Morgunblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 11
Simnudagur 14. marz 1965
11
MORGUNBLAÐIÐ
ast eins og allir vita. Að brjóta
niður gamla og rótgróna hefð,
það er goðgá. Mér líkar þessi
andstaða vel, en auðvitað bilar
hún smám saman, því ekki eru
íslendingar enn svo langt leidd
ir að þeir geti verið án ljóðs-
ins. En hún bilar hægt eins og
vera ber: þá verða erlendu á-
hrifin skírari málmur en ella,
hertur í eldi þjóðlegs aðhalds
og dýrkeyptrar reynslu.
íslendingar hafa alla tið not-
að erlendar slettur eða töku-
orð og gera enn. Slíkt er engri
þjóð hættulegt meðan undir-
staðan er heil og óröskuð. Orð
eins og kirkja, klaustur eða bók
fell auðguðu islenzkuna á sín-
um tíma, en vanhelguðu hana
ekki. Málhagir menn hafa á öll-
um öldum barið erlend orð til
biskups í landi okkar, og þannig
auðgað tunguna. Man ég i svip-
inn eftir orðinu kórrétt sem
Þórbergur bjó til úr ensku: cor-
rect. Þetta orð er nú komið
inn í málið og sómir sér vel.
Það amerikaníserast enginn af
avona „málspjöllum". Og við
erum miklu varkárari í þess-
um sökum en t.d. frændur okk-
ar Danir sem tala og skrifa ó-
hikað weekenden og skíra börn
*in amerískum nöfnum. Slíkt
gæti tæplega gerzt hér. Samt
hef ég engan heyrt halda því
fram að Danlr séu að verða
bandarískri ómenningu að
bráð. f samtali sem Guðmundur
Daníelsson átti fyrir skemmstu
við danska rithöfundinn Karl
Bjarnhof og birtist hér í blað-
inu sl. þriðjudag, segir Bjarn-
hof m.a.: „Það er mín persónu-
lega skoðun að þær (Norður-
landabókmenntir) standi sig
mjög vel. Og hvað ísland varð-
ar, þá er það hafið yfir allan
efa. En við eigum það á hættu
vegna málsins að verða mjög
einangraðir. Hér í Danmörku
getur maður ekki hjá því kom-
izt að sjá — og sumum okkar
til sárrar sorgar — að málið
spillist meira og meira af ensk-
amerískum áhrifum. Sérhver
blaðagrein, talmálið í útvarpi
og sjónvarpi óhreinkast af
fleiri og fleiri engilsaxneskum
slettum". Auðvitað til sárra
leiðinda. en Bjarnhof dettur
ekki í hug að fara að tala um
endalok danskrar menningar.
, *
Eg hef mmnzt á þessa marg-
umtöluðu ameríkaníseringu —
að gefnu tilefni. Ég hef tekið
nokkur dæmi þar sem mér hef-
ur dottið í hug að okkur væri
hættast, þó skal ég viðurkenna
að ég hef ekki alltaf verið viss
um, hvað ameríkanisering er.
Stundum dettur mér i hug að
það sé kaup á jarðýtu, skurð-
gröfu eða jeppa — og þá fer ég
að hugsa um hvort þetta sé
einskonar landbúnaðarpólitík.
í annan tíma dettur mér svo í
hug að það sé að lepja mjólkur-
hristing, jóðla tyggigúmmí.
reykja Camel í stað Players —
eða vera á bjórfylliríi í jagúar.
Og þá vandast málið. En aldrei
getur mér samt áskotnazt sú
sannfæring, að slíkir tilburðir
mundu eyðileggja menninguna,
í hæsta lagi heilsu einhverra og
stuðla að því að aðrir yrðu
karaktérheimskir. Loks hefur
mér dottið í hug að það sé að
hrifast af og tileinka sér undir-
stöðuatriðin í lýðræðishugsjón
Bandaríkjanna, og þá finnst
mér ekki þurfa að örvænta.
Þó' ýmislegt þeri að varast
sem frá Bandaríkjunum kemur
er einnig fjölmargt í menningu
þeirra og arfi sem hollt er að
kynnast og læra af. Og enn
eitt: oft er það svo þegar við
tölum um ameríska menningu,
að við einblínum á kvikmynda-
ruslið (í kvikmyndahúsum og
sjónvarpi), en þekkjum ekki
þann langræktaða akur sem
geymir hina raunverulegu
menningu Bándarikjanna. Þar
á ljóðlistin t.d. griðland og er
höfð í hærri vegum en hjá okk-
ur, er mér óhætt að fullyrða
(enda að vissu leyti tízkufyrir-
bæri), eða leiklistin, svo ég
nefni það tvennt sem ég þykist
bezt þekkja. Hættan sem okkur
steðjar af Bandaríkjunum er
kannski einna helzt í því fólgin
að við höfum af magalausum
misskilningi alltof oft farið
húsavillt: sumpart af vankunn-
áttu þeirra Bandaríkjamanná
sem eiga að kynna okkur menn
ingu sína, sumpart af þekking-
arleysi okkar sjálfra (eða á-
hugaleysi?) Fyrir bragðið höf-
um við oft lent í skranbúðum
bandariskrar menningar, það er
enginn skortur á þeim. Þær
eiga nefnilega margt sameigin-
legt með verzluninni sem
Kierkegaard lýsti: þú ferð með
þvottinn þinn inn í búðarholu
sem auglýsir sig með svohljóð-
andi skilti: „Hér er þveginn
þvottur". En þegar inn kemur
er þér sagt að þetta sé ekki
þvottahús — heldur skiltagerð.
Það þarf talsverða æfingu í að
kaupa ekki köttinn í sekk
amerískrar menningar. En það
getur varla verið happdrætti
upp á líf og dauða fyrir sjálf-
stæða þjóð.
Sumir þeirra sem mest tala
um ameríkaníseringu hér á
landi benda á fjármálaspillingu
og segja að hún sé bandarískt
fyrirbrigði. Ekki ætla ég að
eyða orðum að slíkum fullyrð-
ingum, a.m.k. ekki í alvöru.
Það skorti ekkert á fjármála-
spillinguna í Rómaveldi hinu
forna, og þó hef ég engan heyrt
tala um að hún hafi verið inn-
flutt þangað frá Bandaríkjun-
um. Nei, sú fjármálaspilling
sem við höfum óneitanlega
þurft að glíma við kom í kjöl-
•far stríðsins og velmegunarinn-
ar. Á sama hátt og þjófnaður
getur oft fylgt hungri, þahnig
er eins og spilling loði' Oft við
velmegun. Er það ekkert eins-
dæmi hér á landi. Hitt er annað
mál, að það er til margs konar
spilling og er sú ekki bezt sem
gerir sér far um að eltast sí-
felldlega við mannorð fólks
sem fátt hefur til saka unnið
meiði við pólitíska skríbenta
sem fæddir eru með duldum
messíasarkomplex. Steinn Stein
arr var ekki lengi að sprok-
setja svoleiðis karla, t.d. þegar
einn þeirra (Austri) hafði lýst
því yfir í Þjóðviljanum að
skáldið hefði selt sál sína auð-
valdinu vegna þess að Steinn
hafði fordæmt atferli Rússa í
Ungverjalandsbyltingunni. En
líklega mundi vera réttara að
flokka slíka spillingu undir til-
lærða siðblindu....
★
Já, pólitísk siðblinda. Margir
þeina sem mest tala um hætt-
una af svonefndri ameríkahíser
ingu líta Sovétrikin sömu aug-
um og Páll postuli guðsríki.
Þeir vinna að því öllum árum
að koma á hér á landi svipuðu
ástandi og ríkt hefur eða ríkir
í Sovétríkjunum og hafa borið
fram kenningar Sovétmanna
og málstað kommúnismans af
einurð og allt að því mikillæti
— og oftast kinnroðalaust. Ég
vona að mér verði ekki stefnt
fyrir meiðyrðadómstóla, þó ég
segi þetta blákalt og undan-
dráttarlaust á prenti. Að vísu
gera margir sér enn grein fyrir
hættunni af kommúnismanum,
en þó held ég þeim fari fækk-
andi. Sumir andstæðingar
kommúnismans eru farnir að
sofa á verðinum. Og sjaldan
heyri ég þá sem skrumskæla
sig út af bandarískri ómenningu
minnast á hættuna af sovét-
íseringu. Hún er þó í mínum
huga áþreifanlegasta hrollvekja
okkar tíma, þó ekki sé annað að
sjá en Sovétríkin séu á bata-
vegi. En samt fullyrði ég óhikað
að sovétiseringin sé mesta
hætta sem í dag steðjar að
mannkyninu — nema ef vera
skyldi að maótíseringin væri
enn alvarlegra mál. Samt at-
yrðir Austri alla þá sem ekki
eru eins og hann: sannfærður
um að Maó-Tse-Tung sé eini
Kínalífselexírinn sem nokkurt
gagn sé að. Það er heldur lág-
skýjað í hugarheimi svo auð-
sveipra og lítilþægra hugsjóna-
riddara.
Nei, það er þetta andlega of-
beldi, þetta glórulausa ófrelsi,
þessi fargþunga áþján sem gæti
orðið okkur og menningu okk-
ar skeinuhætt einn góðan veð-
urdag; þjóðfélag þar sem menn
irnir eru til fyrir ríkið og hafa
engu öðru hlutverki að gegna
en vera „dautt hjól í sálarlausri
vél ríkisins" sem „á allt undir
því, að þegnarnir hugsi sem
minnst og verði sem líkastir
hver öðrum“, eins og Tómas
skáld hefur komizt að orði.
Benedikt Blöndal
heraðsdomsiógicaður
Austurstræti 3. — Sími 10223
L JÓSM YND ASTOF AN
LOFTUR ht.
Þetta er sú eina „séring“ sem
gæti kallað allsherjarhrun yfir
menningu okkar. Eða hvað um
kristindóminn? Skáldskapurinn
andæfir slíkri þróun, þess
vegna gegnir hann hlutverki .
hornkerlingarinnar í kommún-
lífsspursmál að kefla hann.
Ég sagði að Sovétríkin væru
á batavegi, vonandi er það rétt.
En ekki eru mörg ár liðin síðan
ljóð var birt í tímaritinu Novy
Mir eftir Pasternak. í þessu
ljóði voru eftirfarandi línur
(vonandi rétt skrifaðar): „Sred
krugovrashchenya zemnogo /
rozhdeniy, skorbey i konchin“
(sem merkir: í jarðneskri hring
rás fæðingar, þjáningar og
dauða— þ.e. skáldið er að tala
um að ekkert sé til milli fæð-
ingar og dauða nema þjáning-
in). En flokksþrælarnir voru
ekki ánægðir, þeim þóttu þess-
ar línur ekki nógu upplífgandi
fyrir ástandið í Sovétríkjunum
og hlutskipti mannskepnunnar
í sæluríkinu. Þeir settu flokks-
maskínuna í gang og hún orti
ljóðið upp með svofelldri bragar
bót: rozhdeniy, trudov i konch-
in, þ.e. í staðinn fyrir þjáning-
una var komið nýtt orð, vinna.
Þá var ljóðið orðið gjaldgengt
á pólitískum markaði ritskoð-
unarinnar. Þjáningin skyldi út-
læg ger af pappírnum, það var
nóg af henni annars staðar. Nú
mátti jafnvel lesa ljóðið á
næsta flokksþingi eða birta það
í þýðingu í Sunnudagsblaði
Þjóðviljans.
Samt ber að virða að þeir
skyldu setja vinnuna í staðinn
fyrir þjáninguna, en ekki eitt-
hvert annað orð eins og gleði,
sæla eða hamingja. En vafa-
laust verður eitthvert þessara
síðasttöldu þriggja orða komið
i staðinn fyrir þjáninguna, þeg-
ar ljóð Pastemaks verður næst
prentað austur þar.
Það er sovétísering af þessu
tagi sem gæti leikið okkur grátt.
Samanborið við hana er flest
annað barnaleikur.
★
Ég hef ekki skrifað þessar
línur í því skyni að gera lítið
úr þeim hættum sem að okkur
steðja úr öllum áttum. En ég
tel að við séum á réttri leið út
í heiminn, ef svo mætti segja.
Við erum einá og spóaunginn
sem floginn er úr hreiðrinu og
er farinn að gera sér grein fyr-
ir hættunum sem að steðja,
kann orðið að lifa með þeim —
og veit hvar hann á griðlandi að
fágna. Og hann á mikið fyrir
höndum: að fara út í þann stóra
heim og kynna sér aðrar slóðir.
Þar eru margir skrítnir fuglar,
en hann breytist ekki af sam-
félaginu við þá. Eitthvað getur
hann kennt þeim úr fásinninu,
annað getur hann lært. Og eng-
in hætta er á því að hann verði
orðinn að flamingóa, þegar
hann kemur næst á norður-
hjara.
Mér hefur fundizt talsverð
hætta því samfaxa að prédika
annað veifið endalok íslenzkr-
ar menningar og tungu. Ef við
förum að trúa því að dómsdag-
ur sé í nánd hvort eð er, hætt-
um við að standa á verði. Gef-
umst upp. Og þá deyr tungan
og menningin. Ef læknir tönnl-
ast sífelldlega á því við sjúkling
sem t.d. hefur ekki fengið verri
kvilla en hálsbólgu að hann sé
með bráðakrabba, getur svo far
ið að sá sami sjúklingur deyi
úr hjartaslagi. Nauðsynlegt að-
hald er heilbrigt, en allt lífs-
háskaskraf verkar niðurdrep-
andi. Við verðum að fara að
gexa okkur grein fyrir því að
við lifum aðra tíma en þegar
Bjarni Thorarensen, sá mikli
skáldjöfur, orti um nafnkunna
landið — „hvert þinnar fjar-
stöðu hingað til neyttir, /hún
sé þér ódugnaðs framvegis
vörn“. Sem betur fer er merk-
ing þessara orða jafnframand-
leg okkur sem nú lifum og þeir
myrku einangrunar- og niður-
lægingartímar sem þau voru
ort á.
Það hefur alltaf loðað við ís-
lendinga að berja lóminn frek-
ar en hitt. Sverrir Kristjánsson
hefur sýnt fram á þá skemmti-
■legu staðreynd að það sé is-
lenzk þjóðsaga, að Danir hafi
ætlað að flytja þá alla á Jót-
landsheiðar. Samt kvað svo
ramt að söguburði þessum að
ýmsir voru víst farnir að halda,
að þeir væru niður settir á heið
um Jótlands, og kannski er það
skýringin á því hvað danskan
þótti eftirsóknarvert sprok á
næstu árum á eftir! Eða
kannski var þessi þjóðsögn að-
eins kærkomin afsökun lán-
lausu fólki sem fallið hafði í þá
freistni að falbjóða menningu
sína dönsku tízkutildri. Ég veit
það ekki, en slíkar gróusögui
hefur forfeðrum okkar þótt
betri en engar. Og nú eru aðrii
teknir við: ameríkanísering 1
stað Jótlansheiða, hvað skyldi
verða næst? Og af því ég hef
litla ánægju af svoha söguburðl
skilst mér á Sigurði Líndal að
ég sé heldur illa á vegi stadd-
ur: Það jaðri beinlínis við póli-
tíska sálsýki að vera bjartsýnn
á framtíð íslenzkrar menningar
og túngu. Það hlýtur að vera
óskemmtilegur krankleiki. Ég
hef að vísu aldrei heyrt það
fyrr að bjartsýni geti talizt til
sálsýki, en þá er að kyngja því.
Kannski andleg depressjón og
botnlaus bölmóður sé það sem
koma skal i heilbrigðismálum
þjóðarinnar. Það væri óskemmti
legt til afspurnar.
Til að koma ekki frekara ó-
orði á íslenzka menningu en
orðið er læt ég hér staðar num-
ið — og þá í þeirri trú að hún
eigi aldrei eftir að hljóta örlög
geirfuglsins; að vera fræg fyrir
það eitt: að hafa dáið út.
Stúlka
Rösk stulka óskast í bókaverzlun, Mála-
kunnátta nauðsynleg. Umsóknir er til-
greini aldur, menntun og fyrri störf send-
ist í pósthólf 124.______________
Laxveiðimenn
Veiðiferð fil írlan&'
8 daga ferð — verð frá kr. 9.975,- — 10.438,-
Lönd og Leiðir mun efna til veiðiferðar til írlands
um nk. páska. Lax- og silungsveiði á írlandi er talin
ein sú bezta í allri Evrópu og apríl einn bezti veiði-
mánuðurinn. Verðið, sem er mismunandi eftir veiði-
svæðum, innifelur: Flugferðir, allar gistingar og fæði,
veiði og söluskatt.
Flogið verður frá Reykjavík, með Loftleiðum 15. apríL
Sérstök kjör fyrir meðlimi Stangaveiðifélagsins.
Nánari upplýsingár á skrifstofuninL
Lönd og Leiðir — Aðalstræti 8 - Sxmar 20800 og 20760.
Ingólfsstræti 6.
Pantið tima ■ síma 1-47-7?-
Einbýlishús til sölu
milliliðalaust
í Vestmannaeyjum, einnig koma til greini skipti á
nýlegri íbúð í Reykjavík.
Húsið stendur á hornlóð í hjarta bæjarins.
Upplýsingaf veittar í síma 98-1586.
Eikarspónn
Teakspónn
Nýkomið eikarspónn, teak-
spónn, afromosía spónn,
birkispónn, Mahognyspónn
(teakspónn) og amerískur
furuspónn.
Vöruafgreiðsla
v/Shellveg
annað en vera á öndverðum ísku þjóðbákni; þess vegna er