Morgunblaðið - 26.03.1965, Síða 17
Fimmtudagur 25. marz 1965
MORGUNBLADIÐ
17
Erfiðleikar íslenzkrar
önglaframleiðslu
Þátttakendurnir á námskeiðinu ásamt kennurum.
Námskeið fyrir viðgerða-
menn fiskileitartœkja
SIM'RADUMBOÐIÐ heldur þessa
dagana námskeið fyrir viðgerða-
xnann fiskileitartækja. Þetta er í
fyrsta skipti sem námskeið af
þessu tagi er haldið hér á landi
og hefur umboðið fengið hingað
norska sérfræðinga frá Simrad-
verksmiðjunum til kennslu. Nám-
skeiðið er haldið 1 hinum nýju
húsakynnum Simradumboðsins á
horni Vesturgötu og Bræðráborg-
arstígs Oig hefur þar verið komið
upp venjulegum Simradfiskileit-
artækjum, svo þátttakendur nám-
6keiðsins fái sem ljósasta mynd
ef því hvernig fiskileitartækin
starfa. Þátttakendur eru um tíu
talsins og þar af nokkrir frá aðal-
fiskveiðistöðum okkar utan af
landi. Eru það mikil þægindi, því
ef fiskileitartæki bilar hjá ein-
hverju skipinu, þá getur það
siglt til næstu hafnar þar sem við-
gerðarmaður er staðsettur, í
stað þess að þurfa að fara með
tækið til Reykjavíkur, hvar sem
skipi er statt við landið.
Eins og flestum mun kunnugt,
hafa fiskileitartækin valdið gjör-
byltingu í síldaveiðum okkar ís-
lendinga og má segja að síld-
veiði hér við land væri næsta lítil
án þeirra.
Fyrsta fiskileitartækið af Sim-
radgerð var sett í Ægi 1954 og
var það um leið fyrsta fiski-
leitartækið sem fengið var hing-
að. Litlu síðar voru fengin hing-
að þrjú tæki í viðbót og voru þau
sett í báta, er voru að fara á
síldveiðar við Norðurland.
Reynslan sýndi að þessi tæki gáf-
ust mjög vel og voru íslendingar
því fyrstir til að hagnýta sér
fiskileitartæki við véiðar og
fiskileit samtímis. A næstu árum
endurbætti Simradverksmiðjan
fiskileitartækin stöðugt og æ
fleiri síldveiðibátar urðu hér til
að hagnýta sér þau.
Árið 1964 kom fyrirtækið með
nýtt, mjög fullkomið síldarleitar-
tæki í þremur stærðum, er var
miðað við báta allt niður í um
100 tonn. Af fyrstu 11 tækjunum,
sem verksmiðjan gat tekið til
framleiðslu, voru tíu seld
mikla trú útgerðarmenn og skip-
stjórar höfðu á þessum nýju
síldarleitartæk j um.
Nú er það staðreynd að íslend-
ingar eru í dag í fremstu röð
hvað snertir leikni í að hagnýta
sér þessi fiskileitartæki og hefur
það verið staðfest með heimsókn-
um manna frá ýmsum þjóðum,
er hafa komið hingað til að kynna
sér hvernig við hagnýtum okkur
þesSa tækni. Margar þjóðir hafa
nú hafið framleiðslu á fiskileitar-
tækjum en tækin frá Simrad eru
þó í miklum meirihluta hér eða
í 85—90% af þeim bátum er
Aðalfundur
Lúðrasveitar R.
AÐALFUN'DUR Lúðrasveitar
Reykjavíkur var nýlega haldinn
í Hljómskálanum. Formaðurinn
Björn Guðjónsson skýrði frá
starfsemi félagsins á liðnu starfs-
ári, sem var með miklum blóma
og bar þar hæst hina vel rómuðu
©g glæsilegu för Lúðrasveitar-
innar til Færeyja. Var síðan
gengið til stjórnarkosninga og
var formaðurinn Björn Guðjóns-
son endurkjörinn, ritari Þorvald-
wr Steingrímsson, gjaldkeri Eyj-
ólfur Melsteð, varaform. Jóhann-
es Eggertsson og meðstjórnandi
Jónas Dagbjartsson. Úr fyrrv.
stjórn gengu þeir Þórarinn Ósk-
arsson, Halldór Einarsson og
Magnús Sigurjónsson, en þeir
báðust undan endurkosningu
vegna anna. Form. þakkaði þeim
fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu
ári.
í Lúðrasveit Reykjavíkur voru
starfandi um 40 blásarar á s.l.
ári þegar sveitin var fjölmenn-
ust. Er nú kominn vorhugur í
félagana og hafa þeir ýmsar
fyrirætlanir á prjónunum við-
víkjandi hljómleikahaldi í borg-
inni á komandi starfsári sem
síðar mun skýrt fráu
Norsku sérfræðingarnir ásamt umboðsmanninum, Friðriki A.
Jónssyni, fyrir framan eitt fiskileitartækið.
NOKKUR blaðaskrif hafa orð
ið í sambandi við rekstur
önglaverksmiðjunnar Stans
hf. í Hafnarfirði. í þeim hef-
ur gætt allmikils misskilnings
og af því tilefni hefur Mbl.
aflað sér upplýsinga um rekst
ur fyrirtækisins og önglasölu
hér á landi.
Önglaverksmiðjur eru fáar í
heiminum og framleiðsla þess-
arar vöru mjög vandasöm. Fram-
leiðsla öngla hefur mjög víða
mistekizt. Japanir reyndu ekki
alls fyrir löngu með sínum al-
kunna dugnaði og lága verðlagi
að koma sinni framleiðslu á Ev-
rópumarkað, en tókst ekki. Auð-
vitað verður fiskur ekki veiddur
á ónýtan öngul og hafi fiskimað-
ur fengið ótrú á einhverri gerð
öngla, kaupir hann hana ekki
aftur.
Önglaverksmiðjan Stans hf.
var stofnsett af nokkrum dug-
legum ungum mönnum og öflugt
sölufyrirtæki tók að sér að selja
framleiðslu verksmiðjunnar. Því
miður fór svo með fyrstu fram-
leiðsluna, að hún misheppnaðist
til skaða fyrir alla aðila. Þetta
varð til þess að sölufyrirtækið
hætti að selja vöruna. Hins veg-
ar hefur sá misskilningur komið
fram í blaðaskrifum að þarna
hafi verið um vanskil af hálfu
seljenda að ræða, *n forsvars-
menn önglaverksmiðjunnar hafa
beðið Mbl. að leiðrétta hann og
láta þess sérstaklega getið, að
fyrirtækið hafi ekkert upp á fyrr
greint sölufirma að klaga.
Sem kunnugt er er langmest
notað hér á landi af norskum
önglum frá fyrirtækinu Mustad
& Sön og hefur svo verið um
áratuga skeið. Þessir önglar hafa
þótt góðir og því eru fiskimenn
okkar ekki ginkeyptir fyrir að
breyta til. Innflutningur öngla
hefur verið sem svarar 25—30
milljónum stykkja árlega eða ná-
lægt 100 tonnum. Nú síðustu árin
hefur hinsvegar orðið á þessu
talsverð breyting, þar sem línu
útgerð hefur farið mjög minnk-
46 farast í flugslysum
Bogota, Halifax, 24. marz (AP)
46 MENN hafa farizt í tveimur
flugslysum frá því um helgi.
Varð annað slysið í Puerto Rico
og fórust þar 16 menn, en hitt í
Colombíu og fórust 30 menn.
Flak hinnar síðarnefndu fannst
í dag og varð þegar ljóst, að eng-
inn hefði komizt lífs af. Vélar-
innar, sem er frá flugfélagi í
Colombíu, hefur verið leitað frá
því á mánudag, en slæm veður-
skilyrði hafa tafið leitina. Sam-
band við vélina rofnaði, er hún
var á leið frá Bogota til Bucar-
manga og átti um 20 mínútna flug
eftir til áfangastaðar. Síðan
spurðist ekkert til hennar. Flugið
milli þessara tveggja borga tekur
tæpar tvær klukkustundir. Ekki
er vitað um orsök slyssins, en
það var í fjalllendi, sem flugvélin
hrapaði.
Flugslysið í Puerto Rico varð í
dag, er fjögurra hreyfla kanadísk
eftirlitsflugvél frá flúghernum
hrapaði um 100 km fyrir ijorðan
höfuðborgina, San Juan. Vélin
var á æfingaflugi, er slysið varð
og með henni 16 menn, sem allir
fórust.
andi. Er áætlað að notkunarþörf-
in á önglum í dag sé ekki yfir 18
milljónir og jafnvel minni.
Ástæðan til þess að sölufyrir-
tæki, sem hafa öngla og önnur
veiðarfæri á boðstólnum, hafa
þar ekki íslenzku önglana er í
annan stað sú, að framleiðslan
misheppnaðist til að byrja n\eð
og varð þannig til að skapa ótrú
á vörunni. Hinsvegar kemur til
samdráttur í önglanotkun og
sölufyrirtækin liggja með all-
miklar birgðir af innfluttum
önglum, aðallega frá Mustad.
Nú hefur farið fram athugun
á hinni innlendu framleiðslu á
vegum Rannsóknarstofu Fiskifé-
lags íslands og gerður saman-
búrður á þeim önglum, sem hér
eru á markaðnum. Var hér um
ryðprófun að ræða. f ljós kom að
Stans-önglarnir gáfu bezta raun.
Þetta er samkvæmt skýrslu Rann
sóknarstofu Fiskifélagsins frá 26.
ágúst 1964.
Rætt hefur verið um útflutn-
ing á íslenzku önglunum. Sam-
kvæmt upplýsingum Hagstofunn
ar var útflutningur á önglum
1963 alls 300 kg., 1964 600 kg. og
í janúar 1965 140 kg. Þarna er þvi
ekki, enn sem komið er, um stór-
útflutning að ræða. Hinsvegar
hefur fyrirtækinu borizt tilboð
frá söluaðilum í Þýzkalandi um
að selja framleiðslu þeirra.
Önglaverksmiðjan telur sig
geta framleitt alla þá öngla sem
við þurfum að nota hér á landL
Hins vegar hefur rekstrarfjár-
skortur háð fyrirtækinu mjög,
svo_og þau mistök, sem urðu á
framleiðslunni til að byrja með.
Þessa örðugleika verður fyrir-
tækið að yfirstíga og þeir sem
flytja inn erlenda öngla segjast
gera §ér það fyllilega ljóst að fái
íslenzkir önglar viðurkenningu
fiskimanna okkar, þá sé sala er-
lendra öngla hér á landi búin að
vera.
Aaukning iðnað-
arframleiðslu
kommúnista *
Moskvu, 24. marz (NTB)
MOSKVUBLAÐIÐ Pravda skýrði
frá því í dag, að framleiðsla
iðnaðarins í kommúnistaríkjun-
um hefði aukizt um 9% árið
1964. Mest hefði aukningin orðið
í Norður-Kóreu eða 17%, þá í
Júgóslavíu 16% og Kínverska
Alþýðulýðveldinu 15%.
Minnst var aukningin I Mongó-
líu, 4%, Tékkóslóvakíu 4,1, Aust-
ur-Þýzkalandi 6,7%, Kúbu 7%
og Sovétríkjnunum 7,1%.
Arekstur
AKRANBSI, 24. marz. — Geysi-
harður árekstur varð á fjórða
tímanum síðdegis í dag á Jiióð-
veginum litlu fyrir innan Litlu
Fellsöxl.
Volkswagen var að koma úr
Reykjavík og ók á ofsahraða
frama-n á langferðabíl ÞÞÞ,
E-300, sem var á leið til Reykja-
víkur. Maðurinn, sem ók fólks-
bílnum, var einn í honum og
meiddist m.a. á höfði og bíll hans
igjöreyðilagðist. Langferðabíllinn
hrökk út af veginum og stór-
skemmdist. Bragi Nielsson læknir
fór á vettvang og var hinum slas-
aða maroi ekið hingað í sjúkra-
húsið.
Geimfarar farjóta siðareglur
og leiðtogarnir taka því vel
Moskvu, 24. marz (NTB)
SOVÉZKU geimfararnir Alex-
ei Leonov og Pavel Belyayev
voru heiðursgestir í glæsi-
legri veizlu í Kreml í gær-
kvöldi. Geimfararnir drukku
aðeins ávaxtasafa, samkvæmt
læknisráði, því að rannsókn-
um á þcim er ekki lokið. Þrátt
fyrir það voru þeir svo ölvað-
ir af hátíðahöldunum, að þeir
gengu um gólf og heilsuðu að
hermannasið meðan þjóðsöng-
urinn var leikinn, en slíkt er
algert brot á siðareglunum.
Þetta tiltæki geimfaranna
vakti aðeins kátínu leiðtoga
kommúnistaflokksins, sem
stóðu grafkyrrir meðan þjóð-
söngurinn var leikinn.
í veizlunni í Kreml voru 2
þús. gestir og þar voru geim-
fararnir báðir útnefndir hetj-
ur Sovétríkjanna, og það er
mesti heiður, sem sovézkum
borgai-a getur hlotnazt.
Camilla Hallgrímssou
Kaffidagur
kvenskáta
KAFFIDAGUR kvenskáta verður
haldinn næstkomandi sunnudag
í Súlnasalnum Hótel Sögu. Þar
verða á boðstólum allskonar
heimabakaðar kökur auk margs
konar skemmtiatriða. M. a. syng-
ur Ómar Ragnarsson gamanvís-
ur, Camilla Hallgrímsson sýnir
jassballett, kynning verður á
Avon snyrtivörum, sungið verður
með gítarundirleik o. fl.
Allur ágóðinn rennur í Minn-
ingarsjóð Guðrúnar Bergsveins-
dóttur, er úr honum verður veitt
til kaupa á húsgögnum í væntan-
legt kvenskátaheimili.
Miðasala og borðpantanir verða
í anddyri Súlnasals Hótel Sögu
laugardaginn 27. marz kl. 3—S
e. h.