Morgunblaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 13. marz 1965
Louise drottning tæddist 13.
júlí 1889 í Heiligenberg í
Þýzkalandi, og voru foreldrar
hennar Ludvig prins af Batt-
enberg og kona hans Victoria
prinsessa af Hessen. Faðirinn
var bróðir keisarafrúarinnar í
Rússlandi og barnabarn Vict-
oriu Bretadrottningar. Hann
hafði gengið í brezka flotann
og hlotið þar foringj anafnbót
og flutti því snemma með fjöl-
skyldu sína til Bretlands. Þeg-
ar fyrri heimsstyrjöldin
brauzt út 1914 var Ludvig af
Battenberg æðsti maður
brezka flotans, eða First Sea
Lord.
Louise var stoð og stytta
manns síns í opinberu starfi
hans ag vann með honum að
áhugamálum hans. Þau ferð-
uðust víða og oft undir dul-
nefninu greifinn og greifafrú-
in af Gripsholm.
Ekki var þjóðhollusta þessa
þýzka prins dregin í efa í
Bretlandi, en enigu að síður
varð hann að láta af embætti
þegar styrjöldin hófst. En
þremur árum seinna, eða 1917,
var gefin út konungleg reglu-
gerð í Bretlandi þar sem
ákveðið var að banna mönn-
um að bera þýzka titla þar í
landi, og var Ludvig af Batt-
enberg þá gerður að mark-
greifa af Milford-Haven. Ensk-
Sænsku konungshjónin á ferðalagi.
aði hann þá nafnið Batten-
berg yfir í Mountbatten og tók
upp fornafnið Louis.
Louise prinsessa af Batten-
beng varð þá lafði Louise
Mountbatten. Hún var á þrí-
tugsaldri á stríðsárunum, og
tók að læra hjúkrun. Starfaði
hún um skeið við brezkt
sjúkrahús í Frakklandi. Til er
saga um prinsessuna frá þess-
um árum, sem lýsir henni
nokkuð. Þannig var að til
sjúkrahússins kom aldraður
læknir, sem var lítið hrifinn
af því að hafa kóngafólk í
sinni þjónustu. Hann hafði
frétt um Louise prinsessu, en
ekki séð hana. Svo hitti hann
hjúkrunarkonu á gangi
sjúkrahússins, snýr sér að
henni og hvíslar: „Það er víst
einhver prinsessa starfandi
hér. Hvernig er hún?“
Svía, en hann hafði þremur
árum áður misst fyrri konu
sína, Margaretu, sem hafði
Gustaf Svíakonugur and-
aðist árið 1950, 92 ára að aldri,
en þá var Gustaf Adolf 68 ára.
Hann hafði ætlað sér að láta
son sinn taka við völdum. Sú
fyrirætlun fór út um þúfur
þegar sonurinn fórst í flug-
slysi á Kastrup flugvelli 1947.
Varð það þvr úr að Gustaf
Adolf gerðist konugur Svia. í
nærri fimmtán ár var Louise
drottning Svía. Hún var fædd
í Þýzkalandi, uppalin í Bret-
landi en sænskari en margir
Svíar er hún andaðist.
Hjukrunarkonan, sem var
Louise prinsessa, leit á lækn-
inn og svarar: „Hún er ósköp
venjuleg kona, alveg eins og
ég“. Það var ekki fyrr en
nokkru seinna að læknirinn
komst að því að hann hafði
verið að tala við prinsessuna.
Louis Mountbatten mark-
greifi andaðist 1921. Hann
hafði misst eignir sínar í
heimsstyrjöldinni, og stóð
ekkja hans uppi eignalaus.
Þá hún þá boð brezku kon-
ungsfjölskyldunnar og flutti
ásamt Louise dóttur sinni í
Kensington höllina í 'London.
Hinn 3. nóvember 1923 gift-
ist Louise Mountbatten Gustaf
Adolf, þáverandi krónprins
Louise Svíadrottning.
Brúðkaupsmynd af Gustaf Adolf og Louise Mountbatten.
Útför Louise Svídrottningar gerð í dag
ÓTFÖR LOUISE Svíadrottn-
ingar verður gerð frá Stor-
kyrkan í Stokkhólmi fyrir há-
degi í dag, og verða viðstaddir
þjóðhöfðingar víða að úr
heiminum, þeirra á meðal for-
seti íslands. Drottningin and-
aðist sem kunnugt er á hádegi
s.L sunnudag eftir þriggja
daga banaleigu. Var maður
hennar, Gustaf Adolf Svía-
konungur, við dánarbeð henn-
ar ásamt börnum sínum þrem-
ur af fyrra hjónabandi þeim
Ingrid Ðanadrottningu, Bertil
prins og Sibyllu prinsessu.
Einnig voru við dánarbeðinn
Alice prinsessa af Grikklandi,
systir drottningar, og Sigvard
Bernadotte prins.
alið honum fimm börn. Voru
þau gefin saman í kapeliu
brezku konungsfjölskyldunn-
ar í St. James höll í London.
Að lokinni brúðkaupsferð til
Frakklands og Ítalíu kom
Louise loks til Svíþjóðar hinn
10. desember 1923. Strax í
upphafi varð hún að sinna
margvíslegum embættisstörf-
um, því tengdamóðir hennar,
Victoria drottning, var mjög
farin að heilsu. Hún lærði
snemma sænsku, og vann hugi
allra, sem henni kynntust. Tók
hún virkan þátt í margskonar
líknarstörfum, og í síðari
heimsstyrjöldinni vann hún
að fangaskiptum milli Breta
og Þjóðverja, sem fóru fíam í
Gautaborg.