Morgunblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 10
19 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 17. janúar 1965 Hvað er hægt að gera til að efla íslenzk raunvísindi? INIokkrir visindamenn og yfirmenn vísindamála svara þessari spurningu MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til nokkurra vís- indamanna og yfirmanna vísindamála hér á landi og lagt fyrir þá spurninguna: „Hvað er hægt að gera til að efla íslenzk raunvís- indi?“ . Spurningin er raunar mjög víðtæk og getur svar- ið við henni falið í sér bæði hvað gera skal í þessum efn um til eflingar vísindanna í þágu þeirra verkefna, sem þörf krefur á hverjum tíma og einnig hvað gera skuli til eflingar grundvallarvís- inda. Þá er einnig ætlast til að fram komi hvað séu ís- lenzk vísindi, grundvölluð hér á landi og lausnir fengnar hér. Með þessu ætlast blaðið til að almenningi gefist kostur á að kynnast í stór- um dráttum vísindastarf- seminni hér á landi svo og hvar skórinn helzt kreppir í þeim efnum, að áliti manna sem til þekkja. — Væntir blaðið þess að svör- in gefi tilefni til frekari umræðna um þessi mál og veki menn til umhugsunar um hina miklu þörf nútíma þjóðfélags fyrir vísindaleg- an grundvöll undir rekstri þjóðarbúsins, til heilla og hagsældar fyrir þjóðina. Hér á eftir fara svör fimm þeirra, sem spurning- in var lögð fyrir. í næsta blaði birtast svör fleiri sér- fræðinga við spurningunni. Arinbjörn Kolbeinsson, laekn- ir svarar spurningunni þannig: Efni spurningarinnar er svo viðamikið, að það er ósvikið ársverkefni heillar nefndar að semja verðugt svar og senni- lega yrði það að vöxtum efni í álitlega „hvíta bók“. Ef vel tækist, gæti slíkt svar haft heillarík áhrif á framtíðarþró- un þjóðfélags okkar. Það er ó- / kleift að gera þessu verkefni viðunandi skil í fáum línum undirbúningslaust, enda mun það ekki ætlunin, heldur að- eins að vekja fólk til skipu- legrar íhugunar_um aðkallandi vandamál í nútíð og framtíð. Hér á landi hefur tíðkazt að skipta vísindastarfsemi í tvo meginflokka: Hugvísindi og raunvísindi. í fyrri flokkinn falla málvísindi, bókmenntir, saga, þjóðfélagsvísindi, sumir þættir stærðfræði o. fl. Raun- vísindi (natural sciences) fjalla hinsvegar einkum um á- þreifanleg, sýnileg og mælan- leg fyrirbæri auk stærðfræði. Raunvísindum má skipta í tvo undirflokka: Hagnýt vísindi (applied sciences) og grunnvís indi (basic sciences). Flokkun þessi hefur ekki nein skörp takmörk og við nánari athug- un sést að nöfn flokkanna eru heldur ekki vel heppileg. Öll vísindastarfsemi hefur það t.d. sameiginlegt að vera hugvís- indi, hagnýt og raunveruleg. Með hagnýtum vísindum er venjulega átt við beitingu vís- indalegra rannsóknaraðferða til þess að fá svör við ákveðn- um spurningum um einstök tiltekin atriði. Venjulega er stutt leið að slíkum svörum, þau hafa umsvifalaust meira eða minna hagnýtt gildi, sem þó er takmarkað í tíma og rúmi. Grunnvísindi fjalla aft- ur á móti um rannsóknir, sem miða að því að finna nýjar staðreyndir og leysa ráðgátur, finna ný efni, nýjar rannsókn- araðferðir, orsakir sjúkdóma o. s. frv. Leiðin að mark- inu við þessar rannsóknir er oft óviss og tekur venjulega ó- fyrirsjáanlega langan tíma. Svarið við spurningunni mið- ar að því að útskýra á hvern hátt unnt er að efla þessa tvo þætti vísindastarfseminnar og á hvorn beri að leggja megin- áherzlu. Tækni og vísindi eru talin meginstoðir nútíma menning- arþjóðfélags, en réttara væri að líta þessi fyrirbæri sem tvær hliðar á sömu stoð. Án visindalegra vinnuaðferða og rannsókna fer hagnýting tækninnar úr- hendis, við þekkjum of mörg dæmi þess í okkgf eigin þjóð- félagi. Framsókn tækninnar hefur farið hraðvaxandi und- anfarin ár og sá, sem ekki fylgist með henni, á það á hættu að verða dæmdur úr leik. Stöðugt fjölgar þeim verkefnum og vandamálum, sem a^eins verða leyst með vísindalegum vinnuaðferðum og rannsóknum og þörfin fyrir vísindalega menntun í nútíma þjóðfélagi vex hröðum skref- um. Hinar afstæðu stærðfræði kenningar Einsteins, sem fyrir nokkrum árum voru aðeins við fangsefni fárra stærðfræðinga, eru nú notaðar við lausn al- gengra og hversdagslegra verk efna. Áhugi almennings og valdahafa á vísindamenntun og vísindastarfsemi hefur skyndilega vaknað og er nú mjög í tízku að ræða um á- gæti og nauðsyn þessara mála. Ýmsilegt hefur verið vel gert á þessu sviði og má þar merk- ast nefna stofnun Rannsókna- ráðs, Vísindasjóðs og fyrirhug aða Raunvísindadeild Háskól- ans. Sú staðreynd hefur jafn- vel hlotið almenna viðurkenn- ingu, að bætt kjör einstakl- inga og þjóða, verði fyrst og fremst fyrir áhrif hagnýtingar tækni og vísinda. Almenning- ur er farinn að skilja að stjórn málamenn og aðrir félagsmála leiðtogar, gera harla lítið gagn, ef þeir sniðganga þessa stað- reynd. Undirstaða vísindalegrar starfsemi er: 1. Vísindalega menntað fólk. 2. Menntað og þjálfað aðstoð- arfólk við rannsóknastörf. 3. Fullkomin starfsskilyrði í víðtækustu merkingu. Til eflingar ofangreindra at- riða má benda á eftirfarandi: a) Ráðstafanir þarf að gera til þess að þeir íslendingar, sem nú stunda vísindanám, geti fengið starfsaðstöðu hér heima við verkefni, sem eru jákvæð fyrir atvinnulíf eða þjónustugreinar þjófélagsins. b) Tryggja þarf, að hæfi- leikar yngstu kynslóðarinnar finnist fljótt og nýtist í þágu vísindastarfsemi. Til þess að svo megi verða, þarf að endur skipuleggja allt fræðslukerfi landsins, breyta fyrirkomulagi skóla, námsefni og kennslu- tilhögun. Breytingin þarf að hefjast í barnaskóla, en að sjálfsögðu þarf hún að vera víðtækari á miðskólastigi. — f menntaskólum er nauðsyn að stofna nýjar deildir með breyttu námsefni og kennslu- tilhögun, þannig að unnt verði að undirbúa nemendur til há- skólanáms á skemmri tíma og betur en nú gerist. í þessu sam bandi má t.d. minnast á víð- tækar rannsóknir á eðlisfræði kennslu, sem gerðar hafa ver- ið í Bandaríkjunum, eru þær að leiða til gerbreytingar á kennsluaðferðum í þeirri grein. Að sjálfsögðu þarf að skapa stúdentum miklu fjölbreytt- ari námsmöguleika í vísinda- legum greinum. Það þarf að hraða bróun Háskólans úr „embættismannaskóla" í „vís- indalega rannsóknastofnun", sem yrði meginstoð vísinda- legrar hámenningar í landinu. Vísindalega framhaldsmennt- un og reynslu verðum við að fá erlendis frá um næstu fram tíð. annað hvort með eriendu fóiki eða íslenzku, sem hlotið hefur haldgóða þjálfun við framsæknar erlendar vísinda- stofnanir. 2. Það háir allri vísinda- starfsemi hér á landi að eng- inn skóli er til fyrir aðstoðarfólk, sem vinnur við rannsóknarstörf. Þörfin fyrir fólk með slíka menntun fer hraðvaxandi og það er ger- samlega ókleift að þjálfa það öðruvísi en að hagnýta nú- tíma kennslutækni, sem að- eins er unnt að gera í skipu- lögðum skóla. Það er hin brýn asta þörf að stofnsettur verði skóli eða skóladeild, sem ann- ' ist kennslu fyrir þetta mennt- unarstig. 3. Starfsskilyrðum þeirra, sem vinna við yísindastörf, er víða ábótavant, húsakostur ó- hentugur og þröngur, tæki ó- fullnægjandi o. s. frv. Reisa þarf byggingar þar sem haft er í huga, að starfsemi þessi er í stöðugri þróun og bygg- ingar þurfa að vera með þeim hætti, að unnt sé að breyta herbergjaskipun þeirra án mikillar fyrirhafnar og kostn- aðar. Við þurfum áreiðanlega miklu fleiri sérfræðinga á sviði hagnýtra vísinda fyrir at vinnuvegi okkar, læknisþjón- ustu og aðrar þjónustugreinar. Gera þarf- áætlun um brýn- ustu verkefni, fjölda sérfræð- inga og aðstoðarfólks. Einnig þarf að gera áætlun um nauð- synleg tæki og heildarkostn- aðaráætlun um framkvæmd- Þá er eftir að minnast á seinna atriði spurningarinnar, hvort leggja beri meiri á- herzlu á hagnýt vísindi eða grundvallarvísindi. Röðin er tvímælalaust þannig, að hag- nýt vísindi koma fyrst. Að sjálfsögðu ber einnig að efla grunnvísindi og einbeita kröft- unum á þeim sviðum, sem þörfin er brýnust fyrir at- vinnuvegina eða þar sem að- staða okkar er betri en ann- arra þjóða, t.d. við rannsóknir á erfðafyrirbærum, þjóðfé- lagslegar og landfræðilegar rannsóknir sjúkdóma, jarð- fræði o. fl. Þróun hagnýtra vís inda er bráðanauðsyn ýmsum i þjónustugreinum svo sem læknisfræði engu síður en £§|f framleiðslugreinum þjóðfélags |§§| ins. Án þeirra getum við t.d. |||§| ekki hagnýtt á heillavænleg- an anna. tíð meiri háttar sjúkrahús lands ins og hvernig samvinna þess ara stofnana verður háttað, Án fullkominna rann- sóknastofnana í öllum grein- um læknisfræðinnar er ekki unnt að veita sjúklingum þá læknisþjónustu, sem krafizt er af sjúkrahúsum í nútíma þjóð- félagi. í þessu efni er þörf mik illa átaka hér á landi. Atvinnuvegir þjóðarinnar hafa um of reynt að hagnýta tæknina án þess að hún væri í fylgd með vísindalegri þekk- ingu, vísindálegum vinnuað- ferðum og rannsóknum, slíkt blessast ekki til lengdar. Nú er svo komið að yfir 20% af tekjum ríkissjóðs er varið til styrktar einum atvinnuvegi þjóðarinnar, sem sennilega ræður yfir meiri tækni en sam svarandi atvinnuvegir hjá ýmsum öðrum þjóðum. Það virðist eðlilegra að stórauka fjármagn til vísindalegra rann sókna í þágu þessa atvinnu- vegar og freista að auka fram- leiðni hans svo að hann þurfti á litlum eða e.t.v. engum fjár- hagslegum stuðningi að halda. Það er alltaf mikið vanda- mál, hve miklu fé skuli verja til rannsóknarstarfsemi og hvernig þess skuli aflað. Hjá mörgum erlendum þjóðum rennur mikið fjármagn til vis- indastarfsemi án þess að það fari í gegnum rikiskassann. í tækniþróunarþjóðfélögum ber ætíð svo við, að ýmsir ein- staklingar og hópar manna fá aðstöðu til þess að græöa stór fé á tæknilegum nýjungum, án þess að þeir hafi í raun- inni nokkuð til þess unnið. Það virðist eðlilegt að þeir leggi hluta af þessu fé til rann sókna á þeim sviðum þjóðfé- lagsins, þar sem þörfin er mest, en slík framlög kæmu til frádráttar við almenna skatt- lagningu. Þessar lauslegu ábendingar geta ekki skoðast svar við spurningunni, svo sem að framan segir, en fullnaðar- svar hefði grundvallar gildi fyrir eflingu raunvísinda í landinu. Ráðlegast er að setja á laggirnar nefnd, til þess að leysa þetta viðfangsefni og verði þá vikið frá þeirri gömlu reglu að tilnefna í nefnd menn, sem hlaðnir eru störfum, en tekinn upp nýr háttur, sá að þeir, sem sæti taka í nefndinni þurfi ekki að sinna öðrum störfum á meðan unnið er að verk- efninu. Skipulagning þess- ara mála er svo mikils verð að ekkert má spara um of í þeim efnum. Morgunblaðið á þakkir skil- ið fyrir að taka þetta mikil- væga mál á dagskrá, sem raunverulega er fjöregg efna- hagslegs sjálfstæðis og menn- ingar þjóðarinnar. Arinbjörn Kolbeinsson. & £i || . | íSíföís Ásgeir Þorsteinsson, efna- verkfræðingur, fyrrv. formað- ur Rannsóknaráðs rikisins, svarar spurningunni svo: Mér finnst í heild að segja megi að aðbúnaður æðri vís- inda hér á landi sé á margan hátt góður eftir því sem ætl- ast verður til af ekki stærra þjóðfélagi en við búum L Segja má að þjóðfélagið hafi tekið vísindamönnum sínum einkar vel, þegar þeir hafa komið frá námi og búið þeim velflestum allgóð skilyrði og • sumum ágæt. Þeir hafa feng- ið góð tæki til að vinna með og húsnæði er nú óðum að koma og sums staðar ágætt. Sjávarútvegurinn hefir þegar fengið ágætt húsnæði. Land- búnaðurinn er að fá nýtt hús- næði og á sviði sjúkdómsrann- sókna er vel að honum búið. Iðnaðurinn er enn tiltölulega ungur atvinnuvegur hér á landi og vísindaleg undirstaða hans enn á frumstigi, en þeirrar þekkingar er auðveld- ara að leita sér S erlendum vettvangi en á sviði aðalat- vinnuvfega okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.