Morgunblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 2
MORCUNBLAÐIÐ Sutmudagur 14. marz 1965 r 2 Hákon Bjarnason: eg skógræktin ÞESS var getið í næst síðustu grein, að eitt af aukastörfum Skógræktar ríkisins væri að halda hinum friðuðu löndum sín- um sem eins konar þjóðgörðum eða friðlöndum til frjálsrar um- ferðar og dvalar fyrir almenn- ing. í lönd þessi leita tugir þús- unda manna ár hvert til þess að leita sér skemmtunar eða hvíld- ar. Frá öndverðu hafa starfsmenn skógræktarinnar bæði talið sér skylt og haft ánægju af að greiða götu fólks á þessum stöðum svo sem efni og ástæður frekast hafa leyft. Annað mál er, að til mót- töku ferðamanna hefur aldrei verið veitt neitt fé sérstakleega, óg því eru þær umbætur, sem gerðar hafa verið vegna ferða- fólks oftast minni en vera ætti. ----O----- Fólk sækir til þessara staða í ýmsum tilgangi. Sumir koma þar til hvildar og dvalar og hafa þá ýmist tjöld og mat með sér eða gista á nálægum stöðum. Þessi hópur hefur stækkað mjög á síðustu árum, einkum tjald- fólki. Svo eru aðrir, sem skreppa í þessi lönd um helgar í góðum félagsskap, og eru margir ungir elskendur þar á meðal. Og loks koma svo stórhópar manna til að taka þátt í skemmtunum um nokkrar helgar sumarsins. Fjölsóttustu staðirnir eru Þórsmörk og Þjórsárdalur á Suð urlandi, en Vaglaskógur, As- byrgi og Hallormsstaður á Norð ur- og Austurlandi. Svo eru og aðrir staðir minna sóttir, en þang að fer einkum tjaldvistarfólk, sem kunnugt er staðháttum. ----O----- Af þessum stöðum mun Vagla skógur hafa verið fjölsóttastur um langt skeið. Skógurinn hefur verið friðland Akureyringa auk þess, sem oft hefur verið mikið af tjaldivstarfólki úr öðrum landshlutum. Þá hafa verið ein eða tvær skemmtanir og stundum fleiri á hverju sumri í skóginum. Fyrir mörgum árum var áætlað að þangað hefðu kom ið um 20.000 manns á einu sumri, en síðan hefur það ekki verið talið. Hallormsstaðaskógur verður æ fjölsóttari með ári hverju, og má búast við að aðstreymið þang að aukist mjög á næstu árum af því, hve samgöýngur hafa batnað og hve margt fallegt má sjá þar, bæði innan og utan skóg ar. I Ásbyrgi hefur umferð ekki aukizt svo mjög sem annars stað ar eftir að vegurinn til Austur- lands var lagður um Mývatns- öræfin, en þar er ágætur dval- arstaður fyrir hæfilegan fjölda af tjaldvistarfólki. í Þjórsárdal er ekki mikið af tjaldbúðamönnum, en hins vegar fara margir þangað um helgar sakir þess, hve auðvelt er um samgöngur. Þórsmörk var flestum ókunn unz bílar fóru að leggja leið sína þangað fyrir nokkrum árum. En eftir það hefur hún orðið einn fjölsóttasti staðurinn, og er það lítil furða, því að Þórsmörk og Goðaland eru einhverjir feg- urstu og einkennilegustu staðir þessa lands. ----O----- Þegar margt fólk kemur sam- an á einn stað, leiðir það ýms vandamál af sér. Það þarf að geta komizt eftir einhverjum veg um eða götum, þar þurfa að vera sorptunnur og salerni og sæmi- legur aðgangur að vatnsbóli. Að auki mættu og ættu að vera þar leiðarvísar og aðgangur að hrein lætistækjum. Og svo þarf að hirða þetta og halda stöðunum hreinum eftir föngum. Þetta hefur verið gert að nokkru á öllum hinna ofan- nefndra staða, þótt misjafnlega sé langt komið. Alls staðar hefur verið komið fyrir sorptunnum og salernum, en vatnslögn er aðeins á einum stað. Annars staðar verða menn að notast við læki eða lindir, en slíkt getur verið varasamt þegar fjölmenni er mikið. Þá eru og vegir að og frá þess um stöðum oft ófullkomnir, en það er eingöngu sakir þess, að skógrætkin hefur ekki getað haldið þeim í því lagi, sem þyrfti. Vegagerðin hefur oft hlaupið undir bagga með skógræktinni, og án aðstoðar hennar væri ekki bílfært í Ásbyrgi svo að nokkuð sé nefnt. ----O---- Þótt allur útbúnaður til að taka á móti gestum sé hinn fullkomnasti á hverjum stað, nær slíkt skammt, ef umgengni manna er ábótavant. Og góð um gengni getur stuðlað að því, að fátæklegur útbúnaður komi að fullu haldi. Á árunum fyrir stríð var um- gengni ferðamanna að verða með ágætum um land allt, og var það ekki hvað sízt að þakka starfi Ferðafélags Islands. Á stríðsár- unum og í upplausn þeirri, sem þeim fylgdu, fór umgengnis- menningin úr skorðum, og henni hefur verið ábótavant um langt skeið. Nú virðist sem þetta sé að breytast, og telja má að flest- ir tjaldvistarmenn og hávaðinn af helgargestum skógræktarinn- ar gangi vel og snyrtilega um dvalarstaði sína. Hins vegar skortir enn nokk- uð á að samkomugestir gæti sóma síns að því er hreinlæti og framkomu snertir. Til þessa liggja margar orsakir. ----O---- Hópferðir unglinga spretta af þörf þeirra til að komast undan heimilisaga, þó ekki sé nema um stundarsakir, ásamt forvitni þeirra til að kanna ókunna stigu. Þetta er öllum lifandi ver- um í blóð borið og því væri hin mesta fávizka að banna slíkar samkomur eins og ýmsir hneyksl unargjarnir vilja. Annað mál er, að ýmsir nota sér þessa útþrá únglinganna til þess að gangast fyrir ferðum, einkum um verzlunarmanna- helgina, til að hagnast af. Þeir, sem tekið hafa að sér slíkar ferðir, viraðst ekki taka á sig neina ábyrgð, hvorki gagnvart farþegum sínum né þehn land- eigendum, er þeir gista. í því sambandi má nefna ýms dæmi en skal þó sleppt að sinni. Því væri það hin ■ mesta nauð- syn, að þeim einum væri leyft að gangast fyrir hópferðum, sem gætu tekið ábyrgð á farþegum sínum að einhverju leyti og væru jafnframt þess umkomnir að geta skilið vel og sómasamlega við gististaði. ----O---- Ég var staddur inni á Þórs- mörk um verzlunarmannahelg- ina í sumar til þess að horfa á Framh. á bls. 6. Hvítabirnir hættu- leg veiöidýr Abending írá Skotfélagi Reykjavíkui STJÓRN Skotfélags Reykja- víkur hefur beðið Morgun- blaðið, vegna hins hugsanlega möiguleika að bjarndýr slæðist hér á land, að koma eftirfar- andi leiðbeiningum til þeirra, sem kynnu að komast í kasft við svo hættuleg veiðidýr: Mjög óráðlegt er að ráðast á hvítabirni, sem eru í fullu fjöri, með veigalítil skotvopn í höndum, eins og t.d. cal. 22 riffla, þótt gæfusamlega hafi tekizt í síðasta sinn, sem björn var unnin hér. Slíkt er bein- línis leikur við dauðann. Þar sem gera má ráð fyrir, að öfl- ugir veiðirifflar séu í fárra manna höndum og ekki tiltæk- ir, vill félagið benda á, að hægt er að breyta sérhverri haglabyssu í öflugustu kúlu- byssu, sem auðveldlega vinni á bjarndýrum með því ein- falda ráði að fá í þær skot- hylki með kúlum (sjá með- fylgjandi mynd), eða búa slíkar kúlur til úr blýi. Hagla- byssur, hlaðnar slíku skot- 1 hylki, fara nákvæmlega með á 50 metra terl og eru reynd- sk((thylkj me3 kúlu fyrir ar notaðir í Afríku og Asíu haglabyssur. Kúlan hefur ver- við ljóna- og tígrisdýraveiðar. ið tekin úr öðru hylkinu. Síldardælurnar ryðja sér til rúms Merki Ekkna- sjóðs seld í da«f HINN árlegi merkjasöludagur Ekknasjóðs íslands er í dag. Merki sjóðsins verða afhent og seld í Sjálfstæðishúsinu uppi eftir kl. 9.30 f.h. í dag. Sjóðstjórn biður foreldra að leyfa börnum sínum að selja merkin og Reyk- víkinga að taka þeim vel er þau knýja dyra. Ekknasjóður er stofnaður af sjómannskonu fyrir áhættu fé það, er maður hennar hlaut fyrir siglingar á stríðsárunum, en hún heimti mann sinn heilan úr þeim hildarleik. Nokkurt fé hefir þegar verið veitt úr sjóði þessum, m. a. 5 ekkjum s.l. ár. — Úiför Framhald af bls. 1 kistunni til legstaðar í Hagapark en, sem er u.þ.b. 4 km. frá kirkj - unni. Þúsundir manna höfðu safn azt saman á leiðinni, hafði fjöLdi fólks flykkzt til borgarinnar í gær til þess að votta hinni ást- sælu drottningu hinztu virðingu. Á undan fallbyssuvagninum fóru deildir úr lífverði konungs, og þar næst akandi ríkismarskálk ur, erkibiskup, fyrsti hirðmar- skálkur, hirðprestur og hirðdöm ur drottningar. Næst á eftir kist unni kom bifreið Gustafs Adolfs konungs. Sátu þar og dóttir han3 Ingiríður Danadrottning og tengdadóttir hans Sibylla prin- sessa, móðir Karls Gustafs, en hún verður nú „fyrsta frú“ Sví- þjóðar. Maður hennar fóst í flug- slysi árið 1947. Louise drottning var lögð til hinztu hvíldar í grafhýsi kon- ungsfjölskyldunnar í Hag'apark- en„ við hlið Margarethu drottn- ingar. fyrri konu Gustafs Adolf3 —• en að sögn NTB fréttastofunn ar mun konungur sjálfur ætla sér legstað á milli þeirra, er hans tími kemur. EINS og fram kom í viðtali Mbl. við Svein Benediktsson, stjórnar formann Síldarverksmiðja ríkis- I ins, sem birtist í blaðinu í gær og fjallaði um viðbúnað vegna sildveiðanna á sumri korr.anda, hefur stjórn SR ákveðið að k.aupa mjög afkastamikla síldar- dælu, sem sett verður upp á Siglufirði. Á hún að dæla 1200 —1400 málum á klukkustund og verður notuð til þess að dæla síld úr flutningaskipum í verksmiðj- ur. Mbl. hitti Sigfús Bjarnason, for stjóra, að máli í gær, en fyrir- tæki hans, Heildsöluverzlunin Hekla h.f., hefur umboð fyrir dælur af þessari tegund. Sigfús kvað hér um stóra Hidrostal- dælu að ræða, sem framleidd væri í Perú. Þetta er svokallað „land-anlæg“, sem notað er til þess að dæla úr skipum við bryggju og upp í þrærnar. — Hefur Hekla h.f. selt dælur í síldarflutningaskip? — Framkoma Framhald af bls. 1 þeirra til stefnu Bandaríkjanna í Vietnam. Er minnt á, að Rússar hafi heitið stjórninni í Hanoi að- stoð í baráttunni gegn bandarísk- um heimveldasinnum. Fréttamaður AP— í Moskvu bendir á að þetta er í fyrsta sinn frá því haustið 1963, að sjálfar stjórnirnar í Moskvu og Peking skiptast opinberlega á skömmum, en þá sakaði Sovétstjómin Kín- verja um að dreifa andrússnesk- um áróðri. Fréttamaður AP hefur eftir góðum heimildum, að Peking- stjórnin hafi nú til athugunar, hvort kalla skuli kínverska stú- denta heim frá Rússlandi. Ekki | er vitað, hve margir kínverskir stúdentar stunda þar nám en hins vegar ljóst, að Kínverjar þarfn- ast mjög manntaðra manna og | þeir fá háskólamenntun í Sovét- I ríkjunum með litlum tilkostnaði. — Já, svarar Sigfús, — við höfum þegar selt dælur í tvö flutningaskip. Þær verða af svip- aðri gerð og dælan, sem nú er í Höfrungi III. og dæla um 2,500 tunnum af loðnu á klst. Þetta eru allt dælur með tóif þumlunga barka, en við gfctum einnig útveg að átta tommu dælur, sem eru að sjálfsögðu miklu ódýrari en hinar. — Er áhugi hér á því að fá dælu í síldveiðiskip? — Já, verið er nú að semja um kaup á dælum í nokkur skip, enda hefur dælan í Höfrungi III. reynzt ágætlega. Höfrungur III. hefur þegar fengið 33—34 þús. tunnur af loðnu og nokkuð af síld, svo að segja má, að góð reynsla sé komin á dæluna hér- lendis. 1 Perú og Chile eru nú um 1000 slíkar dælur í notkun á sjó og í landi. Norðmenn eru farnir að fá sér slíkar dælur, og hafa þær gefizt mjög vel við síldveið ar. Ekki er annað fyrirsjáanlegt, en að þessar síldardælur valdi gerbyltingu í veiðiafköstum, á sinn hátt eins og kraftblökkin hefur gert á öðru sviði. fylgir blaðinu í dag og er efni | hennar sem hér segir: Bls.: 1. Á fornum slóðum víkingar eftir Magnús Magnússon. Fyrsti hluti. 2. Svipmynd: Clement Attlee. 3. Maðurinn sem fór, smásaga eftir Jón Yngva. — Túnglskin, eftir Dag Sigurðs- 9on. 4. Ræða Gunnars Björnssonar á degi Vestur-íslendinga 1940. 5. Bókmenntir: Þúsund|>jalasmið urinn sem nýskóp farsann. — Rabb, eftir SAM. 7. Lesbók Æskunnar: Sálin hans Denna. 8. Ferðalok (Úr dagbók frá 1959) eftir Guðmund Daníelsson. 9. Eins og mér sýnist, eftir Glsla J. Aúþórsson. 10. F>aðrafok. 11. — — 13. Þáttur úr sögu rjómahús. 15. Sögur af Ása-Þór, teikningar eftir Harald Guðbergsson.. — FerdinaiMÍ. 16. Krossgáta. — Bridge. Djúpa lægðin NA af Ný- suður af íslandi 10 gráðu hiti fundnalandi seig norður eftir á báðum veðurskipunum sem í gær og var fremur hlýinda- þar eru. leg, enda vel hlýtt á hafinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.