Morgunblaðið - 07.04.1965, Qupperneq 10
1U
MORGUNBLADID
Miðvikudagur 7. apríl 1965
Arftaki Gheorghiu-Dej:
Rúmenía fyrir Rúmena og hlut-
leysi í deilu Kínverja og Rússa
Gheorg'he Gheorghiu-Dej, for-
seti Rúmeníu og formaður
kommúnistaflokksins þar, and
aðist í sjúkrahúsi í Búkarest
hinn 19. marz sl. 63 ára að
aldri. Hafði hann frá 1961 ver-
ið valdamesti maður Rúmeníu
og stefnt að því með góðum
árangri að losna undan erlend
um áhrifum, hvort sem þau
komu frá Kína eða Sovétríkj-
unum. Hann barðist gegn því
að Rúmenia yrði gerð að forða
búri hinna kommúnistaríkj-
anna og skapaði þegnum sín-
um betri lífskjör en nágrann-
ar þeirra áttu við að búa.
Stefna hans var „Rúmenía
fyrir Rúmena“ og vann hún
honum fylgi utan raða komm-
únista, sem innan.
Útför Gheorghiu-Dej var
gerð miðvikudaginn 24. marz,
að viðstöddu fjölmenni. Bæði
Rússar og Kínverjar sendu
fulltrúa til útfararinnar. Frá
Sovétríkjunum komu Anastas
Mikoyan, forseti og Alexander
Shelepin, fulltrúi Æðstaráðs-
ins. En frá Kína komu Chou
En-lai, forsætisráðherra, og
Hsieh Fu-chih, hershöfðingi.
Áður en útförin var gerð
hafði Æðstaráðið skipað nýj-
an flokksleiðtoga. Fyrir val-
inu varð Nicolas Ceausescu,
47 ára, sem átt hefur sæti í
framkvæmdaráði flokksins og
stjórnmálanefnd og verið ná-
inn samstarfsmaður Gheorg-
hiu-Dej. Fylgdi það fréttinni
um skipan hans að farið hafi
verið eftir óskum hins látna
leiðtoga.
Ef fulltrúar Sovétríkjanna
og Kína hafa gert sér vonir
um að fráfall Gheorghiu-Dej
leiddi til breytinga á stefnu
Rúmena, brugðust þær er arf-
takinn, Ceausecu, flutti ræðu
við útförina. Tók hann þar
skýrt fram að utanríkisstefnan
væri óbreytt frá þeirri línu,
sem Gheorghiu-Dej lagði. Og
eins og til að fyrirbyggja að
Kínverjar gerðu sér mat úr
því að Rúmenar væru óháðir
Rússum hélt stjórnin hádegis-
veizlu fyrir Mikoyan án þess
að bjóða Chou En-lai þanigað.
• Nicolas Ceausescu (frambor
ið tsjó-séss-kú, með áherzlu á
miðatkvæði) á margt sameig-
inlegt með Gheorghiu-Dej, og
þá fyrst og fremst það að
vilja Rúmeníu fyrir Rúmena
og hlutleysi í deilum Kínverja
og Rússa.
☆
Hann hefur sjaldan ferðast
vestur fyrir járntjaldið, eða
aðeins þrisvar svo vitað sé.
Fyrsta ferðin var til Rómar
þar sem hann var fulltrúi rú-
menskra kommúnista á flokks
þingi ítalska kommúnista-
flokksins 1962. Næst fór hann
ásamt konu sinni í sumarleyfi
til Parísar, Sýnir það nokkuð
hve vel honum er treyst, því
strangt eftirlit er .með utan-
landsferðum rúmenskra em-
bættismanna. Þriðja ferðin
var einnig farin til Ítalíu, og
var Ceausescu þar viðstaddur
útför kommúnistaleiðtogans
Palmiro Togliattis síðastliðið
sumar.
Ceausescu er af bændaætt-
um, oig fyrir heimsstyrjöldina
síðari bjó hann í Pitesti héraði
fyrir norðvestan Búkarest. Þar
gerðist hann félagi í æskulýðs-
samtökum kommúnista. Hlaut
hann skjótan frama og varð
framkvæmdastjóri æskulýðs-
samtakanna. Á stríðsárunum
var hann fangelsaður fyrir
andstöðu við fasistastjórn
Antonescus marskálks, sem
síðar var líflátinn. Og i fang-
elsinu kynntist hann Gheorg-
hiu-Dej.
Eftir að hersveitir Rússa
höfðu hrakið nazista frá völd-
um í Rúmeníu og tryggt
kommúnistum stjórn landsins
hóf Ceausescu störf fyrir
flokk sinn að nýju. Var hon-
um brátt falið starf við póli-
tíska stjórn hersins og sæmd-
ur hershöfðingjanafnbót.
Hann var kjörinn fulltrúi í
miðstjórn flokksins 1948, skip-
aður aðstoðarlandbúnaðarráð-
herra sama ár, aðstoðar her-
málaráðherra 1950, og fulltrúi
Nicolas Ceausescu
í stjórnmálanefnd -iokksins
(politburo) 1955. Einnig tók
hann sætj í framkvæmdaráði
míðstjórnarinnar 1954.
Ceausescu vann aðallega að
innanríkis- og skipulagsmál-
um, en engu að síður var hann
sendur sem fulltrúi á ráð-
stefnu kommúnistaríkjanna í
Moskvu 1957 og á 21. flok’ks-
þing r-ússneskra kommúnista í
Moskvu 1959. En þrátt fyrir
trúnaðarstöður er Ceasescu
lítt þekktur í heimalandi sínu
og enn minna utan þess. Hann
er lágvaxinn, aðeins um 168
sentimetrar, en gildvaxinn,
hálsdigur með þykkar varir
og stórt nef. Og hann er yngsti
leiðtogi kommúnistaríkjanna.
(Aðalheimild
New York Times>.
☆
I
I stuttu
París, . apríl, NTB.
Friðrik Danakonungur og
Ingrid drottning komu í morg
un til Parísar í fjögurra daga
opinbera heimsókn.
Como, 5. apríl, NTB.
Lokið er í Como á Ítalíu
ráðstefnu . fulltrúa fimimtán
ríkja Vestur-Evrópu og
Bandaríkjanna um samvinmu
á sviði fjármála. Var hér uim
að ræða svonefnda Bilden-
berg ráðstefnu, sem nú var
haldin í 14. sinn. Frumkvöð-
ull- hennar var í upphafi Bern
ard prins í Hollandi og stjórn
aði hann fundum nú. Nafn
di'egur ráðstefnan af hóteli
því í Hollandi, þar sem hún
var haldin í fyrsta sinn ár-
ið 1954.
Áttatíu fulltrúar tóku þátt
í viðræðunum nú, bæði stjórn
málamenn, efnahgssérfræðing
ar og háttsettir embættis-
menn, þeirra á meðal Hertog-
inn af Edinborg, George Ball,
aðstoðarutanrikisráðherra
Bandaríkjanna og Robert Mar
jolin varaforseti stjórnar-
nefndar Efnahagsbanda-
lags Evrópu.
1 SÍMl:
3V333
■Av^LLT TlLLflGU
Kuana"b í lap
VÉLSKÓrLUTZ
I?-RATTAEBÍLAR
FLUTNIN6AVA6NAR.
pUNGAVMUVflAMÍ
' '3V335
Ferðaáætlun
Sexfugur 1 dag:
Carr's
TABLE WATER
Ósætt tekex, einstætt í sinni röð — enda
er það vinsælt.
Hjörtur Sturlaugs-
son, Fagrahvammi
Ferðafélagsins
FERÐAFÉLAG íslands hefur ný-
lega gefið út ferðaáætlun sína
fyrir árið 1965. Eru í henni
greindar allar þær ferðir, sem
fara á á árinu. Lengsta ferðin
verður um Norður- og Austur-
land og verður hún farin 13.
júlí.
í aðaldráttum verða ferðir
Ferðafélagsins, sem hér segir:
Páskaferðir verða þrjár, 5 og 3
daga, Hvítasunnuferðir verða
þrjár, 2% dags. Sumarleyfisferðir
verða 21, 4-13 daga. Fastar
heigarferðir verða 46 talsins,
IV2—2Vi> dags. Um verzlunar-
mannahelgina verða farnar sex
ferðir, allar 2Vz dags. Aðrar
helgarferðir verða 48 og standa
í 1—2 daga. Auk þess vera fjórar
miðvikudagsferðir í Þórsmörk í
júlímánuði.
Eins og kunnugt er, flutti
Ferðafélag íslands nýlega skrif-
stofur sínar að Öldugötu 3, 1 hæð.
í DAG á sextugsafmæli Hjörtur
Sturlaugsson, bóndi í Fagra-
hvammi í Skutulsfirði við fsa-
fjarðardjúp. Hann er fæddur í
Snartartunigu í Strandasýslu 7.
apríl árið 1905. Foreldrar hans
voru sæmdarhjónin Guðbjörg
Jónsdóttir og Sturlaugur Einars-
son, bóndi í Snartartunigu. Ólst
Hjörtur þar upp og hóf síðan
ungur búskap í Snartartungu.
Bjó hann þar árin 1930-1933. Þá
fluttist hann vestur að ísafjarð-
ardjúpi og hefur átt þar heima
síðan. Hóf hann þar búskap í
Fagrahvammi í Skutulsfirði, þar
sem hann hefur gert miklar um-
bætur, unnið mikil ræktunarstörf
og húsabætur. Mörgum trúnaðar-
störfum hefur Hjörtur gegnt í
sveit sinni.
dísi Jónsdóttur frá Borg í Reyk-
hólasveit missti hann árið 1943.
Síðari kona hans er Guðrún
Guðmundsdóttir frá Brek’ku á
Ingjaldssandi. Eiga þau fallegt
og hlýlegt heimili í Fagra-
hvammi.
Hjörtur Sturlaugsson er mynd-
mesta prúðmenni í allri fram-
komu. Er hann vel látinn meðal
allra sem honum kynnast. Vinir
hans og samsýslungar óska hon-
um innilega til hamingju með
sextugsafmælið, um leið og þeir
árna honum allrar blessunar og
gengis í framtíðinni.
Norður-ísfirSingur.
Hjörtur Sturlauigsson er tví-
Þar er einniig afgreiðsla félagsins. kvæntur. Fyrri konu sína Arn-
Skrifstofustúlka
Heildverzlun óskar að ráða stúlku til vélritunar,
símagæzlu og almennra skrifstofustarfa. Þarf að
geta vélritað á ensku eftir diktafón. Góð laun. Upp-
lýsingar um menntun, aldur og fyrri störf sendist
blaðinu, merkt: „Heildverzlun — 7122“.