Morgunblaðið - 26.03.1965, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.03.1965, Qupperneq 12
MORCUNBLADIÐ Fimmtudagur 25. marz 1965 Guðmundur Daníelsson skrifar ferðabréf NÚ HEFUR mér dottið í hug að prófa aðferð Páls frá Tars- os og reyna að ná sambandi við þig með pennanum mín- um. Ekki til að vekja þig til meðvitundar um tilgang lífs- ins né heldur æðri skilning á forsjóninni, ekkert svoleiðis, sem er verkefni séra Jóhanns, heldur aðeins til að minna þig á mig — að þú gleymir mér ekki alveg, eins og marklaus- um draumi þínum frá í nótt. Mætti ég fyrst fara nokkr- um orðum um veðrið og fugl- ana? Þegar ég settist hér að í lok janúarmánaðar, þá var eins og vötnin í miðborginni vissu ekki enn hvað þau ættu að gera — hvórt þau ættu að þíða af sér frauðkenndar ís- spangirnar og sameina allar sínar mörgu vakir, verða öldu kvik og sumarleg bakkanna milli, eða þá hitt: gerast sam- frosta og leggjast til svefns undir haldgóðum vetrarklaka svo sem einn mánuð eða tvo. Mikið held ég að mávarnir hafi rætt þetta stórmál sín í millum kringum mánaðamót- in. Ég sá þá út um gluggann minn í Vestersöhús, hvar þeir flokkuðust saman dag eftir dag, ýmist standandi á grá- um ísflekunum eða sitjandi í krapinu meðfram skörum, og stinga saman nefjum án af- láts. En alltaf voru nokkrir þeirra á lofti að gá til veð- urs, hvort þetta sem ýfði á þeim stélin væri heldur gustur frá vetrarhelju Síberíulanda eða þá andblær frá Sephýr- usi, hinum milda guði hafræn- unnar í suð-vestri. Ef það var að kvöldlagi og þeir flugu upp í rauða skágeisla sólarlags- ins, þá gátu vængir þeirra sem snöggvast breytzt í fægðan málm og eld, síðan komu þeir aftur ofan í bláan skuggann að segja tíðindin. Nú vita allir hvernig fór, alð allt í einu tók veturinn af all- an vafa og herti frostið og hraðfrysti á einni nóttu sér- hverja fuglavök og þeysti mekki af snjó inn yfir þessa borg og landið allt í kring. Fyrir kom 'það, að varla sæist milli húsa í éljunum. Það var eins og íslenzkur útsynningur þegar hann er fúlastur, en hérna stóð vindurinn af norðri. Ekki vildi ég vera hár turn í Kaupmannahöfn í þessu tíðarfari. Því miður veit ég fátt um daglegt líf mávanna eftir að harðindin gengu í garð. Ég flutti burt úr Vesturvatnshúsi og er löngu seztur að annars staðar, á þeim slóðum sem gráspörrinn einn heldur velli, minnstur og ljótastur allra fugla, ævinlega þar sem um- ferðin er mest, fyrir hunda og manna fótum, en alveg ódrep- andi, eins og lífsviljinn sjálf- ur, hversu kúgaður sem hann er. Nei,-ég hef ekki fleira um mávana að segja, enda eru harðindin liðin hjá, það er komið vor. Já, vorið, vel á minnst: ég sá það í skýjunum yfir Hálm- torginu í gær. Þau hvíldu þar hátt uppi, kyrr og stór og blíð, og fjólublá eins og dúfu- vængir, vorið var í þessum skýjum, það svaf á þaki þeirra, í sæng úr dúni og ull, og dreymdi jörðina. Það er annars einkennilegt hérna við Eyrarsund: kuldinn hérna er svo kaldur. Hann er miklu kaldari en heima. En ég er ekki viss um að Dönum finnist það svo. Satt að segja sá ég ekki einn einasta Dana, sem leit út fyrir að honum Guðmundur Daníelsson sagði nefndin, einnig lagði hún til að 30 þúsund króna lífstíðar heiðurslaunin yrðu lækkuð ofan í 20 þúsund pro persona. Nú vandaðist málið fyrir vesalings Sölvhöj. Andstæð- ingarnir sögðu, að hann væri búinn að gera tillögu úthlut- unarnefndar að sinni eigin til- lögu með því að bera hana upp óbreytta, en hvað sem hann sagði, þá neyddu þeir hann til að draga tillöguna til baka. Ráðherra kallaði út- ■ hlutunarnefnd nú aftur á fund, afhenti henni tillöguna og bað hana að semja aðra nýja, sem ekki gengi lengra en lög leyfðu. Nefndin skaut enn á fundi, en gerði sér lítið fyrir og sam- þykkti einróma sína gömlu tillögu óbreytta, endursendi hana síðan Sölvhöj með þeim með listinni sinni, þá er það af því þeir framleiða óselj- anlega vöru, þeir ættu því að velja sér aðra arðbærari at- vinnu. Við hinir verðum að bjarga okkur af eigin ram- leik, geri þeir það sama“. Þeir sögðu jafnvel: „Leggið niður þetta kúltúrráðuneyti, það mætti nú missa sig!“ Kúltúrvinirnir spurðu á móti: „Hvers vegna rnótmælið þið ekki 300 milljón króna ríkisstyrk til bændanna? Vilj- i% þið ekki leggja niður Kon- unglega leikhúsið, úr því það stendur ekki undir sér fjár- hagslega og ríkið verður að styrkja það? — Það kostar ríkið á fjórðu milljón króna að gera við íbúð prinsessunnar í Amalienborgarhöll — ætlið þið ekki að mótmæla því? — Og hafið þið, góðir mótmæl- endur, athugað það, að ríkið Veðrið og fuglornir væri kalt. Það voru negrar, íslendingar og Grikkir, sem litu kuldalega út í nepjunni, alls ekki Danir. Þeir hafa kannski verið í prjónabuxum og ullarskyrtu innan undir, eða þeir hafa svona góða melt ingu. Ég veit það ekki. Og ég fullyrði ekkert, en vissu- lega öfundaði ég þá. Og öðru tók ég eftir meðan hann snjóaði daglega: götu- sópurunum. Það er náttúrlega ekkert tignarembætti að vera götusópari. Atvinnan sú er satt að segja ekkert lokkandi — þetta skrap með járnklár- um og skóflum um gangstétt- ar og torg. En greinilegt er að borgarstjórnin hefur reynt að vega upp á móti hugsan- legri vanmetakennd þessarar atvinnustéttar: íklætt hana einkennisbúningi — glæsilegu hvítu gljábelti, eins og lög- reglan heima hefur um sig miðja, og hvítum borða á ská yfir aðra öxlina. Múndering- in gæðir láglaunamenn þessa ofurlitlum offíserasvip. Það er jafnvel eins og mig minni að sjálfur Nikulás Rússakeisari hafi forðum látið mynda sig með svona hvítan borða yfir öxlina. Eða var það kannski einhver annar? Kúlturinn og slátraramir í Kolding. Ég held það hafi verið fyrr- verandi menningarmálaráð- herra, Júlíus Bomholt, sem samdi nýja frumvarpið um fjárveitingu ríkisins til stuðn- ings listinni í þessu landi, „Kunstfondet“. — Samkvæmt því skyldi fjárveitingin hækka úr 2,5 milljónum danskra króna upp í 3,5 millj. Nokkrir af fremstu málurum og rithöfundum landsins skyldu samkvæmt frumvarp- iinu fá 30 þúsund króna heið- urslaun á ári meðan þeir lifðu, aðrir og miklu stærri hópur áttu að fá 10 þúsund á ári. Ennfremur voru ákvæði um að viss hópur ungra og efnilegra listamanna fengi 60 þúsund krónur hver, greiddar í þrennu lagi, á þrem árum, 20 þúsund kr. á ári. Við síðustu stjórnarskipti veik Bomholt úr stjórninni, það kom í hlut eftirmanns hans í embættinu, Hans Sölv- höjs, að bera frumvarpið upp í þinginu. Frumvarpið var samþýkkt mótatkvæðalaust, nema hvað fulltrúar Óháða flokksins sex að tölu, greiddu atkvæði gegn því. Nú fékk úthlutunarnefnd listamannafjár verk að vinna: að skipta sjóðnum. Úthlutun- arnefndin er að mestu skip- uð fulltrúum listamanna, sem tilnefndir eru eða kosnir af þeim sjálfum. Nefndin gekk rösklega að verki, lauk verk- inu og sendi herra Sölvhöj úrskurð sinn og ákvörðun. Blöðin birtu svo nafnalistana og fjárupphæð þá, sem hverj- um. einstökum listamanni var útmæld. Nú kom í ljós, að úthlutun- arnefndin hafði gengið skrefi of langt í gjafmildi sinni, hún var sem sé búin að úthluta upphæð, sem var 150 þúsund krónum hærri heldur en lög- in leyfðu, og setja of marga ilstamenn á heiðurslauna- skrána, eitthvað 8 eða 9 fram yfir það sem lögin gerðu ráð fyrir. Ekki gat þessi skipan mála orðið að gildandi lögum fyrr en fjárveitinganefnd þingsins hefði samþykkt hana. Það lét hún hins vegar ógert, hún ‘þverneitaði og stefndi menn- ingarmálaráðherra á fund sinn og krafðist þess að fjár- veitingunni til listamanna yrði haldið innan ramma laganna. Hundrað og fimmtíu þúsund krónurnar yrði að strika út, ummælum, að úthlutunar- nefnd kæmi ekkert við hvað fjárveitingarnefnd segði. Hún mælti eins og Pílatus forðum: „Það sem ég hef skrifað, það hef ég skrifað." Lengra er málinu ekki kom komið opinberlega, þegar þess ar línur eru skráðar, um miðj- an marzmánuð. En þetta er reyndar ekki nema önnur hlið þessarar sér- kennilegu menningarmálabar áttu í Danaveldi, enda voru það slátrararnir í Kolding, sem reistu hina. Jafnskjótt og þeir úrðu þess varir, að þjóð- þingið í Kaupmannahöfn 'hugðist hækka styrk til kúlt- úrsins um milljón krónur á ári, þá prótesteruðu þeir. Þeir gengu um og söfnuðu undir- skriftum og sendu Sölvhöj mótmælaskjalið. Margir fylgdu dæmi slátraranrta víðs vegar um land, einkum félög láglaunaðra starfshópa, söfn- uðu undirskriftum og prótest- eruðu í blöðum og á mann- fundum. „Det rejste sig en folkestorm over hele landet“, gegn listinni, einkum þeirri ákvörðun ríkisvaldsins að eyða fé skattborgaranna í gjafir til manna, sem ættu lúxusbíl og peninga eins og skít. Spjótum af því tagi var sérstaklega skotið að rithöf- undinum Claus Rifbjerg, sem slátrarar telja bæði ófor- skammaðan í skrifum sínum og ríkan í ofanálag. Greinar, viðtöl, lesendabréf og rit- stjórnarleiðarar um þetta mál efni fylltu dagblöðin viku eft- ir viku, svo út úr flóði. Það var sama hvað oft mótmæl- endum var á það bent, að fjár upphæðin, sem þeir væru að mótmæla næmi árlega á mann aðeins verði hálfrar flösku af pilsner, bara fáeinum aurum, þeir gáfu sig ekki að heldur. Þeir sögðu: „Ef listamennirn- ir geta ekki unnið fyrir sér innheimtir árlega 16 milljónir í sköttum af bókaútgáfunni. Án skálda og rithöfunda yrði sá tekjuliður nú heldur rýr í roðinu.“ Gott. Látum þ etta nægja um kúltúrinn og slátrarana í Kolding Eftir syndafallið. Þeir eru að leika það á „Nýju senunni" núna í því Konunglega, og forvitnin leiddi mig þangað. En það er bezt ég segi sem fæst: sér- fræðingarnir hafa talað, þeir fá alltaf nábít þegar við hinir tökum til máls. Eitt leyfi ég mér þó að álíta, að ‘ leikur Dana sé ágætur og verki höf- undarins vel til skila haldið. En ekki hafa þeir þó hlustað á andmæli Millers við þeirri skoðun almennings, að Maggie hans sé engin önnur en fyrr- verandi eiginkona hans, Mary- lin Monroe. Monroe-gervi Susse Wold (sem Maggie) er næstum því fullkomið. Jú, ég held ég verði annars að segja eins og mér finnst: Þetta er ekki skemmtilegt leikrit: löng, illústreruð heimspekileg ræða um ósigur manneskjunn- ar fyrir demoninum í sjálfri sér. En líklega hefur Miller elskað Monroe, annars hefði hann ekki farið svona illa með hana og pínt úr henni lífið í leikritinu. Það hefði sko ekki verið nein tragidía að gera þetta við konu, sem manni þætti ekkert vænt um! Dóm- ur Millers er: Allir eru sekir. Við drepum öll hvert annað, og þykjumst þó saklaus eins og lömb. Vonzka heimsins á rætur í okkur sjálfum, ekki stjórnmálastefnum eða þjóð- félagsformi. Látum okkur ganga fyrir dómstól samvizku okkar, það er eina leiðin til þolanlegra jarðlífs. Kaupm.höfn, 15. marz 1965. Guðmundur Daníelsson. Vill losna undan skírnarsáttmálanum 1 HÆSTARÉTTI var nýlega kveðinn upp dómur í máli nr. 34/1965: Helgi Hóseasson gegn Biskupi íslands. Aðdragandi þessa dóms er sá, að Helgi Hóseasson bað Biskupinn, séra Sigurbjörn Einarsson árið 1962 um að rifta fyrir sig skírnarsátt- mála þeim, er gerður var með skírn Helga. Að sögn Helga neit- aði biskup að verða við þessari beiðni á þeim forsendum að sátt- máiinn væri eilífur. Kom þetta fram á blaðamannafundi, sem Helgi hélt fyrir skemmstu um þetta mál. Stefndi Helgi biskupi fyrir hér- aðsdóm, en þar var málinu vís- að frá. Helgi áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar, en þar var dóm- ur borgardómara staðfestur á þeim forsendum að lög og lands- réttur tækju ekki til sakarefnis þess er hér lægi fyrir. Sagði Helgi m. a., að með skírninni skuldbkidi maður sig til að tigna guð og vegsama. Persónulega fyndist sér heiðar- legra að segja sig úr sambandi við hann til þess að þurfa ekki að svíkja hann. Sér væri sérstak- ur þyrnir í augum, að samningur sinn við guð, skírnarsáttmálimn, hefði verið gerður við sig ómálga. Síðan sagði Helgi: „Gerð sátt- málans er tvíbókuð í kirkjubók- um og í þjóðskrá, sem hvort tveggja eru falsaðar persónuheim ildir, nema skráð verði til við- bótar að sáttmálinn hafi verið ó- giltur á réttum vettvangi. Kvaðst Helgi að lokum ætla að leggja mál sitt fyrir Mann- réttindadómstólinn í Haag. Afli Keflavíkur- báta lélegur KEFLAVÍK 24. marz. — Undan- farna daga hefur afli hjá Kefla- víkurbátum verið mjög lélegur, 3’—7 lestir í róðri, og nótabátar hafa einnig aflað mjög illa sem af er. 10 bátar frá Keflavík eru með nót. Það sem af er hefur hæsti bátur 200 lestir. Yfirleitt hafa aflabrögð verið mjög léleg, sem fyrr er sagt, en í dag eru allir á sjó. Vonandi fer nú að glæðast. — hsj. Minkum banaft í Æðey ÞÚFUM, 23. marz. — Vel tókst til að Helgi bóndi í Æðey tókst að bana tveimur minkum þar i eyjunni, svo að ætla má að varp- löndum þar sé bjargað. Annars hefur nokkuð verið unnið af þessum dýrum hér í Djúpinu í vetur. Bjartvirði er hér og sólfar dag- lega, en loftið er kalt, auð jörð alls staðar og færi gott alls staðar yfir heiðar og annað. — P. P,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.