Morgunblaðið - 26.03.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.03.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 26. marz 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ — Eg bíð eftir þvíaðklukkan verffi hálf átta og útsendingin hefjist. vandamál við. — Það er óþarfi að vera að taka sig krók til að lenda í vandræðum, var svarið hans við hverri alvarlegri spurn ingu, sem að honum var beint. Amma hefði getað ráðið henni heilt, hefði hún lfiað. Hún hafði aldrei getað gleymt sumu því, sem amma hafði sagt við hana, og því, sem hún hafði sagt við pabba. Og oftast hafði hún haft á réttu að standa. Hún var vön að sitja í ruggustólnum sínum, hrukkótt og skorpin, og tala með sömu áherzlum og hún ruggaði sér. Amma hafði meira að segja séð fyrir manntegundir eins og húsvörðinn. Hún hafði sagt við pabba: — Láttu hana giftast Grant. Annars verður eilífur elt- ingaleikur við hana, svona lag- lega. Hún þarf að giftast. Og það hafði hún gert. Þegar hún var sautján ára, og lauk við gagnfræðaskólann, hafði hún gifzt. En það hafði bara farið í hundana — eins og svo mikill fjöldi slíkra hjónabanda. Og frú Hedges hafði vikið að þessu sama, skömmu eftir að hún flutti í húsið. Lutie var að koma heim úr vinnunni, og frú Hedges hafði heilsað henni vin- gjarnlega útum gluggann og sagt: — Ertu gift, góða mín? Það var eins og hryggurinn í henni stirðnaði og hún varð öll eins og stjörf. Hélt þessi kven maður, að Bub væri einhver nafnlaus hórungi, sem hún hefði lagt sér til einhverstaðar á dimm um gangi? — Við erum skilin, sagði hún hvasst. Einhverntíma skyldi hún segja við frú Hedges, að flestar konur þarna í götunni væru frá- skildar, og spyrja hana hvers vegna. Frú Hedges mundi áreið- anlega geta sagt henni ástæð- una, því að hún þekkti næstu húsasamstæður betur en venju- legt fólk þekkir sitt eigið heim- ili, og hún mundi líka geta sagt henni, hvort þessar konur hefðu verið fráskildar áður en þær komu hingað, hvort það væri sjálfu strætinu að kenna. Ef trúa mætti frú Hedges, var strætið alsett uppleystum heimilum og henni datt í hug, að mennirnir hefðu verið eitthvað svipaðir og Jim — hefðu gefizt upp á því að þola þetta öreigalíf, þar sem einskis var að vænta nema í hæsta lagi matar og þaks yfir höfuðið. Og konurnar þrælandi eins og hún hafði gert, og menn- irnir svo leiðir á öllu saman og hefðu náð sér í annan kvenmann. Hún kipptist við af óþolin- mæði og ýtti frá sér diskinum. Bub var að fikta við ketflís, sem hann renndi til og frá á diskinum sínum, en raðaði svo loksins baun um kring um hana. — Langar þig ekki í bíó? spurði hún. — í kvöld? spurði hann og þegar hún kinkaði kolli, ljómaði andlitið á honum. En svo hleypti hann brúnum. — Höfum við efni á því? spurði hann. — Já, já. Flýttu þér nú að klára að borða. Og ketið og baun- irnar hurfu á svipstundu af disk- inum. Hann var enn að tyggja þegar hann stóð upp frá borðinu til að hjálpa henni að telja pen- ingana fyrir aðgöngumiðanum. — En heyrðu til sagði hún. — Þú færð ekki að fara einn inn svona seint. . . . — Víst fæ ég það. Ég þarf ekki annað en biðja einhverja gamla konu að lofa mér að fara með sér. Ég sýni henni bara peningana og læt hana sjá, að ég geti borgað fyrir mig sjálfur. Það gengur alltaf, bætti hann við önugur/ Svo var hann farinn og skellti á eftir sér hurðinni og hljóp í spretti niður stigann. Hún opnaði útvarpið í stofunni og hlustaði á danstónlistina, sem fyllti hana, og henni datt í hug, að sig lang- aði til að fara eitthvert þar sem svona tónlist var og svo dans og ungt fólk, hlæjandi. Frammi í eldhúsinu andvarp- aði hún djúpt um leið og hún Mnnmn 8 fór að þvo upp. Það ekki rétt að láta Bub fara einan á bíó. Hvernig vissi hann, hverning hann ætti að sleppa inn, þegar börnum var bannaður aðgangur að kvöldi dags? Líklega hafði hann lært það af hinum krökk- unum á götunni eða í skólanum. En þetta var ekki rétt af henni. Hún hefði heldur átt að lofa hon- um að fara snemma laugardags eða þá um leið og hann kom úr skólanum síðdegis. Hann yrði að hafa eitthvað fyr- ir stafni eftir skólatímann, ein- hvern stað þaf sem honum væri óhætt. Það var ekki beint hollt fyrir dreng á hans aldri að halla sér út um gluggann og horfa á hundana á ruslahaugnum. Hún yrði að fiytja eitthvert þar sem enginn leikvöllur var eða garður í nánd. Hann hafði verið svo feg- inn að fá að fara í bíó. Ekki þurfti nú meira til að gleðja hann. Hún vonaði, að hann hefði skilið, að þetta var friðþæging fyrir að hafa sleppt sér við hann og barið hann. Hún fann, að hún var að láta diskana glamra, til þess að vega móti _ þögninni, sem þarna var inni.Útvarpið var 1 gangi með fullum krafti, en bak við hávað- ann var einhver kyrrð, sem lá yfir allri stofunni. Það eru þess- ar herbergja-rottuholur, sugsaði hún. En samt hélt hún áfram að líta um öxl, rétt eins og hún byggist við, að einhver væri að læðast aftan að henni, í skjóli þagnarinnar. Já, hugsaði hún. Það er vegna þess, hvað þessi herbergi eru lítil. Eftir að hún hafði verið inni í þeim nokkrar mínútur, fannst henni rétt eins og vegg- irnir færðust að henni frá öllum hliðum og lokuðu hana inni. Nú, þegar hún hafði náð í þessa íbúð, ætti það að verða hennar fyrsta verk að finna aðra með stærri herbergjum. En hún gat 'bara ekki borgað hærri leigu en hún nú gerði, og að flytja í einhverja nærliggjandi götu, yrði ekkert annað en breytt heimilisfang, því að þar yrðu sömu litlu og dimmu herbergin. Allt annað yrði óbreytt — salernin, sem voru stífluð, dimmir gangar með hlandlykt og sömu litlu glugga- smugurnar. Það væri sama, hvert hún flytti — meira en þessa tuttugu og níu dali gat hún ekki borgað í leigu. Hún hengdi uppþvottatuskurn ar í grindina yfir vaskinum og sléttaði úr þeim, svo að kant- arnir stóðust á og stóð svo og horfði á þær, án þess þó að sjá þær. Og hún hélt áfram að hugsa um þetta eina orð: húsaleiguna. Sumt fólk tók svo eða svo mikið af kaupinu sínu í hverri viku og stakk því inn í bók, eða bolla eða tekönnu, til þess að hafa nóg í mánaðarlokin til að afhenda húseigandanum eða hús- verðinum eða hver það nú var, sem innheimti leiguna. En svo fengu sumir tannpínu, eða misstu atvinnuna, eða urðu fyrir van- skilum af háifu framleigjend- anna, og þá var ekki nóg til fyrir húsaleigunni. Þá fór húseigand- inn að kalla hana inn á hálfs- mánaðarfresti, stundum viku- lega, ef hann var sérlega tor- trygginn gagnvart leigjandanum. Hún mundi eftir því, að pabbi vildi borga leiguna vikulega, því að á laugardögum hafði hann mikla verzlun með heimabrugg- ið, sem hann bjó til, og hafði þannig leiguna tilbúna á sunnu- dagsmorgun til að afhenda um- boðsmanninum. Frá því mamma hennar dó, þegar hún var sjö ára og þangað til hún giftist sautján ára, voru laugardagskvöldin öll hvert öðru lík. Skömmu eftir að hún var komin í rúmið, var drepið laumu lega á dyr. Þá fór pabbi á fætur og samtal fór fram í hvísling- um við dyrnar. Svo gekk hann eftir ganginum og síðan aftur að dyrunum. Amma hraut svo hátt, að heyra mátti um alla íbúð ina, af því að hún vissi um sprútt sölu pabba og var henni andvíg, enda þótt hún vissi, að hver svona heimsókn færði þau nær því að geta staðið í skilum með leiguna. Og svo hrelldi pabbi ömmu ennþá meir með því að segja, að segja að lokinni hverri sölu: — Biddu fyrir þér. Það gæti vakið lík upp frá dauðum- Stundum reyndi pabbi að fá sér reglulega atvinnu, en kom þá aftur heim eftir nokkra klukkutíma, bálvondur og sagði: —Það er ómögulegt að eiga við þetta hvíta hyski. Og svo fór hann að undirbúa nýja „lögun“. Amma var vön að líta á hann með kuldasvip og sýndi tennur um leið og hún sagði: — Svona menn komast aldrei áfram, Lutie. Þeim finnst aðrir séu þeim skyld- ugir um lífsuppeldi. Og kannski eru þeir það, en ekki nærri eins og hann heldur. Lutie fór sjálf að brjóta heil- ann um það, hvort pabbi hefði ekki orðið öðruvísi ef hann hefði átt heima í öðrum borgarhluta og getað ferigið almennilega at- vinnu, sem hefði neytt hann til að nota krafta sína og dulda hæfileika. Pabbi var alls ekki neinn heimskingi, en lífið virtist hafa farið illa með hann og gert hann undirförlan og óheiðarleg- an. Ef til vill var það ein að- ferðin til að ná sér niðri. Jafnvel þessi runa af kærust- um, sem hafði komið eftir að móð ir hennar dó, getur hafa verið af- leiðing af þessu sama — að hann vildi sýna, að hann stæði ekki öðrum karlmönnum að baki, hvort sem hvítir voru eða svartir. En hans eigin skýring á þessu var sú, að hann vildi bara ekki giftast aftur. — Það gengur aldrei í annað sinn, og ég vil hafa mitt frelsi, sagði hann. Amma hafði litið allar þessar holdugu kærustur hornauga, og fór ekkert dult með það, en það lét hún í ljós með því að stríkka varirnar og rugga sér tíðar en venjulega. Loks kom að því, að illilegt augnatillit ömmu fældi jafnvel þær frekustu þeirra burt, en fáum vikum seinna kom bara ein fituklessan í viðbót og settist upp hjá pabba, til borðs og sæng- ur. Aftur skynjaði hún þögnina gegn um útvarpsglyminn. Hún gekk því inn í stofuna og að út- varpstækinu til þess að láta dans hljómlistina kæfa þessa óhugn- anlegu þögn. Hún hafði verið svo æst í að sleppa með Bub frá pabba og Lil, að hún hafði ekki hugsað nægilega um, hvað við tæki. En nú gat hún ekki til þess hugsað að verða að dúsa hér um alla eilífð og hafa ekkert að hlakka til. F.n hvað gat hún annað gert? Ekki gat hún vonazt eftir kaup- hækkun nema taka viðbótarpróf og það gat tekið tvö, tiu eða jafn vel tuttugu ár. Eina ráðið var að finna einhvern mann í góðri stöðu, sem vildi giftast henni. En þar voru möguleikarnir litlir, því að undir eins og þeir kæm- ust að því, að hún var ekki lög- lega skilin, misstu þeir áhugann og vildu bara búa með henni. Höfn i Hornafirði BRÆÐURNIR Ólafur og Bragi Ársælssynir á Höfn í Hornafirffi eru umboffsmenn Morgunblaffsins þar. Þeir hafa einnig meff höndum blaðadreifinguna til nær- liggjandi sveita og ættu bændur, t.d. í Nesjahreppi aff athuga þetta. Sandur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaffsins á Sandi er Herluf Clausen. Gestum og gang- andi skal á þaff bent, að í Verzl. Bjarg er Morgun- blaffið selt í lausasölu. Grundarfjörður VERZLUN Emils Magnús- sonar í Grundarfirði hefur umboff Morgunblaðsins meff höndum, og þar er blaðið einnig selt í lausasölu, um söluop eftir lokunartíma. Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Sími 22-4-80 Lindargata Hverfisgata frá 4 - 62 Meðalholt Hraunteig KALLI KUREKI -Xr- — Þú þarft á byssu að halda þegar þú ert að fást við ágenga snáka og naut í vígahug. Eina skiptið sem þú miðar byssu þinni á menn er þegar áhættan er sú að hann hitti þig fyrst. — -K~ >f — Teiknari: J. MORA <ID,A MflWI0EEDS A 6UN FOE SMAKES.-AM’ ^ 6TEERS OM TH' PEOD.-BUT TH' CMLY TIME YOU •------—æ=rt=r\ PULLOMEOMAMAN IS X n ■ -r-H so he cant plus- you firstY/- I ÖUESS I 0USHTA THANk; ya, stead 0F CUSSIN'YA/ WHEIOI GITOUTA JAIL I’LLGOBACKT'TH’FARM AN'G-IT , T’WOeK' NEWT, YOU RECKOM JAILISTH’RIGHT PLACE FOeTHIS FELLER. ? MAYBE--. AW,LETHIM GITHIS HOESE AM’ GO HOMEf HEAIW’TGOTA ZÉCORD..- AM' I DON'T WAMTA HAMGOME OM HIM/ — Ég býst við að ég ætti að þakka ykkur í stað þess að ásaka ykkur. Þegar ég losna úr íangelsinu, þá ætla ég aftur heim á búgarðinn og vinna. — Lögreglustjóri, heldur þú að fangelsi sé rétti staðurinn fyrir ná- unga eins og þennan? — Æ, hann hefur ekki ennþá kom- izt á sakaskránna og ég vil ekki verða fyrstur til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.