Morgunblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. marz 1965 íslenzkur iðnaður NÚ undanfarið hefur verið tölu- vert rætt og ritað um aðstö'ðu íslenzks iðnaðar og er það ekki vonum fyrr. íslenzkur iðnaður er sú jurt í garði atvinnulífs okk- ar sem minnst 'hefur verið hlúð að, og lifa þó fleiri landsmenn af ávöxtum hennar en öðrum. Lengst framan af bjó i'ðnaður- inn, sem reyndar og fleiri at- vinnugeinar, við höft og annað ófrelsi. Verndartollar voru að vísu háir, en öll önnur skilyrði skorti til að unnt væri fyrir iðn- aðinn að þróast og öðlast þann styrk sem óhjákvæmilegur er til að hægt sé að tala um iðna'ð. Hús næði fékkst ekki byggt, vélar voru illfáanlegar, fjárfestingar- lán fengust ekki, hráefni var •kammtað og ströngustu verð- lagsákvæði tröllriðu öllu. Nú á síðustu 3—5 árum hafa skipast veður í lofti. Verzlunin hefur fengið flestum sínum skorðum rutt úr vegi og vöruvali'ð gerir almenningi kleift að velja og hafna í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr, bæði hvað snertir verð og gæði vörunnar. Só galli er þó á gjöf Njarðar, að iðnaður- inn hefur gleymst. Hann hefur að vísu fengið aukið athafna- frelsi, en um lefð voru verndar- tollar stórlega lækkaðir og er- lendur iðnvamingur flóði yfir landið. Háþróuð erlend iðnfyrir tæki sáu nú landsmönnum fyrir miklu af þeim nauðsynjum sem áður voru framleiddar af islenzk um fyrirtækjum. Fáklæddur iðn aðurinn stóð nú úti í stormi og kulda samkeppninnar, vélvana og fjárvana. Mörg iðnfyrirtæki hafa lagst ni'ður og fleiri berjast í bökkunum. Um örfá iðnfyrir- tæki má ef til vill segja áð þau hafi verið búinn að öðlast þann styrk sem þurfti, en siíkt heyrir þó til undantekninga. Dagblaðið Tíminn birtir þ. 9. marz síðastliðinn frétt um að verið sé að flytja inn frá Pól- landi vinnubuxur fyrir 2 milljón ir á „dumping" ver’ði. Mun for- maður Félags ísl. iðnrekenda hafa staðfest að þetta væri ekki einsdæmi, og eru það orð að sönnu, því vitað er að frá jám- tjaldslöndunum kemur ógrynni af fatnáði, sem er langt undir því verði, sem öflugustu iðnfyrir tæki t.d. V.-Evrópu, geta boðið. Eitthvað munu íslenzkir fata- framleiðendur hafa keypt af hrá efnum í A.-Evrópu, en þá bregð- ur svo kynlega við að verðin eru ekki í nokkru samræmi við full- unna vöru frá sömu aðilum úr nákvæmlega sömu efnum. Til þess áð bæta gráu ofan á svart, tojóða þeir þau kostakjör að ís- lenzkir innflytjendur megi senda sniðin út og fá fatnaðinn saum- aðan eftir þeim. Sú staðreynd sýnir ljóslega tvennt: Annars vegar að varningur þeirra á ekki að kallast „afgangar“ eða „út- söluvarningur", eða slíkum nöfn- um sem oft geta verið til skýr- ingar á svo lágu verði. Hins vegar sýnir þessi stáðreynd einnig að þetta lága verð á fullunnum fatn aði getur ekki verið vegna sér- stakrar hagkvæmni í fjöldafram- leiðslu, því það magn, sem þeir senda hingað á þennan máta nálg ast hvergi það að unnt sé að taia um fjöldaframleiðslu á heims- markaðsmælikvarða. En hver er þá tilgangurinn me'ð þessum skefjalausu undirboðum? Svari þeir sem geta. í þessu sambandi má kannski varpa fram þeirri spurningu hvort það sé ekki ein- mitt íslendingum fyrir beztu að leyfa þeim að tapa á að selja okkur. Okkar sé hagnaðurinn. Að vissu marki er þetta rétt, en þó engan veginn sannleikurinn all- ur. Ber þar m,argt til. Mjög mik- ill fjöldi landsmanna hefur at- vinnu af að vinna við fatnaðar- framleiðslu. Atvinnuöryggi þessa fólks er skert. Töluverðir fjármunir og vinna liggja í fata- gei'ðarfyrirtækjum. Þeim verð- mætum yrði kastað á glæ. Fjöldi fólks getur ekki með góðu móti unnið við nema léttan iðnað. ör- yrkjar og eldra fólk ætti oft ekki um aðra vinnu að velja. Og síð- ast en ekki sízt er það þjóðinni í heild skaði að leggja niður iðn- aðargreinar vegna ósvífinni und- irboða, sem svo aldrei er vitað hvað lengi standa. Ætti þá ekki sama að gilda um landfbúnað? Það efast enginn um áð land- búnaðarafurðir er hægt að fá við lægra verði erlendis frá, en það er ekki alltaf aðalatriðið. Þó heyrist því fleygt að ekki megi raska við þessum vi'ðskiptum, því þessi lönd kaupi svo mikið af fiski af okkur. En þess ber þó vel að gæta að enga nauðsyn ber til að minnka viðskiptin við þessi A-Evrópulönd, heldur er það skýlaus krafa iðnaðarins að ekki sé þannig að honum rá'ð- ist, en þeir selji okkur þá frekar hráefni við lágu verði, eða full- unna vöru við eðlegu verðL Eins á fataframleiðsla okkar mjög í vök að verjast vegna inn- flutnings á ódýrum fatnaði frá Hong Kong og öðrum Asíulönd- um, sem hafa mjög ódýrt vinnu- afl. T.d. hefur innflutningur frá Hong Kong tugfaldast árlega frá 1961. Og þó er þarna um áð ræða lönd sem ekkert kaupa af okkar afurðum. Það er mats- atri'ði hvernig og hvort hér eigi að sporna við fótum og hníga rök þar bæði með og móti, en gagnlegt er þó að hafa þetta í huga þegar metin er aðstaða ís- lenzks fðnaðar í dag, og þá ekki síst aðstaða fataiðnaðarins. Enn má minnast á eitt atriði, en það eru „innkaupaferðir“ fólks til nálægra landa. Það er auð- vitað tilgangslaust að fyrirmuna fólki áð kaupa sér eitthvað af fatnaði erlendir og hafa með sér til lands, en innflutningur á fatnaði fyrir fleiri þúsundir eða tugþúsundir, ætti því aðeins að vera heimill að viðkomandi greiði af honum lögboðin aðflutn inggjöld. Við krefjum toll af verðlitlum vinagjöfum sem hing áð eru sendar fyrir jól, en skipt- um okkur ekki af innflutningi á fatnaði í stórum stíl ef ferðalang ar eiga hlut að máli. Ekki aðeins missa íslenzk fatagerðarfyrir- tæki stóran hluta af sínum allt- of litla markaðL heldur tapar ríkissjóður þarna tugum, ef ekki hundruðum milljóna árlega í tolltekjum. Það tekjutap hlýtur að birtast í þyngri sköttum, sem því nemur. Meira að segja Banda ríkjamenn hafa nú sagt svona innflutningi strfð á bendur, og skyldi maður þó ætla að styrk- ur þeirra vœri meiri en okkar. Hvað snertir aðstöðu iðnaðar- ins í heild, þá má vafalaust telja að skortur á lánsfé til reksturs og fjárfestingar hefti mjög al- varlega möguleika hans til efl- ingar. Alþingi samþykkti á sín- u-m tíma heimild til Seðlabank- ans til endurkaupa á afurðavíxl- um iðnaðarins. En sú heimild hefur aldrei verið notuð. Iðnlána sjóður hefur heimild til að veita iðnfyrirtœkjum lán, sem nemur helmingi atf andviðri véilanna uppsettra. En hann vantar bara fé. Það er gott að hafa heimildir, en einhlítt ekki. íslenzk iðnfyrirtæki ver’ða að greiða 35% aðflutningsgjöld af vélum sínum. Kísilgúrverksmiðj- an getur ekki greitt slík gjöld af sínum vélum og tækjum, því hún verður þá undir í samkeppn- inni við erlend fyrirtæki. Þetta viðurkenna allir, enda samþykkti Alþingi að kísligúrverksmiðjan fengi að sleppa við grei'ðslu að- flutningsgjalda. En keppa ekki önnur íslenzk fyrirtæki við þau erlendu? Þess ber þó að geta að Iðn- lánasjóður hefur verið stór efld- ur síðustu 3—5 árin, en þó ekki nándar nærri nóg, því nú verða íslenzk iðnfyrirtæki áð gera ann- að tveggja: að hætta — eða vélvæðast í stórauknum mæli þannig að hann beri nafn með réttu. Við erum jafnt og þétt að færast inn. í samfélag þjóðanna og verðum því áð vænta meira samneytis við aðr- ar þjóðir og því um leið harðari samkeppni. Við höfum lagt í miklar fjárfestingar í sjávarút- vegi. Forsenda þeirrar fjárfest- ingar hlýtur að vera að fiskur sé í sjónum. Beynsla okkar og annarra þjóða hefur sýnt áð von um afla getur brugðist. Iðnaður- inn byggir á öðrum grunni og hlýtur að auka öryggi þjóðar- innar í atvinnumálum, auk þess sem hann skapar miklum fjölda landsmanna atvinnu, fólki sem oft fengi ekki starfssvið við sitt hæfi í sj'ávarútvegi eða öðrum atvinnugreinum. Einnig hefur engin atvinnugrein eins góða möguleika á að taka við aukinni fólksfjölgun og einmitt iðnaður- inn. Þó aðstaða iðnaðarins sé eng- an veginn góð eða viðunandi, þá hefur íslenzkum i'ðnfyrirtækjum samt tekist að bjóða góða vöru við lágu verði, þannig að sívax- andi fjöldi neytenda tekur ís- lenzka framleiðslu fram yfir er- lenda. Sú staðreynd ætti að sýna ljóslega að íslenzkur iðnaður hefur skilyrði til að þróast og eflast, aðeins ef að honum er búið á viðurkvæmilegan hátt. Ragnar Tómasson. — Grein Hákonar Framh. af bls. 2. framferði manna og skoða um- gengnina. Þar voru samankomn- ir um 3.000 manns þegar flest var. Voru þetta einnkum ungling ar á aldrinum 15—22 ára. Innan skamms verður vænt- anlega birt skýrsla um þetta, og því ekki fjölyrt um þetta að sinni. Geta skal þess samt, að unglingarnir hegðuðu sér yfir- leitt mjög vel, og sumir ferða- hópanna, eins og Litli ferða- klúbburinn, voru til fyrirmynd- ar. — En því skal heldur ekki leynt, að fjöldi unglinga hafði vín um hönd. Sumir gerðu það án þess að til nokkurs vanza væri, en æði margir fengu meira en þeir höfðu gott af. En við hverju má búast. Þessi grey eru að breyta eftir orðum Páls postula, að reyna að prófa alla hluti. Þá eiga þau ekki annars kostar en að hella í sig sterkum brenndum drykkjum með 42—45% spiritus- magnL sem þau kunna ekki með að fara. Liggur það í augum uppi, að eitthvað kunni að fara aflaga, bæði inni í þeim og í umhverfi þeirra. En þau, sem vilja gæða sér á öðru, hafa ekk- ert nema rándýra gosdrykki eða vatn með ölbragði. Þá er og ís- lenzka sælgætið líka alltof dýrt og oft engin gæðavara. Með öðrum orðum, þá er hóp- ferðum unglinga í skóglendin enn töluvert ábótavant. Þessu mætti breyta með því að leggja nokkrar kvaðir á þá, sem gang- ast fyrir slíkum ferðum, svo og með því að sjá fólki fyrir ódýr- um og góðum hressingum, bæði matar- og drykkjarkyns. En þvl verða aðrir að ráða fram úr en skógræktarmenn, sem hirða lönd in, sem gist eru. Löndum skógræktarinnar verð ur ekki lokað fyrir hópferðum nema að umgengni manna hraki svo að ekki verði unnt að hreinsa. * LANDKYNNING — FERÐMÁL Á undanfömum árum hef- ur mikið verið rætt um land- kynningu og ferðamál. í eyrum marga hefur þetta hljómað sem innantómt hjal og það kemur alltof oft í ljós, að ýmsir ráða- menn hafa ekki meira en svo trú á að landkynningar- og ferðamálastarfsemi hafi ein- hverja raunverulega þýðingu fyrir landsmenn. Ýmsir aðilar, sem hagsmuna hafa að gæta í þessu sambandi, hafa eytt miklu fé og haft mikið fyrir því að brjóta niður múr- ana hér innan lands — og má með sanni segja, að eðlilegra hefði verið, að þessir aðilar hefðu getað varið fjármunum og dýrmætum tíma í starfið á hin- um raunverulega markaði — þ.e.a.s. erlendis. En svo er oft um brautryðj- endastarfið, að stærstu draug- arnir, sem kveða þarf niður, eru einmitt draugarnir heima fyrir * ÓBEIN KYNNING Nú hefur það áunnizt, að skilningur á gagnsemi þessarar starfsemi fyrir þjóðarheildina fer vaxandi, enda er þjóðarbúið þegar farið að hafa nokkrar tekjur af ferðamálum. Samt vantar mikið á að gagnsemi hins óbeina áróðurs úti í frá hafi almennt fengið viðurkenn- ingu hér á landi — og á ég þar við almenna kynningu á landi og þjóð, kynningu, sem ekki miðar beint að því að selja far- miða til landsins, hótelherbergi og ferðalög innan lands á stundinni. Hin almenna kynn- ing á landi og þjóð stuðlar hins vegar að aukum viðskiptum við landið og ferðalögum til lands- ins, þegar fram í sækir. Það er þess konar áróðurs- og kynn- ingarstarfsemi, sem stórar þjóð- ir og smáar leggja ofurkapp á — nú á miðri tuttugustu öld. ★ NÓGU GOTT!“ Það er ótalmargt, sem taka verður til greina, þegar rætt er um leiðir til að greiða fyrir ferðamálunum — og jafnvel margir þeirra, sem starfa beint eða óbeint á þessu sviði hér- lendis, gera sér ekki fyllilega grein fyrir því hve víðtækt þetta svið er. Sá hugsaunarhátt- ur, sem hér hefur þróazt vegna of mikillar eftirspurnar á vör± um og vinnuafli — sá hugsun- arháttur, að þetta eða hitt sé nógu gott fyrir viðskiptavininn — getur aldrei skapað varanleg- an grundvöl'l fyrir íslenzk ferðamál. Og stöðugt hækkandi verðlag veldur sífelldum erfið- leikum á þessum vettvangi og eyðileggur stundum á skömm- um tíma mikið og langt upp- byggingarstarf á tilteknum mörkuðum erlendis. it HVE LENGI ER HÆGT AÐ HALDA ÁFRAM? Þegar verðlagið ber á góma kemur okkur ósjálfrátt í hug innheimtuaðferð veitinga- og gistihúsa. Þar bætast hvorki meira né minna en 25% (tuttugu og fimm prósent) við reikninga — — og sundurliðaðist þessi við- bótargreiðsla þannitg: Þjónustu- gjald, söluskattur, orlof, sjúkra- sjóður (framreiðslumanna geri ég ráð fyrir). Hví er þessi aukagreiðsla ekki aukin svolítið (ekki munar um nokkur prósent í viðbót) og bætt við vinnufata- og skósliti þjónustufólks, pottaleppa- og sleifagjaldi fyrir matsveina, einu prósent í jólatréssjóð fram- reiðslumanna — og hálfu pró- senti í hvíldar- og hressingar- 'hælissjóð eiginkvenna fram- reiðslumanna? Spurninigin er sem sagt: Hve lengi er hægt að halda áfram að bæta við aukagjaldið? Á end- anum verður e.t.v. hagkvæm- ara að segja, að gjaldið fyrir veitingarnar sjálfar sé auka- gjaldi .— hitt sé það, sem máli skiptir. Enginn hefur á mótl því að fólk fái sanngjörn laun fyrir störf sín, siður en svo. Hitt er öllu alvarlegra, þegar fyrir- komulag innheimtunnar er með þessum hætti. É|g held næstum því að betra sé að hækka verð á veitingum örlítið, því þegar aukageiðslur eru orðnar þetta háar fyrir þjónustu fer að koma óorð á ferðamannaþjónustu okkar. Hér þarf að taka í taum- ana. 6 v 12 r 24 r Bosch bakljós, ökuljós, stefnuljós og bremsuljós. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.