Morgunblaðið - 07.04.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1965, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 7. apríl 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 BIKGIR GUÐGEIRSSON SKRIFAR UM HLJÓMPLÖTUR ALL FLESTXJM tónlistarunn- endum er fullkomlega ljóst, að kammetmúsik eða stofutónlist, er hörmulega laus við að vera sterkt aðdráttarafl hinum al- menna hlustanda. Orsökin er margvísleg og margslungin. Flestum augljós ag mörgum fráleit. Ein athyglisverðasta hljóðritun á kammermúsík, sem út kom á árinu 1964, er heildarútgáfa Philips á són- ötum Beethovens fyrir celló og píanó. Það hefur verið tals- verðum erfiðleikum bundið að fá þessa hljóðritun keypta í hljómplötuverzlunum hér á landi og mun einhverju valda slælegur afgreiðslumáti hjá Philips. Sviatoslav Richter deikur á píanóið í þessari upptöku, en Mistislav Rostropovits á cell- óið. Frágangur Philips á þess- ari útgáfu er að ytra borði veglegur og hljóðritun tækni- laga mjög góð. Sömuleiðis eru plöturnar vel nýttar, þar eð allar sónöturnar fimm komast fyrir á aðeins tveimur hljóm- plötum. Öðrum verkum frem- ur hafa þessar sónötur Beet- hovens orðið útundan hjá mörgum aðdáendum tón- skáldsins og er illa farið. f»ær hafa að geyma margt það fegursta og rismesta, sem Beethoven lét frá sér fara og spanna öll tímabilin þrjú, sem ferli hans er gjarnan skipt í. Dæmi þess hvað stórir lista- menn geta gert úr efniviði, sem í fljótu bragði virðist ekki mjög stórbrotinn, er flutninigur þeirra Rostropovits og Richter á fyrstu sónötun- um tveim opus 5, sem oftast virðast fyrst og fremst falleg- ar fremur en meistarasmíðar. Á þessari hljóðritun eru þær gerðar að miklum listaverk- um. Þeim miklu meistara- verkum, sem þær óneitanlega eru. Flutningur listamannanna á þessum tveim fyrstu són- ötum Beethovens, sem eru reyndar nánast æskuverk, mun koma mörgum mjög á óvart. í stuttu máli má segja um þennan flutnirig þeirra félaga, að þótt þeir kafi kannske ekki á þau dýpi, sem Casáls og Fournier gera, þá hafa sónöt- urnar varla fyrr hljómað eins lifandi Qg beinlínis spennandi. Túlkun þeirra er úthverf en rafmögnuð, og tæknileg vandamál heyrast aldrei. Bogatækni Rostropovits er slík, að engu er líkara en hann leiki á fiðlu en ekki á það stóra apparat, sem cellóið er. Vald hans á öllum blæbrigð- um er undravert og intonation aða tónmyndun nær óskeikul. Þeir sem halda að celló sé þunglamalegt og drungaleigt hjóðfæri, • ættu að kynnast þessari upptöku, og skrítnir mega þeir teljast, ef þeir álíta eftirá stætt á slíkri skoðun. Sviatoslav Richter er okkur svo vel kunnur, að flestir ættu að eiga auðvelt með að geta sér til, hvernig hann leikur hér. í»ó að menn búist við miklu verða þeir naúmast fyr- ir vonbrigðum, nema síður sé, því að þessi upptaka er og mun teljast eitt af hans stóru afrekum. Auk þess hefur píanótónn hann óvíða notið sin eins veí, hvað þá betur. Þó að fullyrðingar fari óigur- lega í taugarnar á sumum, skal það staðhæft hér með vissu, að þetta er ein bezta hljóðritun á stofutónlist frá upphafi vega. Eitt er það verk, sem vera ætti í eigu hvers eins tón- listarunnanda, sem ætlast til þess að vera tekinn alvarlega sem slíkur, en það er „Matt- heusarpassían“ eftir Bach. Fyrir einum tveim árum var fjallað um þá nýútkomna hljóðritun á því verki hér í þessum þáttum, en þar var passíunni stjórnað af Otto Klemperer. Sú hljóðritun stendur enn fyrir sínu og vel það. Augljóst var, að „Matt- heusarpassían“ laðaði fram alla beztu eiginleika Klemp- erers, og sá steinrunni hrika- leikur, sem svo oft hefur lýtt hans túlkanir, vék fyrir þeirri ást og virðingu, sem hann svo auigljóslega bar fyrir þessu verki. Einu sinni sagði sá mikli dirigent, Wilhelm Furt- wángler, eitthvað á þá leið, að þar sem „Mattheusarpassían“ væri flutt, þar væri Guðshús. Og eftir túlkun Klemperers að dæma, er hann algerlega á sama máli. Ástæðan til þess- ara hugleiðinga er sú, að í seinasta mánuði kom út á veg- um Decca ný hljóðritun á þessu verki, verki, sem raun- ar stendur eitt sér meðal tón- bókmenntanna. Það er gefið út nú bæði vegna þess, að tuttugu ár eru liðin frá stofn- un. Kammerhljómsveitarinnar í Stuttgart, en það er ein- mitt hún sem flytur verkið ásamt kór og einsöngvurum undir stjórn Karl Múnchinger, svo og vegna þess að páskar fara senn í hönd. Þessi nýja hljóðritun hefur fengið lofs- samlega dóma erlendis og mun væntanleg hingað í verzlanir innan skamms. Hvort Múnchingar nær sömu hæðum og Klemperer, er kannske vafasamt, en sem tækniafrek á sviði hljóðrit- unar, er þessi nýja upptaka frá Decca sennilega glæsilegri 0|g er þó hljóðritunin með Klemperer (Columbia) fram- úrskarandi góð. Sennilega verður erfitt að gera upp á milli, hvor útgáfan sé eigu- legri. Æskilegast væri ábyggi- lega að eiga þær báðar fyrir þá, sem efni hafa á slíku, en verkið er risastórt. Alveg eins og allir sannir tónlistarunnendur ættu að eiga „Mattheusarpassíuna“ ættu sömuleiðis allir Mozart- unnendur, vilji þeir teljast slíkir, að eiiga þá óperu Moz- arts, sem ýmsir telja hans bezta verk, en það er „Töfra- flautan". Enginn, sem séð hefur hörmulega og hund- leiðinlega uppfærslu á „Töfra- flautunni" skyldi láta það aftra sér frá því að eignast verkið, því að sá sem kynnir sér óperuna mun ríkulega upp- skera. „Töfraflautan" tapar ekki eins miklu og margar hans yfir flytjendum nær fullkomið. Sömuleiðis hefur hann á að skipa einvalaliði söngvara og ber þar kannske hæst Gundula Janowitz (sem Karajan gerði fræga), Walter Berry og Lucia Popp en hin síðastnefnda er nær óþekkt og *fer hér með hið erfiða hlutverk „Næturdrottnimgar- innar“. Gottlob Frick syngur Sarastro og er eiginlega sá eini, sem veldur vonbrigðum, en þó engan veginn veruleg- um. Nicolai Gedda, sem syng- ur hlutverk Taminos hefur sjaldan gert betur. Þess má geta, áð Elisabeth Schwarz- kopf syngur hér í aukahlut- verki. Hljóðritun er yfirleitt mjóg góð ag vandséð að ástæða sé fyrir menn að hika við að eignast þessa útgáfu fyrir þær sakir einar, að önn- ur útgáfa sé væntanleg frá Deutsche Grammophon undir stjórn Karl Böhm. Reyndar gildir sama um þetta verk og FURTWANGLER óperur aðrar við það að vera flutt af hljómplötum. „Töfraflautan1* kom nýlega út á Angel-merki undir stjórn Klemperers. Og eins og „Mattheusarpassían“ laðaði fram beztu eiginleika Klemp- erers sem hljómsveitarstjóra, svo gerir „Töfraflautan“ slíkt hið sama. Sumir eru ef til vill hræddir um að Klemperer sé alltof alvarlqgur og þungur í túlkun sinni í þessari upptöku, og þeim, sem taka svo snar- vitlausan pól í hæðina, að halda að „Töfraflautan" sé fyrst og fremst einhver kómedía, mun sannarlega þykja Klemperer nokkuð brúnaþungur. Flutningur Klemperers er lifandi og mannlegur og vald „Mattheusarpassíuna", að það er meira en þess virði að eiga það í fleiri en einni útgáfu. Þeir eru æ fleiri, sem eru að komast á þá skoðun, að Wilhelm Furtwangler hafi verið mesti hljómsveitarstjóri, sem uppi hefur verið. Reynd- ar er til nóg af þrákálfum, sem ekki þola slíkar fullyrð- ingar. Seinast um daiginn átti ég tal við heimsfrægan tón- listarmann, sem taldi þafj. engum vafa undirorpið, að Furtwangler væri mesti hljómsveitarstjóri allra tíma. Meira að segja er enska og ameríska pressan loks að kom- ast að þessari niðurstöðu. Hinu ber ekki að leyna að til eru prófessíónal tónlistarmenn, sem meta hann af því sama andans tómlæti og einkennir þeirra eigin getuleysi. En fyr- ir hinn alvarlega þenkjandi tónlistarunnenda, eru hljóðrit- arnir Furtwanglers sá fjársjóð ur sem naumast verður metinn til fjár. Og eftir því, sem fleiri ár líða frá dauða Furtwánigl- ers, koma æ fleiri hljómplötur á markað með honum Er þar oft um að ræða upptökur, sem gerðar voru á tónleikum í hljómleikasölum eða útvarpi. Það er ekkert áhlaupaverk, að fjalla um allar þær hljómplöt- ur, aðeins skal lítillega getið þeirrar steinustu, sem út kom á vegum Deutsche Grammo- phon í febrúarmánuði síðast- liðnum. Þar stjórnar Furt- wángler Philharmóníuhljóm- sveitinni í Berlín, en hljóðrit- anirnar voru gerðar á árunum 1943—49. Tæknilega standast þær að tóngæðum engan samanbu'rð við seinustu furðuverk á sviði hljóðritunarinnar. Þó að segja megi að hljómur skipti megin máli þar sem tónlist er annars vegar, skiptir þó annað öllu máli, eins í tónlist sem allri annarri list, en það er sá andi eða sú sál, sem að listaverkinu stendur. Þess veigna er þakk- arvert hversu margt hefur tekizt að varðveita af því sem andans mestu meistarar hafa haft að miðla okkur venjuleg- um mönnum. Á þessari hljómplötu eru tvö vinsælustu verk Richard Strauss: „Ugluspegill“ og „Don Juan“ ásamt með tveim óperuforleikjum eftir Mozart, þ.e.a.s. að „Brúðkaupi Figaros" og „Brottnáminu úr kvenna- búrinu“ auk „Eine kleine Nachtmusik“ sömuleiðis eftir Mozart, en það er verk, sem Furtwángler hafði mjög oft á efnisskrá sinni. Flutningur þessara verka er sér í flokki. Helztu einkenni Furtwánglers mega öllum Ijós vera, en þaú eru m.a. dulúð og djúphyiggja, óskeikul eðlisávisun og sá bloflandi funi og poesía, sem hafa átt fáa eða enga sína líka. Það er haft eftir einum með- lima fyrrgreindrar hljómsveit- ar, að Furtwángler hafi verið „músik-blóðsuga‘, svo mjög hafi hann náð fram allir þeirri getu og hæfileikum, sem hljómsveitarmeðlimir hafi haft til brunns að bera. Þann- ig hafi þeir verið gersamlega óhæfir til þess að leika nokkra músík möngum dögum eftir konsert með Furtwángler, ekki einu sinni nokkrir saman í kammermúsik. Svo mörg eru þau orð, en þeir, sem skilja list Furtwánglers, munu gerla átta sig á hvað maðurinn var að fara, þegar hann lét þessi orð frá sér fara. Að lokum skal þess getið hér fyrir hina mörgu aðdáend- ur Furtwánglers og alla þá er unna sígildri tónlist, að vænt- anleg er á markað nú í apríl bók um Furtwángler, sem skrifuð er af ýmsum þekkt- ustu tónlistarmönnum heims. Það er Atlantis Verlaig í Sviss, sem gefur hana út, en hún er rituð á ensku og ber heitið: FURTWÁNGLER RECOLL- ECTED. Hver sem vill getur pantað hana hjá næsta bók- sala. Birglr Guðgeirsson. Indverjar skerða ferða- frelsi Abdullah Pakistanbúar bjoða honicm vegabréfsáritun til Peking Nýju Delhi, 5. apríl (AP) INDVERSKA stjórnin greip f dag til aðgerða til að skerða ferðafrelsi Mohammeds Ab- dullah, leiðtoga þjóðernis- sinna í Kashmír. Abdullah hitti Chou En-lai, forsætisráð herra Kínverska alþýðulýð- veldsins, að máli í Alsír fyrir helgina og hefur sá fundur vakið mikla reiði í Indlandi. Utanríkisráðherra Indlands, Swaran Singh, skýrði indverska þinginu frá því í dag, að allar á- ritanir, sem Mohammed Abdull- ah hefði fengið á vegabréf sitt, hefðu verið numdar úr gildi, en þó yrði honum heimilað að fara pílagrímsferð til Mekka, sam- kvæmt eigin ósk. Abdullah hafði heimsótt Lon- don, París og Kaíró áður en hann hélt til Alsír til fundar við Chou En-lai 31. marz sl. Á fund- inum lét Chou í ljós stuðning við kröfu Abdullah um sjálfsákvörð- unarrétt Kasihmír og bauð hon- um að heimsækja Peking. Sagð- ist Abdullah hafa áhuga á að þiggja boð Chous, er aðstæður leyfðu. Singh utanrikisráðherra ræddi þetta boð í þinginu og sagði, að það væri mjög óæskilegt fyrir Abdullah að fara til Peking og indverska stjórnin væri eindreg- ið á móti slíku ferðalagi. Hann mihnti á, að Pakistanstjórn hefði boðið Abdullah vegabréfsáritun til Peking og sagði, að hann gæti sjálfur ákveðið hvort hann vildi gerast ríkisborgari í Pakistan og tekið afleiðingunum af þvL A T H U G I Ð að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.