Morgunblaðið - 26.03.1965, Side 3

Morgunblaðið - 26.03.1965, Side 3
Föstudágur 26. marz 1965 3 MÖRGUNBIAÐBÐ Stú- dínur máta föt ÞÆR voru að máta kjóla, k'ápux og dragtir í verzluninni Eros þessar sjö stúlkur á mynd Útiklæðnaður fyrir sumarið. Ingunn í sægraenni dragrt með hvítan silkihatt, Bryndís í bleikri ullardragt með silkihomum og samlitan hatt, Ragnheiður Einarsdóttir í turkisblárri dragt með Saga-mink og brúnleitan hatt, Ragna Lára í ljósri dragt með brúnan hatt, og hanska og Sólveig Einarsdóttir í Ijósri sumarkápu með dekkri hatt og slæðu. Goóan daginn! Bryndis í bleikrauðum slopp utan yfir samlitan náttkjól. unum hér á sfðunni, þegar við komum þar inn um dag- inn. Og þeer skemmtu sér sýhilega konunglega. Ekki aí því þær séu svona loðnar um lófana, að þær geti keypt sér hvað sem hugurinn girnist, og það var margt þarna, heldur af því að öllum stúlkum, þyk- ir gaman að máta föt. I>að hlýtur að vera í kveneðlinu frá upphafi, sem bezt sézt á því að litlar telpur njóta þess a'ð klæða sig í flíkur af mömmu og h'áhælaða skó. Nóg um það. Þetta var í rauninni alvara þarna í Eros. Stúlkurnar voru að máta föt, sem þær ætla að sýna á tízku- sýningu í Lídó á sunnudaginn tfyrir Kvenstúdentafélagið. Þær eru allar stúdentar og meðlimir Kvenstúdentafélags- ins. Á sunnudaginn er sem sagt hin árlega kaffisala félagsins til ágóða fyrir styrkveitinga- sjóði þess, en þeir eru notað- ir til að hjálpa stúlkum, sem eru í langnámi, ýmist erlendis eða hérlendis, og er einmitt nýbúið að auglýsa slíkan styrk fyrir þetta ár. Til þess baka kvensfcúdent arnir í félaginu og gefa tert- ur og annað góðmeti með kaffinu, sem selt er í Lidó, en miðar fást þar á laugar- daginn. Meðan kaffið er drukkið fer fram fyrmefnd tízkusýning. Helga Valtýsdótt ir kynnir, og þær Katrín Árna dóttir og Eygló Haraldsdótt- ir leika undir, en 7 stúíkur ganga um og sýna nýjasta tízkufatnað, sem Eros hefur fengið, snyrtar og leiðbeint af Andreu Oddsteinsdóttur. Fatn aðurinn er frá þremur enskum fyrirtæikjum: Polly Peck, Blanes og Carnegie, en síðastnefnda fyrirtækið saum- áði mikið af kjólunum í kvik- myndinni „My fair lady“ og sjást áhrifin fró þeim fötum á sumum kjólum þess, svo sem svörtum kjól með hvítum kraga og stráhatt við, sem Brynja Benediktsdóttir sýnir. En Ingunn Benediktsdóttir klæðist á meðan líjól í „Tom Johns“ stil, rauðum flaujelis- kjól með svörtum leggingum. Annars látum við myndimar tala. „Á skemmtigöngu i sólinni.“ Bryndís Schram, Ragna Lára Ragnarsdóttir og Geirlaug Þorvaldsdóttir í rósóttum sumar- kjóliun með hvita hatta og hvita hanska. Systurnar Ingunn og Brynja Benediktsdætur í kjólum, sem kenndir eru við kvikmyndirnar „Tom Johns“ og ,JWy fair lady.‘ — Baðst lausnar Framha'd af bls. 1 yfir að hann mundi segja af sér ef lögin um framlengingu máls- höfðunarfrestsins næðu fram að ganga. Bucher og flokksbræður hans hafa iengi verið andsnúnir lengingu frestsins af lögfræði- legum ástæðum. Dr. Bucher er einn fimm frjálsra demókrata, sem sæti eiga í stjórn Ludwigs Erhard, en í stjórninni er samtals 21 ráðherra. í kvöld benti ekkert til þess að hinir ráðherrarnir fjórir myndu einnig segja af sér, en þeir sem með stjórnmálum fylgjast í Bonn telja ugglaust að lausnarbeiðni dr. Buchers muni stórspilla sam- komulaginu milli frjálsra demó- krata, og flokki Erhards 'kansl- ara, kristilegra demókrata. — Stjórnarandstöðuflokkurinn, sósí- aldemókratar, muni án efa færa sér í nyt erfiðleikana í stjórn- inni. Sósíaldemókrötum hefur aukizt virðing síðasta árið. Kosn- ingar eru nú framundan í Þýzka- landi, og er á það bent að stjórn Erhards hafi glatað trausti vegna stefnu sinnar í Austurlöndum nær, stefnunni gagnvart Frakk- landi og loks afgreiðslu umrædds frumvarps um framlengingu máls höfðunarfrestsins. STMSTEIMR Búrfellsvirkjun hagkvæmust Helgi Bergs, ritari Framsókn- arflokksins, ritar athygilsverða grein um virkjunarmálin í Tím- ann í gær. Bendir hann á, að Búrfellsvirkjun sé lang hag- kvæmust, en til þess að unnt sé að ráðast í hana, þurfum við að geta selt orku til orkufreks iðnaðar og komi þá naumast annað til greina en alúmín- bræðsla, því að köfnunarefnis- áburður verði nú ekki fram- leiddur með rafgreiningu, sem þarfnast mikillar orku, heldul með öðrum og ekki jafn orku- frekum aðferðum. Okkur skortir fjármagn- Síðan segir Helgi Bergs: „Atvinnuvegir okkar íslend- inga og þá sérstaklega útflutn- ingsatvinnuvegirnir eru mjög einhæfir. Aukin fjölbreytni í framleiðslunni er nauðsyn og hún hlýtur að koma. Framleiðsla á alúmíni eða önnur framleiðsla af því tagi á sviði efnaiðnaðar eða málmiðnaðar, sem nota mikla raforku, yrði tækniþróun okkar íslendinga tvimælalaust lyfti- stöng. Það myndi opna okkur ný svið og veita okkur ný viðfangs- efni í næstu framtíð. Gallinn á þessu er þó sá, og hann er ekki lítill, að við höfum það ekki nú fyrst um sinn, á valdi okkar sjálfra, að byggja upp slikan iðn- að. Við yrðum því, ef til kæmi, að sætta okkur við það að er- lendir aðilar ættu slíkan rekstur í landi okkar. Þetta er óhjá- kvæmilegt sökum þess, að bæði hráefnislindirnar fyrir þcnnan iðnað og eins markaðirnir fyrir fullunnu vörurnar eru á valdi er- lendra hringa, og aðrir geta ekki brotizt inn á þá markaði. Enn- fremur kemur þar til skortur á fjármagni og þekkingu hjá okk- ur íslendingum á þessum svið- um, en væri slíkur iðnaður á annað borð hafinn hér, þá er ó- hætt að gera ráð fyrir því, að ekki mundi líða á löngu þar til við Islendingar hefðum sjálfir náð valdi á þeirri tækni, sem er um að ræða, og stæðu þá vonir til, að við gætum sjálfir eignazt iðnað af þessu tagi ef breytingar yrðu á mörkuðunum, sem vel gæti orðið áður en langir tímar liðu“. Minni áhrif fjármagnseigenda Og Helgi Bergs heldur áfrain: „Það hefur jafnan verið geigur í okkur íslendingum við það að hleypa erlendum atvinnurekstri inn í landið, og það er sannar- lega heldur ekki að ófyrirsynju. Til skamms tima hefur það verið háttur erlendra fjármagnseig- enda, sem festa fé sitt í öðrum löndum, að krefjast margs konar friðinda og sérstakra réttinda, sem sums staðar hafa leitt til þess, að fyrirtæki þeirra hafa ekki lotið sömu lögum og lands- menn sjálfir og náð óeðlilegum tökum á atvinnulífi og þjóðfé- lagsmálum. I þessum efnum eru skilyrði nú á seinustu áratug- um orðin nokkuð breytt. Erlend- ir fjármagnseigendur verða nú víðast hvar að sætta sig við að lúta sömu lögum í einu og öllu og landsmenn sjálfir og kemur auðvitað ekki til greina annað en að þannig verði gengið frá málum hér á landi, ef til kæmi. Áhrif hinna erlendu fjármagns- eigenda eru einnig minni en áð- ur tiðkaðist vegna þess, að með síaukinni tækni hafa slík fyrir- tæki færra fólk í þjónustu sinni og áhrif þeirra á atvinnulífið og þjóðlífið eru því að sama skapi minni."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.