Morgunblaðið - 13.03.1965, Síða 17
Laugardagur 13. marz 1965
MOKeUHBLAÐ/Ð
17
Útsýn efnir til páska-
ierðar til Madeira
SÍÐAN flugsamgöngur hófust til
Madeira á síðastliðnu ári hefur
ferðamannastraumurinn stórauk-
izt, og nú þarf margra vikna eða
mánaða fyrirvara til að fá far
eða gistingu á „Eyju hins eilífa
vors“ eða „Perlu Atlantshafsins“,
eins og Madeira er oft nefnd.
Ferðaskrifstofan Útsýn tryggði
sér gistingu fyrir 40—50 manna
hóp á nýjasta hóteli Madeira,
Santa Isabel fyrir einu ári og
efnir nú til páskaferðar þangað
í annað sinn. Hefst ferðin 15.
apríl og stendur í hálfan mánuð.
Að dómi þeirra er til þekkja
og víða hafa farið, þykir Madeira
einn fegursti staður hejms og
minna á Suðurhafseyjar hvað
loftslag og gróður snertir. Lega
eyjarinnar og Golfstraumurinn
gera hana að einum frjósamasta
bletti jarðar, enda er Madeira
eitt glitrandi blómahaf í öllum
•regnbogans litum. Landslag er
einnig hið fegursta, og skiptast
á ávalar hæðir, fagrir frjósamir
dalir og há fjöll, hin hæstu um
2000 m. Eitt helzta aðdráttarafl
eyjarinnar er þó hið heilsusam-
Blaðinu hefur borizt til birt-
ingar eftirMrandi opið bréf til
borgaryfirvalda Reykjavíkur,
frá Framfarafélagi Seláss og
Árbæjarbletta:
VIÐ leyfum okkur hér með að
tilkynna yður að eftirfarandi til-
lögur voru samþyktkar með sam
hljóða atkvæðum fundarmanna á
aðalfundi félagsins 28. febrúar
1965:
„Aðalfundur F.S.A. haldinn
28. febr. 1965 leyfir sér að bera
fram eftirfarandi kröfur við
borgaryfirvöld Reykjavíkur:
1. Að fyrirhugaðri rafmagns-
lýsingu á Suðurlandsbraut frá
Elliðaám að Rauðavatni verði nú
þegar hrint í framkvæmd.
2. Að meðfram framangreind-
um vegarkafla verði gerðar mal-
bikaðar eða steyptar afmarkaðar
brautir fyrir hjólríðndi og gang-
andi vegfarendur.
3. Að hámarkshraði bifreiða á
þessum vegarkafla verði lækkað
Ur úr 60 km. niður í þann há-
markshraða, sem gildir annars
staðar í þéttbýli í Reykjavík.
lega, þægilega loftslag, sem
vegna andvarans frá sjónum verð
ur aldrei óhæfilega heitt, enda
hefur fjöldi fólks leitað sér þang-
að lækninga. Um þetta leyti árs
er hitinn um 23° C. og allt í
fegursta skrúða. Þarna munu
þátttakendur í páskaferð Útsýnar
dveljast í vikutlma og njóta hvíld
ar og skemmtunar, baða í sól og
sjó og fara í kynnisferðir um
eyna.
Á leiðinni til Madeira verður
einnig stanzað í Lissabon, sem
þykir fögur borg og glaðvær.
Margt minnir þar á afrek og
frægð Portúgala, sem eitt sinn
voru mesta siglingaþjóð heims.
Verður dvalizt þar tvo dagaji suð
urleið, en í heimleið tvo daga
í London. Flogið verður með flug
vélum Flugfélags íslands til Bret
lands, en þaðan með þotum BEA
og portúgalska flugfélagsins, og
geta þátttakendur framlengt ferð
ina, ef óskað er. Mun ferðakostn
aður í allri ferðinni með dvöl á
beztu hótelum kosta litlu meira
en venjulegt flugfargjald til
Madeira fyrir einstakling.
Jafnframt verði þeirri reglu fram
fylgt og allir þeir sem gerast brot
legir við hana, látnir sæta ábyrgð
samkvæmt gildandi umferðalög-
um.
4. Að hinni miklu umferð
Suðurlandsvegarins verði hið
fyrsta bægt frá þessu sívaxandi
íbúðahverfi. — Hraðað verði
staðsetningu og lagningu hins
fyrirhugaða nýja Suðurlandsveg-
ar, enda verði hann ekki í nán-
um tengslum við þessa byggð.
5. Að hið allra bráðasta verði
staðsett verzlun á þessu svæði,
byggðarmegin við Suðurlands-
brautir.a.
6. Að uppgreftri úr skurðum,
sem nú er unnið við og öðrum
framkvæmdum við þá, verði
þannig hagað að þær á engan
hátt skerði eða gangi út á það
litla brautarrými, sem nú er á
fyrrgreindum hluta Suðurlands-
brautarinnai.
7. Að allir þeir opnu skurðir
og húsgrunnar sem eru og verða
kunna hér í hverfinu, verði ræki
lega merktir og afgirtir svo börn
um stafi ekki hætta af þeim.
8. Að strangt eftirlit verði sett
með grjótflutningum frá grjót-
námi borgarinnar, svo að hið
tíða rgjótkast af flutningabílum
þess geti ekki átt sér stað“.
Með tilvísun til eftirfarandi
samlþykktar, sendri Borgarráði
Reykjavíkur 9. marz 1964, svo-
hljóðandi:
„Aðalfundur Framfarafélags
Seláss og Árbæjarbletta 23. febr.
1964, skorar á háttvirt Borgar-
ráð Reykjavíkurborgar, að það
hlutist til um að götulýsing frá
Árbæ að Rauðavatni verði kom-
ið á sem allra fyrst.“
I greinargerð segir:
„Hægt er að benda á, að á þess
um kafla vegarins hafa orðið
mjög alvarleg slys, þar á meðai
a.m.k. eitt er leiddi til dauða, og
má rekja mörg þeirra til ónógr-
ar götulýsingar.“
I svarbréfi borgarstjóra dags.
29. apríl 1964 segir m. a. — ” —
Borgarráð samþykkti, að í fram-
kvæmdaáætlun rafmagnsveitunn
ar á yfirstandandi ári og næsta
ári, verði gert ráð fyrir raf-
magnslýsingu á Suðurlands-
braut frá Elliðaám að Rauða-
vatni.“
Okkur er ekki kunnugt um að
enn hafi verið byrjað á fyrr-
gréindri lýsingu á þessum hluta
Suðurlandsbrautar og ekki orðið
vör neinna framkvæmda í þá átt.
Hörmum við stórlega þær miklu
vanefndir sem þegar em orðnar
á þessu sjálfsagða öryggismáli
okkar sem búum í þessu bæjar-
hverfi.
Hinn 27. jan. sl. varð á þessum
slóðum hörmulegulegt dauðaslys,
sem greint var frá í blöðum og
útvarpi og því ekki rakið frekar
hér.
Orsök þess slyss má án efa
rekja til þess ógurlega myrkurs,
sem ríkir yfir allri umferð hér
á Suðurlandsbraut.
Þegar ekið er áleiðis út úr
bænum að kvöldi eða nóttu til,
eftir Suðurlandsbraut og komið
yfir brýrnar í Elliðaánum er eins
og farið sé inn í kolsvartan vegg.
Bílljósin hverfa í kolsvart mal-
bikið. Vegamót Suður- og Vestur
landsvegar er stundum illt að
greina. Þannig er Suðurlands-
brautin öll frá Elliðaám algjör-
lega óupplýst. íbúðahverfið fyr-
ir ofan Árbæ sem nefnt er Selás
og Árbæj arblettir verður að nota
Suðurlandsbrautina sem tengilið
innan hverfisins þar sem hún er
eina samgönguleiðin í hverfinu.
A Suðurlándsbraut skammt frá
vegamótum Suður- og Vestur-
landsvegar er skilti sem á stend-
ur 60 km þar með er aflétt þeim
lægri hámarkshraða, sem gildir
annarsstaðar í bænum.
Nú þegar er allmikil umferð á
þessum hluta Suðurlandsbrautar-
innar af gangandi og hjólríðandi
fólki og þá ekki sízt börnum á
leið úr og í skóla,, í sendiferðum
o. fl. Hér er um að ræða þann
eina malbikaða vegarkafla sem
er á löngu svæði. Hann er freist-
ing fyrir börn á reiðhjólum til
skemmtiaksturs. Hann er líka
freisting fyrir ökumenn til kapp-
aksturs á kraftmiklum bifreiðum.
Fyrir þessum freistingum hafa
ýmsir bæði ungir og gamlir fall-
ið. Síaukinn bifreiðaakstur og oft
geypilegur hraði á þessum vegar-
kafla eykur slysahættuna til
stórra muna. Þó er slysahættan
allra mest í náttmyrkri skamm-
degisins á algjörlega óupplýstum
vegi þegar bifreiðum er ekið á
ofsa hraða og með háum ljósum
án þess að skeytt sé um þá um-
ferð sem á veginum er. Það verð-
ur að teljast mikil mildi að fleiri
umferðarslys hafi ekki orðið hér,
en raun ber vitni um. Það má
áreiðanlega að einhverju leyti
þakka gætni þeirra gangandi og
hjólríðandi vegfarenda sem hér
eiga hlut að mál, því til sönnun-
ar væri hægt að nefna nokkur
dæmi.
Staðsetning verzlunar þeirrar,
sem hér er starfrækt, er miður
heppileg. Þar sem byggðin er
annars vegar við þessa miklu
hraðbraut sem Suðurlandsbraut-
in er, en verzlunin hinsvegar.
Allir þeir sem hér búa og eiga
erindi í verzlunina verða að fara
eftir þessari braut. Einginn gang-
stigur er meðfram henni hvað
þá heidur hjólreiðabraut. Ekki er
Umferð og fram-
kvæmdir í Selás- og
Árbæjarblettum
heldur nein gangbraut merkt yfir
Suðurlandsbrautina. (Hjólreiða-
brautir eru sennilega óþekkt
fyrirbrigði á voru landi, þó munu
hjólreiðar ekki bannaðar hér, en
hjólríðandi vegfarendur virðast í
litlum rétti gagnvart öðrum farar
tækjum, það mál verður þó ekki
frekar rætt hér.)
I Árbæjarblettum er nú unnið
að holræsagerð'og vegalagningu
vegna skipulagsins. Þar er einnig
nú þear byrjað á nokkrum íbúðar
húsum, þó eru enn fleiri fyrir-
húguð. Allar þessar framkvæmd-
ir leiða af sér mikið jarðrask.
Opnir skurðir og húsgrunnar
standa vikum og jafnvel mán-
uðum saman hálffullir af vatni
algjörlega óvarðir fyrir börnum
Framhald á bls. 19.
aðist. Ég er eldd þeirrar skoð-
unar, eins og sumir virðast
vera, að íslenzk menninig þurfi
að sanna tilverurétt sinn með
einhverjum slíkum aðgerðum og
hún sé lítils eða einskis virði, ef
hún standist þær ekki. Um leið
mega menn hafa það í huga, að
fleira sækir að íslenzkri menn-
ingu en útlent sjónvarp eitt,
enda þótt það sé sérstaklega til
umræðu hér að gefnu tilefni.
íslenzk menning getur ekki
átt tilveru sína undir slysuiin
eða óhöppum, eins og þegar
sjónvarpinu var dengt á inn-
lendan markað, og það hlýtur
einnig að vera grundvallaratriði
hverri frjálsri þjóð, hvaða sjón-
varp eða önnur fjölmiðlunar-
tæki séu alls ráðandi í landi"
— Vettvangur
Framhald af bls. 15
beint í áugu við hann.....“
íslendingar gera sér ljósa smæð
sína og vanmátt til margra hluta.
En háskalegt er, ef þeir taka að
vísa á bug óþægilagum staðreynd
um með innantómu sjálfhóli og
rakalausum fullyrðingum um eig
ið ágæti. Sýna ekki einmitt þess-
ar endurteknu og órökstuddu full
yrðingar um það, hversu traust
íslenzk menning sé, að íslending-
ar séu teknir að nálgast hættu-
lega mikið það ástand, sem
Koestler kallar pólitíska sálsýki?
Þetta sjónvarpsmál er vand-
ræðamál. Um það virðist ekki
vera deilt lengur, heldur hitt,
hvað sé til lausnar. Um lausn
málsins segir ritstjórinn: „Og
varla getur vakað fyrir neinum
að knýja fram lausn, eins og þá
að loka fyrir Keflavíkursjónvarp
ið, ef sú lausn er þyrnir í augum
þúsunda manna, sem telja sér
frjálst að nota sjónvarpið sér til
skemmtunar o'g dægrastyttingar“
og ennfremur segir hann: ,,En
sem sagt: eina lausnin, sem ég
eygi í bili, er sú, að íslenzka
sjónvarpið taki við af því banda
ríska — og það sem fyrst.“ Þetta
íslenzka sjónvarp á að vera „girni
legra til stundargamans en það
varnarliðssjónvarp, sem nú er á
boðstólum.......“
Síður en svo vil ég andmæla
því, að nauðsynlegt sé að koma
á fót íslenzku sjónvarpi og það
sem fyrst. íslenzku sjónvarpi ber
að óska alls velfarnaðar. En ósk-
ir breyta ekki staðreyndum hér
fremur en annars staðar. Framan
af verður íslenzkt sjónvarp af
ærnum vanefnum gert um fjöl-
breytni og gæði dagskrár, auk
þess sem dagskrá þess mun að-
eins standa tæpan þriðjung þess
tíma, sem dagskrá varnarliðs-
sjónvarpsins stendur. Jafnvel
þótt betur tækist til en nokkur
þorir að vona, er engan veginn
vist, að íslenzka sjónvarpið muni
leysa það ameríska af hólmi,
nema þá ef til vill að nokkru
leyti. Sú staðreynd er alkunn, að
í menninigarefnum sækist fólk
engan veginn eftir því, sem bezt
telst, sbr. það þegar leikhússtjór-
ar eru að afsaka uppfærslu ýmis-
legs sviðsglingurs, en það sé gert
til að hressa upp á fjárhag leik-
húsanna.
Er ég raunar þeirra skoðunar,
að varnarliðssjónvarp þetta
muni hafa óheppileg áhrif á ís-
lenzkt sjónvarp, einkum ef ís-
lenzka sjónvarpið yrði að ein-
hverju leyti miðað við samkeppni
við það, hvort heldur væri um
dagskrárefni og daigskrárlengd.
Er því að mínum dómi ekki önn-
ur lausn fyrir heridi en loka
varnarliðssjónvarpi þessu, um
leið og íslenzkt sjónvarp kemur.
Mörgum mun vafalaust finnast
eðlilegra að fara aðra leið, — þá
að sjá, hverju fram vindur, —
hvort íslenzka sjónvarpið leysi
ekki sjálfkrafa af hólmi það sem
fyrir er, án frekari aðgerða. Hér
yrði þá gerð tilraun, sem gæti
heppnazt og einnig misheppnazt.
Sú spurning, sem menn þurfa
því að svara, áður en tilraunin er
gerð, er þessi: Er rétt að gera slík
ar tilraunir með íslenzka tungu
og íslenzka þjóðmenningu? Minn
ast skulu menn þess, að örðugt
og ef til vill ókleift gæti orðið
að snúa við, ef tilraunin misheppn
hennar, sagir Matthías Johannes-
sen og hygg ég að flestir geti
verið honum öldungs sammála.
Sú skipan sjónvarpsmála, sem nú
er á iandi hér, er því að hans
dómi varhugaverð og þá um leið
óæskileg. Hins vegar er sú lausn,
að loka sjónvarpi þessu þyrnir í
augum þúsunda manna, eftir því
sem ritstjórinn segir. Það felur í
sér, að þúsundir manna vilja
hafa það, og igegn vilja fólksins er
ekki hægt að ganga. Þar virðist
sú lausn málsins stoanda.
En þetta, sem kallað er vilji
fólksins, er enginn föst eða ákveð-
in stærð. Hvaða fólk var það.
sem vildi að ' sjónvarpsstöðin
yrði stækkuð? Ekki hefur verið
bent á neina sem þess kröfðust
eða um það báðu, heldur voru
landsfeður okkar einir að verkL
Þeir dembdu sjónvarpinu yfir
landslýðinn án þess að nokkur
hefði beðið um það, — raunar
gegn mótmælum fjölmargra.
Þann vilja fólksins, sem krefst
nú útlends sjónvarps, hafa lands-
feðurnir búið til. Þetta er þannig
mjög einfalt dæmi um það,
hvernig hafa má áhrif á það,
hvað fólkið vill, — dæmi um að
hægt er að búa til þarfir og
ástríður sem síðan sprettur af
ákveðinn vilji og ákveðnar kröf-
ur. Þetta er leyndardóm-ur áróð-
ursins.
Morgunblaðið hefur heldur
verið sjónvarpi þessu hliðholt;
vægar verður vist ekki hægt að
komast.að orði en segja, að blað-
ið hafi sýnt sjónvarpi þessu vel-
viljað hlutleysi. Þess er t.d. getið
s.l, sunnudag, í hálfgerðum af-
sökunartón, að blaðið hafi léð
greinum gegn sjónvarpinu rúm,
þótt sumar hafi verið býsna
barnalegar, eins og í blaðinu
stendur (vonandi hafa skynsam-
legar igreinar Vignis Guðmunds-
sonar og annarra sjónvarpsunn-
enda vegið þar nokkuð á móti).
Nú er hins vegar ástæðulaust
að ganga fram í sjónvarpsmáli
þessu með einhverju offorsi og
gjarnan má byrja á byrjuninnL
Sá vilji þúsunda manna, sem lýt-
ur að því, að hér skuli vera út-
lent sjónvarp, er sem sagt ekk-
ert óumbreytanlegt fyrirbærL
Á þenna vilja fólksins má hafa
áhrif og sá aðili hér á landi, sen»
þar getur öðrum fremur að unn-
ið, er einmitt Morgunblaðið. Upp-
hafið skyldi því vera þetta: Að
Mongunblaðið hverfi frá sinni
velviljuðu hlutleysisstefnu gagn-
vart varnarliðssjónvarpi þessu.
hætti að boða íslendingum menn-
ingarlegt andvaraleysi með full-
yrðingum, sem ekki fá staðizt,
og taki að veita þjóðinni þá leið-
sögn í menningarefnum sem hún
sýnilega þarfnast.
Gjarnan mætti byrja á þvi að
fá nákvæma skýrslu um tildrög
slyss þess eða óhapps, „þegar
sjónvarpinu var dengt á innlend-
an markað augsýnilega mjög að
vanhugsuðu máli“. Einn þáttur
þess slyss var sá, að Alþingi var
sagt ósatt og beitt blekkingum.
Hver átti þar upptökin? Skyldi
það gerast oft, að Alþingi sé
blekkt til að taka ákvarðanir?
Ef slíkt kemur fyrir, er það þá
látið algerlega óátalið? Hefur
enginn þingmaður neitt við slíkt
að athuga? Svör við þessum
spurnimgum snerta ekki eingöngu
sjónvarpsmál þetta, heldur gætu
þau einnig verið þáttur í almenn-
um pólitískum þrifnaðarráðstöf-
unum.
Sigurður Líndal.