Morgunblaðið - 26.01.1965, Page 13

Morgunblaðið - 26.01.1965, Page 13
ÞriSjudagur 26. janúar 1965 MQRG U N B LA&IB 13 Kreppur ún kreppu Eftir Kjeid Ptailip fyrrverandi ef nahagsmálaráðlierra Danmerkur |»AÐ er mikil fjarlægð milli Evrápu eins »g hún var á árun- um 1930—1940 og- þeirrar, sem við þekkjum nú á þessum ára- tug. Varla hefur nokkur fyrri ikynslóð lifað álika hreytingar, hvað varðar efnahag ogf félajs- mál. Það getur alltaf verið erfitt að koma auga á það, sem nálægt er, en tölfræði og annað þess háttar veitir þær upplýsingiar, að í stað f jöldaatvinnuleysis sé kom- inn til sögunnar skortur á vinnu- afii. seni er bylting ekki aðeins, hvað snertir vinnumarkaðinn, heldur er það breyting, sem set- ur sinn svip á allt okk.ar þjóð- félag. Miklar breytingar hafa átt sér stað i atvinnulifi okkar, land- búnaðurinn dregizt saman en iðn aðurinn vaxið í það að verða aðalatvinnuvegur okkar eins og annarna landa. Og lifskjörin hafa batnað í svo rikum mæli, að eng- um kom þá til hugar að slikt gæti verið mögulegt. Breytt ytri skilyrði þvinga okk'ur til eins, sem alltaf er erfitt, sem sé að hugsa á annan hátt en áður. í allt of ríkum mæli eru hinar pólitísku umræður okkar mótaðar af hugmyndum og of- notuðum orðatiitækjum, sem til- heyra eldra þjóðfélagi. Verra er það, ef athafnir okkar eru þannig líka. Eitt þeirra sviða, þar sem fcaLs- imátinn frá 1930—1940 hefur flutzt til dagsins í dag, er það, sem kallað er kreppur og kreppu- ráðstatanir. ★ Ef nokkur er þeirrar skoðunar, að okkar tími sé síður afcburða- rikur en fyrri tímar, getur hann ekki hafa fengið þá skoðun úr blöðunum og enn síður frá stjórnmálamönnunum. Að því er virðist förum við úr einni krepp- unni í aðra, vandræði fylgja vandræðum, gjaldeyrisskortur eltir verðbólgu, ýmist er atvinnu- leysi eða skortur á vinnuatli, launaimisræmi, við höfum land- búnaðarkreppu, erum aðsjáandi að samningaumleitunum um markaði, sem byrjað er á en síð- an slitnar upp úr og einstaka sinnum er imprað á því, sem ör- lagaríkast er, gengisbreytingu. Og svo hefur sá, sem álítur tímana nú, öruggari og ekki eins háða sveiflum eins og var fyrir t. d. 30 árum, samt sem áður rétt fyrir sér. Verðsveiflurnar á þriðja áratug þessarar aldar og fjöldaatvinnuleysi og landbúnað- arkreppa fjórða áratugsins var hlutur, snerti fólk á allt annan hátt í hinu daglega lífi, olli neyð, óró og deilum á heimilunum. Kreppur nú eru aftur á móti meira pappírskreppur, áhyggjur út af, hvað geti gerzt og hvað muni gerast, tafl í sérstakri ver- öld, spennandi — leyfi ég mér að segja fyrir munn þeirra, sem taka þátt í því — en að því er virðist án þess að vera neitt beint áhugamál hinna mörgu, þar sem hver dagur mótast af því, að það sé nóg vinna og að fjárhag- urinn batni hæfilega frá ári til árs. Raunverulega skapar mikið tal um kreppur þann skilning, sem er nauðsynlegur til þess að unnt sé að framkvæma þær ráðstaf- anir sem tryggja jafna þróun án kreppna. Kreppur í þeim skilningi þessa orðs, sem fólk lagði í það áður, eru nú ekki lengur til staðar. I>að sem átt var við með kreppu- ráðstöfunum á fjórða áratug ald- arinnar, voru ráðstafanir, sem gerðar voru í því skyni að draga úr neyð eða til þess að losa okk- ur úr efnahagslegum ógöngum, stöðnun. Það sem við nefnurn kreppuráðstafanir nú á dögum eru breytingar, sem hafa það markmið að koma í veg fyrir að kreppa skapist. >ar sem ráðstaf- anir á fjórða áratugnum náðu oft ekki tilgangi sínum, sýnir reynslan aftur á móti, að stefna sjöunda árafcugsins Iiefnr heppn- azt að mestu LeytL Það að við höfum betra vald á vandamálunum, sést einnig a£ þvi, að þær ráðstafanir, sem not- aðar eru, hafa breytzt og raska síður lifi hins einstaka borgara. f>að sem við köllum hömlur, það er að segja boð eða bönn, sem beint er að einstaklingunum hef- ur verið fellt niður alls staðar eða er á miklu undanhaldi. Enda þótt Danmörk sé eitt þeirra landa á Vesturlöndum, þar sem enn er hvað mest at' siíku eftir, er lítið af því épn við lýði hér, og þróunin í þessum efnum er ljós; menn eru iíka mjög sammála um, hvað sé æskilegt þar. f>að er einkennandi fyrir stjórn Iþjóðfélagsins nú á dögum, að hún leitast við í staðinn fyrir hömlur að leggja slíkan ramma utan um efnahagslífið, að þegn- arnir skapi með frjálsum gerð- um stnum þá efnahagsstarfsemi, atvinnu og gjaldeyrisjafnvægi, sem pólitískt er álitið æskilegt eða að unnt sé að ná að minnsta kosti. Frjálst efnahagslíf verður allt- af að eiga sér stað innan ákveð- inna marka. £>annig hefur alltaf verið til staðar vaxta-, skatta- og launatakmörk, sem fólk het’ur orðið að taka titlit til. Áður voru Iþessi takmörk annaðhvort á- kveðin af því — sem í Iþessu til- felli er orðtækí, sem er ofnotað en hér á mjög vel við og skatt- stiginn eftir aigjörlega vélræn- um hagfræðireglum. Hlutskipti Vesturlanda á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar sýnir óneitanlega að ef mörkin utan um hið frjálsefnahagslíf eru numin burtu geta alvarlegar kreppur komið upp. f>að er ekki mikið varið í hið frjálsa efna- hagslíf, þeg'ar afleiðingin er at- vinnuleysi svo og gjaldþrot eða nauðasamningar fyrir þann hluta iandbúnaðarins, sem verst er settur. Framar öðru feist mis- munurinn frá því þá og nú í því, að við teljum það vera hlutverk ríkisvaldsins að ákveða takmörk- in og leyfa síðan efnahagslífinú að vera frjálsu innan þeirra. £>að er ljóst, að með því að breyta vaxtahæðinni og með því að breyta upphæð skatta og sam- setningu þeirra, með reglum um afskriftir, með tollum, með kröf- unum t. d. um eigið fjármagn við nýbyggingar, er unnt að hafa niikil áhrif á venjur fólks, hvað snertir fjármál. Hið nýja er ekki, að um er að ræða ákveðin mörk, heldur hitt, að þau er sett að lokinni ihugun, sem miðar að því að tryggja hin efnahagslegu markmið, en um þau ríkir í raun og veru mjög víðtæk eining: næg eða að minnsta kosti mikil atvinna, mik- ill hagvöxtur á hverju ári, en hann er nú í Danmörku um 4% á ári og helzt ekki of miktar verðsveiflur. Ef stefna, sem miðar við þenn- an ramma á að takast, verður stöðugt að gera á honum lag- færingar. Efnahagsástandið út í heimlnuim breytist jú stöðugt. f>ar við bætist, að það er alLs ekkí víst, að sami rammi Leiði af sér sama árangur á hverjum tíma, Vandinn er þess vegna í því fólginn að fylgjast stöðugt með hinum ytri kringumstæðum og þeirri starfsemi, sem á sér stað í landinu, í þvl skyni að vera jafnan fær um að breyta ramm- anum til þess að takmarkinu verði náð. Eigi takmarkinu að verða náð og hinn jafni vöxtur þjóðfélags- ins að vera tryggður, verða þeir sem stjórna, jafnan að geta breytt rammanum. Svo langt ná- um við líklega aldrei en við get- um komizt lengra eða skemur nær markmiðinu. Ástæðan fyrir því, að þessu markmiði verður varla nokkru sinni náð, er ekki einungis sú, að við höfum erft ákveðnar reglur frá fyrri tímum, sem hafa þau áhrif að t. d. tekjuskattinum verð ur í reyndinni aðeins breytt einu sinni á ári, Enda þótt unnt sé að breyta vissum tegundum neyzlu- og veltuskatta hvenær sem er, þá eru samt takmörk fyrir því, hve oft unnt er að gera slíkt í reyndinni. Kauphallargengið aft- ur á móti aðlagar sig eftir kring- umsfcæðum frá degi tii dags. For- vöxtum má breyta miklu oftar en gert er. Ef það væri gert, myndi ósamræmi varðandi for- vexti yfirleitt minnka. f>ar sem ein leiðin til þess að fá vitneskju um, hvaða ramma- stefna þar fyrir utan er hin rétta, er að kynna sér þróunartilhneig- ingar I sínu eigin þjóðfélagi, verð ur að hafa átt sér stað einhver þróun í aðra átt en óskað er, áður en lagfæring á ramma- stefnunni getur komið til. Þetta vill einnig oft leiða til þess, að ráðstafanirnar eru ekki gerðar eins fljótt og æskilegt væri. En þar við bætist sá pólitíski og mannlegi þáttur hvort menn vilja gera það. Það er eins og við viljum sjá það fyrir augum okkar, að eitthvað er ekki alveg eins og það á að vera, áður en við samþykkjum, að breyting verði gerð. Það er iíkast því, að mönnum finnist eins og þeir þurfi að vera orðnir aðeins veik- ir áður en þeir byrja að taka inn bragðvont meðal. Það að harmleikur sá, sem átti sér stað 1930—1940 varð jafn ofboðslegur og raun varð á, átti rót sína m.a. að rekja til þess, að það var fyrst eftir margra ára kreppu, að fengizt hafði nauð- synleg pólitísk reynsla til þess að gera einhverjar ráðstafanir. Fyrstu árin eftir stríðið var það enn þannig, að fóik vildi fyrst sjá kreppuna, áður en það áleit rétt að gera einhverjar ráð- stafanir. Síðan kom það sem kall að hefur verið siksak-pólitíkin. Sl. 7—8 ár höfum við einnig átt við sveiflur að etja. En sökum þess að ytri aðstæður hafa reynzt okkur hjálplegar og einnig vegna betri þekkingar á öllu því,. sem hér er u.m að ræða, hefur það tekizt á síðustu árum að gera nauðsyniegar ráðstafanir svo tím anlega, að tekizt het'ur að tak- marka sveiflurnar við fjármála- sviðið en þær hafa ekki haft á- hrif almennt á atvinnuskilyrði okkar. Fyrir efnahagslíf, sem er stjórnað með þessum hætti skipt- ir það auðvitað miklu máli, að viðhafðar séu svipaðar aðferðir í þeim löndum, sem skipti hafa við okkur. Vandamál okkar hafa orð- ið miklu léttari viðureignar fyrir þá sök, að stórþjóðirnar á Vest- uriöndum hafa notfært sér nú- tíma hagfræði og sótt ráð sín tiL hennar. Vegna hinna mörgu 'Smáráð- stafna, sem hið beizlaða efna- hagslíf hefur í för með sér, eruni við á Leið inn í hið kreppulausa þjóðfélag. Það verður ekki hjá því komizt, að þetta hafi áhrif á hugsunarhátt okkar. Þetta sést bezt með því að athuga viðbrögð- in í stjórnmálum. A okkar tímum álítur stjórnarandstaðan — einn- ig þótt hún þykist vera frjáls- lynd — það sjálfsagðan hlut, að hún geti gagnrýnt, ríkisstjórnina, ef dýrtíð skylti á í landinu, það yrði atvinnuleysi, gjaldeyris- skortur eða eitthvað þvílíkt. Með þessu er viðurkennt, að ríkis- stjórnin beri ábyrgð á slíku. Þess konar fyrirbrigði eru ekki eins og frjálsiyndir áður böldu — náttúrufyrirbrigði á sama hátt og regn og frost. En ef ríkis- stjórnin á að bera ábyrgðina verður hún einnig að vita hvaða ráðstafanir ber að gera. EldrLpólitík, þar sem þróunin sjált' var látin setja sér • hinn efnahagslega ramma, myndi nú yfirleitt ekki geta átt sér stað. Hún myndi ekki fyrr hafa fært okkur í áttina að gryfjunní til vinstri, gjaldeyrisskortinum eða að gryfjunni til hægri, atvinnu- leysinu, en fólk myndi krefjast þess, að ráðstafanir yrðu gerðar til þess að koma okkur á réttan kjöl. Sú stjórn, sem skellti skoll- eyrum við slíkum kröfum, myndi ekkí lifa næstu kosningar af. Og við skulum ekki blekkja okkur mcsð því, að fólk kysi ekki frekar hvers konar hömlur en atvinnu- leysi, enda þótt það yrði aðeins í litlum mæli. Hvort sem ein stjórn kallar sig frjálslynda eða sósíalístiska myndi hún verða knúin til þess af kjósendum að hafa hvorki frjálslynda eða sósíalistiska stefnu, - heldur að skapa í landinu þann afmarkaða efna- hagslega ramma, að næg atvinna og jafn hagvöxtur yrðu afleiðingar hans. Þetta þýðir ekki það, að það skipti engu máli, hvers konar ríkisstjórn við höf- um. í fyrsta lagi skipta mörg önnur atriði máli en þetta, en einnig er unnt að nota meðul sem sett eru saman á marga vegu til þess að leysa vandamál hins veiklaða efnahagslífs. Ein afleiðing hins beizlaða efnahagslífs, sem komið hef- ur verið á, á samræmdan hátt, er sú að hinn ein- staki borgari nýtur meira efna- Kreppur nú em aðallega pappírskreppur. — Teikningin er gerff af Árne Ifngenmann. Kjeld Philip hagslegs frjálsræðis en han« nyti ef tti vill við nokkurt annað efnahagskerfi. Sérhver getur þá frjálst valið sér starf fest £é sitt inna starfs síns eins og honum þykir bezt, og Sjálfur ákveðið í hvað hann ver sinum peningum. Hinir góðu tímar og hinn bætti efnahagur í þeim löndum, sem mótuð eru af hinu beizlaða efnahagslífi, hafa einnig haft á- hrif í þá átt að draga úr höml- um á sviði utanríkisviðskipta, þannig að við verðum, nema hvað snertir landbúnaðarafurðir, að leita til tímabilsins fyric 1914 til þess að finna samsvarandi viðskiptafrelsi. Hið beízlaða efnahagskerfi okkar tíma á meira sameiginlegt tískum markmiðum. Bæði veita með takmarki frjálslyndu stefn- unar en nokkrum öðrum póii- hinum einstaka borgara talsvert efnahagslegt frjálsræði. Hinir frjálslyndu voru þeirrar skoðun- ar, að sá rammi, sém yrði til af sjálfu sér í hinu algjörlega ó- hefta efnahagskert'i, myndi skapa möguleika fyrir slíkt frelsi. Við vitum, að það gat Vel farið svo, að það yrði ekki árangurinn. Við vitum líka, að með því að nota ramma sem við getum haft áhrif á, er auðveldara fyrir okkur að tryggja okkur gegn þeim öflum, sem koma okkur til þess að velja hömlur fram yfir efnahagslegt frelsi. Hið beizlaða efnahagslíf hefur samt sinar hættur að geyma. Það hefur reynzt mjög móttækilegfc fyrir rhiklum verðhækkunum. Þess vegna er nú leitast meir og meir við að skapa í stað peninga- og fjármálapólitíkur það, sem kallað hefur verið tekjupólitík. Meiri hættur skapa'i reyndinni ákveðnar tilhneigingar, sem hljóta að hafa í för með sér fastari skorður á þjóðfélaginu. Ég ætia hér aðeins að impra á fáeinum atriðum. Með því að nota orð eins -og uppbætur og aukatekjur er viðurkennt, að tekjufyrirkomulagið er hlutur, sem verður að vera meira eða minna ákveðinn. En við efna- hagslíf, sem ekki býr við hömiur, verðum við að leyfa tilfærslur á tekjum milli hinna ýmsu hópa þegnanna. Aðferð efnahagslífsins við að flytja fólk úr einni at- vinnugrein í aðra, er sú, að í einni grein hefur fólk mikLar tekjur en annars staðar minni. Skyldi nokkur maður trúa því t. d., að við hefðum, án þess að grípa til harkalegra aðgerða, sem skert hefði frelsi einstakiing- ánna, getað náð að flytja þann mikla fjölda fólks, sem raun loer vitni um, frá landbúnaði í iðnað, ef tekjuaukning landbúnaðarins hefði ekki verið minni en ann- arra atvinnugreina. Við beizlað efnahagslíf eru meiri möguleikar til efnahags- legs frelsis fyrir einstaklingana en við nokkurt annað efnahags- kerfi, sem er þekkt. Ef hið beizl- aða efnahagslíf á að starfa í sam- ræmi við tilgang sinn, verður mjög oft að gera smálagfæringar á þeim ramma, sem er utan um það. Þetta eru ekki kreppuráð- stafanir. Þetta eru ráðstafanir til iþess að koma í veg fyrir kreppur. (Grein þessi er þýdd úv Politiken).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.