Morgunblaðið - 13.03.1965, Page 19

Morgunblaðið - 13.03.1965, Page 19
Laugardasur 13 uiarz1965 MORGU'NBLAÐIÐ 19 Athugasemd frá stjórn Félags læknanema UMRÆÐUR fara nú fram á al- þingi um frumvarp til nýrra læknaskipunarlaga. Þar sem lög þessi snerta nokkuð læknanema við Háskóla íslands og komið hafa fram við umræður ýmis atriði, sem varða þá beint, þar á meðal ýmis misskilningur eða missagnir, þykir stjórn Félags læknanema rétt að koma nokkr- um sjónarmiðum sínum og at- hugasemdum á framfæri. Hæstvirtur forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hélt því fram á Alþingi hinn 8. þ. m., að ísland væri nær einstætt í heim- inum að því leyti, að það veitti stúdentum ekki aðeins ókeypis háskólamenntun, heldur veitti þeim einnig mikla námsstyrki, svo að þeir kæmu skuldlausir eða skuldlitlir frá námi. Þessar fullyrðingar eru alrang »r. Einu styrkir, sem læknanem- ar, og raunar allir stúdentar við Háskóla íslands, eiga kost á frá íslenzka ríkinu, eru hinir svo- nefndu „stóru styrkir“, sem munu veittir sjö nýstúdentum ár hvert, og renna jafnt til stúdenta er- lendis, sem hér heima, enda munu aðeins þrír læknanemar njóta þessa styrks sem stendur. Utan þessara styrkja fá lækna- nemar enga styrki frá ríkinu. Hins vegar eiga læknanemar, eins og aðrir stúdentar, kost á námslánum úr Lánasjóði ís- lenzkra námsmanna. Lánasjóður þessi hefur eflzt talsvert hin síð- ari ár, og eiga nú þeir lækna- nemar sem dveljast sjö ár í deildinni, kost á u.þ.b. kr. 160.- 000,00 láni þann tíma, sé miðað við úthlutun úr sjóðnum árið 1964. Varla þarf að taka fram, að þessa upphæð verða stúdent- ar að endurgreiða að námi loknu, og verður þetta óneitanlega að teljast nokkur skuld, þótt vaxta- og greiðsluskilyrði séu hagkvæm. Enginn mun þó svo einfaldur, að ætla söguna þarna ó enda. Með lauslegri at'hugun á fram- færslukostnaði þeirra lækna- gtúdenta, einhleypra, sem búa á Görðunum, telst okkur svo til, að lágmarkskostnaður þeirra ár hvert sé um kr. 75.000,00. Þannig ætti sjö ára nám þeirra að kosta þá í beinhörðum penmgum um kr. 525.000,00, og mun þó var- lega reiknað. Séu lán dregin frá þessari upphæð, standa eftir kr. 365.000,00, sem stúdentinn verð- ur að vinna fyrir sjálfur eða fá frá aðstandendum ella, beint eða óbeint, og telst það auðvitað skuld. Ætti því ekki að þurfa að eyða fleiri orðum að hjali um skuldlausa læknakandidata. Einnig má benda á, að í flest- um löndum Evrópu eiga stúd- éntar kost á ókeypis háskóla- menntun, svo að Island er ekk- ert einsdæmi, hvað það snertir. Varðandi þá skoðun háttvirtra þingmanna, að æskilegt sé að stúdentar vinni óskyld störf á sumrin, þykir rétt að taka fram eftirfarandi: Námsefni í læknisfræði hefur þanizt út ótrúlega hratt undan- farna áratugi og kemur þar margt til, einkum aukin rann- sóknartækni og ný þekking á sjúkdómum, ekki sízt þeim, sem minnst var vitað um áður. Á þessu aukna námsefni verða læknanemar auðvitað að kunna skíl. Bein afleiðing af þessu er, að meðalaldur læknakandidata hafði árið 1960 hækkað um þrjú ár síðan 1920, var þannig orðinn tæp 28 ár, og mun flestum hafa þótt það of hár aldur. Sú mun einnig hafa verið skoðun lækna- deildar, sem setti náminu ströng tímatakmörk, raunar þegar árið 1958, svo að nú má telja sumar- vinnu læknanema við óskyld störf nær útilokaða, eigi þeir að gera námi sínu sómasamleg skil. Má geta þess til frekari skýring- ar að læknanemar verða að vinna nær kauplaust 12% mánuð á námstíma sínum á sjúkrahús- um auk annars verklegs og bók- legs náms, svo að nóm þeirra er langt frá því að vera sambæri- legt við nám í öðrum deildum háskólans. Auk þess er mjög ó- heppilegt frá þjóðhagslegu sjón- armiði að lengja námstíma læknastúdenta með óskyldum Coca-Cola hressir bezt! NJÓTIÐ þeirrar ánægju, sem Coca-Cola veifir. Æíð hið rérta bragð - aldrei of sætt ferskt og hressandi. störfum og stytta þannig að sama skapi starfstíma þeirra sem lækna, en hann er, sem kunnugt er, styttri en allra ann- arra stétta þjóðfélagsins. Læknanemar munu flestir samþykkir nauðsyn einhverra tímatakmarka í námi og enn fremur núverandi tímatakmörk- um, væri um leið fullnægt tveim ur grundvallaratriðum, annars vegar nægri kennslu, hins vegar fjárþörf stúdenta. Fyrra atriðið verð.ur ekki rætt hér, en þegar hefur verið sýnt fram á, hve langt er frá því, að hinu síðara sé fullnægt. Vegna ummæla háttvirtra þingmanna, Einars Olgeirssonar og Þórarins Þórarinssonar, þess efnis, að próf við læknadeild Há- skóla íslands séu óhæfilega þung, viljum við lóta í ljós það álit okkar, að prófkröfur séu ekki of miklar við deildina. Læknisfræði er alþjóðleg vís- indagrein og íslenzkir læknar þurfa að sækja framhaldsmennt- un sína að mestu til annarra landa. Læknadeild Háskóla fs- lands hlýtur því að miða kröfur sínar við, að íslenzkir lækna- kandidatar standist samkeppni við hina erlendu, eins og verið hefur. í 13. gr. umrædds frumvarps er veitt heimild um veitingu ríkis láns til læknastúdenta gegn skuldbindingu þeirra um læknis- þjónustu í héraði að loknu námi. Hvað sem annars má um grein þessa segja, er ljóst, að hún felur í sér fulla viðurkenningu á því, að núverandi lán nægi lækna- nemum alls ekki, og það sem meira er, að ekki muni ætlunin að auka þau á annan hátt. Þannig lítur út fyrir að ríkið ætli að hagnýta sér féleysi þeirra, sem treystast ekki til að ljúka lækna- námi að öðrúm kosti. - Annars er margt gott um frum varp þetta að segja, og álítum við það spor í rétta átt, að svo miklu leyti sem það byggir á þeir grundvallarsjónarmiðum að leysa læknaskortinn í dreifbýl- inu með því að bæta starfsskil- yrði héraðslækna og gefa þeim tækifæri til að auka og endur- nýja þekkingu sína. F. h. stjórnar Félags læknanema, Jón G. Stefánsson, form., Bjarni Þjóðleifsson, gjaldk., Baldur Fr. Sigfússon, ritstj. — Umferð Framhald af bls. 17. — og það í næstu grennd við barnaskólann sem ekki hefir neinn leikvöll. Er þetta forsvar- anlegt? Hinar fyrirhuguðu íbúða- byggingar leiða af sér samkvæmt eðli sínu fleiri íbúa í hverfjnu og þar af leiðandi meiri umferð á margnefndri Suðurlandsbraut, er þegar hér verður fullbyggt, mun eiga nóg með að anna þeirri um- ferð, sem þetta hverfi leiðir af sér. Allmjög hefur borið á því að grjót hafi kastazt af bifreiðum þeim, sem annast flutning á grjóti frá Grjótnámi borgarinn- ar. Legið nærri að stór slys hlyt- ist af, þegar steinar hafa fallið af bílum rétt við fætur gangandi vegfarenda. Af framansögðu má ljóst verða að auka þarf til muna eftirlit með allri umferð á þessu svæði og ýmsum þeim framkvæmdum sem hér fara fram. í trausti þess að þér séuð 6t- ulir málsvarar borgarbúa, heitum við á yður að koma fyrrgreind- um kröfum okkar í framkvæmd. — H.S. RÉTTA LÍNAN FRAMLEITT AF VERKSMIðJilNNI VÍFILFELL i IIMBOBl THE COCA COLA COMPANY kemur frá Svíþjóð tnginn kiilupenni annar en BALLOGRAF er byggður jafn vísindalega fyrir hiindina. Hann hefir hina réttu línu, sem gerir mönn- um fært a$ skrifa tímum sainan án þess að þrcytast, Blekkúlan er gerð nr sterkasta cfni, sein þekkist. Oddurinn er nr ryðfríu stáli. Blskhylldð, sem er stórt og vandað, endist til að skrifa línu sem er 10.000 metrar á lengd. Skriftin er hrein — mjúk og jöfn. Penninn, sem skrifar lengur Heildsala: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F. og betur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.