Morgunblaðið - 26.03.1965, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.03.1965, Qupperneq 27
r Föstudagur 26. marz 19S5 MORGUNBLAÐIÐ 27 Hér sjást sovézku geimfararn ir Pavel Belyayev (t.v.) og Alexei Leonov aka í blómum skrýddum bíl frá Moskvuflug velli til Rauða torgsins sl. þriðjudag. Geimfararnir komnir til Kennedyhöfða Krefjast að Luthuli fái frelsi Stokkhólmi, 24. marz (NTB) NÍUTÍU OG SEX Nóbelsverð- launahafar hafa undirritað skjal, sem þeir ætla að senda Hendrik Verwoerd, forsætisráðherra S.- Afriku. í skjalinu cr þess krafizt, að létt verði ferðabanni af Albert Luthuli, en honum leyfist ekki að fara út fyrir heimaþorp sitt Groutville. Sem kunnugt er hlaut Lut- huli friðarverðlaun Nóbels 1961. — Montgomery Kennedyhöfða, 25. marz — NTB 42 MANNA herhljómsveit lék lagið „The Unsinkable Molly Brown“ er geimfararnir Virgil Grissom og John Young komu aftur til Kennedyhafða í dag að lokinni vel heppnaðri geimferð í Gemini-hylki sínu. Nafn geím- farsins, sem flutti geimfarana 3 hringi umhverfis jörðu, var „Molly Brown“. Geimfararnir tveir dvöldu um borð í flugþiljuskipinu „Intre- pid“ frá því að geimfarið var flutt af lendingarstað á Atiants- hafi og þar til í morgun, að þeir voru fluttir í tveimur flugvélum til Kennedyhöfða. — Foreldrar geimfaranna biðu þeirra þar í sjálfri eldflaugastöðinni, en kon- ur þeirra og börn hinsvegar í læknisfræðideild stöðvarinnar. Grissom var að vanda ekki sér lega orðmargur, og sagði við blaðamenn að hann væri upp- gefinn af málæði. Geimförunum var ekið rak- leitt til læknisfræðistofnunarinn- ar á Kennedyhöfða en þar beið þeirra þriggja klukkustunda rannsókn á líðan þeirra og heilsufari. Seint í gærkvöldi hafði verið boðað til blaðamanna fundar. Á morgun, föstudag, halda geimfararnir til Washington, en þar mun Johnson forseti persónu lega óska þeim til hamingju með árangurinn. Framhald af bls. 1 leið upp til fána Suðurríkjanna í borgarastyrjöldinni, sem blakti efst á þinghúsinu. „Þennan fána átti að draga niður fyrir 100 ár- um. Mér líður næstum sem föð- urlandssvikara er ég stend í skugga hans“, bætti hann við. Wallace, ríkisstjóri, sem styð- ur aðskilnað hvítra og svartra, hafði fyrr í dag gefið öllum kon- um, sem vinna í skrifstofum rík- isstjórnarinnar, frí frá störfum. Mun þetta hafa verið gert til þess að undirstrika hverja um- hyggju aðskilnaðarmenn bæru fyrir hvítum konum. Wallace, ríkisstjóri, dvaldi í skrifstofu sinni í þinghúsinu er göngúmenn nálguðust það, en úr glugga sínum hefur hann gott útsýni yfir hinar breiðu marm- aratröppur fyrir framan bygg- inguna. Það var á þessum sömu tröppum að Jefferson Davis sór embættiseið sinn sem forseti Suðurríkjanna, The Confederate States of America, í borgara- styrjöldinni fyrir rúmum 100 ár- um. Stór bronzstjarna stendur nú þar sem Davis sór eiðinn, en smíðað hafði verið yfir hana í dag. Göngumenn héldu fund sinn á tröppunum, og sagði tals- maður ríkisstjórans að smíðað hefði verið yfir stjörnuna til að verja hana skemmdum, en einn meðlima ríkislögreglu Alabama hefur sagt að bólverkið umhverf- is stjörnuna hafi þar verið sett til að hindra að Martin Luther King gæti drepið niður fæti á þann blett, sem heilagur væri Suðurríkjamönnum. Aðskilnaðarmenn hafa haft göngumenn að háði og spotti á leiðinni, en ekki hefur komið til alvarlegra átaka. Þrátt fyrir régnskúrir virtust göngumenn í bezta skapi þennan síðasta dag hennar, sem dr. King hefur skírt „Dag sigursins". „Dagur sigurs- ins“ markar hápunktinn í níu vikna látlaustri baráttu fyrir því að negrar í Alabama fái fullan kosningarrétt. Færeyingurínn skorinn upp nótiina, sem honn hvnrf FÆREYSKI sjómaðurinn sem lýst var eftir hér í Mbl. í gær, kom fram árdegis í gær, hér í borginni, — heill á húfi að mestu, en hann var kominn í sjúkrahús. Færeyingurinn, sem heitir Samuel Rasmussen og var skip- verji á færeysku skipi er leitaði hér hafnar, hafði farið frá fær- eyska sjómannaheimilinu við Skúlagötu aðfaranótt þriðjudags um klukkan 1. Eftir það hafði svo ekkert til hans spurzt. Skips- félagar hans töldu manninn týnd an og gerðu lögreglunni viðvart. Þegar Rasmussen fór frá sjó- mannaheimilinu var hann í leigu bíl. Eftir nokkra stund varð hann skyndilega veikur, þar sem hann sat í leigubílnum og svo kvalinn, að leigubílstjór- inn ók í skyndi á læknavarðstof- una. Næturlæknirinn áttaði sig skjótlega á krankleika mannsins en um var að ræða botnlanga- veikikast. Var Færeyingurinn Rasmussen sendur beint upp á Landakotsspítala. Skurðlæknir var ræstur í skyndi og um nótt- ina var Færeyingurinn skorinn upp við botnlangabólgunni og gekk sá uppskurður mjög vel. Er hann nú á góðum batavegi. Leigubílstjórinn hafði á þriðju- dag farið niður að höfn til þess að tilkynna skipstjóranum á fær- eyska skipinu sem Rasmussen var á, hvar hann væri niður kom inn, en hafði ekki fundið skipið. CHOU EN-LAI TIL ALBANÍU Leyinlaúndur hans og H^ikojans i Búkarest? Vínarborg, 25 marz — NTB: CHOU EN-LAI, forsætisráðherra Kina, iruin einhvern næstu daga koma í heimsókn til Tirana, höf uðborgar Alhaníu, að því er út- varpið þar í borg sagði í dag. Út- varpið skýrði og frá því, að Chou En-Lai hefði þegið boð Albaniu stjórnar um að koma í þessa heimsókn. Kínverski forsætisráðherrann var í dag staddur 1 Búkarest. þar sem hann var viðstaddur út för Gheorghiu-Dei,. forseta Rum eníu. Anastas Mikojan, forseti Sovétríkjanna, var einnig í Búka rest í dag, en hann fór fyrir sendi nefnd Sovétríkjanna við útförina. Óstaðfestar fregnir herma að þeir Chou En-Lai og Mikojan hafi átt með sér leynilegan fund síð- degis í gær. Rúmenía hefur reynt að vera hlutlaus í deilu Kínverja og Rússa, og að því er segir í yfir lýsingu kommúnistaflokks lands- ins í dag mun landið halda áfram þeirri stefnu. Izvestifa ræðir tengzl Al Capone og MATO EFTIRFARANDI grein um Keflavíkursjónvarpið birti Is veztia 15. marz sl. Fyrirsögn greinarinnar er, „A1 Capone gerir áhlaup“, og virðist hún m.a. styðjast við grein Olofs Lagercrantz í Dagens Nyhet- er nú fyrir skemmstu. Grein- in er gott dæmi um, hvernig þetta aðalmálgagn rússneska kommúnistaflokksins um- gengst -heimildir sínar. Grein- in er skrifuð undir nafninu I M. Subko. Greinin er svohljóðandi í lauslegri þýðingu: A1 Capone og Atlantshafsbanda lagið — manni verður spurn, hvað þetta tvennt eigi sameigin legt? Jú, — milli A1 Capone og NATO eru nokkur tegssl, sem hafa víðtæk eftirköst fyrir smá þjóð í norðlægu landi. Island hefur ekki eigin her. Það greinir aðild að NATO því verði að láta í té landssvæði fyr ir flugvöll í Keflavík. Þaðan hef ur A1 Capone hafið „árás“ sína á þjóð iseyjunnar. Reyndar ekki sjálfur — svo gætt sé meiri ná- kvæmni — því að þessi gamli bandaríski glæpamaður hefur þegar legið lengi í gröf sinni í Chicago, — heldur bandaríska sjónvarpið, sem með aðferðum glæpamanna hefur hrundið upp dyrum íslenzkra heimila og kem ur þar á framfæri í stórum stíl dýrkun á ofbeldisaðferðum A1 Capone og annarra hans líka Hinni auðugu, frumlegu þjóðar menningu og andlegu lifi is- lenzku þjóðarinnar er með þessu hætta búin. Upphaf þessa var, að banda- riskir hermenn, sem gegndu her- þjónustu í liði Bandaríkjamanna í herstöðinni í Keflavík, urðu leiðir á Íieim ströngu lífsskilyrð um, sem þeim voru búin á ís- eyjunni, víðs fjarri hinni „banda risku siðmenningu". Árið 1955 reistu bandarískir herforingjar sjónvarpsstöð, með leyfi íslenzku rikisstjórnarinnar, og náði hún aðeins til svæðis herstöðvarinnar. En Bandaríkjamenn hafa víst ekki gert sig ánægða með svo tak markaðan athafnahring og á- kváðu því að byggja í Keflavík aðra aflmeiri sjónvarpsstöð. ís- lenzku stjórnarvöldin samþykktu þá ráðagerð, en eins og sænska blaðið „Dagens Nyheter“ segir: „án þess að hafa hugsað um allar þær afleiðingar, er hún gæti haft“. íslendingar sjálfir eiga ekki sjónvarp — og fólkið tók með áhuga fregninni um, að því mundi gefast kostur á að sjá sjóu varpsefni hinnar nýju sjónvarps- stöðvar bandarísku herstöðvar- innar. Það flýtti sér að verða sér úti um sjónvarpstæki. í höfuðborg landsins, Reykja- vík, búa 30 þús. manns, um það bil helmingur þjóðarinnar, og þar voru keypt 10 þúsundsjón- varpstæki. Samkvæmt ummæl- um blaðamanna þýoir það, að 40 þúsund manns í höfuðborginni safnizt saman fyrir framan btóa skerminn dag hvern. En þættirnir, sem íslendingarn ir hafa séð, koma þeim ókunnug- lega fyrir sjónir. Á tjaldinu birt ast glæpamenn, leynilögreglu- menn, hálf naktar stúlkur, og úr tækjunum glymja skothvellir, öskur fórnarlamba og gótumál bandarískra afbrotamanna, milli þess, sem skýrt er frá „hættunni sem stafar af kommúnismanum". Þessi árás bandarískrar „menn ingar“ hefur vakið réttlát mót- mæli margra íslendinga. Það get ur hugsazt að Bandaríkjamenn reyni að auka andlegt siðgæði hermanna með glæpakvikmynd- um, en þessir íslendingar spyrja hvaða erindi þetta eigi við ís- lenzku þjóðina. Daprir í huga horfa íslendingar á hinn dásam lega heim fslendingasagnanna hopa fyrir ,,blóðugum“ glæpum. A1 Capones, „göfugum“ banda- rískum lögreglustjórum og lág- kúrulegum skemmtisýningum. Og hafa margir íslendingar krafizt þess af ríkisstjórninni, að hún banni sendingar sjónvarpsstöðvar innar. En á íslandi eru einnig menn, sem verja bandaríska sjónvarp- ið, og jafnvel hefur komið fram kenning um, að það verki eins og „bólusetning". Höfundar þessar ar kenningar fullyrða, að banda- ríska sjónvarpið, eins og það er í dag, „styrki“ íslendinga. Þetta áróðurstæki Bandaríkj- anna heldur uppi fyrir opnum tjöldum hugmyndafræðilegri áróðursherferð á hendur íslenzku þjóðinni, sem miðar að því að vekja með henni hugmyndir of- beldis og andkommúnisma. Dr Kristinn viS útför Rúmeníu- forseta ÁKVEÐIÐ hefur verið að dr. Kristinn Guðmundsson, sendi- herra íslands í Rúmeníu, verður viðstaddur útför Rúmeníuforseta, sem fulltrúi forseta íslands og ríkisstjórnarinnar. Stjórn Fulttrúaráðs verkal.fél. sjálfkjörin AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík var haldinn mánudaginn 22. þ.m. Formaður Fulltrúaráðsins, Ósk ar Hallgrímsson flutti skýrslu um starfsemina sl. 2'ár. Þá gerði framkvæmdastjóri ráðsins, Þorst- einn Pétursson grein fyrir starf- semi skrifstofu Fulltrúaráðsins og lagði fram endurskoðaða reikninga þess. Stjórn Fulltrúa- ráðsins lagði fram tillögu um að skattur verkalýðsfélaganná til Fulltrúaráðsins yrði hækkaður úr kr. 10,00 í kr. 20,00 á ári af karlmönnum og úr kr. 6,00 í kr. 15,00 af konum. Hækkun skatts- ins var síðan samþykkt og reikn- ingar Fulltrúaráðsins staðfestir. Stjórn Fulltrúaráðsins varð sjálfkjörin, en hana skipa nú: Óskar Hallgrimsson, Guðmundur B. Hersir, Guðjón Sv. Sigurðs- son, Sigfús Bjarnáson og Helgi' Guðbrandsson. 1 varastjórn voru kjörnir: Kjartan Ólafsson, Pét- ur Guðfinnsson og Bergsteinn Guðjónsson. Þá var Hilmar Jóns- son kosinn í stjórn Styrktarsjóðs verkamanna- og sjómannafélag- anna í Reykjavík og endurskoð- andi sjóðsins Pétur Stefánsson. Endurskoðendur Fulltrúaráðsins voru kosnir: Einar Jónsson og Guðmundur J. Guðmundsson og til vara Einar Ingimundarson. Samþykkt var að hafa sömu tilhögun um undirbúning 1. maí hátíðahaldanna og sl. ár og voru eftirtaldir menn kjörnir í 1. maí- nefnd Eðvarð Sigurðsson, Jóna Guðjónsdóttir, Guðjón Jónsson,' Guðjón Sv. Sigurðsson, Jón Snorri Þorkelsson og Óskar Hall- grímsson. Fundurinn var mjög fjölsóttur. (Fulltrúaráð verkalýðsfélagamia í Reykjavík).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.