Morgunblaðið - 26.03.1965, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.03.1965, Qupperneq 1
Ztf siour Reiðubúinn að fara hvert sem er — hvenær sem er og hitta hvern sem er — sagði Johnson um Viet-IMam Washington, 25. marz. — - NTB — AP: JOHNSON, Bandarikjaforseti, eagði í yfirlýsingu, sem út var pcfin í Hvíta húsinu a# loknum rikisráðsfundi í dag, að Banda ríkin muni ætið vera reiðubúin til þess að reyna að finna lausn á Viet Nam deilunni, en hann bætti Við að árásir og undiróður úr norðri yrði að stöðva. Á umrædd um fundi Johnsons með ráðherr- nm Bandarikjastjórnar voru mál efni Viet Nam til umræðu. Yfirlýsingin, sem út var gefin í dag, var samhljóða því, sem John ton tjáði ríkisstjórninni. Hann eagði að Bandaríkin litu fram til þess dags að SA-Asia væri laus við hryðjuverk, ógnir, neðan- jarðarstarfsemi og morð og gæti helgað sig efnahagslegu og félags legu samstarfi. Forsetinn sagði: „Ég er eins og áður reiðubúinn að fara hvert sem er, hvenær sem er til þess að hitta hvern sem er, ef möguleikar eru á því að öðlast heiðarlegan frið“. Hann endur- tók þá skoðun Bandaríkjanna að þau óski þess aðeins að Genfar ísáttmálinn frá 1954 verði hald- inn, en hann kvað árásarmenn kommúnista hafa á því lítinn á- huga. Johnson sagði að er komið hefði verið í veg fyrir innrás kommúnista, geti fólkið og stjórn in í S-Viet Nam sjálft ákveðið framtið sína, og þörfin á banda- rískum herafla yrði þá ekki leng ur fyrir hendi. í>ar til að málum væri svo komið, yrðu Bandarík in að aðstoða S-Viet Nam við að i Sagaði af sér handlegginn i Stokkhólmi, 25. marz (NTB) , 44 ÁRA gamall sænskur bygg ' ingameistari var í dag dæmd- I ur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa sagað af sér hægri handlegg til þess að fá greidda tryggingu að upphæð 255,000 I kr. sænskar. Maðurinn var (dæmdur fyrir tryggingasvik, og til þess að endurgreiða ' tryggingafélaginu þær bætur, ' sem hann hafði fengið greidd- I ar. — Rétturinn taldi sannað I að maðurinn hefði sjálfur lagt handlegginn í „stólinn“ á vél- ' sög, og síðan sagað hann vilj- andi i sundur. stemma stigu við hermdarverk um og árásum kommúnista. Nasser tekur við forseta- embætti Kairó, 25. marz — NTB: NASSER, forseti Egyptalands, tók í dag við embætti forseta, en hann var endurkjörinn 15. marz sl. til næstu sex ára með 99,999% atkvæða. Nasser er nú 47 ára gamall. Embættistakan í dag fór fram í egypzka þinginu. Þennan fána átti að draga // niður fyrir hundrað árum // — sagði Bunche um fána Suð- urríkjanna á þaki þinghúss Alabama Montgomery, Alabama, 25. marz —- NTB-AP MEIRA en 25.000 negrar og hvítir menn söfnuðust saman við hið sögufræga þinghús í Montgomery, Alabama, í kvöld til þess að leggja á- herzlu á kröfuna um afnám misréttis kynþátta. Var hér xim að ræða hápunkt mann- réttindagöngunnar, sem und- anfarna daga hefur staðið. en gangan fór frá Selma til Mónt gomery með dr. Martin Lut- her King í hroddi fylkingar. Leiðin er um 80 km. Mörg hundruð hermanna og lög- reglumanna stóðu vörð um hið stóra torg fyrir framan þinghúsbygginguna, er göngu menn komu þangað. Gangan fór upp Dexter Avenue til þinghússins og sungu göngu- menn „God Bless America", „Battlehymn of the Republic“ og fleiri velþekkta bandaríska söngva. Þyrlur og flugvélar frá hernum fylgdust með atburðun- um. í ræðu, sem dr. Ralph Bunche, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, flutti við þing- húsið sagði hann að þes§i sögu- lega ganga segði meira en nokk- ur orð fengju lýst. Bunche beindi orðum sínum til Wallace, ríkis- stjóra í Alabama, og sagði: „Rík- isstjóri, allt það fólk, sem hér er saman komið, eru miklir Banda- ríkjamenn, hvítir og svartir. Þeir eru miklir Bandaríkjamenn sökum þess að þeir vilja færa landi sínu einingu og styrk. Ef ríkisstjórinn skyldi hafa gleymt því, þá vil ég minna hann á, að Alabama tapaði baráttu sinni fyrir aðskilnaði frá Bandaríkjun- um“, sagði Bunche og leit um Framh. á bls. 27. Whitehorse, Yukon, 24. marzt (AP) — Robert Kennedy, öld ungadeildarþingmaður, stend- ur á tindi Kennedyfjalls, sem kanadiska stjórnin hefur skirt í höfuðið á hinum látna bróð- ur hans, John F. Kennedy, forseta. Robert Kennedy er lengst til vinstri. Hann setti niður fánann, sem sést í snjón um, en á honum er skjaldar- merki Kennedy-fjölskvldunn- ar í svörtum sorgarramma. — Ennfremur skildi Robert Kennedy eftir á fjallinu ein- tak af hinni frægu ræðu hins myrta forseta, sem hann flutti við töku embættis. Kosmos 64 Moskva, 25. marz — (NTB): SOVÉTRÍKIN skutu í dag á loft gervihnetti af „Kosmos‘-gerð, og ber hann nafnið Kosmos 64. — í hnetti þessum eru vísindatæki, sem framkvæma eiga ýmsar mæl ingar og rannsóknir í geimnum. Sakfyrningartími stríösgiæpa- manna framlengdur til 1970 Bonn, 25. marz — AP-NTB: VESTUR ÞÝZKA þingið sam- þykkti í dag mcð yfirgnæfandi meeirihluta atkvæða að fram- lengja sakfvrningartímabil stríðs glæpamanna nazista til 1. janúar Dómsmálaráðherra V-Þýzkalands baöst lausnar í gær Stjémarkreppa í vændum i Bonn? Bonn 26. marz. (NTB-AP). líYlMSMÁBARÁÖllERRA Vestur Þýzkalamls, dr. Edwald Bueher, Wst í kvöld lausnar frá emb- stundum eftir að Sambnndsþing- ið í Bonn hafði samþykkt áð framlengja frest til málshöfðun- ar gegn stri ðsg 1 æpamön mu m til 1 ðbtti, auðeius uokkrum Uukku- janúar 1970. Dt. Bueher skýrði frá því sjálfur að hann hefði sent Erhard knnslara bréf, en hann vildi ekki skýra nánar frá efni þess. — Talið er að lausnarbeiðni dr. Buchers muni e.t.v. leiða til stjórnarkreppu í V-Þýzkalandi og verða stjórn Erhards til mikils hnekkis. Frjálsir demókratar, flokkur dr. Buohers segja að dómsmáia- rá ðheriá rm hafi raunar fyrir löngu verið búinn að lýsa því Framhald á bls. 3 1970. 344 þingmenn greiddu a-t kvæði með þessu en 96 á moti. Fjórir þingmenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Frumvarpið fer nú til hins svonefnda sam- bandsráðs (Bundesrat), sem er ráð rikjanna innan Sambandslýð veldisins Þýzkalands. Það verður til umræðu þar 9. apríl nk. og er búizt við að frumvarpið verði staðfest þar, og hin nýju lög muni öðlast gildi 7. maí. Atkvæðagreiðslan um frum- varpið fór fram í þinginu eftir að ákafar umræður höfðu stað- ið um það síðdegis. Fyrir hádegi var frumvarpið afgreitt til þriðju umræðu. í umræðunum í dag var fyrst tekin til umræðu tillaga frá dr. Max Guede, kristilegum demó- krata og fyrrum ríkissaksóknara, en tiilaga háns fólst i því að fyrn ingartíminn skyldi talinn frá 31. desember 1949, en þá fékk V- Þýzkaland takmarkað sjáifstæði, og dómstólar landsins aukið vald til að fjalla um mál stríðsgiæpa- manna. Dr. Guede stakk jafn- framt upp á því að gerður skyldi greinarmunur á alvarlegum stríðs glæpum og minniháttar striðs- glæpum, en hann taldi að þetta myndi auðvelda dómstólum starf þeirra. Taldi hann að greina yrði á milli þeirra, sem komu hryðjuverkunum af stað og þeirra, sem sjálfir urðu að fram kvæma þau. Geihard Jahn, þingmaðúr sós íaldemókrata, sagði að ekki bæri að gera greinarmun á böðlinum og aðstoðarmönnum hans. Stríðs glæpir hefðu ekki getað átt sér stað nema því aðeins, að menn í iægri stöðum hefðu tekið þátt í þeim. Meðal aðstoðarmanna böðlanna væru alltof margir, sem að eigin ósk og vilja hefðu gerzt striðsglæpamenn. Þingmaðurinn benti á að v-þýzk yfirvöld Framhald á bls. 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.