Morgunblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID Simnudagfur 14. marz 1965 Matthías Joharcnessen: Bjartsýni - eðo geðveila LÍTIÐ leggst fyrir kappann. Þá sjaldan einhver nennir að elta ólar við skriffinnsku hans, kem- ur að honum styggð og honum fallast orðtök. Samt hef ég ekki fyrr en á fimmtudag séð hann draga sig inn í skel skinhelgi og yfirdrepsskapar og setja upp halelújaandlit. Það átti maður þó eftir að upplifa. Ég hafði ekki hugsað mér að látaforspjall þessa greinarkorns vera á svo lágu plani að fara að skattyrðast aftur við Austra Þjóðviljans. En úr því sem kom ið er, yerður ekki hjá því kom- izt að benda á hvílíkur vonar- peningur karlmennska hans er. í grein minni um Louis Arm- strong sl. sunnudag benti ég á vissar karaktérveilur hjá þess- um málglaða kollega mínum og einarða trúboða nýs siðar á ís- landi. Ég hélt satt að segja að hann mundi bregðast sæmilega við. En það var ekki aldeilis uppi á teningnum, og nú mundi ég telja hann óskarphéðnastan allra, eins og Kjarval orðar það. Aldrei þessu vant var hann lengi að svara fyrir sig, en á fimmtudag birti hann alþjóð loks sorgir sínar, þungar sem blý: Hann sem hefur dundað við það á fullu kaupi að kasta æru og mannsæmd pólitískra andstæðinga eins og handbolta milli sín og lesenda, þoldi ekki meinlausa ákúru; hann sem hef ur slegið oftar fyrir neðan belti en nokkur annar núritandi ís- lendingur, að Jónasi á Hriflu einum undanskildum, fór að skæla upp í opið geðið á þjóð- inni og klaga út af því að ég hefði hrekkt sig. Þessi ilmandi gálgahúmor hrundi af honum eins og fölnað lauf á haustdegi og það var ekkert eftir nema yfirdrepsskapurinn og svo þessi úthelling heilagrar vandlæting- ar yfir bráðsaklausa lesara og lærisveina. Þessi viðbrögð voru svo sem ágæt, sýna a.m.k. að maðurinn er ekki enn orðinn tilfinninga- laus róbót. Hann á sínar mann- legu hliðar, þó ekki hafi í þær grillt í pistlum hans. Og mér þykir hann mun geðfelldari fyr ir bragðið. En hvernig brást hann þá við skrifum minum? Jú, hann fer að tala um að hann ætti að fá miskabætur „ef hirt væri að heimfæra upp á hann (þ.e. M. Joh.) þau ákvæði meið- yrðalöggjafarinnar sem ritstjór- um Morgunblaðsins hafa stund- um verið hugleikin". Og ekki nóg með það. Hann ymtir að því að settar verði siðareglur á svona labbakúta eins og mig og sndvarpar yfir því að ég kunni ekki mannasiði. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, mundi nú einhver segja í mínum sporum. En ég hef alltaf haft grun um að þetta þunga hlass væri ekki svo þungt. Nú veit ég það. Austri minnir mig ekki lengur á Guðbrand prófessor, heldur Björn í Mörk. Og þó held ég að bleyði Björns sé geðfelldari, hann var að vísu að baki Kára en hælbeit ekki úr launsátri. „Er hér raun til“, sagði Björn, „at því leita fáir á mig, at engir þora“. Eitt eiga Björn og Austri al- gerlega sameiginlegt: báðir eiga í vændum nokkur hlunnindi, ef þeir dugi vel: Björn rekkjuna Valgerðar húsfreyju, Austri pólitíska sæng félaga Einars. En eins og nú er komið má telja býsna sennilegt að hann kynni ekki betur við sig í henni en prinsessan á bauninni. Það er óskemmtilegt upp á að horfa. ★ Að þessum lágplanaða for- mála ioknum langar mig að fara nokkrum orðum um mál sem stundum er talað um og er líklega almennara umræðuefni meðal vina okkar á Norður- löndum en margan grunar. Meðan fundir Norðurlanda- ráðs stóðu hér yfir fyrir skemmstu, hitti ég margt á- gætra manna sem höfðu drjúg- an áhuga á íslandi og málefn- um þess. Allt bar þetta fólk í brjósti einstaka hlýju í garð lands og þjóðar og skoðaði framtíð okkar með vinsemd og umhyggju. Það gerði séraugsýni lega aliglögga grein fyrir hlut- verki íslenzkrar menningar í lífi og tilveru Norðurlanda- þjóða og lét sig skipta hver yrðu örlög þessarar sömu menn ingar. Það vissi að tunga okkar og fornar bókmenntir voru í einn tíma sameiginlegur arfur frændþjóðanna og hafði einlæg an áhuga á því að þessum arfi yrði ekki kastað á glæ. Það var í senn fróðlegt og uppörvandi Ljóð Pasternaks sovétíseruð. að hlusta á þessar raddir. Þær áttu ekkert skylt við niðursall- andi uppgjafartón sem stund- um heyrist hér heima og voru í skemmtiiegri andstöðu við von- brigði sumra þeirra útlendinga sem hingað koma og hafa allt á hornum sér vegna þess þeir hitta venjulegt nútímalegt fólk í þægilegum húsakynnum, en engin rauðskeggjuð víkinga- andlit bak við skjái torfkof- anna. Ég tók fljótt eftir því að þess ir frændur okkar minntust stundum á að eitt kæmi þeim á óvart: hvað ísland væri lítið ameríkaníserað eins og sagt er á slæmri dönsku — og miklu minna en þeir hefðu haldið. Ég hitti bæði Dani og Svía sem voru sannfærðir um að lönd þeirra hefðu hlotið bandarísk- ara yfirbragð en okkar. Á því áttu þeir ekki von. Þeir höfðu heyrt raddir í aðra átt, jafnvel svo háværar að þeir voru farn- ir að óttast að íslendingar væru á góðri leið með að bera fyrir borð menningu sína og arf. Ég skoðaði hug minn og benti þeim á landnám einhverrar verstu plágu nútímans, slagara- hroðann, en þeir hristu bara höfuðið og kváðust ekki vera betra vanir. Einhver gat þess við mig að hann hefði lesið eftir íslenzkan mann í erlendu blaði að ungdómurinn hér á landi væri svo heillum horfinn, að skrílmennskan virtist vera einasta keppikefli hans. Og blóraböggullinn var auðvitað með vörumerkinu: USA. Eftir hingaðkomu sína sagðist hann ekki mundu láta selja sér svona ýkjur í framtíðinni. Auðvitað enduðu þessar vangaveltur með því að ég varð harla ginkeyptur fyrir slíku spjalli og undrun Norðurlanda- manna yfir því, að ísland væri enn á sínum stað á kortinu. Þeir gagnrýndu ýmislegt og voru kurteisir, en oft ódiplómatískir í orðræðum, hvorki yfirborðs- legir né tungumjúkir. En um eitt sýndist mér þeim yfirleitt bera saman: að afmenning ís- lands sé blákaldur áróður og eigi ekki við rök að styðjast við nánari kynni. Jafnvel sá að- haldssami og einatt óvægni gagnrýnir, Olof Lagercrantz, lýsir því yfir í grein í blaði sínu þegar heim kemur, að hann telji enga hættu á því að íslenzk menning fari í hundana vegna Keflavíkursjónvarpsins. Ég talaði oft við hann, en vissi satt að segja ekki hver mundi verða ályktun hans og niður- staða, -þegar heim kæmi. Hann var íslandi góðviljaður, en strangur aðdáandi, lét of í ljós ást sína og aðdáun á menningu þess og menningararfi og gróð- ursetti hlýyrði um þessa sömu menningu hvar sem hann kom. Hann langar áreiðanlega, ekki síður en okkur, að hún haldi velli, og mundi líta á það sem mikinn harmleik ef svo yrði ekki. Hann hefur trú á þessum gamla norræna kjarna og veit að ávöxtur hans, sjálfur Ygg- drasill, hefur skotið djúpum rótum í íslenzkri mold. Þó ein- hver lauf þessa lífstrés fölni, koma ný. Þetta veit Lagercrantz og dregur vafalaust ályktanir sínar af því. Ég hef fáa útlend- inga hitt sem hafa lagt sig eins fram um að kynnast landinu eins og það er en ekki eins og það ætti að vera, og þeim á- hrifum sem mest þrýsta á. Enginn frýr Lagercrantz skarpskyggni og ekki verður hann heldur grunaður um græsku. Ég verð þó að viður- kenna að mér þótti hann jafn- vel taka of djúpt í árinni. Auk þess sem það er prinsipmál að hafa ekki einungis bandarískt sjónvarp hér á landi, er það í senn þjóðernislegt — og þjóð- sálarlegt atriði. Og útbreiðslu Keflavikursjónvarpsins á auð- vitað að stöðva með íslenzku sjónvarpi. Það hlýtur að vera okkur metnaðarmál. En ég end urtek það sem ég hef sagt, að ekki trúi ég því frekar en Lag- ercrantz að nú hljómi líkaböng- in yfir íslenzkri menningu. Ég trúi því ekki að léttmetið frá Keflavík eigi eftir að kalla yfir okkur menningardauða. Óskilj- anlegt hrognamál ameriskra kú- reka hefur aldrei verið okkur skeinuhætt, og ekki dettur mér í hug að tunga Egils og Snorra fari að deyja úr svo ómerkileg- um sjúkdómi. Um þessi mál hef ég áður fjallað, og nóg um það. Sumir kalla þessa bjart- sýni mína karakterveilu eða geðbilun, mikilmennsku eða minnimáttarkend. Það kemur ekki mál við mig, orð eru notuð í svo mismunandi merkingu nú á dögum. (Sig. Líndal segir það skoðun sína i grein hér í blað- inu í gær, að ekki sé „önnur lausn fyrir hendi en loka varn- arliðssjónvarpi þessu, um leið og íslenzkt sjónvarp kemur." Þetta kæmi vafalaust til álita vegna íslenzkra sjónvarpseig- enda, en ekki trúi ég hann vilji varna hermönnum að horfa á sitt sjónvarp, ef þeir verða hér enn). Ég held þannig að viðbrögð frænda okkar á Norðurlöndum hafi yfirleitt verið jákvæð. Þeir urðu ekki fyrir vonbrigð- um með það ísland sem þeir sáu og kynntust, og fóru heim með þá vitneskju að íslending- ar eru staðráðnir í að bregðast hvorki þeim né sjálfum sér í því að varðveita þann arf sem forsjónin hefur trúað þeim fyr- ir. Og danskur áhrifamaður sagði óhikað: „Ef einhver er í vafa um að óhætt sé að senda handritin til íslands, þarf ekki annað en skreppa þangað“. Slík ummæli skulum við ekki vanmeta, þau tala sínu máli: að við höfum að mestu staðizt erlenda ásókn og hún hefur kannski eflt og þroskað það bezta í menningu okkar. Þeir sem hafa ekki viljað fara í súg- inn, hafa staðið keikir. Hinir hafa gefizt upp hér sem annars staðar. Ekki ætti ég von á því að Poul Möller gripi til þess ráðs að benda á ameríkaniser- ingu íslands til að hindra af- hendingu handritanna. Hann hefur nú gist landið og veit betur. Auðvitað fer ekki hjá því að við höfum orðið fyrir margvís- legum áhrifum að utan, ekki síður en aðrar þjóðir. Að því leyti er það rangt hjá Sigurði Líndal, að íslenzk menning sé einangrunar- fyrirbrigði. Þvert á móti höfum við staðið okkur bezt þegar tungan og menningin hafa ver- ið í nánastri snertingu við er- lenda strauma og vindað um hvorttveggja. Ef íslenzk tunga eða menning fá ekki staðizt nema sem einangrunarfyrir- brigði, hlýtur það að fela í sér dauðadóm í þeim óeinangraða heimi sem við nú búum við — og verður einangrunarlausari með hverju ári sem líður. Ég fæ ekki betur séð en ef fullyrð- ing Sigurðar ætti við rök að styðjast, væru bókstaflega brostnar forsendurnar fyrir því að reka nútímalegt, íslenzkt þjóðfélag hér á landi. En á því atriði verður hver og einn að hafa sína skoðun. Ég minntist áðan á slagara- hroðann. Þegar ég skoða huga minn sýnist mér hann vera einu áþreifanlegu áhrifin af svo nefndri ameríkaniseringu eða afmenningu hér á landi. Dægur lagatextaskvaldrið sem dembt er yfir þjóðina lon og don er ófremdarástand. Er raunar full komin ástæða til að drekka sig fullan, eða a.m.k. vel kenndan, til að þurfa ekki að skilja þau ósköp. Sumt af þessu hefur verið þýtt á íslenzku, en má ég þá heldur biðja um það á frum málinu. En ísland er ekki eina landið sem hefur orðið fyrir barðinu á hroðanum. Öll lönd heims eru undirlögð. En auð- vitað hefur þetta sáralítil áhrif á svokallaða heimsmenningu. Þetta angurværa kattarmal er bara hvimleið útrás ýmiss kon- ar hvata sem jafnvel Rómverj- ar voru berskjaldaðir fyrir. Hitt er annað mál að flestir íslenzk- ir dægurlagatextar eru þannig úr garði gerðir, að vel má vera að þeir hafi einhver málspill- andi áhrif á ungt fólk. í þeim er tungan færð úr skorðum, undirstöður hennar raskaðar. Auk þess má vera að þessir bögglingsrímuðu textar villi eitthvað um fyrir fólki, svo það botnar ekki lengur upp eða nið- ur í góðum eða vondum skáld- skap. Þó held ég að þeir sem einhver töggur er í láti ekki þessi skrípalæti afmennta sig til langframa. Þá var textalaus djassinn betri. Nú eru menn farnir að dansa eftir slögurum um Maríu guðsmóður. Alltaf fer heiminum fram. Það eru tilefni margvísleg próblem sem fylgja fílapenslaaldrinum. En fiestir vaxa upp úr honum án þess að bíða varanlegt tjón á sálu sinni. Og nú eru bítlarnir að taka við, þeir eru brezkir. Engan heyri ég tala um að við séum að verða bretanníseraðir af þeim sökum. Þetta eru aðeins sjúkdómsein- kenni sem ganga yfir. í gamla daga fengu ungar stúlkur og gamlar kerlingar kynferðislega útrás í galdrakukli. Tímarnir breytast og aðferðirnar. Oft er talað um að málið sé I hættu, það sé að ameríkaníser- ast. Ég hef áður látið í ljós að ég er ekki á það trúaður, þvert á móti er ég sannfærður um að við stöndum þar betur að vígi en oft áður, t.d. þegar þótti fínt að tala dönsku í Reykjavík og enginn var maður með mönn- um nema hann gerði svo. Á þeim tíma hafði danskan með sér einu bandamennina sem gátu ójafnað leikinn í stríði sem þessu: snobbið og tízkuna. Það er rétt, Hjaltlandseyjar fóru i súginn, en ísland ekki. Það átti jafnvel eftir að lifa sinn renes- ans. Ástæðan er auðvitað sú, að íslendingar áttu a.m.k. Evróþu- menningu að bakhjalli. Hún var þeim í senn postafen og vítamín í grænum sjó snobbs og umkomuleysis. Sigurður Líndal tekur það sem dæmi um uppburðarleysi tungu okkar og menningar að Vestur-íslendingar séu að glata hvorttveggja, enda séu þetta einangrunarfyrirbæri. Mér kom þetta mjög á óvart af svo skörp um rökfræðingi: marga hef ég heyrt tala um að undrun sætti hve vel Vestur-íslendingar hefðu staðið sig á menningar- hálum ís Vesturheims, auk þess sem þeir hafa ritað eftirminni- legar bókmenntir á sína tungu, líklega einir innflytjenda til Vesturheims. En auðvitað eru dagar íslenzkunnar taldir þar vestra. Ég veit ekki til að ne.nn þjóðflokkur sem þangað hefur flutzt (nema kannski Frans- menn í Kanada) hafi haldið tungu sinni, hvorki Þjóðverjar Norðmenn, Danir, Svíar, Finn- ar, Rússar eða aðrir. Ekki einu sinni ítalir. Þetta fólk hefur smám saman allt tekið upp enska tungu og samlagazt öðr- um í þeim mikla bræðslupotti sem þarna er. fslendingar mundu alls ekki vera einir i báti í þessum efnum. Samt get ég varla ímyndað mér að nokkr um heilvita manni detti í hug að fara að kalla ítalska eða þýzka menningu einangrunar- fyrirbrigði eða kveða upp úr með það, að þetta sýni að ítalska eða þýzka eigi í vök að verjast heima fyrir og dagar þessara tungumála séu senn taldir. íslenzkunni hefur verið sýnt nógu mikið vantraust upp á síðkastið, þó menn grípi ekki til raka sem eiga að sýna van- mátt hennar, en sanna þvert á móti seiglu hennar og þol. Nú stöndum við mun betur að vígi en á síðustu öld, þegar danskan var á góðri leið með að leggja undir sig Reykjavík. Það er síður en svo í tízku hér á landi að klúðra upp á útt- lenzku og fremur litið niður á þá sem það gera af hreinrækt- uðum barnaskap. Menningar- íhaldið í landinu er sterkara en við höldum. Það er jafnvel of aðhaldssamt eins og sjá má af því, hverjar móttökur það hef- ur veitt nútímaskáldskapnum, sem enn á mjög í vök að verj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.