Morgunblaðið - 07.04.1965, Qupperneq 14
14
MQRGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. apríl 1965
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
FRAMFARIRNAR
í LANDB ÚNAÐINUM
/''’uðmundur Jónsson, skóla-
" stjóri á Hvanneyri, ritar
grein í Morgunblaðið um land
búnaðinn 1964. Segir hann
þar í lokaorðum:
„Árið 1964 mun hafa verið
fremur hagstætt í heild sinni
fyrir bændur landsins, þegar
miðað er við fyrri ár. Með því
búvöruverði, sem samið var
- um síðastliðið haust og bú-
stærð um 10 nautgripi, 137
kindur og hross, er gert ráð
fyrir að bóndinn hafi í heild-
ararð af búskapnum rúmlega
300 þúsund krónur. Af þeirri
upphæð þarf hann að greiða
allan kostnað við búskapinn
og framfleyta sér og fjöl-
skyldu sinni.
Búin eru stöðugt að stækka,
þótt hægt fari. Á síðustu 20—
25 árum hafa þau stækkað
um nálega 50%, en á sama
tíma hefur fólki fækkað í
sveitunum um ca 10 þúsund
manns. Þetta eru framfarir,
sem engan veginn má van-
meta“.
Guðmundur Jónsson getur
þess, að árið 1963 hafi nýrækt
aukizt talsvert og uppþurrk-
un lands hefur vaxið til mik-
illa muna. Hann víkur að því,
að fyrir aldamót hafi útheys-
fengur landsmanna að magni
til verið næstum tvöfaldur
við magn af töðu. Eftir 1930
var töðumagn og úthey svo
til jafnt, eða um 7 milljónir
hestburða á ári af hvoru fyr-
ir sig, og síðan hefur töðu-
magnið vaxið svo, að miðað
við fóðurgildi má æt’a að út-
heyið samsvari aðeins um
6% af heyfengnum. En auk
þess hefur túnbeit mjög farið
vaxandi eins og kunnugt er.
„ Árið 1880—1890 var stærð
túna ekki fjarri 10 þúsund
hekturum, 1930 eru þau talin
um 26 þúsund hektarar, 1960,
75 þúsund hektarar, og um
áramótin 1964—65 má telja
líklegt að stærð túna sé ekki
fjarri 95 þúsUnd hektarar.
Af þessu sést að framfarir
í landbúnaði hafi orðið mikl-
ar síðustu áratugina og ekki
sízt núna allra síðustu árin.
Búin stækka jafnt og þétt og
stöðugt er komið við meiri
tækni og margháttaðri vinnu
hagræðingu. Landbúnaðar-
* framleiðslan eykst, þótt fólki
fækki, sem við hana vinnur.
Sýnir þetta, að það er al-
rangt, sem stundum er hald-
ið fram, að framfarir séu litl-
ar í landbúnaði. Þvert á móti
eru þær mjög miklar, en samt
þurfa þær að verða enn meiri,
búin þurfa að stækka til
muna frá því sem nú er, svb
að unnt verði að framleiða
ódýrari landbúnaðarvörur
með aukinni hagkvæmni í
rekstri og vélanotkun.
ÁTAK BORGAR-
STJÓRNAR I
GATNAGERÐ
Dorgarstjórn Reykjavíkur
samþykkti nýlega fram-
kvæmdir þessa árs í gatna- og
holræsagerð, en þar er um að
ræða áframhaldandi fram-
kvæmd á 10 ára áætluninni
um gatna- og holræsagerð,
sem samþykkt var 1962. Sam-
kvæmt þeirri stórhuga áætl-
un er gert ráð fyrir því að
fullgera allar götur í borg-
inni, ásamt holræsakerfi og
gangbrautum fyrir 1972, en
þá eru aðeins fráskilin þau
hverfi, sem kunna að vera
undirbúin til byggingarfram
kvæmda eftir 1970. Heildar-
lengd gatna, sem fullgerðar
eru þegar og munu verða
fullgerðar á þessum 10 árum,
er samtals 94 kílómetrar eða
rúmlega 2,2 milljón fermetr-
ar.
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri, skýrði frá gangi þess-
ara mála á borgarstjórnar-
fundinum í síðustu viku. Það
kom fram, að um næstu ára-
mót verður búið að malbika
akbrautir og leggja gang-
brautir á um rúmlega hálfa
milljón fermetra og er það
13% umfram áætlun. Þá
hefur verið staðið við alla
þætti áætlunarinnar, nema í
Holtunum, þar sem töf er
vegna hitaveitulagnar og í
Háskólahverfinu, þar sem
stendur á endanlegu skipu-
lagi. Þá hefur lagning gang-
brauta nokkuð verið á eftir
áætlun. Stafar það af skorti á
vinnuafli, en ekki er hægt að
beita vélaafli við gangbrauta-
gerð í sama mæli og við mal-
bikun akbrauta.
Þetta er glæsilegur árang-
ur, ef framkvæmdaáætlun yf-
irstandandi árs stenzt, eins og
horfur eru á, og ber því glöggt
vitni, að haldið er á borgar-
málefnum af stórhug, festu og
raunsæi. Sama er að segja um
stórátök í hitaveitulögn og
skipulagsmálum borgarinnar,
en ýmis önnur mál og mála-
ílokka mætti tilgreina.
Þegar 10 ára gatnagerða-
áætlunin var afgreidd 1962,
þá sýndu Framsóknarmenn
áætluninni staka óvitd og
Vssia^
UTAN ÖR HEIMI
,Það getur enginn lengur
byggt á sjálfum sér'
— segir bandaríska leikrita-
skáldið Tennessee Wiliiams
BANDARISKI leikritahöfund-
urinn Tennessee Williams
kom fyrir skömmu til London
til að vera við frunioýningu
á leikriti sinu, „The NigLt ^f
the Iguana“, sem sýnt v„r í
fyrsta skipti í höfuðborginni
24. marz, eftir velheppnaða
leikferð út um land.
Fréttamenn hittu Tennec_.é
Williams að máli af þessu til-
efni og spurðu m.a., hversu
honum hefoi pótt takasi kvik-
myndin. sem gerð var vestra
eftir þessu leikriti hans. Willi-
ams kvaðst engan vegin sátt-
ur við *kvi'kmyndina, sagði að
atriði þau sem hann hefði brJ.t
inn i handritið að henni hefðu
ekki verið notuð, en að vísu
flest samtölin sem hann hefði
skrifað. Auk þess vaeri það
fyrir neðan allar hellur, sagði
rithöfundurinn, að láta það
heita sorglegan endi á kvik-
myndinni að presturinn stolti
og útskúfaði yrði að „sætta
sig við“ Övu Gardner. „Ava
er indæl“, sagði Williams, „en
hún er ómöguleg í þetta hlut-
verk, alltof falleg, það geta
ekki talizt neinu manni afarv
kostir að sitja uppi með hana.‘
Síðan vék Williams að sjálf-
um sér og sínum einkamálum
og saigði m.a.: „í september í
fyrra dó bezti vinur minn úr
krabbameini. Það fékk svo á
mig að ég gat ekki talað við
nokkurn mann, ekki svarað í
síma, ekki farið til dyra ef bar
ið var og ekki skrifað staf.
— Ég tók svo það ráð að
ferðast, en það stoðaði ekkert,
mér leið alls staðar jafn illa.
Loks á’kvað ég að reyna að
fara til sálfræðings. Ég hafði
reyndar reynt það áður — fyr-
ir sjö árum eða þar um bil —
en gafst þá upp á því, fannst
það ekkert gagn gera.
En nú hef ég fundið sálfræð
ing, sem hefur hjálpað mér
svo um munar. Ég hef meira
að segja horfið að heiman, frá
Key West, og sezt að í New
York, sem ég hef þó megnasta
ímugust á, til þess eirts að geta
farið til hans reglulega fimm
daga vikunnar.
Aðspurður hverju það
myndi sæta, að svo margir
bandarískir rithöfundar núlif-
andi kynslóðar leituðu sér at-
hvarfs í sálgreiningu, þar sem
rithöfundar fyrri kynslóða,
sem átt hefðu við . svipuð
vandamál að stríða og oftast
nær verið mun verr settir fjár
hagslega, hefðu ekki þurft á
slíku að halda, svaraði Willi-
ams: „Það er af því hvernig
heimurinn er í dag. Það er
eins og alltaf sé á næsta leiti
einhver óhugnan og skelfing
— og syo þessi einangrun.
Sjálfstraust manna hrynur til
grunna gagnvart þessum
ósköpum og menn neyðast til
að leita sér einhverrar leið-
sagnar, hlíta forsjá einhvers
um ailar sínar gerðir.“
Kannske í þriðja sinn
Tennesse Williams vinnur
nú að endurbótum á leikriti
sínu, „The milk train doesn't
stop here anymore“, sem tvisv
ar hefur verið tekið til sýn-
ingar á Broadway við slæmar
undirtektir en gert er ráð fyr-
ir að sýna í London í vor eða
snemma að hausti. „Ég ætta
að reyna að bjarga því bezta
úr sýningunum báðum“, sagði
leikritaskáldið, „og ef vel
tekzt til með það hér í London
reyni ég við Broadway í
þriðja sinn“.
Þetta minnir á hversu varð
um leikrit Thornton Wilders,
sem fyrst var sýnt á Broad-
way og hét þá „The Merehant
of Yonkers.“ Litlum sögum
fór af því þá, en er það vac
sýnt í London, óbreytt en með
öðru heiti og kallað „The
Matchmakers“ náði það strax
metaðsókn. Seinna var það
svo aftur tekið til meðferðar
vestra og var þá sýnt á Broad-
way í þrjú ár samfleytt og var
loks notað sem uppistaðan í
söngleiknum „Hello DoIly.“
„Það er að vísu ekkert söng
leikaefni í „The Milk Train“,
sagði Tennessee Williams
hugsi. „En það gæti orðið efni
í dágóða kvikmynd.“
tortryggni. Slíkar nndirtektir
Framsóknarmanna á fram-
faramálum borgarinnar eru
ekki nýjung. Nægir hér að
minna á andstöðu þeirra gegn
Hitaveitu Reykjavíkur og
Sogsvirkjuninni. Úrtölur og
neikvæðan málflutning af
þessum rótum mátti glöggt
greina í ræðu annars borgar-
fulltrúa Framsóknarflokksins
á borgarstjórnarfundinum í sl.
viku. Hann gagnrýndi það, að
framkvæmdum væri haldið
áfram við malbikun akbrauta,
þegar lagning gangbrauta tefð
ist af augljósum orsökum. Þá
vildi hann fresta afgreiðslu
málsins og bar fyrir sig
skamman umhugsunartíma.
Framkvæmdaáætlunin hefur
þó legið frammi frá 1962 og
framkvæmdir þessa árs hafa
verið til ítarlegrar athugun-
ar í borgarráði, þar sem
hinn borgarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins á sæti. 1962
voru það kommúnistar, sem
vildu draga málið á langinn,
og fóru fram á þrjár umræð-
ur, en þeir höfðu að þessu
sinni fremur hægt um sig.
Framsóknarmenn virðast nú
hafa tekið einir upp baráttu
kommúnista, þar sem frá var
horfið.
TOLLAR LÆKKA
ENN
XJiðreisnarstjórnin
cfofnf a Á
hefur
stefnt að því að lækka
tolla á margháttuðum varn-
ingi. Hafa tollalækkanir ver-
ið framkvæmdar margsinnis
síðan viðreisnin hófst, enda
voru tollar hér á mörgum
sviðum langtum hærri en
nokkurs staðar annars í
nágrannalöndunum, en þau
keppa auk þess flest að því að
lækka enn tolla og örva við-
skipti milli landa.
Að þessu sinni er lagt til
að lækka tolla á vélum, sem
nú er yfirleitt 33%, þannig að
tollar á almennum iðnaðar-
vélum verði 25%, en 10% af
vélum og tækjum til virinslu
útflutningsafurða. Þó verði
15% tollur af slíkum vélum,
sem jafnframt eru framleidd-
ar í landinu.
Þessi lækkun vélatolla auð-
veldar íslenzkum iðnaði að
standast samkeppnina við
innfluttan iðnaðarvarning og
ætti að greiða talsvert fvrir
eðlilegri þróun íslenzks iðn-
aðar, en aukin notkun full-
komnasta vélabúnaðar er að
sjálfsögðu meginskilyrði þess,
að íslenzkur iðnaður nái
þeim vexti, sem að er kep“>t.
Talsverð framleiðslh er / 'r
innanlands á ýmiskonar vél-
um. Þá framleiðslu þarf eitt-
hvað að vernda og þessvegna
er ekki talið unnt að lækka
tolla jafn mikið á slíkum
varningi, því að það gæti
hindrað þróun hins unga véla
iðnaðar hérlendis, Tollamálin
eru þannig vandmeðfarin, og
nauðsynlegt að framkvæma
tollalækkanir í áföngum eins
og gert hefur verið.
íslenzkur iðnaður verður
nú að keppa við innfluttan
varning, sem að vísu er í lang
flestum tilfellum hátt tollað-
ur, þannig að okkar iðnaður
hefur verulega vernd. Engu
að síður verður í mörgum til-
fellum að bæta reksturinn í
íslenzkum iðnfyrirtækjum, og
lækkun tolla á iðnaðarvélum
er auðvitað mikilvæg, þegar
slíkt þarf að gera, auk þess
sem mörg ný iðnfyrirtæki
munu hefja starfrækslu á
næstu árum.