Morgunblaðið - 07.04.1965, Síða 3

Morgunblaðið - 07.04.1965, Síða 3
Miðvikudagur 7. apríl 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 | STAKSTEIHIAR Gamli gráni ekur um götur borgarinnar. Lengsti miði landsins Skótor vekja cthygli d hoppdrætti sínu með nýstórlegom hætti u n BORGABÚAR sem voru að spóka sig í góða veðr- inu niðri í miðbæ á sunnu- daginn, ráku upp stór augu þegar grá Ferguson drátt- arvél birtist á götunum með fánum skrýdda hey- kerru í togi. A kerruna var letrað stórum stöfum „lengsti miði landsins", en innanborðs voru nokkur ungmenni,, þeirra á meðal ungur maður, sem vakti nokkra kátínu vegfarenda, en hann bar framan á sér^ gjallarhorn eitt stórt. Ann- að veifið hóf hann upp raust sína og hvatti „góða Reykvíkinga“ til að kaupa „lengsta happdrættismiða landsins“. * Hér voru skátar á ferS. Til- gangurinn meö hinu óvenju- lega ferðalagi þeirra var að vekja athygli á happdrætti skáta, sem nú er í fullum gangi. Hugmyndin um „lengsta happdrættismiðann" er fengin að láni hjá dönsk- um skátum, sem eru þekktir fyrir hugmyndaauðgi í þess- um efnum. Fyririiði hópsins var ungi maðurinn með gjallarhornið, sem áður getur, og náðum við tali af honum sem snöggvast, þegar dráttarvélin nam staðar við umferðarljós. Hann reynd ist heita Friðrik Sophusson. Það kom á daginn, að þau höfðu lent í ýmsum hrakning um á ieið sinni um borgina, því að ,„Gamli Gráni“, eins og þau nefndu dráttarvélina, hafði sprengt af sér annað framdekkið inni í Sogamýri. — En málinu var þó fljótt bjargað, sagði Friðrik. Við héldum í einum grænum suð- ur í Fossvog til Geirs í Eski- hlíð og hann var svo greið- vikinn að kippa hjóli undan einni dráttarvéla sinna og'lána okkur. — En ekki var öll nótt úti enn, hélt Friðrik áfram, því að stuttu síðar tók Gráni aðra sótt og fékk hóstakviðu svo mikla, að um síðir fjaraði all- ur gangur úr honum. Við brugðum skjótt við eins og fyrri daginn, enda kjörorð okk ar skáta „Ávallt viðbúnir“; við bönkuðum utan vélarhús- ið, könnuðum benzínforðann, sem reyndist þó nægur og reyndum með öllum ráðum að grafast fyrir um orsakir þessa skyndilega sjúkdóms. (Þess má geta, að bæði Friðrik og dráttarvélarknapinn, Sigurð- ur Ragnarsson, eru læknanem ar, þannig að eðlilegt má heita, að þeir noti þau hug- tök, sem þeim eru tömust). — Þegar við svo um síðir vorum orðnir alveg ráðþrota, dettur þá ekki niður úr skýj- unum fimm ára snáði, sem segir við okkur: „Það er bara karbaratorinn". Sá stutti sagð ist hafa verið í sveitinni hjá frænda sínum og hafði þessi læknisráð frá honum. Voru nú hendur látnar standa fram úr ermum og blöndungurinn hreinsaður með þeim árangri, að líf færðist aftur, í Grána. Friðrik segir okkur frá spaugilegu atviki, þegar Volks wagenbifreið veitti heykerr- unni eftirför: — Við botnuðum ekkert í því, að sami bíllinn var búinn að aka á eftir okkur í langan tíma. Þegar okkur tókst ekki einu sinni að hrista hann af okkur með því að fara króka- leiðir, fór okkur ekki að verða um sel. Ekki tókst okkur held ur að hrista bílinn af okkur með því að „gefa í“, því að Grána greyinu var farið að daprast töltið, þegar á leið ferðalagið. Að lokum námum við staðar. -Þá stóð ekill Volks wagenbifreiðarinnar úr farar- tæki sínu, gekk til okkar og spurði: „Eru til miðar?" Við héldum það nú! Við spyrjum Friðrik, hvern ig skátar hyggist verja því fé, sem happdrættið muni gefa í aðra hönd. Hann svarar: • — Ja, hver vill ekki stuðla - að fegurð borgarinnar með því að losna við braggana við Snorrabrautina, sem skátar hafa fyrir félagsheimili? Það er fyrir löngu tími til kominn, að skátar eignist sómasamlegt þak yfir höfuðið fyrir starf- semi sína. Skálinn hefur einn- ig í langan tíma verið ákaf- (Ljósm.: Mbl.) lega vinsæll aðsetursstaður nagdýra, sem þangað hafa leitað og hrellt litlar skáta- stúlkur og etið af veizluborð- um, en þess eru dæmi. Og Friðrik heldur áfram: — Við höfum þegar eignazt lóð, sem skátaheimilið stendur nú á. Reykjavíkurborg gaf okkur hana á 50 ára afmæli hreyfingarinnar 1962. Skáta- hreyfingin nýtur ekki opin- berra styrkja nema að mjög takmörkuðu leyti og þess vegna verðum við sjálf að afla fjár eftir þeim leiðum, sem við teljum hagkvæmast- ar. Áhugi skáta á þessu máli er geysimikill og vonandi sýna borgarbúar okkur skiln- ing og leggja okkur lið í þessu hagsmunamáli okkar. * * Friörik Sopliusson ávarpar vegfarendur. „Peð í alþjóðlegu taíli“ Kommúnistablaðið birtir í gær enn eina afturhalds- og úrtölu forystugrein gegn hagnýtingu vatnsaflsins og stóriðju á íslandi. Lýkur þessari grein með þesáum orðum: „En íslendingar mega aldrei meta viðfangsefni sin á þann hátt að líta á sig sem peð í einhverju alþjóðleigu tafli, heldur ber okk- ur hverju sinni að dæma mál ein- vörðungu frá hagsmunum og að- stæðum okkar sjálfra. Hvort sem við aðhyllumst kapítalisma eða sósíalisma á sú skylda að hvíla á okkur að tryggja sjálfstætt ís- lenzkt þjóðfélag og aðlaga ævin- lega fræðikenningar okkar þeim aðstæðum. Ef rökin fyrir samn- ingum við svissneska auðhring- inn eru svo veik að þau geti ekki boriö uppi skynsamlegan mál- flutning, ber stóriðjumönnum að viðurkenna það í verki og falla frá áformum sínum, í stað þess að flýja yfir í sefjunaráróður og reyna að fá menn til að fylgja röngu máli af hollustu við inn- lend eða erlend stjórnmálasam- tök.“ Endurfæðing Af þessum ummælum mættl ætla að Moskvumennirnir við „Þjóðviljann“ væru endurfæddir. Magnús Kjartansson talar í þess- ari forystugrein um nauðsyn þess, að íslendingar „dæmi mál ein- vörðungu frá hagsmunum og að- stæðum okkar sjálfra.“ Hafa menn nú heyrt annað eins af vör- um kommúnista? Mennirnir, sem ævinlega hafa tekið afstöðu til allra mála með hagsmuni Rússa fyrir augum, þykjast nú allt í einu vilja setja málstað íslands og hagsmuni efst! Þeir tala jafn- vel um það með hryllingi, að einhverjir kunni að líta á íslend- inga“ sem peð í einhverju alþjó$- legu tafli.“ Allir íslendingar vita að komm- únistar myndu vera allra manna glaðastir yfir byggingu alúminí- umverksmiðju, ef fjármagnið til hennar væri fengið að láni frá Sovétríkjunum. Mál málanna Tómas Árnason, lögfræðingur, ritar í gær grein í Tímann um verðbólgu og kemst þar m.a. að orði á þessa leið: „Mál málanna að hefta verð- bólguna. Ef verðbólgan fær' að vaxa nógu mikið og nógu lengi mun hagur þjóðarinnar fara versnandi. Efnahagskerfið skekkist æ meira eftir því sem fjármagnið leitar í vaxandi mæli eftir leiðum verð- bólgunnar. Mjög er alvarlegt, hve fjár- magnið leitar í fasteignir í Reykjavík. Eykur það ójafnvægi í byggð landsins. Þannig mætti halda áfram að rökstyðja, að verðbólgan er hættu legasta fyrirbrigði íslenzkra efna- hagsmála. Baráttan við hana er raunar mál málanna. Það er þjóð arnauðsyn, að skilningur forustu- manna þjóðfélagsins á skaðsemi verðbólgunnar sé jafnan til stað- ar og sýndur í verki.‘ Margt er rétt í þessum ummæl- um. En getur það verið, að það hafi farið framhjá þessum at- hugula Framsóknarmanni, að flokkur hans hefur gert allt, sem hann hefur getað, síðan hann fór úr ríkisstjórn til þess, að kynda elda verðbólgu og upplausnar í landinu. Framsóknarflokkurinn hefur barizt gegn jafnvægisstefnu Viðreisnarstjórnarinnar af ofur- kappi. Hann hefur átt nána sam- vinnu við kommúnista til þess að örva kapphlaupið milli kaup- gjalds og verðlags.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.