Morgunblaðið - 07.04.1965, Qupperneq 6
6
MORGUNBLADIÐ
Miðvikudagur 7. apríl 1965
Jón H. Þorbergsson:
Burt með svartbakinn
EIN dýrmætustu náttúrugæði
þessa lands er æðarfugl og lax.
Það er gott að sofa undir æðar-
dúnsængunum og laxinn er einn
dýrasti veizlumatur, bæði hér
og erlendis, og laxveiðin hér með
stöng, mesta sport landsins. Æðar
dún og lax er hæigt að flytja út
úr landinu fyrir stórar fjárfúlg-
ur. Ein af nauðsynjum fyrir betri
fjárhagsafkomu landsmanna er
að fjölga æðarfugli og laxi af
fremsta megni.
Vágestur þessara hlunninda er
Svartbakurinn. Honum fjölgar
svo hér í landi, að miklum undr-
un sætir, og má segja að hann
sé orðinn eins og mý á mykju-
skán. Það mætti ætla að hann
flytti inn frá útlandinu. En svo
verpir hann þar, sem vart verður
komizt að hreiðrunum. Eitt varp
land hans er við Vatnajökul yfir
Breiðamerkursandi. Þegar ég
ferðaðist þar um fyrst 1910, var
það háttur bænda í sveitum þar
áustur að fara lestarferðir á
„Sandinn“, þegar unginn var
Moskvu, 5. apríl (AP)
AYUB KHAN, forseti Pakistan,
dvelst um þessar mundir í Sovét-
ríkjunum í opinberri heimsókn.
Um helgina ræddi hann við
æðstu leiðtcga Sovétríkjanna um
heimsmálin á breiðum grundvelli
og mál, sem viðkoma sambúð
landanna tveggja. Af orðalagi
frcttar Tass-fréttastofunar af við-
ræðunum ráða erlendir frétta-
menn í Moskvu, að ágreiningur
hafi ríkt, að minnsta kosti um
eitt atriði. Telja þeir líklegt, að
sovézku leiðtogarnir hafi neitað
tilmælum Ayubs um, að Sovét-
ríkin hættu að selja Indverjum
vopn.
í tilkynningunni um viðræð-
urnar segix, að þær hafi verið
„vinsamlegar og hreinskilnisleig-
ar“, en erlendir fréttamenn segja
Jón H. Þorbergsson
að þegar sagt sé í Sovétríkjunum,
að viðræður við erlenda stjórn-
málamenn séu „hreinskilnislegar“
sé venjulega um einhvern ágrein-
ing að ræða.
Meðal þeirra, sem Ayub ræddi
við um helgina voru Alexei
Kosygin, forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, og Leonid Brezhnev,
formaður kommúnistaflokksins
sovézka. Þeir ræddu fyrst og
fremst ástandið í S.- otg SA.-Asíu
og sambúð landa sinna. Og haft
var eftir Khan, að hann væri
sannfærður um að viðræðurnar
yrðu til þess, að sambúð Sovét-
ríkjanna og Pakistan mundi
batna enn meir í framtíðinni.
Anastas Mikoyan, forseti Sovét-
ríkjanna, kom heim úr Ungverja-
landsför sinni í dag og talið er að
hann muni hitta Ayub Khan að
máli einhvern næstu daga.
skriðinn þangað niður, drepa
hann í stórum stíl og salta ofan
í tunnur. Þessu held ég að nú sé
hætt.
Ég flutti að Laxamýri fyrir 37
árum. Þá var við Laxá eða Lax-
árós strjálingur af Svartbak á
móti því, sem nú er orðið. Mætti
segja margar sögur um aðfarir
hans við ána á Laxamýri. Eitt
sinn var ég að ríða yfir Laxá
neðan við Æðarfossa. Þar voru
kollur á ánni með ögn stálpaðra
uniga. Þá horfði ég á að einn
Svartbakur gleypti í sig 8 æðar-
unga, hvern á eftir öðrum. Þeir
reyndu að verja sig með því að
dýfa sér, en Svartbakurinn sveim
aði yfir og tók þá um leið og þeir
komu upp úr vatninu til að anda.
Það var ekki hægt að sjá að Svart
bakinum gengi neitt illa að renna
ungunum niður, þótt þeir sýnd-
ust stór kjaftbiti handa honum.
Sæmundur Stefánsson frá Yöll
um vinnur að því af mikilli alúð,
að koma upp æðarvarpi í Hrísey.
Hann segir mér að þrátt fyrir
mikla vörzlu hafi Svartbakurinn
étið 90% af æðarungunum á síð-
astliðnu vori. Við reynum nátt-
úrulega að skjóta Svartbakinn á
Laxamýri, en þrátt fyrir það sér
ekki högig á vatni. —
En hér er ekki nema hálf sögð
sagan af Svartbakinum á Laxa-
mýri. Hann heldur til í hundruð-
um og þúsundum við Laxárósinn
og tínir í sig laxaseiði og silungs
seiði á grynningum við ósinn á
leið þeirra til sjávar, og þannig
tímr hann í sig seiði upp um ár
Oig læki. Við Laxárós í Leirár-
sveit var skotinn einn Svartbak-
ur og krufinn. Hann reyndist
vera með 100 seiði úr ánni í mag-
anum. Hvað mundu þá mörg þús-
und Svartbakar vera með mörg
laxa- og silungsseiði í maganum?
Við bændur við Laxá í Suður-
Þing., teljum okkur fara vel með
ána með hóflega stundaðri stang
veiði og teljum, að laxagengd
ætti að aukast í ánni, miklu
meira en raun ber vitni. Þagar
laxaeldistöðin í Kollafirði — sem
er stórmerkilegt og nauðsynlegt
fyrirtæki — hefir fengið svarað
Ayub Khan ræðir
við Sovétleiðtoga
Svartbakur sporðrennir æti
þeim spurningum, sem hún leitar
eftir, verður hafizt handa um
laxaeldi um allt land. En þá verð
ur jafnhliða að drepa Svartbak-
inn alveg miskunnarlaust.
Árið 1912 sagði mér gamall
bóndi í Grímsnesi, Ásmundur á
Apavatni, að á fyrstu búskapar-
árum sínum hefði hann rekið 100
hagalömb til fjalls eitt sumar.
Hann heimti aðeins 20 af þeim
um haustið. Hin öll, sagði Ás-
mundur, að tófan ’hefði drepið.
Þetta hefir gerzt um 1870-1880,
en um það bil var þá hafizt
handa um skipulagða grenja-
vinnslu fyrir sveitina.
Eitthvað svipað þessu standa
nú sakirnar með Svartbakinn,
æðarungana og laxveiðina.
Hjá mér á Laxamýri höfum við
barizt við Svartbakinn með eitr-
un ag skotum. Samt hefir af hans
völdum, æðarvarpið minnkað á
Laxamýri síðan ég kom þangað,
um 60%. Sumir varpbændur hafa
þó enn verri sögur að segja. —
Það er svo mikið hagsmuna-
mál fyrir þjóðina að fjölga sem
mest æðarfugli og laxi með
þeirri prýði og nytjum, sem
hvort tveggja veitir landinu, að
ég leyfi mér að telja það neðan
við allar hellur ef löggjöfin tek-
ur hér ekki duglega í taumana.
Hér þýða ekki neitt einhver til-
finningamál. Væru öll meindýr
í landinu látin leika lausum hala,
þá legðist landið í eyði. Hér verð
ur því að snúa sér að veruleik-
anum sjálfum.
Alþingi þarf að gefa út ný og
endurbætt lög um eyðingu Svart-
baks, þar sem gerðar eru ráð-
stafanir til að eyða honum í stór-
um stíl og miskunnarlaust. Fela
veiðistjóra yfirumsjón ag fram-
kvæmd þeirra laga og heimila fé
til framkvæmda. Um þetta mætti
rita langt mál, sem ekki verður
gert að þessu sinni.
En ég tel að til þessara fram-
kvæmda þurfi ekki neitt stórfé,
því að sjálfsagt tel ég að bænd-
ur, sem eiga æðarvarps- og lax-
veiðihlunnindi, hjálpi til að út-
rýma Svartbaknum, þessum varg,
sem ötullega vinnur að eyðingu
einnar dýrmætustu hlunninda
þessa lands ag sem auka fegurð
landsins og verðmæti í stórum
stíl.
3/4 1965.
Jón H. Þorbergsson.
Styrkur til
ereskunáms
FÉLAGIÐ Anglia hefur ákveðið
að veita íslenzkum stúdent styrk
til að taka þátt í sumarnám-
skeiði í ensku á sumri komanda.
Allmargir háskólar í Bretlandi
efna til slíkra námskeiða, venju-
lega í júlí, og standa þau um
þriggja vikna skeið. Styrkur
Anglíu nemur um 6.000 krónum
Og nægir fyrir útgjöldum í sam-
bandi við námskeiðin í Bretlandi.
Nánari upplýsingar um styrk-
inin og námskeið eru fyrirliggj-
andi hjá brezka sendiráðinu í
Reykjavík. Geta væntanlegir um-
sækjendur snúið sér þangað. Um-
sóknir verða að hafa borizt fyrir
10. apríl nk.
• BURT MEÐ
AURHLÍFARNAR
Hér kemur bréf frá öku-
manni:
„Ég tel, að bifreiðaeftirlitið
eigi að láta af þeirri fyrirætl-
an sinni að skylda alla til að
hafa svonefndar aurhlífar á bíl-
um sínum. Þeir eru hættir við
aurhlífarnar í Danmörku, því
að reynslan sýndi, að þær voru
gagnslausar, eða beinlínis til
ógagns. í Danmörku eru
svo til allir vegir malbikaðir
eða steyptir, og þar hafa því
aurhlífarnar verið ætlaðar til að
koma í veg fyrir, að óhreinn
vatnsúði undan afturhjólum
bærist á framrúðu næsta bíls
fyrir aftan. Þetta vandamál
réðu aurhlífarnar ekki við, og
þær ráða ekki heldur við stein-
kast undan afturhjólum.
Nýlega ók ég lengi á malar-
vegi á eftir bíl, sem var með
aurhlíf við annað afturhjólið,
en hitt ekki. Ég og farþegar
mínir sáum öll glöggt, að stein-
kastið var engu minna frá hjól-
inu með aurhlífinni en hinu.
Einu sinni hefur framrúðan í bíl
mínum brotnað vegna stein-
flugs. Steinninn kom frá bíl,
sem ég var að mæta og var með
aurhlífar. Aurhlífarnar verja
lítt eða ekki gegn steinkasti aft-
ur undan bílum, en skapa nýja
hættu með því að kasta grjót-
inu til hliðanna, og þannig virð
ist manni flest óhöppin verða.
Þess vegna segi ég: Burt með
aurhlífarnar, þær eru til óprýði,
en einskis gagns, og oft til
tjóns.
• OF LANGT GENGIÐ
Þá vildi ég mælast til þess,
að bifreiðaeftirlitið léti skyn-
semina ráða, en ekki ofurkapp-
ið, í sambandi við skrautið
framan á bílunum. Það má ef
til vill segja, að þetta skipti
ekki svo miklu máli. En það
gerir það nú samt, því að ein-
staklingsfrelsið ber að virða
meðan það ekki er til voða fyr-
ir almenningsheill, en valdbeit-
ingu ber að forðast að óþörfu.
Ég tel sjálfsaigt að fjarlægja af
bílum spjót og aðra hluti, sem
eru oddhvassir fram á við og
gætu við árekstur stungið menn
og skepnur á hol. En nú eru
bifreiðaeftirlitsmennimir farn-
ir að ganga svo langt, að þeir
hafa skipað mönnum að fjar-
lægja allskonar smáskraut, sem
enginn oddur er á, eða e.t.v.
smáhnúður, er vísar aftur á
bílnum, svo og hliðarspegla á
skermum o.fl. Þetta kalla ég
valdbeitingu að nauðsynjalausu.
Spjótin auka hættu, því að þau
geta gengið á hol. En oddlausir
hlutir framan á bílum eru ekk-
ert hættulegri en t.d. stuðarinn,
vélhlífin, framrúðan o.s.frv., ef
til áreksturs kemur. Og hliðar-
speglarnir auka öryggi í um-
ferðinni. Látið skynsemina ráða.
góðir eftirlitsmenn!
Ökumaður.*1
háspennukefli í alla bíla
BO SC H
BRÆÐURNIR ORMSSON hf
Vesturgötu 3. — Sími 11467.