Morgunblaðið - 13.03.1965, Page 2

Morgunblaðið - 13.03.1965, Page 2
MORGUNBLABIB Laugardagur 13. marz 1965 « Oltazt að aftur komi til trúaróeirða í Saigon Saigon, 12. marz, AP. KAÞÓLSKIR menn í Saigon hafa mikið verið á ferðinni í dag og haldnir hafa hafa verið marg- ir fundir þeirra, en ekki fjöl- mennir þó, í höfuðborginni og næsta nágrenni hennar. Óttazt er, að aftur kunni að koma þar til illdeilna með kaþólskum og Búddatrúarmönnum. Sl. helgi varð kaþólskur her- maður í Da Nang að bana öðrum hermanni, Búddhatrúar, í rysk- ingum er spunnust af spila- mennsku þeirra. Ekki vildu trú- bræður hins fallna una þessu og brenndu fjögur heimili kaþólskra í Da Nang í hefndarskyni og héldu útifund, en herlið var kvatt á vettvang og dreifði mann fjöldanum. Einnig er það hald margra í höfuðborginni, að brátt megi menn eiga von á einni byltingar- tilrauninni enn og muni sú runn- in undan rifjum kaþólskra. Leið- togar byltingartilraunarinnar er gerð var í fyrra mánuði og fór út um þúfur, svo sem kunnugt er, herforingjarnir Pham Ngoc Tao og Lam Van Van Vom Phat, sem báðir eru kaþólskir, fara enn huldu höfði einhvers staðar í Fræðslufundur í Valhöll NÆSTI fundur á fræðslunám- skeiði Verkalýðsráðs Sjálfstæðis- flokksins og málfundafélagsins Óðins verður í Valhöll n.k. mánudag 15. þ.m. kl. 20,30. Á fundinum flyt- ur Birgir Kjaran hagfræðingur fyrirlestur er hann nefnir: Þættir um stefn- ur og íslenzk stjómmál. Á eft- ir fyrirlestrinum verður málfund- ur, rætt um landbúnaðarmál. Framsögumenn: Sigurjón Bjarnason og Sigurður Sigurjónsson. Þátttakendur eru beðnir að mæta vel otg stundvis- lega. Sátiafundur á sunnudag SÁTTAFUNDUR fulltrúa yfir- manna á farskipum og skipa- eigenda lauk kl. 3 í fyrrinótt, án þess að samkomulag næðist. Næsti fundur er boðaður kl. 4 á sunnudag. landinu, þrátt fyrir miklar til- raunir stjórnarinnar til þess að finna þá og taka höndum. Blaðamaður nokkur segir í dag að leiðtogar Búddatrúar- pianna í Suður-Vietnam séu á bandi kommúnista og geri sér þess ljósa grein að íhlutun Banda ríkjamanna sé eina ástæðan til þess að stríðið þar haldi enn á- fram. Segir blaðamaðurinn, Wil- fred Burchett, sem er Austur- ríkismaður, að tveir virtir leið- togar Búddatrúarmanna séu fé- lagar í miðstjórn „þjóðfrelsis- hreyfingar" kommúnista. IVferki Ekkna- sjóðs seld á sunnudag HINN árlegi merkjasöludagur Ekknasjóðs íslands er á sunnu- daginn. Ekknasjóður var stofn- aður af sjómannskonu fyrir á- hættufé manns hennar, er hann kom heill úr hinum mikla hildar- leik heimsstyrjaldarinnar síðari. Síðan hefur sjóðurinn verið efldur með árlegri merkjasölu einnig hafa honum borizt gjafir. Er búið að veita úr Ekknasjóði í nokkur ár, síðastliðið ár til fimm ekkna. Merki Ekknasjóðsins eru með engilsmynd og áletruninni Ekkna sjóður íslands. Þau verða afhent og seld í Sjálfstæðishúsinu uppi á sunnudaginn eftir kl. 9.30 um morguninn. Hvetur sjóðurinn reykvíska fgreldra til að láta börn sín selja þessi merki á sunnudag og borgarbúa til að taka börnunum vel og kaupa af þeim n-ierki. Uppþot í Aþenu Aþenu, 12. marz. AP. ÞRJÁTÍU manns særðust er sló í brýnu í dag milli lögreglumanna og íbúa borgarhverfis eins í Aþenu, þar sem hús eru flest í óleyfi byggð. í hverfi þessu eru um það bil 1,000 slík hús og í morgun var hafizt handa um að ryðja þeim burtu. Lögreglan beitti kylfum og táragasi til að dreifa mannfjöldanum, sem lét sig ekki með góðu og áður en lauk slösuðust tíu lögreglumenn, tveir þeirra alvarlega. 20 manns voru handteknir fyrir mótþróa við yfirvöldin. 1** ' ..-W. * & í GÆR var hægviðri hér á landi. Vægt frost var á Vest- fjörðum kl. 11, en annars staðar var hiti rétt ofan víð frostmark síðdegis. í nótt mun hafa verið næturfrost um allt land. Lægð sést á kortinu ná- lægt Nýfundnalandi og ætti verða nálægt Hvarfi á morg- un, en farið að hlýna hér nokkuð með austlægri átt. Veðurhorfur kl. 10 í gær- kvöldi: Suðvesturmið: NA- kaldi og léttskýjað í nótt, en þykknar upp með A-stinnings kalda síðdegis. Suðvesturland Faxaflói og miðin: Hægviðri og léttskýjað fram eftir degi, en A-jcaldi og skýjað með kvöldinu. Breiðafjörður til Norðvesturlands og miðin: Hægviðri fram eftir degi, síð- an A-gola, léttskýjað. Aust- firðir, miðin og Austurdjúp: NA-gola og skýjað. Suðaust- urland og miðin: NA-gola og léttskýjað, en A-gola og skýjað síðdegis. Horfur á sunnudag: Hæg A-átt og ennþá svalt og bjart á norðvestanverðu landinu, en A-kaldi sunnanlands, um 5 st. hiti og sums staðar lítilsbátt- ar rigninig. Næsta verkefnið verður væntanSena Afríka — segír Guðjón liðugason, skipsfjói’i, sem nýkomirtn er heim frá Piikislan, þar sem hann fann geysiauðug fiskimið Frú Björg Sigurðardóttir, sonurinn Guðjón, þá Guðjón Illugason og dóttirin Lovisa. — Myndin var tekin af fjölskyld unni Vishagapatnam. GUÐJÓN Illugason, skipstjóri, er nýkominn heim frá Pakist- an. þar sem hann hefur dval- izt um tveggja ára skeið á vegum Landbúnaðar- og mat- vælastofnunnar SÞ (FAO) til að kanna fiskveiðimöguleika á Bengalflóa. Morgunblaðið átti i gær stutt samtal við Guðjón, sem sagði: — Ég kom heim til íslands 6. febrúar sl. eftir tveggja ára dvöl í Pakistan. Ég geri ráð fyrir því, að vera heima í 3-4 mánuði, en ég er ekki heill heilsu, er slæmur í baki. Þessi kvilli hefur háð mér í 11-12 ár. — Samningur minn um Pakistandvölina er útrunninn Og ég fer ekki aftur þangað. Það hefur komið til tals, að ég fari á vegum FAO til Afríku, liklegast til Ghana. — Starf mitt í Pakistan var aðallega að rannsaka hvað hægt væri að fiska í Bengal- flóa. Við skiptum flóanum í 110 reiti, sem hver var um 100 fermílur að stærð. Við kom- umst að því, að hægt er að veiða á 11 þúsund fermílna svæði. — Á tveim árum könnuðum við veiðimöguleika á 72% alls svæðisins. Sums staðar var allgóð veiði, komst upp í 400 kg á klukkustund. Þá fór ég út með tveim bátum til að kenna þeim meðferð á veiðar- íærum. — Við fundum geysiauðug fiskimið í mynni árinnar Shahbazpur, en þessi mið höfðu ekki fyrr verið þekkt. — Fundum við geysistórar fisktorfur á dýptarmæli og gerðum tilraunir til að veiða fiskinn með því að leggja rek- net og botnnet. En þáð bar ekki árangur. Þessi fiskur hef- ur fálmara og finnur hann net in með þeim og syndir burtu. — Þá reyndum við botn- vörpu og töguðum með henni og þá fengum við ágæta veiði. I einu tilfelli t. d. fengum við 5 tonn á 5 mínútum. í síðustu ferðinni sem ég fór fengum við 13,5 tonn á tæpri 3 V2 klst. á 75 tonna báti, sem nýkom- inn var á þessar slóðir. Ann- ars eru ekki nema 5 bátar a£ svipaðri stærð í Austur-Pak- istan. — Fiskurinn, sem við fund- um í ármynninu, er mjög góð- ur til átu. Hann er af stein- bítsfjölskyldunni og ber fræði heitið pangas. Líklega er hann annar verðmesti fiskurinn þar í landi. — Ekki er fyllilega rann- sakað enniþá, hve mikið má veiða af honum í öðrum ám þarna með botnvörpu. Við fundum þennan fisk fyrst í aprílmánuði í fyrra, en gátum ekki fiskað nema til maíloka. Þá þurfti að taka bátinn upp í slipp. — Hann var ekki tilbúinn á veiðar aftur fyrr en í ágúst- byrjun. Fórum við þá aftur á þessar slóðir, en þá fannst enginn fiskur. Við fórum þá á þrjár nærliggjandi ár, en þar fannst heldur enginn fisk- ur. Á þessu svæði er geysi- mikill straumur á tímabilinu júní-október. Á þeim tíma fundum við engan fisk. — Þann 25. nóvember fór- um við aftur af stað og þá fannst óhemju fiskmagn, sem búizt er við að unnt sé að veiða frá nóvember til júní. — Mikill áhugi er meðal mánna á þessum nýju, auð- ugu miðum og hafa menn skrifað mér til að biðja um að fá íslenzkan skpstjóra til að stjórna bátum á þessum veiðum. — Fjölskylda mín var með mér í Pakistan í 9 mánuði, en það eru erfiðleikar með skóla- göngu barnanna, svo kona mín, Björg Sigurðardóttir, fór heim um það leyti sem skólar byrjuðu. Við eigum sjö börn, það yngsta er 8 ára, en þau eldri eru gift. X ■ i ■' V ' Lóðning í ármynni Shahbazpur. — Eins og sjá má er fiskitorfan samfelld á ea. 10 faðma dýpi. Er hér um feikilegt fiskmagn að ræða. Svarta strikið að neðan sýnir endurkast. Lóðningin er frá 26. nóvember siðastliðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.