis örfáum
dögum áður, og er þó ærinn
nnannskaði að Thor sjálfum.
Af kynnum við Thor er margs
*ð minnast. íslendingar, sem
voru viðstaddir, þegar ísland
gerðist aðili Sameinuðu þjóð-
anna, gleyma aldrei, hversu stolt
ir þeir voru af formanni íslenzku
LaugardL 18. jon.
sendinefndarinnar þá. Eins var
gaman að heyra í sumar með hve
mikilli virðingu menn af íslenzku
bergi brotnir vestur á ÍCyrrahafs
strönd töluðu um heimsókn ís-
lenzka sendiherrans þangað á sl.
vori. Og þá var ekki síður fróð-
legt að verða var þeirrar vin-
semdar, sem forystumenn Israels
í utanríkismálum báru til Thor
Thors vegna þátttöku hans og
raunar forystu í umræðunum á
þingi Sameinuðu þjóðanna, þeg-
ar þær samþykktu að veita Isra-
el viðurkenningu. Fáum eða eng
um stjórnmálamönnum og stjórn
arerindrekum auðnaðist að bera
hróður íslands víðar en Thor
Thors.
Buie aðmíráli
hveríur á braut
fslendingar eiga mikið í húfi,
að til yfirmennsku varnarliðsins
veljist hæfur maður. Á þetta
mundi mest reyna, ef tekizt yrði
á um landið i ófriði. Vonandi
kemur aldrei til þess, enda er
dvöl varnarliðsins hér ætluð til
að hindra að svo verði. En for-
ysta varnarliðs er ætíð vanda-
söm í framandi landi. Þá reynir
mjög á lagni og háttvísi. Buie
aðmíráll, sem lét af yfirmennsku
varnarliðsins við hátíðlega at-
höfn í dag, hefur dvalizt hér í
nærri tvö ár. Áður hafði hann
komið hingað í heimsókn á hinu
mikla flugvélamóðuskipi „Wasp“.
Hann virtist þá vera strangur
stríðsrnaður, en við kynni
reyndist hann vera frábært ljúf-
menni og á dvalartíma hans hér
urðu engin þau atvik eða árekstr
ar, sem þóttu í frásögur færandi.
Hann kunni að stjórna liði sínu
og fara með þann trúnað, sem
bæði hans eigin þjóð og okkar
hafði veitt honum. Til handa
eftirmanni hans er sú ósk heilla-
vænlegust, að hann feti í fótspor
síns ágæta fyrirrennara, sem nú
hefur verið kvaddur til mikilla
trúnaðarstarfa í heimalandi sínu.
„Mistök, Iiarmleik-
ir og jafnvel
glæpir”
Allir góðviljaðir menn vona,
að þeir timar renni upp fyrr en
síðar, að svo friðvænlegt verði í
heiminum, að hér þurfi ekki að
hafa erlent varnarlið. Hvenær
slíkt verður er ekki sízt undir
því komið, að forystumenn komm
únista láti af þeim árásarkenn-
ingum, sem felast í hugmyndum
þeirra um, að þeim sé áskapað
að koma öllum heiminum undir
kommúnísk yfirráð. Óneitanlega
hafa þeir þegar lært mikið og
mannazt. Fyrir fáum árum hefði
t.d. verið óhugsandi, að aðalmál-
svari þeirra hérlendis skrifaði
eins og Einar Olgeirsson gerði í
áramótagrein sinni, þegar hann
sagði:
„Verkalýðs- og starfsmanna-
stéttir fslands mega ekki láta þá
afskræmdu mynd, sem auðvaldið
og erindrekar þess draga upp af
sósíalismanum, hræða sig. AI-
þýðustéttir, sem áður voru kúg-
aðar og bláfátækar, hafa í krafti
sósíalismans skapað mestu stór-
virki þessarar aldar, hafið blá-
fátækar frumstæðar bændaþjóðir
upp í að vera voldugustu iðnað-
arþjóðir heims, sigrað „ósigr-
andi“ heri fasismans .hrifi^
þriðja hluta jarðarbúa undan oki
auðhringavaldsins. Engin mis-
tök, harmleikir né jafnvel glæp-
ir sem forystuaðilum slíkra stétta
verða á, undir hinum erfiðustu
sögulegu kringumstæðum, geta
til langframa dregið úr aðdráttar
afli hugsjónar sósíalismans, —
hugsjónarinnar um sameiginlegt
átak allra vinnandi stétta til að
skapa mannfélag sameignar og
samvinnu, þar sem fátækt og
vanþekkingu, kúgun og styrjöld-
um, stéttamun og ríkisvaldi sé
endanlega útrýmt. Það ber að
læra af mistökum og forðast þau,
en það er aðeins í þágu auðvalds
ins að reynt er að hag'nýta þau
til að svifta alþýðu manna traust
inu á sósíalismanum, sem þeirri
einu stefnu, er tryggt getur vinn
andi stéttum frelsi og farsæld“.
S jálfsblekking og
skömmusta
Ekki er ýkja langt síðan það
hefði þótt saga til næsta bæjar,
að Einar Olgeirsson viðurkenndi
þannig „mistök, harmleiki og
jafnvel glæpi“ forystuaðila
kommúnista. Nú telur hann sér
nauðsynlegt að láta uppi skömm
ustu yfir þessu, vegna þess að
ella mundi enginn taka stjórn-
málaskrif hans alvarlega. Þetta
er vissulega mikil framför. Eftir
stendur þó ótrúleg sjált’sblekking
og trú á hinar gömlu grundvallar
kenningar.
Sennilega hefur íslenzkum
kommúnistum aldrei verið gerð-
ur meiri óleikur en með siglingil
íslenzkra farskipa til Sovét-Rúsa
lands. Vegna þeirra siglinga hafa
svo margir fslendingar af hinum
„vinnandi séttum“, svo að orða-
lag Einars sé notað, með eigin
augum séð lífskjaramuninn þar
og hér, að eftir það er boðun
kommúnisma á fslandi vonlaust
verk. Það er þess vegna þýðing
arlaust, þegar forystumaður
kommúnista á íslandi hælist um
yfir þeim stórvirkjum, sem gerð
hafa verið í ríkjum kommúnista.
Út yfir tekur þegar talað er
um sigur þeirra yfir fasistum.
Fasisminn er skilgetið afkvæmi"
kommúnismans, og kommúnism-
inn hefði aldrei sigrazt á honum
nema fyrir aðstoð og hjálp lýð-
ræðisþjóða. Þetta eru sögulegar
staðreyndir, sem ekki verður
deilt um, en segja má, að íslend-
ingar séu ekki sérlega bærir til
að úrskurða. Hitt hlýtur að blasa
við augum allra íslendinga, að
bera saman það, sem á íslandi
hefur verið gert frá því að við
fengum fullveldi, og það, sem
á sama tíma hefur verið gert í
þeim voldugu þjóðlöndum, þar
sem kommúnistar hrifsuðu völd-
in.
Hvar skyldii land-
kostir meiri?
Hvar skyldu landkostir meiri,
á íslandi eða í Sovét-Rússlandi?
í hvoru landinu skyldi auðveld-
ara að láta fólkinu líða vel?
Svarið er svo auðsætt, að það
þarf ekki að orða. í upphafi þess
arar aldar var ekkert land alls-
lausara en ísland. Nú er hagsæld
almennings hér slík, að hú.n er
einungis í fáum löndum meirL
Engum íslenzkum sjómanni, sem
til Sovét-Rússlands hefur komið,
blandast hugur um, „að frelsi og
farsæld vinnandi sétta“ er ólíkt
meira á íslandi, á norðurhjara
heims, en á hinum ifrjósömu
og gagnauðugu sléttum Austur-
Evrópu. Sennilega er fár saman-
burður, sem betur sýnir kosti Iýð
ræðis umfram kommúnisma,
heldur en einmitt á okkar fá-
mennu þjóð og hinum fjölmennu
þjóðum Sovét-Rússlands. Þetta
verður ekki skilið til hlítar nema
menn geri sér grein fyrir aðstöðu
muninum:Hinum ótrúlegu erfiðu
aðstæðum, sem hér eru, til þess
að halda upp sjátfstæðu þjóðfé-
lagi og sérstöku ríki, miðað við
það, sem er hjá miklu fjölmenn-
ari þjóðum í meiri og gagnsam-
ari löndum.
Hugarbrengl
TW\r
1 ímans
Það eru einhver furðulegustu
hugarbrengl, sem lengi hafa sézt,
þegar Tíminn æ ofan í æ heldur
því fram, að þáð lýsi svartsýni
og ótrú á íslandi og íslendinga,
þegar okkar sérstöku og erfiðu
aðstæður eru rifjaðar upp. Það
er fyrst, þegar það er gert, sem
menn átta sig á, að hér hafa í
raun og sannleika verið unnin
stórvirki. Og ekkert getur frem-
ur verið mönnum til hvatningar
í framtíðinni en að hugleiða, hví-
lík afrek hafa verið unnin hér
hina síðustu áratugi. Þau afrek
vekja í senn bjartsýni og skiln-
ing á því, að ekki tjáir að sitja
auðum höndum og ótal margt er
enn hægt að gera til að bæta okk
ar hag. Það er vissulega undur
samlegt, að þeim árangri skuli
hafa verið náð sem raun ber
vitni, án þess að nota til' hlítar
þær auðlindir, sem í landinu eru
og aldrei eyðast.
Sjálfsagt er að nota gróður-
moldina og fiskistofninn. En því
miður verður þjóðfélaginu eklci
haldið uppi með því að selja
landbúnaðarvörur erlendis fyrir
einungis brot af framleiðslukostn
aði. Það væru bein fjörráð við
landbúnaðinn að ætla að byggja
framtíð hans á slíku, enda virð-
ist jafnvel Tíminn nú í öðru orð
inu vera farinn að viðurkenna
það.
Framh. á bls. 21